Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ kemur breiðfirskum versl- unarstjóra á Skipaskaga, sem kominn er nær fertugu og auk þess fjöl- skyldumaður með sex börn innan við fermingu á framfæri sínu, til að um- turna lífi sínu og gerast ljósmyndari í höfuðstaðnum?“ Guðmundur Ingólfs- son ljósmyndari spyr þessarar spurn- ingar í grein í bókinni um kollega sinn, Magnús Ólafsson. Bókin kom út um leið og opnuð var vönduð og yf- irgripsmikil yfirlitssýning á verkum Magnúsar (1862–1937) sem nú stend- ur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15. Guðmundur veltir fyrir sér mögulegum ástæðum þess að verslunarstjórinn á Skaganum, tæplega fertugur, fór til Danmerkur að nema ljósmyndun hjá virtasta ljós- myndara þar í landi, kom síðan heim og opnaði ljósmyndastofu. Guðmund- ur telur sig vita ástæðuna: „Meginafl- ið að baki þessum kjörkuðu ákvörð- unum Magnúsar tel ég … vera einlæga löngun hans, jafnvel ástríðu, til að ljósmynda.“ (157) Löngun Magnúsar, að skrásetja líf- ið í kringum sig, vöxt og viðgang höf- uðstaðarins og íbúana í leik og starfi, dylst ekki nokkrum manni sem skoð- ar þessa hrífandi yfirlitssýningu. Myndasafn Magnúsar er ein af kjöl- festum Ljósmyndasafns Reykjavík- ur. Á þessari sýningu eru ný og vönd- uð prent, sem gerð hafa verið eftir negatífum hans, sett fram á mark- vissan hátt þannig að góð yfirsýn fæst yfir stílbrögð hans, áherslur og áhugamál í ljósmynduninni. Ferill Magnúsar er svo sannarlega óvenjulegur. Hann er einn af frum- herjum íslenskrar ljósmyndunar en kom seint inn í fagið. Hann fæddist í Saurbæjarhreppi árið 1862 og var tíu ára gamall orðinn verslunarþjónn í Stykkishólmi. Hann stundaði einnig verslunarstörf á Búðum og á Akra- nesi, þar sem hann varð verslunar- stjóri í Gudmundsenverslun. Árið 1887 gekk hann að eiga Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau sjö börn, það yngsta árið 1897. Á þeim tíma, rétt fyrir aldamót, eignaðist Magnús sína fyrstu myndavél. Hann lærði á hana af Daníel Daníelssyni, starfs- manni á ljósmyndastofu Sigfúsar Ey- mundsonar, og ákvað árið 1901 að hætta verslunarrekstri, hélt til Dan- merkur og lærði ljósmyndun um tíma hjá Peter Elfelt, þekktasta ljósmynd- ara Dana. Magnús kom síðan heim og opnaði stofu þar sem nú er veitinga- staðurinn Við Tjörnina. Rekstur ljósmyndastofunnar gekk vel. Magnús afgreiddi hefðbundnar mannamyndir á stofunni en fór auk þess víða og tók myndir af fram- kvæmdum, stöðum, landslagi og mannlífi. Hann handlitaði einnig myndir og seldi. Árið 1913 opnaði Ólafur sonur Magnúsar stofu á sama stað, hafði þar mikil umsvif, og telur Guðmundur Ingólfsson að við það hafi Magnús tekið að mynda enn meira ut- an dyra, en hann framleiddi meðal annars póstkort. Það er ánægjulegt að á sama tíma og þessi sýning stend- ur yfir, hefur verið opnuð sýning á verkum Ólafs á vegum hins stóra ljós- myndasafnsins, myndadeildar Þjóð- minjasafninins, en hún er haldin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, eða við hliðina á sýn- ingarsalnum með verkum föðurins. Ef mið er tekið af dagsetningum myndanna á sýningunni var Magnús virkur í ljósmyndun fram yfir 1930, eða í um þrjá áratugi. Árið 1932 var hann kjörinn heiðursfélagi í Ljós- myndarafélagi Íslands en andaðist fimm árum síðar, árið 1937. Sýningarstjórar Ljósmyndasafns- ins skipta verkum Magnúsar í fimm meginflokka: portrett, myndir úr at- vinnulífinu, landsbyggðarmyndir, myndir af atburðum og myndir af Reykjavík. Allir skarast þessir þættir á einhvern hátt í verkunum á sýning- unni, en óhætt er að taka undir þá staðhæfingu að Magnús hafi á sínum tíma verið eins konar ljósmyndari Reykjavíkur. Auk þess að mynda fólk á stofunni, virðist hann hafa verið mættur með myndavélina þar sem at- burðir áttu sér stað, eins og sést á þeim myndum hans sem kalla mætti fréttamyndir; myndir frá kvenfrelsis- deginum árið 1919, samkomu 1. des- ember 1918 og stórbrunanum við Austurvöll árið 1915. Þetta eru allt forvitnilegar ljósmyndir, en áhrifa- meiri eru samt aðrar sem sýna okkur hversdagslíf þessa tíma; myndbrot sem segja mikla sögu. Merkileg er ljósmynd sem sýnir fjóra karlmenn, vopnaða að því er virðist járnkörlum, standa fyrir framan skip í Reykjavík- urhöfn og reyna að höggva leið fyrir það út úr höfninni. Þetta er frostavet- urinn mikla, árið 1917–18, og verk- efnið virðist fjarstæðukennt – en ljós- myndin sýnir að svona var þetta. Ljósmyndir sem þessi sýna enn og aftur hvernig framsýnn ljósmyndari finnur áhugaverð sjónarhorn í hvers- dagslífi samtímans, sjónarhorn sem verða að menningarsögulegum verð- mætum með tímanum. Á sýningunni eru margar slíkar myndir, og má til dæmis nefna myndirnar af fiskverk- un. Fiskur hvert sem litið er á stakka- stæði á Kirkjusandi; konur með skuplur standa við töllvaxna lýsi- sámu; annars staðar hengir fólk upp saltfisk innandyra – klæðnaður fólks- ins og aðstæðurnar minna á málverk eftir Gunnlaug Scheving. Svo er þarna stórmerkileg mynd af fiskverk- un við Hafnargötuna í Keflavík árið 1915. Þar standa átta konur yfir timb- urkörum og vaska fisk á malarkamb- inum, allar með miklar svuntur og skuplur, og það er eins og þær forðist að líta í myndavélina. Einungis sést í vanga þeirrar sem fremst stendur. Fjölskyldur og líkkistur Annars staðar er fólk ekkert feimið við að sýna andlitið. Mannamyndir Magnúsar eru mjög fjölbreytilegar, og hefur hann sýnilega verið snjall að skipa fólki niður innan myndramm- ans. Það sést glögglega í mynd af hópi í skemmtiferð við Elliðaárnar, þar sem fjórar ungar konur sitja á ár- bakkanum fremst til vinstri, en aftar, við foss í ánni, eru nokkrir prúðbúnir karlmenn. Á mynd af fjölskyldu Ein- ars Benediktssonar skálds, sem tekin er í Þrúðvangi, eru ellefu manns, en fjölskyldufaðirinn virðist vera að falla út úr rammanum, vissulega myndar- legur á velli, en eins og aukaleikari í myndramma þar sem húsfreyjan kallar á alla athyglina. Tvær af áhrifamestu myndum sýn- ingarinnar tilheyra þessum hópi. Annars vegar er afar einföld en heillandi ljósmynd af þremur systk- inum, tekin einhverntíman á árunum 1910–20. Þau standa þétt við dökkt teppi sem strengt hefur verið sem bakgrunnur á bárujárnsvegg; hávax- in stúlka í miðið og yngri bræður henni til beggja handa. Tvö eru í sauðskinnsskóm, einn í klossum. Þau horfa í linsuna, hingað langt fram í tímann; horfast í augu við okkur sem hugsum um það hver þau voru þessi börn í sparifötunum, og hvað skyldi hafa orðið um þau? Önnur mynd sýnir fjölskyldu þar sem móðurina vantar; þetta eru göm- ul kona í peysufötum, prúðbúinn mað- ur og tvær ungar dætur. Dæturnar halla sér upp að föðurnum; þau sitja á stólum sem hafa verið settir út undir húsvegg í óhrjálegum garði. Þau eru öll prúðbúin og tískustraumar tveggja heima mætast í gömlu kon- unni og stúlkunum, en þær hafa stór- ar hálsfestar og áhorfandinn kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvar móðirin sé; hvort hún sé látin og hafi ef til vill átt festarnar; og hvaða fólk er þetta? Það er merkilegt að upplifa það aft- ur og aftur, þegar skoðaðar eru vand- aðar gamlar ljósmyndir, hvernig heimildagildið virðist sífellt aukast með hverju árinu sem líður; þeim fjölgar þáttunum sem unnt er að rýna í. Og fyrir þá sem þekkja sögusvið þessara mynda Magnúsar í dag, þá gefa þær tilefni til margbreytilegra hugleiðinga. Þannig er því til dæmis farið með myndina frá gatnamótum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs sem Magnús tók fyrir um áttatíu ár- um. Þetta er einföld og stílhrein ljós- mynd af hversdagslegum tröðum, en þarna er Hegningarhúsið, og svo allir þessir grjótgarðar. Gaman væri ef einhverjir þeirra stæðu enn. Ein myndanna sýnir Reykjavíkurtjörn undir gráum himni. Gliti slær á vatnið og í hólmanum má sjá hóp manna; þar er lúðrafélagið Harpan að leika fyrir vegfarendur á þjóðhátíðardaginn. Ár- ið er 1912 og þrátt fyrir að húsunum hafi fjölgað á myndsviðinu reyna hug- myndaríkir borgarstarfsmenn enn að koma óvæntum atriðum í Tjarnarhól- mann á hátíðisdögum. Þarna er svo eins konar skyndimynd, tekin við op- inbera heimsókn. Sviðið er framan við Dómkirkjuna, staður sem hefur tekið litlum breytingum, en þarna er hópur prúðbúins fólks, við sjáum ekki á hvað flestir eru að horfa, en í eyðu fyrir miðri mynd eru tvær konur sem gefa því engan gaum, heldur snúa að okk- ur, greinilega í djúpum samræðum. Þessi vönduðu prent eftir plötum Magnúsar njóta sín vel í björtum Grófarsalnum, og þematísk röðunin gengur oftast nær vel upp. Stundum er gengið fulllangt í að búa til hópa úr skyldum myndefnum, eins og þegar um myndir af kunnum atburðum er að ræða, en einn hópur mynda stend- ur út úr. Þar er um að ræða sérkenni- legar myndir af örkumla fólki, fallega byggða mynd af látnu barni og tvær myndir þar sem líkkistur eru í önd- vegi. Aðra líkkistumyndina má hik- laust telja til athyglisverðustu ís- lensku ljósmyndanna. Við erum aftur í Dómkirkjunni en horfum nú út um dyrnar og næst okkur er kista með blómum á. Fyrir aftan kistuna er hóp- ur manna sem halda á höfuðfötum sínum og horfa sorgbitnir í linsuna, harma náinn, en fjær, undir vegg Al- þingishússins, eru vegfarendur á ferð og tveir ungir piltar sem stelast til að horfa einnig í linsuna. Þessi mynd sýnir sorg fólks and- spænis dauðanum, en eitt af því sem ekki er hægt að komast hjá að hugsa um þegar þessar myndir Magnúsar eru skoðaðar, er að í dag er þetta fólk horfið. Við horfum langt aftur í tím- ann og ef við lítum framhjá þeim til- þrifum sem ljósmyndarinn sýnir svo oft, tilþrifum sem við köllum hiklaust listræn í dag, þá stendur samt eftir hversu vönduð og merk heimild þess- ar myndir eru. Þær eru allt að því eins og óraunverulegar sviðsetningar lífs sem við vitum að var lifað, en eigum samt bágt með að skilja að hafi verið einmitt svona. Tíðindi í menningarrýni Í grein um Magnús Ólafsson, sem birt er í bókinni og nefnist Draum- urinn og það sem við raunverulega lif- um, segir Eiríkur Guðmundsson bók- menntafræðingur ljósmyndir Magnúsar Ólafsson vega salt „á milli heimildagildis og ævintýris, milli raunveruleikans og draumsins“. Þessi grein Eiríks um ljósmyndarann og heim hans, heyrir til tíðinda í ís- lenskri menningarrýni. Af miklu list- fengi fjallar höfundurinn um ljós- myndarann og tengir hann við tíma sinn, en setur hann um leið í samband við fólkið sem nú horfir á myndirnar og heiminn sem það hrærist í. Hann dregur saman ólíka þræði tilvísana og kenninga, undirbyggir hugmyndir sínar jafnt með vísunum í Gröndal, Barthes og Sontag, og spinnur úr þéttan og listavel skrifaðan vef. Magnús var brautryðjandi margs í íslenskri ljósmyndun. Eitt af því voru panóramamyndir, víðar myndir eins og eru hvað vinsælastar í íslenskri landslagsljósmyndun um þessar mundir. Sex þeirra eru prentaðað í bókinni á breiðari örkum og njóta sín þannig vel. Önnur nýbreytni hans voru steróskópmyndir, en það eru tvær myndir teknar samtímis og ætl- aðar til skoðunar í sérstökum kíki. Þær nutu mikillar hylli og seldust vel. Nokkrar frumprent, stereóskóp og aðrar myndir, eru sýndar í glerkassa á sýningunni, en hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Þá eru engin dæmi sýnd um eina nýjungina sem Magnús inn- leiddi hér, en það voru handlitaðar myndir, einkun landslagsmyndir, sem einnig nutu talsverðrar hylli, en Ólaf- ur sonur hans lagði þó meiri stund á þess háttar frágang landslagsmynda. Það er mikill fengur að vandaðri bókinni sem kemur út samhliða sýn- ingunni. Afkomendur Magnúsar eiga hrós skilið fyrir þátt sinn í kostun út- gáfunnar. Með góðu úrvali mynda og áhugaverðum greinum Eiríks og Guðmundar, en Guðmundur setur Magnús í norrænt samhengi, þá stendur þessi bók eftir að sýningunni lokinni, sem sá minnisvarði sem Magnús á skilinn fyrir framlag sitt til íslenskrar ljósmyndunar og menning- ar. Hann var tvímælalaust einn merk- asti þátttakandinn í íslenskri ljós- myndasögu. Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að missa ekki af þess- ari vönduðu sýningu í Grófarsal. Aftur í tímann Ljósmynd/Magnús ÓlafssonSystkini, 1910–1920. MYNDLIST Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 Sýningin stendur til 1. desember. LJÓSMYNDIR MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR Einar Falur Ingólfsson BÆKUR Ljósmyndir MAGNÚS ÓLAFSSON LJÓSMYNDARI Ritstjóri: María Karen Sigurðardóttir. Höfundar texta: Eiríkur Guðmundsson og Guðmundur Ingólfsson. Myndaval: Krist- ín Hauksdóttir og Sigríður Kristín Birnu- dóttir. Hönnun: Hunang/sigs. Prent- vinnsla: Prentmet.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.