Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 23

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 23 HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Suðurnes | Ákveðið hefur verið að sorptunnur Suðurnesjamanna verði losaðar á tíu daga fresti í framtíðinni. Þá mun verktaki sveitarfélaganna ekki taka sorp frá fyrirtækjum. Kalka, ný sorpeyðingarstöð sem sveitarfélögin á Suðurnesjum eru að koma upp í Helguvík, verður tekin í notkun í janúar. Í tengslum við undirbúning nýju starfseminn- ar var sagt upp samningi við Njarðtak ehf. sem annast hefur sorphirðu á Suðurnesjum í tuttugu ár og sorphirðan boðin út að nýju. Jafnframt verða gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulagi sorp- hirðunnar. Að sögn Guðjóns Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem reka Sorpeyðingarstöð Suður- nesja, verða sorptunnur íbúanna losaðar á tíu daga fresti en það hefur verið gert vikulega til þessa. Segir Guðjón þetta gert í sparnað- arskyni. Mikilvægt sé að draga úr kostnaði við sorphirðuna vegna þess að kostnaður við eyðingu sorpsins aukist með tilkomu nýrr- ar og fullkominnar sorpeyðingar- stöðvar. Jafnframt verður hætt að taka sorp hjá fyrirtækjum. Guðjón segir að sveitarfélögunum sé nú ekki lengur skylt að þjóna fyr- irtækjum með þessum hætti og raunar óheimilt að niðurgreiða sorphirðu þeirra og því hafi aðeins sorphirða heimilanna verið boðin út. Sorphirðan er boðin út til fimm ára. Uppsetning mótttöku-, flokk- unar- og sorpeyðingarstöðvar í Helguvík er á lokastigi. Unnið er að frágangi húss og lóðar og upp- setningu vélbúnaðar. Vélarnar verða prófaðar á næstu vikum og stöðin tekin í notkun um áramót. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Brennslan undirbúin: Unnið er að frágangi lóðar og húss móttöku- og sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku í Helguvík. Tunnurnar losaðar á tíu daga fresti Sorphirða fyrir heimilin hefur verið boðin út Reykjanesbær | „Við viljum efla almennan tónlistaráhuga með því að bjóða upp á áhugaverða tón- leika,“ segir Una Steinsdóttir, formaður Tónlistarfélags Reykja- nesbæjar sem tekið hefur til starfa að nýju eftir nokkurra ára hlé. Markmiðið að kynna og efla tónlist Tónlistarfélag Keflavíkur var stofnað 1957 og var í mörg ár virkt í tónlistarlífi bæjarins. Það hefur þó ekki verið starfandi síð- ustu sjö ár eða svo. Að frum- kvæði Valgerðar Guðmunds- dóttur menningarfulltrúa var félagið nú endurvakið sem Tón- listarfélag Reykjanesbæjar á fundi í fyrrakvöld og kosin ný stjórn. Una Steinsdóttir, útibús- stjóri Íslandsbanka í Keflavík, er formaður og með henni í stjórn eru Aðalheiður Gunn- arsdóttir, Dagný Gísla- dóttir, Ellert Eiríksson og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. „Ég kem að þessu félagi sem áhugamað- ur um tónlist. Ég starfaði í þessu sama tónlistarfélagi fyrir alllöngu síðan þegar ég var nemandi í Tón- listarskóla Keflavík- ur,“ segir Una Steins- dóttir. Tilgangur félagsins er að kynna, efla og útbreiða tónlist í Reykjanesbæ. „Við lítum á félag- ið sem samstarfsvettvang áhuga- manna um tónlistar- líf í Reykjanesbæ,“ segir Una. Hún seg- ir að stjórn félags- ins muni setja sér raunhæf markmið og starfi náið með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar við skipulagningu tón- leika. Þrennir tónleikar á ári „Stjórnin hefur sett sér það mark- mið að auka al- mennan áhuga á tónleikasókn á svæðinu. Það á við um okkur eins og íbúa annarra bæjarfélaga sem liggja nálægt höfuðborginni að við erum oft dugleg við að sækja tónleika og aðra menningar- viðburði þar en horfum okkur ekki nær. Við þurfum að hafa áhrif á það að þessi þróun verði ekki varanleg,“ segir Una. Hún segir stefnt að því að bjóða upp á þrjá fasta tónleika á ári og reynt verði að tímasetja þá þannig að ekki rekist á við annan tónlist- arflutning á svæðinu enda segir hún að framboðið sé mikið jafnt tónleikar sem Reykjanesbær stendur fyrir, tónlistarskólarnir og kórarnir. Fyrstu tónleikarnir á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða með Kammersveit Reykja- víkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju 4. desember næstkomandi. Þá er verið að skipuleggja nýárstón- leika í Duushúsum í janúar. Starfsemi Tónlistarfélags Reykjanesbæjar endurvakin eftir sjö ára hvíld Una Steinsdóttir Viljum efla almennan tónlistaráhuga Keflavík | Listasafn Reykjanes- bæjar stendur fyrir sýningu á steinskúlptúrum Árna Johnsen í Duushúsum í Keflavík síðar í vet- ur. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, stendur fyrir sýningunni. Hún seg- ist hafa frétt að Árni Johnsen væri að vinna að þessum verkum og gert sér ferð vestur á Kvíabryggju til að skoða gripina. Eftir það hafi hún falast eftir að fá verkin til sýn- ingar, þegar þar að kæmi. Stefnt er að opnun sýningarinn- ar í lok janúar. Hún verður í Gryfj- unni, óinnréttuðum sal í Duushús- um, við hliðina á sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi sýningin verður opin en Valgerður reiknar með að það verði í til- tölulega stuttan tíma. Valgerður tekur fram að Reykja- nesbær hafi ekki keypt verkin og beri hvorki kostnað af flutningi þeirra frá Grundarfirði né geymslu í Njarðvík. Segist hún hafa fengið inni fyrir sýningargripina í horni geymslu sem víkingaskipið Íslend- ingur hafi þar yfir að ráða. Málið var rætt á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar í fyrra- kvöld vegna fyrirspurnar fulltrúa minnihlutans. Spyrja þeir um ákvörðun um sýningu verkanna og hvort Reykjanesbær kosti flutning þeirra og geymslu. Fyrirspurnin verður á dagskrá fundar bæjar- stjórnar 2. desember. Steinskúlp- túrar Árna sýndir í Duushúsum Morgunblaðið/RAX Á leiðinni: Fimm vörubíla þurfti til að flytja verk Árna úr Grundarfirði. Djass í Duushúsum Keflavík | Djasskvartett Ómars Guðjónssonar verður með tónleika í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í dag, fimmtudag, kl. 20. Kvartettinn skipa, auk Ómars sem leikur á gítar, Óskar Guð- jónsson sem spilar á tenórsaxófón, Jóhann Ásmundsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á tromm- ur. Kvartettinn lék síðast á Djasshá- tíð Reykjavíkur. Ómar Guðjónsson starfar sem kennari við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar. Tónleikarnir njóta stuðn- ings Reykjanesbæjar og kostar að- gangur 800 kr. en frítt er fyrir nemendur tónlistarskóla bæjarins.    Lífsins ljóð | Út er komin platan Lífsins ljóð. Gerðahreppur gefur hana út í tilefni af vöru- og þjón- ustusýningunni Garð- urinn byggða bestur sem haldin var í síð- asta mánuði til að minnast 95 ára afmæl- is hreppsins. Tvö lög eru á plötunni, bæði flutt af hljómsveitinni Grænum vinum og Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu. Lífsins ljóð er eftir Þorstein Egg- ertsson og Jóhönnu Fjólu Ólafs- dóttur og Garðurinn er bestur er texti Sigrúnar Oddsdóttur við erlent lag. Lífsins ljóð var samið í tilefni af- mælisins á dögunum og frumflutt við það tækifæri. Garðurinn er bestur var samið í tilefni af 80 ára afmæli Gerðahrepps fyrir fimmtán árum. Platan er til sölu á skrifstofu Gerðahrepps og í íþróttamiðstöðinni í Garði. www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.