Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 25 Hellissandur | Nemendur og kenn- arar Grunnskólans á Hellissandi til- einkuðu ljóðskáldinu Jóhanni Hjálmarssyni Dag íslenskrar tungu nú í ár. Í kennslustundum í íslensku í síðustu viku voru unnin verkefni tengd skáldskap Jóhanns. Nemend- urnir gerðu teikningar við ljóð hans, gerðu samanburð á kvæðum Jóhanns og Jónasar Hallgríms- sonar o.m.fl. Verkefni þessi fegra nú veggi skólans. Hringt var til samkomu í sal skól- ans þar sem allir nemendur og kennarar mættu ásamt nokkrum gestum. Þar var og kominn Jóhann Hjálmarsson ásamt konu sinni Ragnheiði K. Stephensen. Hulda Skúladóttir skólastjóri kynnti Jó- hann og bauð þau hjón velkomin. Fluttu nú nemendur skólans ljóð eða ljóðabrot úr verkum skáldsins. Var sá flutningur allur til sóma fyr- ir nemendur og kennara þeirra. Eftir dagskrá nemendanna færði Jóhann skólanum eintak af nokkr- um ljóðabóka sinna og las úr verk- um sínum við prúða og góða eft- irtekt. Að upplestri Jóhanns loknum þakkaði Hulda skólastjóri honum fyrir lesturinn og þeim hjónum fyr- ir komuna og færði honum að gjöf mynd af Hellissandi, frá því um miðja síðustu öld, teiknaða af Smára Lúðvíkssyni. Þau Hulda og Jóhann þökkuðu svo hvort öðru fyrir gjafirnar og stundina. Í lokin var svo fjöldasöngur nemanda og allra viðstaddra með undirleik Kay Wiggs. Þannig hófst samkoman einnig. Jóhann ólst upp á Hellissandi fram á tíunda ár. Hann var tvo vet- ur nemandi í barnaskólanum þar og hefur haldið tryggð við æskustöðv- arnar. Hann hafði áður fært skól- anum góða bókagjöf. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Gesturinn: Jóhann Hjálmarsson les. Skemmtileg dagskrá: Séð yfir salinn undir lokasöngnum. Skáldið Jóhann Hjálmarsson situr fremst á myndinni. Dagur íslenskrar tungu á Hellissandi tileinkaður Jóhanni Hjálmarssyni Rangárþing eystra | Íþróttafélögin í Rangárþingi eystra hafa skrifað undir samstarfssamning við sveitar- félagið, sem markar tímamót í íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Samningur þessi felur í sér styrk frá Rangárþingi eystra til Íþrótta- félagsins Dímonar og Knattspyrnu- félags Rangæinga sem varið skal til eflingar barna- og unglingastarfi í sveitarfélaginu, þess utan fá íþrótta- félögin frí afnot af íþróttamannvirkj- um í sveitarfélaginu til eigin nota. Samningur þessi markar tímamót í íþróttastarfi í sveitarfélaginu því nú hafa félögin fjárhagslegan grunn sem þau geta treyst á í stað þess að þurfa að fara fram á fjárveitingar ár- lega. Íþróttastarf er nú í miklum blóma í héraðinu, vetrarstarfið er hafið hjá íþróttafélögunum og fer vel af stað. Æfingar eru hafnar í hinum ýmsu greinum hjá Íþróttafélaginu Dímon, sem er fjölgreinafélag og hjá Knatt- spyrnufélagi Rangæinga hófust æf- ingar um mánaðamótin september– október. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Fulltrúar Knattspyrnufélags Rangæinga undirrita samstarfssamning við Rangárþing eystra. Frá hægri: Árni Þorgilsson, æskulýðs- og menningar- fulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri, Björgvin Daníelsson og Jens Sig- urðsson frá Knattspyrnufélagi Rangæinga. Bak við eru nokkrar ungar knattspyrnuhetjur, þær heita: Elva Ragnarsdóttir, Bergrún Helgadóttir, Reynir Björgvinsson og Rúnar Smári Jensson. Samið við íþróttafélögin Ljósmynd/Ragnar Ægir Fjölnisson Nýtt þjónustuhús við kirkjuna Suðursveit | Það var mikið um dýrðir hér í Suðursveit á allra sálnamessu 2. nóvember síðastlið- inn. Hátíðamessa var í Kálfafells- staðarkirkju þar sem herra Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup predikaði, en sóknarprestarnir séra Einar G. Jónsson og Sigurður Sigurðarsson á Höfn þjónuðu fyrir altari. Að messu lokinni vígði biskup nýtt þjónustuhús við kirkjuna. Um er að ræða 30 fermetra hús teiknað af Reyni Sæmundssyni arkitekt, en verktaki var Geir Þorsteinsson frá Reyðará. Húsið er í senn skrúðhús og afdrep sóknarbarna, góð snyrti- aðstaða með aðgengi fyrir hreyfi- hamlaða, auk rýmis fyrir amboð og tól kirkjugarðsins. Vel hefur tekist að fella hús þetta að kirkju og umhverfi, og er það í senn til prýði og menningarauka.    Ný gönguleiðakort | Í dag und- irrita Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og héraðsstjórn Héraðssvæðis samning um gerð þriggja útivistar- og göngukorta af Fljótsdalshéraði og Vopnafirði. Kortin spanna svæðið frá Aðalbóli í suðri til Strandhafnar í norðri og norðurbrún Fjarðarheiðar í austri til Jökulsár á Fjöllum í vestri. Kortin verða sambærileg við önnur göngukort af Austfjörðum sem gefin hafa verið út. Landmæl- ingar munu annast kortagerðina. Þegar þig langar frá kr. 3.800 á mann Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann. *Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember. • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 www.icehotels.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.