Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aukinn stuðningur | Tveir af hverjum þremur landsmönnum eru fylgjandi álveri Alcoa á Reyð- arfirði, samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir iðn- aðarráðuneytið og hefur stuðn- ingur við verk- efnið aukist um sex af hundraði frá sambærilegri könnun í fyrra- sumar. Iðn- aðarráðherra greindi í vikunni frá niðurstöðum nýju könnunarinnar á ráðstefnu um íslenskan áliðnað. Í könnun Gallup núna voru 67% svarenda hlynntir álveri Alcoa á Reyðarfirði en í könnun sem Gallup gerði fyrir Fjárfestingastofuna-orkusvið í júlí í fyrra, voru 61% hlynntir álveri í Reyðarfirði. Ekki er hins vegar marktækur munur á fjölda and- stæðinga álversins í þessum tveimur könnunum. 23% voru and- vígir álveri í Reyðarfirði sumarið 2002 og eru nú 22% í könnun Gall- up fyrir iðnaðarráðuneytið. 16% voru hvorki með né á móti í könn- uninni 2002 en eru 11% nú.    Myrkrið hyllt | Dagar myrkurs standa fyrir dyrum á Austurlandi. Þá er myrkrið hyllt og Austfirðingar og gestir gera sér glaðan dag með ýmsum viðburðum, þar sem áhersla er lögð á það sem myrkri og rökkri er tengt. Í morgun hófust hinir myrku dag- ar á því að yngstu nemendur Egils- staðaskóla kveiktu á kertum í lysti- garði bæjarins og sungu saman. Minjasafn Austurlands kynnir í kvöld klausturlíf á Austurlandi í samvinnu við ME og býður upp á miðaldasnarl að hætti munka. Á Seyðisfirði verður kl. 18:15 á morg- un slökkt á öllum ljósum bæjarins og menn velta fyrir sér tilverunni áður en rafmagnsljósin komu til sög- unnar. Kennt verður að vekja upp draug og kveða niður aftur í Skriðu- klaustri annað kvöld og í Neskaup- stað verður háð opið myrkragolf kl. 16 á laugardag. Nánari upplýsingar um fjölbreytta myrkradagskrá eystra má sjá á vefslóðinni www.east.is.    lagsmanna sinna stendur Verslunar- mannafélag Austurlands jafnt og þétt fyrir námskeiðum þar sem fólk er undirbúið fyrir kjaraviðtöl við vinnuveitendur sína. Kristín segir ákvæðið um persónubundin laun ekki hafa verið nýtt nógu og vel, það eigi hins vegar að geta nýst til að hækka laun umtalsvert. Launamunur kynjanna 30% Kristín segir launamun kynjanna mikinn. „Hann er í rauninni skelfilegur. Munur á heildarlaunum karla og kvenna hefur farið úr 40% árið 1999 í 30% í ár hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna, sem er fjarri því viðunandi. Hér á Austurlandi er stór hluti okkar félagsmanna konur, eða 75%. Töluverð- ur hluti af konunum er ekki í fullu starfi og Egilsstaðir | Landssamband íslenskra versl- unarmanna hefur gefið út niðurstöður launa- könnunar sem unnin var af Félagsvísinda- stofnun Háskólans í vor og sumar. Meðal þess sem launakönnunin sýnir er að stjórnendur hafa hæstu launin, 265 þús. kr. í heild- arlaun að meðaltali á mán- uði og lægstu launin eru hjá sölu- og afgreiðslufólki, 168 þús. kr. í heildarlaun að meðaltali á mánuði. Meðal starfsfólks í fullu starfi eru karlar að jafnaði með 30% hærri heildarlaun en konur, meðalvinnutími á viku meðal starfsfólks í fullu starfi hefur styst um 2 klst., frá 1999 og er nú 43 klst. Starfsfólk í smásölu vinnur að jafnaði lengsta vinnutímann, eða 46 klst., og hefur lægsta tímakaupið. Vinnuveitendur greiða eftir grunntaxta Það vekur sérstaka athygli að Austurland kemur verst út hvað varðar launakjör versl- unarmanna á landsvísu. Meðaltalslaun á mán- uði nema þar um 194 þús. en eru að landsmeð- altali 217 þús. kr. Kristín Björnsdóttir, formaður Verslunar- mannafélags Austurlands, sem telur um 400 félaga, segir því helst um að kenna að Austur- land sé láglaunasvæði og vinnuveitendur bjóði fólki gjarnan strípaðan taxta. „Í kjarasamn- ingum verslunarmanna erum við með taxta, en síðan er ákvæði í samningunum um per- sónubundin laun sem eiga að miðast við menntun, færni, starfsreynslu og ýmsa aðra þætti,“ segir Kristín. „Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að félagar eigi rétt á viðtali um kjör sín einu sinni á ári. Launakönnunin sem kynnt er nú er partur af undirbúningi fyrir slíkt viðtal, til að félagar geti gert sér grein fyrir raun- verulegum markaðslaunum.“ Kristín segir koma sér mest á óvart að Austurland sé sá landsfjórðungur þar sem launin eru lægst. „Þetta er láglaunasvæði og það spilar fleira hér inn í. Stærsti þátturinn er líklega að vinnuveitendur greiða eftir grunntaxta.“ Til að reyna að stuðla að hærri launum fé- það skýrir launamuninn að hluta til. Það virð- ist vera erfiðara að fá laun hækkuð í hluta- starfi. Það ætti þó ekki vera, en er samt stað- reynd, því miður.“ Fyrirtæki með útibú á landsbyggðinni greiða þar lægri laun Nokkuð er um liðið síðan sambærileg könnun var gerð á Austurlandi meðal versl- unarfélaga, en þá var ástandið nokkru betra og fjórðungurinn ekki með lægstu útkomu. Kristín Björnsdóttir segist telja að staðan muni breytast á næstu misserum. „Það er orð- in meiri hreyfing á fólki og nýtt fólk lætur hugsanlega ekki bjóða sér mjög lág laun, það er vant betri kjörum úr öðrum landsfjórð- ungum. „Ég hef orðið vör við að ákveðin fyrirtæki sem starfa á landsvísu greiða sömu laun fyrir sömu störf hvar sem er á landinu,“ segir Kristín. „Önnur gera þetta ekki þrátt fyrir yf- irlýsingar um hið gagnstæða. Það er hins veg- ar fyrirliggjandi að einhver fyrirtæki hafa þá stefnu að greiða ekki sömu laun fyrir störf innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Ég þekki dæmi þess að kona nokkur vann fyrst í Reykjavík, svo á Eyjafjarðarsvæðinu og nú síðast hér eystra og laun hennar fara sífellt lækkandi. Þetta er ekkert einsdæmi og mjög alvarlegt. Sem betur fer standa þó flest fyr- irtæki sig vel og láta ekki staðsetningu hafa áhrif.“ Verslunarmenn á Austurlandi fá lægstu launin Kristín Björnsdóttir Hallormsstaður | Skúli Björnsson, aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað, gerði nýverið hagkvæmniathugun á að nýta lerki til framleiðslu á gólfborðum. Um þetta er fjallað á heimasíðu Héraðsskóga, www.heradsskogar.is. Að sögn Skúla var á Húsavík rekin parketverksmiðja sem fyrir skömmu varð gjaldþrota og keypti Límtré hf. þrotabúið. Ákveðið var að kanna hvort hægt væri að setja af stað til- raunaverkefni með það að markmiði að nýta það efni sem fallið hefur til í grisjunum síðasta árið. Grisjunarviður úr fyrstu grisjun hefur hingað til aðallega ver- ið notaður í stauravinnslu, kurl eða eldivið. Raunar hefur Þór- arinn Rögnvaldsson, skógarbóndi á Víðivöllum í Fljótsdal, lagt parket heima hjá sér úr u.þ.b. 30 ára gömlu lerki úr eigin skógi. Þó að tæknilega væri hægt að vinna parket úr efninu var ekki vitað hvort þetta væri raunhæfur möguleiki á framleiðslu á stærri skala. Skúli, ásamt Þórarni og Lofti Jónssyni, skógrækt- arráðunauti hjá Héraðsskógum, gerðu sér ferð norður í land í apríl og könnuðu aðstæður. Í kjölfar ferðarinnar hafði Skúli samband við alla aðila sem við átti og fékk leyfi til að senda prufusendingu norður ef til þess kæmi. Til þess kom þó ekki. Fermetrinn á nítján þúsund krónur Eftir útreikninga á gefnum forsendum (meðalþvermál bols 15 cm og lengd 120 cm) reiknast Skúla til að smásöluverð á hvern fermetra af gólfefni þurfi að vera a.m.k. 19.000 krónur til að verkefnið standi undir sér. Ef trjábolurinn væri hins vegar 22 cm í þvermál og 180 cm á lengd (dæmigerð stærð úr annarri grisjun) væri verðið komið niður í rúmlega 12.000 kr. á fermetr- ann. Ítarlegir kostnaðarútreikningar liggja á bak við þessar töl- ur. Niðurstaða Skúla er því að ef vinna eigi að þessu til- raunaverkefni og nota það efni sem liggur núna í Hallormsstað- arskógi eða í stæðum, þurfi að koma til verulegur fjárstyrkur. Vinnsla gólfborða úr íslenskum grisjunarvið tæp- ast hagkvæm Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Veltir fyrir sér möguleika á vinnslu gólfborða úr grisjunarvið: Skúli Björnsson, aðstoð- arskógarvörður í Hallormsstað, við grisjunarstörf. Byggðasamlag | Lagt hefur verið til að stofnað verði byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á svæðinu frá Skeggjastaðahreppi til Seyð- isfjarðar og sameina þannig öll slökkvilið á Norðaustursvæði Aust- urlands. Um er að ræða átta sveit- arfélög; auk Skeggjastaðahrepps og Seyðisfjarðar eru það Vopnafjarð- arhreppur, Norður-Hérað, Fella- hreppur, Fljótsdalshreppur, Austur- Hérað og Borgarfjörður eystri. Ráð- gjafarfyrirtæki vinnur nú að skýrslu um málið og verður hún væntanlega tilbúin um næstu mánaðamót. Vopnafjörður | Unglingar í björg- unarsveitinni Vopna-Erni söfnuðu nýlegaáheitum á Vopnafirði og Bakkafirði. Létu þau fyrirberast í gúmmíbjörgunarbáti úti á höfninni á Vopnafirði í einn sólarhring vopnuð nesti og hlýjum fatnaði. Aðspurð um veruna í bátnum sögðu þau hana hafa verið frekar kalda en allt hefði gengið vel. Með þessu móti söfnuðu unglingarnir um 300 þúsund krónum og verður því fé varið til reksturs unglinga- deildar Vopna-Arnar. Vilja ung- lingarnir þakka öllum þeim sem hétu á þá. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Unglingar í áheitasöfnun: Voru í 24 klukkutíma í gúmmíbáti úti á Vopnafirði. Létu fyrir- berast í björgunar- báti í 24 klukkutíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.