Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 36
UNDANFARIÐ hafa átt sér töluverðar hræringar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfarið hafa ýmsir stuðnings- menn ríkisútvarpsins talið þörf á efl- ingu þess og meiri afskiptum ríkisins af hinum frjálsu fjölmiðlum. Allt á þetta að tryggja frjálsan og óháðan fréttaflutning. Ekkert er þó fjær lagi ef menn vilja virkilega færa fjölmiðlun og fréttaflutning á Íslandi í tryggara horf. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af eignarhaldi hinna frjálsu fjölmiðla, og þeirri freist- ingu eigendanna að hagræða fréttaflutningi sér og sínum skoðunum í hag. Staðreyndin er hins vegar sú að líklega hefur enginn fjölmiðill verið gagnrýndur jafnoft fyrir sinn fréttaflutning og ríkisútvarpið, og eru hörðustu stuðningsmenn áframhaldandi ríkisfjöl- miðlunnar jafnan fremstir í flokki gagnrýnenda. Út- varpsstjóri telur ýmsa fréttamenn útvarpsins of vinstrisinnaða og vinstrimenn kalla ríkissjónvarpið bláskjá á móti. Og varla þarf að rifja upp að í síðustu Alþingiskosningum, og sveitarstjórnarkosningum þar á undan, gengu skotin á milli þar sem menn töldu rík- isútvarpið annaðhvort of blátt eða of rautt. Og við hverju búast menn eiginlega? Fyrirtækið er í eigu ríkisins, stjórnmálamenn fara með æðsta vald stofnunarinnar og allir æðstu stjórnendur því póli- tískt skipaðir. Það er því ekki að undra að pólitískar deilur um fréttaflutning ríkisútvarpsins skjóti upp kollinum með reglulegu millibili, og algjörlega óskilj- anlegt hvernig hægt er að halda því fram að með því að efla ríkisútvarpið, eina fjölmiðilinn sem heyrir beint undir stjórnmálamennina, sé óháð fjölmiðlun best tryggð. Það er að sjálfsögðu alltaf ákveðin freist- ing æðstu stjórnenda fjölmiðla, hvort sem um stjórn- málamenn í krafti ríkisins er að ræða eða einkaaðila, að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning síns fjölmiðils. Munurinn er hins vegar sá að neytendur veita frjálsu fjölmiðlunum aðhald með valfrelsi sínu, á meðan rík- isútvarpið þarf aldrei að leggja sína vinnu fyrir dóm neytenda. Ein algengasta klisjan í umræðunni um fjölmiðla- markaðinn er að tala um fjölmiðla sem fjórða valdið sem eigi að vera óháð hinum þremur. Heyrist þetta jafnan frá hörðustu stuðningsmönnum ríkisútvarps- ins. Það hlýtur að vera hrópandi mótsögn að halda því fram að þetta verði best tryggt með eflingu eina fjölmiðilsins sem heyrir undir ríkisvaldið, og jafn- framt með meiri afskiptum ríkisvaldsins af hinum frjálsu fjölmiðlum. Þess sama ríkisvalds og fjölmiðl- arnir eiga að vera sem óháðastir! Auk alls þess rekstrarlega og samkeppnislega óréttlætis sem rekstur ríkisútvarps hefur í för með sér gagnvart frjálsu fjölmiðlunum, er ljóst að frjáls og óháður fréttaflutningur verður aldrei tryggður með eflingu ríkisútvarpsins. Þvert á móti þarf að standa vörð um frelsi hinna frjálsu fjölmiðla og selja ríkisútvarpið. Það er eina leiðin til að tryggja að fjöl- miðlar séu óháðir stjórnmálamönnunum og ríkisvald- inu, og þurfi aðeins að hlíta dómi hins almenna borg- ara. Frjáls og óháð fjölmiðlun Eftir Hjörleif Pálsson Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tæði ég á vatnslausu tunglinu sæi ég jörð- ina bláa fyrir augum mínum – enda eru u.þ.b. þrír fjórðu yf- irborðs hennar huldir vatni. Þokaðist ég nær henni í geimnum sæi ég að vatnið væri nánast aðeins saltur sjór, því hann er 97,5% þessa vatns. Lenti ég og hæfi leit að fersku vatni myndi ég aðeins finna 0,3% þess í ám, vötnum og vatns- geymum. 30% ferskvatns eru bergvatn. Annað vatn er ekki að- gengilegt því það er fast í formi eins og jöklum og ísbreiðum. Líf ofanjarðar þrífst ekki án ferskvatns. Manneskja deyr eft- ir meira en þriggja daga skort á vatni. Manns- líkaminn þarf tvo lítra af vatni dag hvern. Vatn er því auðlind framar öðrum auðlindum og lífsnauðsynlegt að vernda hana. Samt er það svo að aðeins fimmtán af hverjum hundrað hafa aðgang að renn- andi vatni. Milljarð manna skortir sárlega greiðan aðgang að hreinu vatni. Helmingur mannkyns neytir vatns sem ekki stenst helstu kröfur um hrein- læti. Árið 2003 er Alþjóðaár fersk- vatnsins á vegum Sameinuðu þjóðanna (International Year of Freshwater 2003 – www.wate- ryear2003.org). Íslendingar eru ríkir af ferskvatni og margir þeirra hafa stutt á árinu ým- iskonar átök fyrir t.d. brunna- gerð í þriðja heiminum á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka eins og Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Óhreint vatn er mikil ógn fátæku fólki í þessum löndum. Ég var á ferðalagi í Zimbabwe í sunnanverðri Afríku og drakk einungis flöskuvatn. Í höfuðborg Zimbabwe var ekki talið ráðlegt að drekka kranavatnið. Á einum stað á landsbyggðinni gisti ég á hóteli þar sem sérstaklega var tekið fram að óhætt væri að drekka vatnið. Drykkjarvatnið gaf heila stjörnu á skjöld hótels- ins. Í landinu hafa hjálparstofn- anir unnið undanfarin ár að brunnagerð í þorpum og hafa Ís- lendingar m.a. tekið þátt í því mikilvæga starfi með pen- ingasöfnun almennings og í sam- starfi við Alþjóða Rauða kross- inn. Þegar ég kom aftur heim hélt ég áfram að leita upplýsinga um ferskvatn: Eftir opinberum heilsu- mælikvarða að dæma þarf hver mannleg vera daglega að hafa aðgang að 15 lítrum að vatni til neyslu, matargerðar og þvottar. Þegar skortur verður á vatni í þorpi eða borg – og íbúar neyð- ast til að drekka mengað vatn er hætta á faraldssjúkdómum eins og kóleru. Þúsundir manna í löndum þar sem vatn skortir þurfa að ganga daglega fimm til tíu kílómetra til að sækja ferskt vatn – og bera það heim. Neysla flöskuvatns eykst víst árlega um 12% þrátt fyrir að það sé dýrt miðað við kranavatn. Vinsældir þess hvíla á örygg- iskennd, því jafnvel í löndum þar sem fólk hefur aðgang að hreinu vatni, festa íbúar þess kaup á flöskuvatni. Vatnið í flöskunum er af ýms- um toga og ber ýmis nöfn eins og natural mineral water, spring water, purified water, og spark- ling water. Það er bergvatn, úr brunnum, ósnert eða unnið. Heimsmarkaðurinn er sagður 89 þúsund milljónir lítra á ári. Vest- ur-Evrópubúar eru aðalneyt- endur þess og drekka nær helm- inginn af öllum vatnsflöskunum. Ítalir drekka víst (hlutfallslega) mest allra af flöskuvatni. Bandaríkjamenn eru líka drjúgir í flöskuvatnsþambinu og neyta 54% þeirra þess reglulega. Ég man eftir bandarískum sjónvarpsþætti á áttunda ára- tugnum um sparnað á rennandi vatni – hann kom mér á óvart. Gæta átti þess að ekki drypi úr krönum. Ekki mátti sturta á kló- settinu af óþörfu o.s.frv. Ég – frá Vatnslandinu góða – hafði aldrei hugsað um sparnað á rennandi vatni. (Ísland er fjóra ríkasta land í heimnum af ferskvatni). Það var ekki fyrr en ég yfirgaf landið til ferðalaga sem ég öðlast næga þekkingu á dýrmæti auð- lindarinnar. Á Kýpur er þess t.d. vandlega gætt að ekkert fersk- vatn renni ónýtt til sjávar, og þar er vatn endurunnið aftur til notkunar. Svo flytja þeir auðvit- að inn vatn í flöskum. Vinsældir flöskuvatnsins eru ótæmandi og jafnvel Íslendingar eru farnir að neyta þess heima hjá sér eða í vinnunni. Margir telja víst að flöskuvatnið sé holl- ara en kranavatn. Staðreyndin er samt sú að enn skortir rann- sóknir um það og einnig alþjóð- legar gæðareglur. Galli er t.d. að flöskuvatn er geymt til lengri tíma og við hærra hitastig en rennandi og kraftmeira vatn í pípum. Óprúttnir sölumenn fylla stundum notaðar flöskur af kranavatni og selja á götum. Annar galli við flöskuvatnið er plastið í flöskunum – sem gert er úr olíu og gasi. Ein og hálf millj- ón tonna af plasti er notuð í flöskurnar. Þannig mengar gerð flaskanna umhverfið. Því miður er flestum þessum flöskum hent sem rusli í stað þess að setja þær í endurvinnslu. Þriðji gallinn er flutningurinn á trukkum út um allar jarðir – og krummaskuð. Flöskuvatn er því ávallt síðri kostur en kranavatn eða vatn úr brunnum, og sá sem hefur að- gang að hreinu vatni ætti því ekki að neyta flöskuvatns. Á Alþjóðaári ferskvatnsins voru settar þrjár viðmið- unarreglur: 1. Dragið úr óþarfa notkun vatns. 2. Dragið úr óþarfa neyslu flöskuvatns. 3. Setjið vatnsflöskurnar í endur- vinnslu. Íslendingar ættu auðveldlega að geta fylgt þessum reglum. Einnig að styðja með pen- ingagjöfum hjálparstarf sem beinist að því að greiða íbúum þriðja heimsins aðgengi að þess- ari auðlind bláu plánetunnar. Bláa plánetan Árið sem rennur brátt í aldanna skaut er Alþjóðaár ferskvatnsins. Á ferðalög- um í útlöndum og framandi álfum hugsa ég æ meira um vatn. Ferskvatn er verðmætara en svarta gullið olía. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ÞAÐ var að morgni kjördags í maí að fyrrverandi forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar kom þeim skilaboðum til formanns Fram- sóknarflokksins að Samfylkingin væri tilbúin að bjóða honum stól for- sætisráðherra ef flokkarnir fengju til þess meirihluta. Þegar úrslitin lágu fyrir og Fram- sókn og Samfylking höfðu náð meirihluta á Alþingi, þótt naumur væri, skundaði hinn valdagírugi foringi Framsóknar á fund sitjandi forsætisráðherra og tilkynnti hon- um skilmála sína: Annaðhvort gæfi Davíð honum eftir stólinn eða hann myndi semja við Samfylkingu. Að vonum þótti Davíð báðir kost- irnir slæmir, en þó sýnu verri samningur við Sólrúnu. Auk þess sem honum fylgdi að hann missti af að halda upp á aldarafmæli ís- lenzks ráðherradóms, sem hann hafði lengi dreymt um í vöku og svefni. Og bragðarefurinn réð gátuna á auga lifandi bili: Hann samdi um setu sér til handa til 15. sept. 2004. Og slíka glýju fékk formaður Framsóknar í augu er hann sá hilla undir hásætið að honum sást yfir það sem blasir við annarra augum. Af þeim, sem þekkja til skapferl- is formanns Sjálfstæðisflokksins, dettur engum lifandi manni í hug að hann fyrirgefi nokkru sinni mót- gerð sem þessa, þegar Sólrún og stirðbusi Framsóknar taka höndum saman um að velta honum úr sessi. Hann fyrirgefur aldrei neitt, þótt miklu minna sé í sniðum. Þegar Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra, mun a.m.k. helmingur Sjálfstæðisflokks- ins fara í hrokbullandi stjórnarand- stöðu, þótt Davíð kæmi þar hvergi nærri. Hvað þá heldur þegar hann sjálfur mun veita liðsinni sitt og stjórna á bak við tjöldin aðförinni að ríkisstjórn Halldórs. Og stjórn hans mun ekki verða miklu langlíf- ari en hin fyrri Hundadagastjórn. Að því er líka gætandi að Davíð mun reynast létt verk að mynda nýja stjórn með Össuri Skarphéð- inssyni. Á landsfundi Samfylkingar lagði Össur Evrópumál til hliðar og gerðist einkavæðingarsinni, jafnvel í heilbrigðismálum, til að gera hos- ur sínar nógu grænar fyrir Sjálf- stæðisflokknum. Af öðrum og auðskildum ástæð- um liggur Össuri hið mesta á að fá fastara undir fætur fyrir næsta landsfund Samfylkingar, t.d. með stöðu varaforsætisráðherra í rík- isstjórn. Þá myndu hvorki flokks- menn né hans nánustu á formann- inn ráðast. Mun hann þá þykjast báðum fótum í jötu standa, og bægja frá heimilisböli, sem er þyngra en tárum taki, eins og þar stendur. Það vakti athygli kunnugra, þeg- ar Davíð Oddsson lauk stefnuræðu sinni í alþingi í októberbyrjun, að hann lét þess getið, að ræðan væri sín síðasta í þessum áfanga. Til eru þeir, sem álíta, að Davíð hafi verið að slá á léttari strengi með því orðavali, en það er fjarri lagi. Mín- um manni var allt annað en gleði í hug við það tækifæri, svo sem allt hans æði sýndi. Það er verst fyrir verðandi forsætisráðherra, ef hann hefir ekki meðtekið skilaboðin. En formaður Samfylkingar skildi þau og fór strax að setja sig í stellingar sem sjá mátti bera við loft á lands- fundi flokks hans. Það er spá þess, sem hér heldur á penna, að næsti áfangi Davíðs Oddssonar hefjist með stefnuræðu hans í alþingi í októberbyrjun 2005. Í síðasta lagi 2006. Þá getur hann notað kosningaárið til ,,gottgjörels- is“ gamlingjum og öryrkjum. Og þá verður óhætt að leggja niður Mæðrastyrksnefnd. Spádómar Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. HALLDÓR Ásgrímsson hefur í umræðum um Íraksmálið und- anfarið brugðist við gagnrýni með því að Saddam Hússein hafi verið harðstjóri sem þurfti að losna við. Það hafi alltaf verið skoðun sín. „Ég er jafn-sannfærður um það og ég var að það var nauðsyn- legt að koma Saddam Hússein frá,“ sagði Halldór meðal annars um málið í Sjónvarpinu á mánu- dagskvöld og rökstuddi þar með afstöðu ríkisstjórnarinnar til inn- rásarinnar og þess uppnáms sem síðan hefur ríkt í Írak og raunar um allt svæði íslams og araba. Utanríkisráðherra skuldar þjóð- inni þó enn skýringu á því hvenær hann skipti um skoðun í þessu máli. Í aðdraganda innrásarinnar talaði Halldór Ásgrímsson fyrst og fremst um gereyðingarvopn sem Íraksstjórn átti þá að búa yfir – og studdi eindregið forystu Sam- einuðu þjóðanna í því þófi. Hann var svo líka sammála þeirri al- mennu skoðun víðast um heims- byggðina að gott væri að losna við Saddam Hússein. En gereyðing- arvopnin voru að áliti Halldórs eina hugsanlega forsenda stríðs, bara þau voru casus belli gegn stjórninni í Bagdad. Í umræðum á Alþingi 26. janúar 2003 sagði utanríkisráðherra þetta: „Ég tel að það sé alveg ljóst að ef í ljós kemur að Saddam Hussein býr yfir gjöreyðing- arvopnum og vill ekki afvopnast, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir því að grípa til sinna ráða. Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim af- leiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóða- samfélagið frammi fyrir mjög erf- iðri stöðu. Það hlýtur að vera krafa okkar Íslendinga eins og annarra að þeir afvopnist. Það er krafa Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst.“ Þá er málið leyst, sagði Halldór – harðstjórinn og fjöldamorðinginn gat þá verið áfram við völd í Írak að áliti utanríkisráðherra í árs- byrjun. Svosem rétt einsog harðstjórinn og fjöldamorðinginn Kim Jong Il, sem sendiherra Íslands hefur ný- lega afhent trúnaðarbréf sitt – eða klerkastjórnin illræmda í Íran, sem Halldór Ásgrímsson hyggst einmitt heimsækja á næstunni með mikilli sveit kaupsýslumanna. Það sem gerðist í vor er öllum ljóst: Davíð Oddsson beygði Hall- dór Ásgrímsson til undan- bragðalauss stuðnings við „frels- isherinn“ í Írak. Það sést glöggt á ræðum og yfirlýsingum Halldórs frá áramótum fram að stríðs- byrjun – og það er sjálfsögð kurt- eisi að Halldór kynni sér eigin málflutning áður en hann veitist að gagnrýnendum Íraksstyrjald- arinnar með ásökunum um stuðn- ing við harðstjórann Saddan Húss- ein. Halldór og Saddam: „Þá er málið leyst“ Eftir Mörð Árnason Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.