Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 33 Þ órhildur Líndal, umboðs- maður barna, segist vera sammála öllu því sem fram komi í skýrslu Ragnheiðar Thorlacius lögfræðings, enda hafi skýrslan verið unnin í nánu samráði við embættið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fagnar útkomu skýrslunnar og segist geta tekið und- ir margt af því sem þar komi fram. Þó að miklar breytingar hafi verið gerð- ar á lögum sem snerta börn megi ef- laust skýra sum ákvæði betur. Berg- þóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, tekur undir með Braga og fagnar skýrslunni. Umræðan sé afar brýn, ekki síst fyrir foreldra. Foreldrar verði þó að hafa ákveðin völd í hlutverki sínu að ala upp og bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Þórhildur segir að markmiðið með gerð skýrslunnar hafi verið að benda á mikilvægi þess að börn fái að vera með í ákvarðanatöku um þeirra einkalíf og nánustu framtíð og þau fái að axla ákveðna ábyrgð. Það sé ekki heillavænlegt að foreldrar ráðskist of mikið með börn sín. Með þátttöku í ákvörðunum verði börnin ábyrgari gjörða sinna. „Þegar börnum og unglingum er falið eitthvert hlutverk leggja þau sig öll fram og standa sig með þvílíkum sóma og prýði að maður verður eig- inlega dolfallinn í hvert sinn. Við van- metum börnin að þessu leyti og eig- um að tala við þau eins og manneskjur,“ segir Þórhildur. Hún ætlar að gera lagabreytinga- tillögurnar að sínum og koma þeim, og fleiri til, á framfæri við stjórnvöld á næstunni. Tillögurnar ná til a.m.k. fjögurra ráðuneyta; félagsmála-, menntamála-, dómsmála- og heil- brigðisráðuneytisins. Hún segir jafn- framt að skýrslan verði að fara í viða- mikla kynningu þar sem umfjöllunarefnið snerti breiðan hóp í þjóðfélaginu. Hægt verður að panta skýrsluna í gegnum heimasíðu um- boðsmanns barna eða nálgast hana á skrifstofu embættisins gegn 1.000 króna greiðslu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum, m.a. um að ákvæði verði sett inn í ný barnalög um sjálfsákvörðun- arrétt barna og rétt þeirra til að njóta friðhelgi einkalífs. Þá er lagt til að barnaverndarlögum verði breytt þannig að börn hafi skýran rétt til að tilkynna barnavernd- arnefndum um mál og þá undir nafnleynd. Þór- hildur segir að þrátt fyr- ir að margt hafi verið til bóta í nýjum barnalögum og gildandi barnavernd- arlögum þurfi að gera mörg atriði skýrari. Afar brýnt sé að tryggja með lögum friðhelgi einkalífs barna. Tekist á um val á skóla Fram kemur í inngangi skýrslunn- ar í máli Þórhildar að hún fái oft spurningar frá börnum um rétt sinn og þetta hafi m.a. hrint skýrslugerð- inni af stað. Varðandi þetta segir Þór- hildur það verða æ algengara að börn leiti til embættisins, ekki síst með til- komu tölvupóstsins. Flest séu erindin frá 14–17 ára unglingum en allt niður í 10 ára börn sem spyrji t.d. hvort for- eldrar megi skoða dagbækur þeirra. Meðal annarra fyrirspurna nefnir hún val á framhaldsskóla, um það sé togast á á sumum heimilum milli for- eldra og barna þeirra. Þórhildur seg- ist telja að í tilviki 16 ára barna eigi ákvarðanir þeirra að vega mjög þungt, foreldrum beri að hlusta vel á rök barna sinna. Bendir hún á að t.d. í Noregi sé 15 ára gömlu barni veittur sjálfsákvörðunarréttur við val á menntun og í Svíþjóð eigi börn rétt á að gera vinnusamninga við 16 ára ald- ur. „Börnin eru að ákveða sína nán- ustu framtíð. Mér hafa fundist þau rök sem börn hafa borið fyrir mig eiga fyllilega rétt á sér. Foreldrar eiga virkilega að hlusta á þau og virða það sem þau hafa fram að færa. Ég tek þetta sem dæmi þar sem ég fæ margar fyrirspurnir um svona mál,“ segir Þórhildur. Hún bendir á að samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á vernd, umönnun og síðan að vera virkir þátttakendur í sam- félaginu. Einhverjum kunni að þykja þetta stangast á en í 12. grein sátt- málans sé gengið út frá því að eftir því sem börn verði eldri og þroskaðri eigi þau að hafa meiri áhrif á líf sitt og nánasta umhverfi. „Í raun má líta á æsk- una sem námssamning við foreldra þar sem börn- in eru að þjálfa sig í það að verða fullorðnar mann- eskjur með aukna ábyrgð. Foreldrar verða að leyfa börnum sín- um að vera þátttakendur. Út á þetta gengur Barnasáttmálinn. Um leið er það mörgum þyrnir í augum að börn skuli ekki bara vera viðhengi foreldra sinna eða framlenging. Sáttmálinn viðurkennir börn sem sjálfstæða ein- staklinga og þessi réttindi þurfa ekki að fara saman við réttindi foreldra, þó að þau geri það nú oftast. Ef réttindin stangast á eiga börnin að hafa meira um málið að segja eftir því sem þau verða eldri og þroskaðri en ákvörð- unarvald er samkvæmt barnalögun- um alltaf í höndum forsjáraðila,“ seg- ir Þórhildur. Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir forsjá for- eldra eigi börn rétt á að ákveða sjálf hvaða tómstundum þau taka þátt í, t.d. hvort þau fari á skíði eða skauta, sund eða fótbolta. Þórhildur segir þennan rétt vera fyrir hendi en hann takmarkist vissulega af fjárráðum foreldra. Þeir eigi í raun alltaf síðasta orðið en börnin hafi ákveðinn rétt innan forsjár foreldra og því meiri sem þau eldist og þroskist. „Við þurf- um að kenna börnum okkar að taka ábyrgð á eigin lífi,“ segir umboðs- maður barna. Hættur kunna að leynast Bragi Guðbrandsson segir margar lagabreytingatillögur skýrslunnar vera áhugaverðar. Á síðari árum hafi lögum verið breytt í þá átt að efla sjálfstæðan rétt barna, t.d. við að tjá sig við úrlausn barnaverndarmála. Varðandi tillögu um að börn hafi rétt til að tilkynna mál til barnaverndar- yfirvalda segist Bragi hafa skilið gild- andi lög þannig að börnum sé tryggð- ur trúnaður í málum sem upp koma og tilkynningarskylda eigi einnig við um börn sem fullorðna. Vel geti verið að þetta þurfi að koma skýrar fram í lögum um barnavernd og sé vel þess virði að skoða nánar. Bragi segir nokkur dæmi þess að börn snúi sér til barna- verndarnefnda með beiðni um hjálp. Hafa þau þá áhyggjur af áfengis- og vímuefnaneyslu for- eldra sinna eða systkina. Ekkert hamli því í gild- andi lögum. Einnig séu dæmi um að ung börn hringi til lögreglu til að óska aðstoðar á heimilum sínum. Um þá niðurstöðu í skýrslunni að tryggja beri með lögum friðhelgi einkalífs barna segir Bragi að slík umræða sé afar þörf. Skoða þurfi svona mál gaumgæfilega en þarna kunni að leynast vissar hættur ef gengið sé of langt. Bendir hann þar á Barnasáttmálann þar sem börnum eru tryggð tvenns konar meginrétt- indi, annars vegar þátttaka og frelsi til orðs og æðis og hins vegar réttur barna á vernd. Stundum geti komið upp að þessir tveir „flokkar“ réttinda stangist á eða skapi mótsögn sem erf- itt geti verið að greiða úr. Sem dæmi um þetta nefnir Bragi ef foreldrar gruna barn sitt um fíkniefnaneyslu eða aðra óæskilega hegðun. Til að komast að slíku þurfi foreldrar að fylgjast grannt með, jafnvel að skoða tölvupóst eða skilaboð á farsíma. Svona mál þurfi að ræða og þess vegna segist Bragi fagna frumkvæði umboðsmanns barna og skýrslu Ragnheiðar Thorlacius. Um sé að ræða mikilvægt viðfangsefni; að skerpa á réttarstöðu barna. Foreldrar hafi sín völd Bergþóra Valsdóttir hjá SAMFOK segist vera fylgjandi mörgum þeim lagabreytingum sem lagðar eru til í skýrslunni, einkum varðandi grun- skólalögin um samráðsrétt og sjálf- stæðan rétt barns til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Þörf sé á að skýra gildandi löggjöf. „Margt jákvætt virðist vera í skýrslunni en það sem ég hef áhyggj- ur af er hvernig niðurstöðurnar verði túlkaðar og hvernig foreldrar bregð- ast við sem eru óöruggir í uppeldis- hlutverki sínu. Þá er ég með hugtök í huga eins og réttindi og skyldur, ábyrgð og vald. Ég geng út frá því að flestir foreldrar vilji sinna sínu hlut- verki vel. Það segir sig sjálft að í upp- eldishlutverkinu berðu virðingu fyrir þínu barni sem einstaklingi, hlustar á sjónarmið þess og tekur tillit til þess á heimilinu. Fyrir mér er það hins vegar ljóst að ef ég á að bera ábyrgð á mínu barni til 18 ára aldurs, uppeldi þess og menntun, eins og kveðið er á um í lögum, verð ég að hafa ákveðin völd. Ég ber til dæmis ábyrgð á því að barnið mitt mæti í skólann á réttum tíma. Þá hlýt ég að geta farið inn í herbergi barnsins og krafist þess að það fari að sofa klukkan tíu á kvöld- in,“ segir Bergþóra og bætir því við að ef friðhelgi einkalífs barna nái svo langt að „völd“ foreldra verði að engu, þá séu þeir í vanda staddir. Bergþóra segir það eðlilegan hlut að foreldr- ar hafi sem mest samráð við börnin sín og ræði við þau þegar taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Foreldrar eigi ekki að ráðskast með börn. Á þessu séu hins vegar takmarkanir. Nefnir hún sem dæmi fataval þegar hægt sé að kaupa boli í verslunum sem á standi „Porno- star in training“, eða „Klámmynda- stjarna í þjálfun“. Ef hún ætti unga stelpu sem langaði í slíkan bol myndi hún segja nei, dóttirin fengi ekki að ráða og frekar yrði reynt að ná ein- hverri málamiðlun. Réttur barna virtur en foreldrar eigi síðasta orðið Umboðsmaður barna og talsmenn Barnavernd- arstofu og SAMFOK fagna skýrslu um friðhelgi einkalífs barna og telja mikla þörf á um- ræðu um þessi mál. Björn Jóhann Björnsson fylgdi skýrsl- unni eftir og leitaði viðbragða. Morgunblaðið/Kristinn Foreldrar eiga að leiða börn sín út í lífið og bera samkvæmt lögum ábyrgð á þeim þar til þau verða 18 ára. Tals- maður foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur segir að til þess þurfi foreldrar að hafa ákveðin völd. Bragi Guðbrandsson Bergþóra ValsdóttirÞórhildur Líndal bjb@mbl.is TENGLAR .............................................. www.barn.is Dæmi um að börn leiti til barnavernd- arnefnda Eðlilegt að for- eldrar hafi sem mest samráð við börnin sín seint á mest rlend- erfa, teg- g við- reytist trönd- m vot- ina en undir nd- móti lalitlu u upp ra öld- kkar t á n í ó orðið r að ð vart norð- vöss- lágt að æru in eft- ki við atugi keið. Sandfokið kemur á óvart Borgþór segir merkilegt hvað aðstæður breytist með auknum halla. „Um leið og það kemur smá- halli breytast aðstæður mjög ört,“ segir hann. „Þá verður þessi blotn- un á tiltölulega mjög litlu belti og skýrari strandmyndun. Ströndin mótast miklu hraðar og þar sem er fremur lítill halli, aflíðandi land, myndast malarfjörur. Í brekkum sjáum við hins vegar hraðfara rof úr bökkum fyrstu árin en það ætti að stöðvast þegar kemur á fastari berggrunna. Því verða rof og mold- arbakkar með lóninu þar sem bratt er upp af því. En við þetta rof úr bökkum losnar vikur og fínsandur úr jarðveginum. Vatnið flytur þessi lög inn í lygnari víkur þar sem myndast sandlög en í þessum hvössu sunnanáttum, sem verða þarna að sumri þegar lágt er í lón- inu, getur þessi sandur feykst á land. Þetta sáum við ekki fyrir stækkun lónsins, en á seinni árum hefur þetta orðið meira áberandi og ástæða er til að hafa á þessu gætur og fylgjast með framvind- unni. Enn er ekki um stórfellt áfok að ræða, en þetta hefur sýnt okkur hvaða ástæður það eru við miðl- unarlón, sem skapa þetta og við getum heimfært þekkinguna á önnur lón.“ Gróðurbreytingar hægar Nánast allur gróður sem lendir undir lóninu drepst en Borgþór segir að í mólendinu séu tegundir sem margar hverjar vaxi bæði í þurru og deigu landi. „Þessar viðkvæmustu þola þetta mjög illa og drepast í landinu sem forblotnar en þolnari tegundirnar viðhaldast og láta hægar undan. Það hefur komið okkur svolítið á óvart að þessar gróðurbreytingar eru mjög hægar. Þetta er að vissu leyti ný þekking.“ m Blöndu- kkunina ristinn nun Ís- aksýn. ynt að gð- aði um g ð af u á alls il sturs erð frá u eru umhverfismörk svifryks í and- rúmslofti 50 míkrógrömm á rúm- metra á sólarhring. Hafsteinn segir að árið 2010 megi sólar- hringsgildið ekki fara oftar en sjö sinnum á ári yfir þessi viðmið- unarmörk. Í dag gerist það 10–30 sinnum á ári en á árunum 1986– 1991 gerðist það 20–50 sinnum á ári. Í 60–100% tilvika fer svif- rykið yfir viðmiðunarmörk á sama tíma og heimilt er að nota nagladekk. Morgunblaðið/Ásdís forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigð- tefnu um loftgæði og lyktarmengun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.