Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 27 Í versluninni eXs í Kringl- unni fást peysur skreyttar Playboy- kanínunni og aðrar með áletruninni Miss sexy. Fötin í búðinni eru ætluð börnum og ungu fólki allt frá átta ára aldri. Eigandi verslunarinnar vildi ekki ræða við Morgunblaðið um það sem er á boð- stólum í búðinni og leyfði ekki myndatöku. Blaðamaður fór í nokkr- ar aðrar búðir sem selja barnafatnað í gær en fann engar flíkur í þeim versl- unum með svipuðum áletrunum og hér er nefnt að ofan. Í öllum barnafataverslunum eru bolir sérstaklega ætlaðir stelpum lit- ríkir með glimmeri, hjörtum, stjörn- um og blómum. Þeir eru oft bleikir eða rauðir en einnig svartir og hvítir. Áletranir eða áprentanir af ýmsum toga eru mjög algengar um þessar mundir og segja verslunareigendur að það sé í tísku. Andlit eða eitthvað sem minnir á andlit er oft prentað á bolina eða teiknimyndir af stelpum eða dúkkum, eins og t.d. Bratz sem fjallað var um á síðum Daglegs lífs nýlega og því velt upp hvort slíkar fyrirmyndir séu heppilegar fyrir stelpur. Innihald áletrananna á bolunum virðist þó fara fyrir ofan garð og neð- an hjá kaupendunum sem stundum eru sjálfar ömmur stelpnanna. Oft eru áletranir saklausar: „Angel“, „Star“, „Princess“ eða „Barbie“. Á næsta stigi eru áletranir eins og „Nothing but trouble“, „Babe“ og svo „Naughty“ og „Bad girl“. Hinir full- orðnu tengja svo tákn Playboy, kan- ínuna, við klám þótt krakkar sjái bara sæta kanínu. Renna út eins og heitar lummur Í Velvakanda í Morgunblaðinu í gær lýsti móðir áhyggjum sínum af klámvæðingu sem nær til barna, eftir verslunarferð með 13 ára dóttur sinni: „Inni í einni versluninni sem við fórum í, verslun sem er sérhæfð fyrir börn og unglinga, varð ég verulega hugsi yfir því samfélagi sem við búum í. Við höfðum séð peysu sem okkur leist ágætlega á, afgreiðslumaðurinn benti okkur á að hún væri til í fleiri litum, en benti okkur jafnframt á það að peysurnar í þeim lit væru allar merktar Playboy-kanínunni. Ég spurði hneyksluð af hverju í ósköp- unum verslað væri með slíkar vörur og hvort honum þætti slíkt ekki ósmekklegt í búð sem höfðaði til svo ungra neytenda. Svarið sem ég fékk, var að þessi vara rynni út eins og heitar lummur og á meðan svo væri yrði hún flutt inn.“ Móðirin skorar á verslunareig- endur og neytendur að sniðganga vörur sem stuðla að klámvæðingu barna og segir þær ekki einungis ósmekklegar heldur beinlínis hættu- legar. „Ég spái því að ef neytendur eru vakandi, deyi búðir sem versla með kynlífstengdar barnavörur út, eigi að minnsta kosti erfiðara upp- dráttar. Við foreldrar getum bannað börnum okkar að ganga í svona merktum vörum. Höldum vöku okk- ar,“ segir móðirin að síðustu. Í versluninni C og C eru alls kyns föt til sölu og margir bolir með teikni- myndum af stelpum og áletrunum eins og Angel eða Star. Einn bolur vekur sérstaka athygli en á honum er áprentuð mynd af ungu barni með mikið húðflúr, en slíkt getur ekki tal- ist barnalegt. Þessir bolir fást í svörtu, bleiku og rauðu fyrir börn allt frá tveggja ára. Heiðar Vilhjálmsson, eigandi versl- unarinnar, segist kaupa inn frá Eng- landi, Frakklandi og Hollandi og að erfitt sé að fá barnaboli með engum myndum eða áletrunum. Hann er sjálfur hneykslaður á þessum bol og segist hafa keypt hann blindandi, þ.e. í gegnum síma, og slíkt muni hann ekki gera aftur. „Ég er hins vegar búinn að borga þessa boli og verð að selja þá,“ segir Heiðar. Hann segir að tískan hjá börn- unum gangi mikið út á áletranir og myndir á bolum og tínir til boli sem hann segir ekkert athugavert við. „Við verðum að fylgja straumnum, þetta er tíðarandinn.“ Hann segir lít- ið hafa verið keypt af bolnum með tattóveraða barninu og slíka vöru muni hann ekki kaupa aftur. Hann segist setja mörkin við það þegar not- uð eru orð eins og „sexy“ í áletranir og segist ekki kaupa inn föt ætluð börnum sem merkt eru Playboy- kanínunni. Hins vegar eru slíkir bolir og sokkar ætlaðir fullorðnum til sölu í versluninni. Vilja ekkert sem skaðar ímyndina Sigríður Gröndal, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, leggur áherslu á að Hagkaup leitist við að hafa breitt úr- val af barnafatnaði sem viðskiptavinir vilji kaupa. Það sé augljóst að það borgi sig ekki að hafa til sölu eitthvað sem skaðar ímynd fyrirtækisins. Í barnafatadeild Hagkaupa var að finna boli með áletruninni „Bad girl“. „Þetta er bara einn af tvö hundruð bolum sem eru til sölu í þessum stærðum,“ segir Sigríður og Kristín Boland sem sér um innkaup á barna- fatnaði fyrir Hagkaup Kringlunni tekur undir. Hún segir að sér hafi mörgum sinnum verið boðnir barnabolir með Playboy-kanínunni á í innkaupaferð- um en ávallt hafnað. Allur slíkur fatn- aður kemur frá Bretlandi og þaðan kaupa margar verslanir. Hagkaup er stærsti seljandi barnafatnaðar á land- inu og kaupir einnig frá Norðurlönd- unum og stendur fyrir eigin fram- leiðslu á því sem kalla má grunnfatnað, buxum, flíspeysum og bolum án áletrana. Umræddur bolur með „Bad girl“ áletruninni selst vel, en þær Sigríður og Kristín segja að það sé vegna þess að hann er í tískulitunum svörtu og rauðu og með röndum en ekki endi- lega vegna áletrunarinnar.  BÖRN| Áhyggjur af klámvæðingu sem nær til barna Morgunblaðið/Jim Smart Ekki barnalegt: Ungt barn með húðflúr er meðal þess sem skreytir boli. En það eru líka til saklausari bolir, með glimmeri eða silfurprenti. Morgunblaðið/Jim Smart Einn af 200: Svarti „Bad girl“ bol- urinn er bara einn af 200 í stærð- unum 128–176 hjá Hagkaupum. steingerdur@mbl.is Barnapeysur með Playboy-kanínunni EKKI er laust við að fólk hrökkvi við þegar allur bær- inn og verslunarmiðstöðvar eru komnar í jólabúning um miðjan nóvember og jólalög farin að hljóma í út- varpinu. Í Noregi hafa verið stofnuð samtök sem berj- ast gegn þessari þróun. Slagorðið er Bíðið þar til á að- ventunni! eða Vent til advent! Samtökin hafa að undanförnu verið að safna undir- skriftum og eru með eigin heimasíðu www.giossjula- tilbake.no. Einnig eru seldir bolir með mynd af reiðum jólasveini og áletruninni Vent til advent. Á heimasíðunni segir að ástæðan fyrir því að þessu átaki var hleypt af stokkunum sé sú að mörgum blöskr- aði þegar jólamarsipanið var þegar á boðstólum í versl- unum í Noregi í september og jólapylsur voru seldar í verslunum og voru meira að segja komnar fram yfir síðasta söludag 33 dögum fyrir jól! Forsvarsmenn samtakanna halda því fram að kaup- mennska sem þessi sé að eyðileggja eftirvæntinguna eftir jólunum og efnishyggjan sé að eyðileggja jólin fyr- ir börnunum. Það sé lítill spenna, gleði eða hátíðleiki eftir rétt fyrir jólin þegar flestar jólavörur hafi verið á boðstólum í þrjá mánuði. Jólin séu misnotuð í þeim til- gangi að markaðssetja vörur og þrýstingur sé mikill á neytendur að kaupa þær. Þetta fólk vilji ekki sjá jóla- skraut og ljósum prýdd jólatré um allan bæ í október og nóvember. Hvort sem fólk sé kristið eða ekki þrái það að halda hátíð. Jólin séu stærsta hátíðin. Samtökin fara þess á leit við framleiðendur, markaðsfólk og kaup- menn að bíða með jólaverslunina fram í desember.  JÓLAUNDIRBÚNINGUR Skilið jólunum Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömusandalar - breiðir Teg. ACOCORA St 35 42 Litir Svart, beige, hvítt Verð áður 3.495 Verð nú 1.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.