Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ ...á hæðina ...á breiddina ...á lengdina ...á dýptina á föstudögum! M essías eftir Händel er það kirkjuverk sem hvað oftast hefur verið flutt á Íslandi. Það var Victor Urb- ancic sem fyrst réðst í flutning þess hér á landi, árið 1940, með Kór Tónlistarfélagsins í Reykjavík og þeim hljóðfæraleikurum sem tiltækir voru, og æ síðan hefur það verið meðal vinsælustu verka til flutnings um stórhátíðir. Andstætt því sem oft er sagt er Messías ekki óratoría í hefðbundnum skilningi. Verkið segir ekki sögu, eins og óratoríur gera, heldur eru þar hugleiðingar um spádómana er greina frá komu Krists, fæðingu hans, þjáningu, dauða og upprisu. Textana valdi Charles Jennens í samráði við Händel. Í Messíasi er heldur ekki um hefðbundna hlutverkaskipan að ræða eins og tíðkast í óratoríum, og ekkert hlutverk guðspjallamanns, en guðspjallamaðurinn er jafnan í hlutverki sögumanns sem túlkar framvindu dramans. Händel var þó einn mesti meistari óratoríunnar um sína daga, og var að auki afar slung- inn óperusmiður. En það sem kann að vanta í dramatíska framvindu verksins bætir hann upp með lýs- ingum og stemmningum í tónlist sem á sér vart hliðstæðu að vinsældum, allt frá því verkið var frumflutt í Dyflinni á Írlandi í apríl 1742, til okk- ar daga. Í Messíasi gegnir kórinn stærra hlutverki en í óratoríum Händels, en einsöngsatriðin draga sterkan dám af óperuaríum hans. Enn eitt sem greinir Messías frá óratoríunum er skortur á samsöngsatriðum einsöngvara. Aríurnar þykja þó hver annarri fegurri, og nokkrar þeirra, eins og sú frægasta þeirra: I know that my redeemer liveth, hafa öðlast sjálfstætt líf sem söngverk sem söngvarar grípa til á tónleikum og ýmis tækifæri önnur. Hver einasti þáttur er snilld Enn er verið að flytja Messías, og að þessu sinni er það Kór Langholts- kirkju ásamt hljómsveit og einsöngv- urum sem fagna degi verndara tón- listarinnar, Heilagrar Sesselju, með tónleikum í kirkjunni í kvöld kl. 19.30. Í tilefni 50 ára afmælis kórsins taka nú margir fyrrverandi félagar þátt í flutningnum, samtals um 130 manns. Kórinn hefur áður æft verkið sex sinnum og flutt á 22 tónleikum meðal annars fimm sinnum í Ísrael 1989, – þetta er því í sjöunda sinn sem Kór Langholtskirkju flytur Messías. Jón Stefánsson segir margt stuðla að vinsældum verksins: „Það er svo rosalega margt,“ segir hann. „Það eru bara svo mörg flott númer í því – hver einasti kór er stórkostlegur og svo eru það allar aríurnar – hver ann- arri fallegri. Það er ótrúlegt hvað hver einasti þáttur í því er mikil snilld. Svo er það líka svo sérstaklega vel samið fyrir kórinn. Händel skilur raddirnar svo vel. Ef við berum hann saman við Bach, þá semur Bach þannig fyrir raddir að það er eins og hann sé að semja fyrir hvert annað hljóðfæri; hann er alveg miskunn- arlaus. Með því er ég ekkert að segja að það sé endilega skemmtilegra að flytja Messías. En það er hægt að syngja Händel endalaust vegna þess hvað kórþættirnir liggja vel fyrir söngröddina. Það hlýtur líka að hafa eitthvað með vinsældirnar að gera hvað verkið er glaðlegt. Það rímar al- veg við nýju gluggana hér í kirkjunni, en textinn í þeim er: „Verið glaðir, ég segi aftur, verið glaðir.“ Við eigum að vera glöð í trúnni, hún á ekki að vera ok sem við berum á herðum okkar.“ Þúsund Messíasarsöngvarar Kór Langholtskirkju flutti Messías fyrst árið 1981. Stór hluti kórsins í dag hefur þó ekki sungið verkið áður. Við Jón veltum því fyrir okkur hve margir íslenskir kórsöngvarar hafi sungið í Messíasi í gegnum tíðina, og þeir eru margir. „Það er þó áreið- anlega meir en helmingur þessara 130 kórsöngvara sem kann verkið nánast utan að. Nú svo var efnt til tónleika á Listahátíð 1992, þar sem allir sem höfðu sungið í verkinu áður gátu sungið með. Það voru um 170– 180 manns.“ Pólýfónkórinn flutti Messías margsinnis og svo allir hinir kórarnir, Söngsveitin Fílharmónía, og fleiri kórar hér á höfuðborg- arsvæðinu. Verkið var flutt austur á Egilsstöðum, það hefur verið sungið á Akureyri, á Ísafirði og víðar. „Við skulum bara segja að minnsta kosti þúsund manns, frá því að verkið var frumflutt hér 1940,“ áætlar Jón eftir talsverðan hugarreikning og við er- um sammála um að það sé ansi góður hópur flytjenda í einu tónverki í litlu landi. Einsöngvarar úr röðum gamalla kórfélaga Einsöngvarar með Kór Langholts- kirkju nú eru úr þeim stóra hópi sem byrjað hafa feril sinn með kórnum, en þeir eru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir Þóra Einarsdóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn I. Jónsson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunn- arsson. Viðar hefur starfað sem óp- erusöngvari í Þýskalandi um árabil en hefur bara einu sinni áður sungið í Messíasi. „Það var þegar Kór Lang- holtskirkju flutti verkið í fyrsta sinn, 1981. Ég var þá í söngnámi hér heima, og söng eina einsöngsstrófu. Það var allt og sum þá. En menn for- framast, og nú syng ég aðeins meira.“ Viðar hefur lítið sungið af kirkjulegum verkum og lítið af bar- okkóperum, en segist þó finna fyrir tengslunum milli aríanna í Messíasi og hefðbundinna óperuaría. „Ég hef nú ekki hugsað mikið út í það fyrr en núna, en það er mikið til í því að þarna er skyldleiki. Ég syng til dæm- is aríu sem venjulega er sungin af sópran, og hún er sérstaklega glæsi- leg.“ Það er ekki að sópransöngkon- unum tveimur sé vantreyst fyrir við- komandi aríu. Händel hafði nefnilega þann háttinn á, að hann átti aríurnar til í ýmsum útgáfum, jafnvel fyrir nokkrar mismunandi raddir, þannig að hann gat falið þær bestu söngv- urum sem völ var á, hvort sem það voru sópranar eða bassar, altar eða tenórar. Arían sem Viðar nefndi var upphaflega sungin af bassa, þótt síð- armeir hafi tíðkast að hún væri sung- in af sópran. „En mikið er það nú frábær tilfinn- ing að koma heim að syngja – alveg frábær.“ Minnstu munaði að Viðar gæti ekki verið með á seinni tónleik- unum á laugardag, því þá átti hann að vera á sviði ytra að syngja í Töfra- flautunni. „Ég fékk mig lausan til að taka þátt í þessu. Ég þurfti nú að hafa talsvert fyrir því, og húsið þarf að æfa upp annan söngvara í mitt hlutverk, en þetta er vel þess virði, þú getur nú nærri.“ Viðar býr enn í Wiesbaden þar sem hann fastréð sig að námi loknu. Að undanförnu hefur hann þó tals- vert verið að syngja við óperuna í Kassel. Um tíma störfuðu þeir þrír við óperuna í Wiesbaden, Viðar, Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson. Það þótti tíðindum sæta að svo margir Íslendingar störf- uðu við eitt óperuhús í Þýskalandi. „Í Kassel syng ég oft með Hönnu Dóru Sturludóttur – hún syngur einmitt með mér í Töfraflautunni – og svo búa Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson í Wiesbaden, þannig að ég er alltaf í tengslum við íslenska söngv- ara. Þú getur enn farið í óperu í Þýskalandi og reiknað með því að það séu tveir eða fleiri íslenskir söngv- arar á sviðinu. Þegar ég hitti þýska kollega mína segja þeir gjarnan: Ertu frá Íslandi? Þið eigið svo mikið af frábærum söngvurum hér í Þýska- landi, – það er alveg með ólíkindum.“ Það er virkilega um það talað úti hvað við Íslendingar framleiðum góð- ar og heilbrigðar söngraddir.“ Freistandi að syngja með kórnum Þóra Einarsdóttir starfar við óp- eruna í Wiesbaden, en kemur heim með manni sínum Birni Jónssyni til að syngja í Messíasi. Þau kynntust reyndar í kórnum á sínum tíma, og voru þá líka bæði í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Þóra hefur margoft sungið í Messíasi sem ein- söngvari, en kynntist verkinu fyrst um leið og Viðar, sem kórsöngvari í Kór Langholtskirkju 1981. „Þetta er verk sem ég þekki út og inn – gjör- samlega. Ég var til dæmis með í tón- leikaferðinni til Ísraels þar sem við sungum verkið fimm sinnum. Það er enn freistandi að taka undir með kórnum, og á æfingu í dag laumaðist ég til að syngja með.“ Þóra hefur líka sungið Messías úti, meðal annars á jólatónleikum í Royal Albert Hall í London, og það var mikil stemmning. „Í Bretlandi þekkja þetta allir og fólk kann verkið út og inn. Þetta er bara eitt af þessum verkum sem er svo vel samið. Það slær á alla strengi; – það er sungið guði til dýrðar á allan þann máta sem hægt er, – bæði í lýrík og dramatík og öllu þar á milli, en samt með þessu glaðlega yfirbragði.“ Tónleikarnir í Langholtskirkju í kvöld hefjast sem fyrr segir kl. 19.30, en á laugardag hefjast tónleikarnir kl. 14.00. Sungið guði til dýrðar á allan þann máta sem hægt er Kór Langholtskirkju fagnar 50 ára afmæli sínu með flutningi á einu vinsælasta tónverki allra tíma, Messíasi eftir Händel. Bergþóra Jónsdóttir spjallaði við tvo einsöngvara, Viðar Gunnarsson og Þóru Einarsdóttur, og Jón Stefánsson kórstjóra, sem giskar á að meira en þúsund Íslendingar hafi sungið í verkinu í áranna rás. Morgunblaðið/Jim Smart Einbeittir bassar í Halelújakórnum. Frá æfingu á Messíasi eftir Händel í Langholtskirkju í gærdag. begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.