Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 31

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 31 MIÐVIKUDAGINN 12. nóv- ember voru forystumenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Kennarasambands Íslands (KÍ) og Bandalags háskóla- manna (BHM) boð- aðir á fund í fjár- málaráðuneytinu. Þar tilkynnti Geir H. Haarde fjár- málaráðherra að sama dag eða daginn eftir yrði lagt fram á Alþingi frumvarp ríkisstjórn- arinnar um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Ef frumvarpið nær fram að ganga er hægt að segja ríkisstarfs- mönnum upp án nokkurs rökstuðn- ings eða haldbærrar ástæðu og það sem gerir efni frumvarpsins enn al- varlegra er að þar er sérstaklega tek- ið fram að ákvæði stjórnsýslulaga gildi ekki um ríkisstarfsmenn sem sagt er upp störfum. Það þýðir í raun að sú réttarvernd sem stjórn- sýslulögin áttu að tryggja borg- urunum nær ekki til ríkisstarfs- manna. Réttarverndin felst m.a. í jafnræðisreglunni sem tekur til þess að ekki megi mismuna fólki og með- alhófsreglunni sem snýst um að stjórnvöld verði að gæta hófs í með- ferð valds síns. Í stjórnsýslulögunum er sömuleiðis ákvæði um andmæla- rétt en í honum felst að ekki verði tekin ákvörðun um réttarstöðu ein- staklings fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér máls- ástæður sem ákvörðun byggist á og að tjá sig um málið. Samráð hundsað Af framansögðu ætti að vera ljóst að með frumvarpinu er ráðist harka- lega að starfsöryggi ríkisstarfs- manna. Eðlilega hafa heildarsamtök þeirra brugðist við og mótmælt þess- um fyrirætlunum og ekki síður aðferð ríkisstjórnarinnar. Svo virðist sem þar á bæ sé búið að gleyma átökunum sem fylgdu setningu starfsmannalag- anna 1996 en þá var fjármálaráð- herra einmitt gagnrýndur fyrir að hafa ekki samráð við heildarsamtök opinberra starfsmanna og fyrir að draga taum vinnuveitenda. Þá veltu menn líka upp þeirri spurningu hvort það gæti talist eðlilegt að fjár- málaráðherra sem viðsemjandi rík- isstarfsmanna hefði jafnframt frum- kvæðisvald í löggjöf. Eins og kemur fram í greinargerð með lögunum hef- ur þróunin á Norðurlöndum hvar- vetna verið sú að hverfa frá einhliða ákvörðunum ríkisins sem vinnuveit- anda varðandi réttarstöðu starfs- manna. Sú grundvallarregla að semja um hlutina hefur á undanförnum misserum verið höfð í heiðri og því kemur þessi gjörningur ríkisstjórn- arinnar mjög á óvart. Að frumkvæði fjármálaráðherra er til að mynda starfandi nefnd skipuð fulltrúum frá BHM, BSRB og KÍ auk fulltrúa frá ríki, borg og sveitarfélögum sem hef- ur það hlutverk að endurskoða lögin um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Þar hefur því sjónarmiði margoft verið lýst að eðlilega þurfi að skoða lögin um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna í tengslum við þá endurskoðun og því ekki laust við að okkur fulltrúum stéttarfélaganna finnist viðsemjendur okkar hjá ríkinu vera að fara á bak við okkur með þessu frumvarpi. Sveigjanleiki eða geðþótti? Í rökstuðningi með frumvarpinu er því haldið fram að með því sé „stefnt að auknum sveigjanleika í rekstr- arumhverfi stofnana ríkisins og stuðl- að að því að ríkið eigi ávallt á að skipa hæfustu starfsmönnum sem kostur er á hverju sinni“. Nú þegar er skýrt ákvæði í lögunum sem heimilar upp- sagnir vegna hagræðingar þannig að sveigjanleikinn er til staðar. Ef farið er að skyldu um auglýsingu starfa og þeirri meginreglu fylgt að ávallt skuli hæfasti einstaklingurinn valinn í við- komandi starf ætti ríkið varla að þurfa að hafa miklar áhyggjur af hæfni starfsmanna. Hins vegar gæti gengið verr að halda þeim í þjálfun því starfsmannastefna ríkisstofnana er víða í molum og þar af leiðandi ekki til raunhæfar áætlanir um sí- og endurmenntun. Starfsöryggi í stað hærri launa Í leiðara Morgunblaðsins laug- ardaginn 15. nóvember er því haldið fram að andstaða formanna aðild- arfélaga BHM við frumvarpið lýsi skammsýni því opinberum starfs- mönnum sé enginn greiði gerður með því að ríghalda í úrelt lagaákvæði. Að okkar mati eru ákvæði sem snúast um starfsöryggi ríkisstarfsmanna síður en svo úrelt því margir rík- isstarfsmenn hafa valið starfsöryggið umfram hærri laun á almennum markaði. Laun opinberra starfs- manna eru enn mun lægri en á al- menna markaðnum og varlega áætl- að er sá munur um 25%. Réttilega bendir leiðarahöfundur á þá stað- reynd að kröfurnar sem gerðar eru til opinberra stofnana vaxi stöðugt. Vit- anlega eru stofnanirnar ekkert annað en fólkið sem vinnur þar og því ljóst að kröfur til starfsfólks fara líka sí- vaxandi. Þess vegna á það ekki að vera háð duttlungum stjórnenda hvort menn halda vinnu sinni heldur aðeins því hvort þeir standi sig í starfi. Geri þeir það ekki eru hæg heimatökin að segja þeim upp störf- um og til þess þarf enga breytingu á núverandi lögum. Trúnaðarbrestur Eftir Halldóru Friðjónsdóttur Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Í MORGUNBLAÐINU þriðjudaginn 18. nóvember er birt innihaldsrík grein eftir Flosa Eiríksson. E.t.v. er þar ekki beinlínis um tímamótagrein að ræða eins og jafnan þegar félagi hans Björgvin G. Sigurðsson skrifar, en litlu munar. Grein Flosa er að uppistöðu til ritdómur um ræðu sem undirritaður, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, flutti við setningu landsfundar flokksins í Hvera- gerði á dögunum. Ritdómurinn er þeim mun meira afrek sem fyrir liggur að nefndur Flosi var ekki meðal gesta á lands- fundinum. Hann heyrði því ekki ræðuna flutta og virðist ekki hafa lesið hana heldur, ef marka má afar gloppóttar eða beinlínis rangar tilvitnanir. Framtak Flosa er lofsvert fyrir það að hann hefur sem sagt hvorki heyrt ræðuna né séð en um leið er verkefnið erfiðara en ella. Minnir það á hið fornkveðna að þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Ekki verður Flosi sakaður um að villa á sér heimildir. Til þess að undir- strika þvílíkri sjálfsögun og innri styrk hinn hlutlægi ritdómari búi yfir „sig- nerar“ hann grein sína sem félagi í Samfylkingunni og lætur þess getið að hann sé jafnaðarmaður og vottar í leiðinni Össuri Skarphéðinssyni og stefnu hans í heilbrigðismálum hollustu. Þessar persónulegu skoðanir koma ekki í veg fyrir að góðvild og skilningi andar úr hverri setningu í grein Flosa í garð undirritaðs og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Sérstaka athygli vekur hversu vel virðist liggja á Flosa Eiríkssyni, eins nú er hallar nóvember og svartasta skammdegið fer í hönd. Er nærtækt að álykta að enn eimi eftir af bræðralags- og gleðivímu landsfundar Samfylk- ingarinnar en talið er að Flosi hafi sótt þann fund öfugt við landsfund Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Eitt varpar þó skugga á skamm- degiskæti jafnaðarmannsins; vonbrigðin með innihald setningarræðu und- irritaðs; ræðuna sem Flosi hefur hvorki heyrt né séð á fundinum sem hann var ekki á. Mikið þykir mér undirrituðum það miður að hafa valdið Flosa Ei- ríkssyni vonbrigðum. Ég hef það eitt mér til varnar að ræðan var ekki flutt með það sérstaklega í huga að gleðja Flosa eða falla í kramið hjá Samfylk- ingunni. Setningarræða landsfundar Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs var hugsuð sem slík og ekkert annað. Hún fékk ágætar viðtökur á þeim vettvangi og er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu flokksins, vg.is, öllum þeim til lestrar og útaflegginga sem áhuga hafa. Er eindregið mælt með því að ræðan sé lesin ef menn vilja átta sig á því hvað í henni er og orðum leyft að standa í réttu samhengi sé til þeirra vitnað. Minnumst þess að náðargáfur Flosa Eiríkssonar, hvað varðar hið óheyrða og óséða, eru ekki öllum gefnar. Eins er því farið með landsfund Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og setningarræðu þess fundar að hann var fyrir þá sem fundinn sóttu og þeirra flokk en var ekki haldinn til að þóknast öðrum. Almenn ánægja ríkir í okkar röðum með fundinn og hvernig til tókst. Vona ég að síðustu og innilega að ekki verði það nú líka til að valda Flosa Eiríkssyni jafnaðarmanni vonbrigðum. Vonbrigði Flosa Eftir Steingrím J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. SÆLL minn fyrrverandi sveit- ungi og kærar þakkir fyrir skemmtilega upprifjun á tilurð kaupstaðarins Kópavogs hér í blaðinu í fyrradag. Ég hygg að svo sé með fleiri en mig, að hafa alls ekki verið kunnugt um að hreppsnefnd Kópavogshrepps hefði farið þess á leit við einn for- vera minna, Gunnar Thoroddsen, að upp yrðu teknar viðræður um sameiningu Kópavogs og Reykja- víkur. Frá vorinu 1955 hafa mál þó væntanlega æxlast með nokkuð öðrum hætti en sameiningarsinnar sunnan Lundar sáu fyrir. Mér finnst því óvarlegt af mér að verða við þinni áskorun og taka upp þann þráð sem slitnaði fyrir tæpri hálfri öld. Ég er ekki viss um að mér tækist vel til við að trekkja söguna til baka. Ég minni hins vegar á að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér mjög gott samstarf á mörgum sviðum. Við rekum saman Strætó, Sorpu og Slökkviliðið og svo kaupa flestir íbúar þeirra þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur, svo fátt eitt sé nefnt. Þótt eitthvað hafi gárast vegna skipulagsmála síðustu vikur, þá segir mér svo hugur að lausn þess ágreinings liggi ekki endilega í skjalasafni Reykjavíkurborgar. En af því að þú ert að rannsaka sögu Kópavogs, þá rifjast það upp fyrir mér að í húsi einu vestur á Melum er að finna segulbands- upptökur með viðtölum við marga af frumbyggjum Kópavogs. Það vill svo til að þær eru í vörslu fyrrverandi lærisveins þíns og nú- verandi aðstoðarmanns míns og nú, vegna þess að mér er kunnugt um sagnfræðilegan áhuga þinn og elju, vil ég bjóða þér í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 9:00 í fyrra- málið til þess að taka á móti, til rannsóknar og annarrar tilhlýði- legrar umsýslu, þessum merku heimildum um uppvaxtarár míns gamla heimabæjar. Opið svar til Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings Eftir Þórólf Árnason Höfundur er borgarstjóri. Tískuverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.