Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að sem hefur komið einna mest á óvart er hvað landhalli við Blöndulón skiptir miklu máli og ákvarð- ar hvaða breytingar verða á gróðri og strönd,“ segir Borgþór Magn- ússon, gróðurvistfræðingur á Nátt- úrufræðistofnun Íslands, en hann flutti fræðsluerindi, sem hann nefndi Gróðurframvinda og strandmyndun við Blöndulón, á Hrafnaþingi í sal Möguleikhússins við Hlemm í gær og greindi frá helstu niðurstöðum rannsókna undanfarin ár. Borgþór segir að góðar að- stæður hafi verið til að fylgjast með Blöndulóni, en þetta sé í fyrsta sinn sem fylgst hafi verið með um- hverfisbreytingum við nýmyndað lón á hálendinu hérlendis. Gott að- gengi sé að lóninu og þar sé rekin sjálfvirk veðurstöð. Þar séu því mjög góðar forsendur til rann- sókna, en þær hafi staðið yfir fyrir Landsvirkjun á grunnvatnsborði, gróðurbreytingum og strand- myndun frá 1993. Blöndulón var myndað 1991 þeg- ar vatni var safnað í það til miðl- unar fyrir Blönduvirkjun. Yfirfallið var þá í 474,3 metra hæð. 1996 var lónið stækkað og yfirfallið hækkað í 478 metra hæð yfir sjó, en flat- armál lónsins er um 57 ferkíló- metrar. Í erindi Borgþórs kom fram að lónstæðið hafi verið vel gróið, lyngmói og mosaþemba ver- ið ríkjandi en votlendisflóar í lægð- um og frekar lítið um bersvæði. Rannsóknirnar hafi hafist á Rala 1993 og þeim haldið áfram á NÍ frá 2001 með því markmiði að kanna áhrif lónsins á grunnvatnsstöðu, gróður og strandmyndun. Grunn- vatnsstaðan hafi verið vöktuð ár- lega á sumrin, gróður mældur á 3 til 6 ára fresti og fylgst með breyt- ingum á strönd árlega. Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður varðandi áhrif Blöndulóns á grunnvatns- stöðu eru þær að vatnsborð lónsins er ráðandi um grunnvatnsstöðu í „þurrlendi“ upp frá því, jarðvatns- staðan er há og stöðug frá því lónið fyllist, land blotnar hins vegar seinna að sumri eftir stækkun lóns- ins, áhrifasvæðin ráðast af land- halla og miklar sveiflur geta orðið á milli ára. Áhrif á gróður er þær helstar að gróðurbreytingar verða í þurrlendi þar sem vatn stendur í minna en metra frá yfirborði hluta úr sumri, mjög dregur úr áhrifunum með vaxandi halla og dregið hefur úr áhrifunum eftir stækkun lónsins vegna þess hvað lónið fyllist s sumrin. Áhrif á gróður eru m næst lóninu, eindregnar þurr istegundir hopa fljótt eða hve meiri hluti ríkjandi mólendist unda heldur velli og sýna hæg brögð, og svipmót gróðurs br lítið þegar komið er upp frá s inni. Þá er mjög lítið landnám lendistegunda eftir stækkuni smávaxnar einærar flagategu eru helstu landnemarnir. Strandmyndun ræðst af la halla og hve opin ströndin er lóninu. Hún er hægfara á hall landi en þar sem brekkur eru frá lóninu hefur orðið hraðfar urof, strönd gengið inn og bak myndast. Heldur hefur hægt strandrofinu undanfarin ár en stórviðrum að hausti getur þó talsvert rof úr bökkum. Eftir lónið var stækkað hefur orðið við sandfok upp úr víkum við anvert lónið og gerist það í hv um sunnanvanveðrum þegar er í lóninu og fjörur þurrar. Í máli Borgþórs kom fram þroskaskeið miðlunarlóna væ þrjú. Upphafsskeið fyrstu ári ir að landi er sökkt, síðan tæk rofskeið sem gæti varað í ára eða aldir og loks jafnvægissk Dregið hefur úr áhrifum lóns á gróður eftir stæk Landhalli við Blöndulón hefur mikið að segja í sam- bandi við áhrif á um- hverfið og sandfok á svæðinu hefur komið á óvart. Morgunblaðið/Kr Borgþór Magnússon, gróðurvistfræðingur á Náttúrufræðistofn lands, flytur erindi sitt á fundinum í gær. Mynd af Blöndulóni í ba FÓLK kvartar meira í dag vegna lyktarmengunar frá veit- ingastöðum og matartilbúnings ýmiss konar en áður. Minna er kvartað yfir fiskimjölsverk- smiðjum enda starfa þær undir ströngum skilyrðum um meng- unarvarnir. „Þessum kvörtunum fer frekar fjölgandi,“ segir Svava Steinarsdóttir hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu, spurð um um- fang kvartana vegna lykt- armengunar. Um þetta fjallaði Svava á ráðstefnu um loftgæði og lyktarmengun sem Félag heil- brigðis- og umhverfisfulltrúa stóð fyrir nýverið. Hún segir ýmsa atvinnu- starfsemi lyktarmengandi. Fyrir utan fiskimjölsverksmiðjurnar er kvartað yfir lýsisvinnslu, reyk- ofnum kjöt- og fiskvinnsla, bak- aríum, kexverksmiðjum, rotköss- um í görðum og ólykt frá heimahúsum. „Síðan þvottahús, urðunarstaðir, sorpeyðing- arstaðir, kaffibrennsla og lík- brennsla. Þetta eru allt staðir þar sem upp hafa komið vandamál.“ Svava segir mengun oft árstíð- arbundna eins og dreifing hús- dýraáburðar á tún bænda. Stór eldishús séu líka stöðug upp- spretta lyktarmengunar, meðal annars alifugla- og svínabú á Kjalarnesi. Aðspurð hvort lykt frá atvinnu- starfsemi sé ekki óumflýjanleg vegna nábýlis segir hún stjórn- völd tryggja að mengunarreglu- gerðir séu uppfylltar. Engin reglugerð fjalli beint um lykt en í loftgæðareglugerð og starfs- leyfum sé gerð krafa um meng- unarvarnarbúnað. Reynt sé að draga úr óþægindunum eins og hægt sé. Það hafi líka komið fyrir að fyrirtæki með lyktsterka starfsemi verði innlyksa þegar íbúðabyggðin þenjist út innan borgarmarkanna. Þá sé rey færa starfsemina út úr bygg inni. Hafsteinn Helgason fjalla svifryk á sömu ráðstefnu og sagði áberandi hvað magnið því ykist þegar bílar keyrðu nagladekkjum. Um 35–50% svifryks í lofti megi rekja ti vegslits og 10–15% til útblás bifreiða. Samkvæmt nýrri regluge Evrópska efnahagssvæðinu Meira kvartað yfir matarlykt en áður Ellý K.J. Guðmundsdóttir, f isstofu Reykjavíkur, á ráðst BANKAR Á HÁLLI BRAUT Óhætt er að fullyrða að DavíðOddsson forsætisráðherraendurspeglar skoðanir stórs hluta þjóðarinnar með þeim viðvör- unarorðum sem hann lét falla í garð bankanna á Alþingi í gær vegna fyrirspurnar frá Álfheiði Ingadóttur. Í svari sínu sagði hann m.a.: „Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því nú að hér, með hvaða hætti íslenzku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inngripum í íslenzkt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut að mínu viti.“ Með þessum orðum er forsætis- ráðherra væntanlega að vísa til þess að bankarnir eru augljóslega lykilaðilar í þeim miklu sviptingum sem verið hafa í viðskiptalífinu hér um nokkurt skeið. Ekki eingöngu sem lánveitendur heldur einnig sem eignaraðilar að fyrirtækjum í lengri eða skemmri tíma. Niður- staðan af þessum umsvifum bank- anna hefur hingað til orðið sú að æ meiri eignir í landinu færast á hendur æ færri einstaklinga. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að það er ekki æskileg þróun í ís- lenzku samfélagi. Forráðamenn bankanna hafa auðvitað sín sjónarmið í þessum málum eins og m.a. kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þeir eins og aðrir verða hins vegar að átta sig á að hvorki eru þeir einir í heiminum né ríki í ríkinu þótt hagnaður þeirra sé mikill og áhrif þeirra í viðskiptalífinu í samræmi við það. Þess vegna getur verið skynsam- legt fyrir bankana að doka nú að- eins við og meta stöðu sína, þegar hér er komið sögu, hvort þeir eru á réttri leið og hvort þeir geti búizt við að búa í sæmilegri sátt við það samfélag sem þeir starfa í með óbreytta stefnu. Þeir stjórnmálamenn, sem taka upp baráttu gegn þeirri þróun, sem staðið hefur yfir um skeið og mun halda áfram að óbreyttu, að nokkr- ar stórar viðskiptasamsteypur leggi undir sig viðskipta- og at- vinnulíf landsmanna – og kannski eitthvað meira – geta búizt við því að almenningur fylki sér að baki þeim. Það þarf hvorki sérfræðinga eða skoðanakannanir til þess að vita hver hugur þjóðarinnar er í þessum efnum. Það getur líka verið skynsamlegt fyrir hinar stóru viðskiptasam- steypur sem hér hafa orðið til að hugsa sinn gang og gera sér grein fyrir að það eru takmörk fyrir öllu, líka því hver stærð þeirra getur orðið í 280 þúsund manna sam- félagi. Þetta fólk er viðskiptavinir þeirra og ástæðulaust að ofbjóða viðskiptavinunum á einn eða annan veg. Þá var ekki síður athyglisvert að hlýða á ummæli Davíðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum en í svari sínu á Alþingi í gær útilokaði hann ekki að til lagasetningar gæti komið til þess að hindra frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði en orðin væri. Um það sagði forsætis- ráðherra m.a.: „Víðast hvar í heiminum þar sem ég þekki til gilda slíkar reglur. Það er þó ekki undantekningarlaust og við tilheyrum – svo merkilegt sem það er – undantekningunum hvað þetta varðar. Til að mynda í Banda- ríkjunum er bannað að þeir sem eigi dagblöð eigi jafnframt sjón- varpsstöðvar. Það er lagt blátt bann við því … Ég minni á að það kom nýlega fram í viðtali við fræði- mann hér að þegar eigendur Dag- ens Nyheter ætluðu að kaupa Sænska dagblaðið skipti ríkis- stjórnin sér af því og kom í veg fyr- ir það – til að koma í veg fyrir að þarna yrði um samþjöppun að ræða.“ Þessa dagana birtast fréttir í brezkum fjölmiðlum um að hið sögufræga dagblað The Daily Tele- graph kunni að verða til sölu innan skamms. Sérstaklega er tekið fram að eitt stærsta blaðaútgáfufyrir- tæki í Bretlandi, sem er í eigu fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murdochs, geti ekki boðið í blaðið vegna eign- arhalds síns á öðrum dagblöðum þar í landi. Að undanförnu hafa orðið tölu- verðar umræður um eignarhald á fjölmiðlum og hvort nauðsynlegt sé að setja löggjöf til þess að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun á þessu sviði. Sitt sýnist hverjum eins og við er að búast. En það er fagnaðarefni að þessar umræður skuli fara fram. Það er tímabært. Og það er líka ánægjuefni að for- sætisráðherra skuli tala á þann veg á Alþingi sem hann gerði í gær. Davíð Oddsson hefur ekki fjallað áður um fjölmiðla á þennan hátt. Þær umræður, sem nú eru hafnar um stóru viðskiptasamsteypurnar, um hlutverk bankanna í sambandi við þær og um eignarhald á fjöl- miðlum og hugsanlega lagasetn- ingu í því sambandi snúast um grundvallarmál. Hér er um stór- pólitísk mál að ræða sem geta haft mikil áhrif á afstöðu almennings til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna. Það er ánægjulegt hvað stóru ís- lenzku viðskiptasamsteypurnar hafa náð miklum árangri í við- skiptaumsvifum í öðrum löndum. Þar hafa þær nægilegt svigrúm til þess að láta reyna á krafta sína. Hér er þetta svigrúm orðið alltof lítið og raunar ekki neitt. Um leið og ástæða er til að hvetja forráða- menn þeirra til aukinna umsvifa í öðrum löndum væri það skynsam- legt af þeim sjálfum að fara ekki of hratt hér heima fyrir. Kannski segir það meiri sögu en flest annað um það, sem hér hefur verið að gerast, að formaður Sjálf- stæðisflokksins skuli segja í ræðu sinni á Alþingi í gær: „Og meira að segja harðir einkavæðingarmenn eins og ég geta ekki hugsað sér að einkavæða Ríkisútvarpið. Það segir allt sem segja þarf um þennan markað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.