Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 29

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 29 TÓNLISTARFLOKKURINN Guit- ar Islancio er fimm ára um þessar mundir og mun af því tilefni halda tón- leika á Garðatorgi í kvöld kl. 21. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni „Tónlistarveisla í skammdeginu“ sem menningar- og safnanefnd Garð- arbæjar stendur fyrir. „Það má eig- inlega segja að tilefnið sé tvöfalt, ann- ars vegar afmæli tríósins og hins vegar mun Sonet, útgáfufyrirtækið okkar, afhenda okkur gullplötu vegna sölu á fyrsta diskinum okkar, Guitar Islancio frá árinu 1999. Mér vitandi hefur það ekki áður gerst að „instrú- mental“ djassdiskur hafi fengið gull- plötu,“ segir Björn Thoroddsen gít- arleikari sem ásamt Gunnari Þórð- arsyni gítarleikara og Jóni Rafnssyni bassaleikara skipar Guitar Islancio. Á tónleikunum í kvöld má heyra eins konar þverskurð af því sem tríóið hefur verið að gera á síðustu fimm ár- um. „Þetta eru nokkurs konar yf- irlitstónleikar þar sem við verðum bæði með gamalt og nýtt efni. Þannig hefjum við t.d. tónleikana á því að spila fyrsta lagið sem við spiluðum saman og rekjum okkur svo nær í tíma. Auðvitað verða íslensku þjóð- lögin í hávegum höfð, en auk þess munum við taka ameríska djassslag- ara eftir höfunda á borð við Ger- shwin. Þegar við spilum í útlöndum erum við nefnilega alltaf með djass- standarda í bland við íslensku þjóð- lögin.“ Spurður um stofnun Guitar Is- lancio svarar Björn því til að hann hafi lengi gengið með þann draum í maganum að stofna gítartríó. „Ég ákvað að tala við Gunnar Þórðarson sem ég hafði alltaf dáðst að fyrir hversu skemmtilegur gítarleikari hann er, en ég þekkti m.a. til hans eft- ir að hafa spilað með honum ásamt Ríó tríói. Fljótlega fannst okkur að við þyrftum að bæta einum manni við og höfðum þá samband við Jón Rafnsson bassaleikara sem var þá nýfluttur í bæinn. Ég held einmitt að styrkur hljómsveitarinnar felist í því hvað við komum úr ólíkum áttum, þannig er Gunnar úr poppinu og klassíkinni og ég úr djassinum á meðan Jón svona sameinar alla þessa stíla.“ Að margra mati kom Guitar Is- lancio með nokkuð nýjan tón inn í ís- lensku djassflóruna. Aðspurður segir Björn stílinn innblásinn af sígaun- anum Django Reinhard. „Ég hef allt- af hlustað mikið á Django Reinhard og langaði til að blanda rytmanum í hans anda inn í íslensku þjóðlögin. Og sú hugmynd gekk fullkomlega upp strax frá fyrstu æfingu, enda sam- starf okkar einstaklega gott.“ Björn segir að þegar þeir félagar byrjuðu að spila hafi þeir allir verið á fullu í öðrum verkefnum samhliða. „Upphaflega átti þetta bara að vera hálfgerður saumaklúbbur fyrir mið- aldra menn,“ segir Björn og hlær. „En eftir að við byrjuðum að spila jókst eftirspurnin. Við vorum nátt- úrlega mjög hissa á þessu og vissum ekki hvernig við ættum að taka því. Fljótlega myndaðist ákveðinn þrýst- ingur á að við gerðum plötu með þessu efni og síðan hafa hlutirnir hreinlega undið upp á sig.“ Á þeim fimm árum sem Guitar Is- lancio hefur starfað hafa þeir félagar gefið út fjóra diska, spilað með heims- frægum djassleikurum á borð við Didier Lockwood og Sylvian Luc, auk þess að taka þátt í fjölmörgum djasshátíðum bæði á Norðurlönd- unum, í Bandaríkjunum, Kanada, á Spáni og Bretlandi. Fyrr á árinu léku þeir og kynntu tónlist sína t.a.m. á ráðstefnunni IAJE, International Association for Jazz Education, í Tor- onto sem nýtur mikillar virðingar innan djassheimsins. Með vorinu er síðan von á fimmta geisladiski hljómsveitarinnar og í framhaldinu munu þeir félagar spila á djasshátíðum í Slóveníu, Frakklandi og Kanada. Spurður um útgáfu- starfsemi sína segir Björn útgáfu- heiminn vissulega erfiðan. „Áheyr- endahópurinn er náttúrlega fremur þröngur og djassdiskar seljast yf- irleitt ekkert sérstaklega vel. En þrátt fyrir kannski þröngan áheyr- endahóp hefur djassinn alltaf togað í mig. Þegar ég var ungur strákur þá togaði þessi tegund af músík í mig og maður hugsaði hreinlega ekkert út í það að afkomulega séð væri kannski ekki sniðugt að vera í djassinum. En djassinn er, eins og einn góður mús- íkant orðaði það, eins og trúarbrögð eða köllun sem maður einfaldlega verður að fylgja og ég neita því ekki að það er mjög gaman að vera í djass- inum.“ Á síðustu fjórum diskum tríósins hafa íslensku þjóðlögin verið í for- grunni þó að finna hafi mátt eitt og eitt frumsamið lag. Inntur eftir efnis- skrá fimmta disksins sem tekinn verður upp snemma á næsta ári og gefinn út hjá Sonet í maí segir Björn enn óráðið hvaða stefna verði tekin. „Við erum með nokkrar hugmyndir og þurfum bara að ákveða hvað af því við tökum fyrir fyrst, því við munum vafalaust hrinda flestum þeirra í framkvæmd á næstu árum. Það hefur t.d. oft verið orðað við okkur að gera disk með frumsömdu efni og við erum að skoða málið. Við höfum líka rætt um það að gaman væri að gera disk með þjóðlögum annarra landa og fá til liðs við okkur gestaspilara frá við- komandi landi. Auk þess höfum við verið að horfa til íslenskra lagahöf- unda, því við eigum svo marga frá- bæra höfunda.“ Næsta verkefni hjá Guitar Islancio eru jólatónleikar í Bústaðakirkju. „Þar munum við spila með Kristjáni Jóhannssyni ásamt kór Bústaða- kirkju undir stjórn Guðmundar Sig- urðssonar. Þetta er mjög spennandi og ögrandi verkefni fyrir okkur, ekki síst fyrir það hvað samsetningin er nýstárleg. Kannski má segja að þetta verkefni lýsi Guitar Islancio afar vel, því við getum verið afar sveigjanlegir og eiginlega spilað við hvaða tækifæri sem er. Og þar kemur styrkleiki hljómsveitarinnar skýrt fram.“ „Átti bara að vera eins- konar saumaklúbbur“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Guitar Islancio: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Gunnar Þórðarson. silja@mbl.is Guitar Islancio heldur upp á fimm ára afmæli sitt í kvöld með tónleikum á Garða- torgi. Silja Björk Huldudóttir hitti Björn Thoroddsen gítarleikara að máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.