Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 37 MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐSD AGAR NÚ virðist Geir Haarde fjármála- ráðherra, sem almennt hefur til- einkað sér nútímalegan og sann- gjarnan stjórnunar- stíl, hafa fallið í þá gryfju að nota vald sitt til að deila og drottna. Án nokkurs sam- ráðs við þá sem mál- ið varðar, þ.e. opin- bera starfsmenn, hefur hann ákveðið einhliða að bera upp frumvarp sem ætlað er að skerða stórlega atvinnuöryggi þeirra og réttindi. Á sama tíma læt- ur hann líta svo út að hann sé að standa í réttindabaráttu fyrir launa- menn á hinum almenna markaði með því að hafa af opinberum starfs- mönnum meint óeðlileg forréttindi. Óbeint er alið á fordómum gagnvart undirmönnum ráðherrans sjálfs, að þeir séu latir og hysknir og að ríkis- stofnanir hafi alið önn fyrir þeim. Ekki sé hægt að reka slíka starfs- menn og ráða þess í stað „hæfustu starfsmenn sem kostur er á hverju sinni“ þannig að nýta megi „fjár- muni á árangursríkan hátt“ eins og segir í athugasemdum við frum- varpið. Hér er um málatilbúnað að ræða sem ekki er Geir Haarde samboðinn. Fjármálaráðherra ætlar að svipta opinbera starfsmenn þeim sjálf- sagða rétti allra launamanna að sjái yfirmaður ástæðu til að finna að vinnubrögðum starfsmanns, þurfi hann að beita þeim eðlilegu vinnu- brögðum að ræða við starfsmanninn um það sem betur má fara ellegar veita honum skriflega áminningu. Ráðherrann vill geta rekið starfs- manninn fyrirvaralaust og án þess að færa fyrir því nokkur rök. Á sama tíma telur fjármálaráðherra það eðlileg samskipti á vinnustað og væntanlega í almennum samskipt- um manna á milli að sá sem svipta skal vinnunni og lífviðurværi sínu skuli ekki hafa neinn rétt til að and- mæla né koma sínum sjónarmiðum á framfæri með nokkrum hætti. Til þess að koma þessum „framförum“ á breytir hann lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna rík- isins og fellir úr gildi ákvæði stjórn- sýslulaga hvað þennan hóp launa- manna varðar! Og þar með eru felld úr gildi lágmarksréttindi skv. stjórn- sýslulögunum, andmælarétturinn, meðalhófsreglan, jafnræðisreglan og nauðsyn rökstuðnings fyrir upp- sögn. Ráðherrann lætur að því liggja að nú sé verið að færa opinbera starfs- menn á jafnræðisgrunn með starfs- mönnum á almennum markaði og þar með sé hann að bæta meint óréttlæti í garð launamanna á al- mennum vinnumarkaði. En allir launamenn hljóta að sjá í gegnum þann málflutning. Þau réttindi sem ráðherra ætlar nú að afnema eiga auðvitað að vera öllum launamönn- um tryggð, enda hefur ASÍ barist fyrir því að fá samþykktir ILO, Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar í þessa veru tryggð. Það mun vissulega „auka sveigj- anleika í rekstri“ ríkisstofnana og hvaða fyrirtækja sem er, verði laun- þegar sviptir öllum þeim réttindum sem þeir hafa áunnið sér með ára- tugalangri baráttu. Um það þarf ekki að deila. En – er þá allt fengið, hæstvirtur fjármálaráðherra? Nei – því miður hefur hér verið farið með offorsi. BSRB hefur átt því láni að fagna að eiga gott og ár- angursríkt samstarf á mörgum svið- um við fjármálaráðherra og hans ráðuneyti og því kemur þessi ákvörðun sem þruma úr heiðskíru lofti. Því er í fullri vinsemd beint til Geirs Haarde fjármálaráðherra að hann dragi lagafrumvarp sitt til baka. Deilt og drottnað árið 2003 Eftir Sjöfn Ingólfsdóttur Höfundur er formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og 1. varaformaður BSRB. VEGNA fréttar í DV 17.11. 2003 vil ég undirrituð taka fram eftirfar- andi: 1. Haldið er fram í fréttinni að Mæðrastyrks- nefnd leiti að milljónum. Þetta er rangt. Mæðra- styrksnefnd leitar ekki að fjár- munum svo sem haldið er fram í fréttinni. Það rétta er að Mæðrastyrksnefnd hefur sérstakan gjaldkera sem sér um öll fjármál nefndarinnar og löggiltur endurskoðandi fylg- ist með og fer reglulega yfir allt reikningshald og fjármál samtak- anna. Að gefnu tilefni skal tekið fram að formaður Mæðrastyrks- nefndar hefur ekki með fjármál nefndarinnar að gera, hefur ekki prókúru á reikningum og hefur hvorki stofnað bankareikninga né lagt þá niður. 2. Ákveðið var að gefa út sérstakan geisladisk í fjáröflunarskyni fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands. Skyldi ágóða af sölu geisla- disksins skipt jafnt milli Mæðra- styrksnefndar og Fjölskyldu- hjálpar Íslands eftir að allur kostnaður við útgáfu geisla- disksins væri greiddur. Nokkur fyrirtæki lögðu fram fjármuni til að koma útgáfunni á stað eða að- stoða við útgáfuna. Þar sem þetta verkefni er sérstakt var stofn- aður sérstakur reikningur vegna þess. Í frétt DV er haldið fram að 1,5 til 2 milljónir króna, sem voru inni á reikningi í nafni Mæðra- styrksnefndar í Reykjavík, væru horfnar en 600.000.- króna yfir- dráttur væri kominn í staðinn. Þeir sem lesa fréttina gætu hald- ið að hér væri eitthvað óeðlilegt á ferðinni en svo er ekki. Eingöngu er um að ræða vafasamar heim- ildir sem blaðið byggir frétt sína á. Staðreynd málsins er sú að þessir fjármunir, sem þarna er rætt um, voru vegna þessa sér- staka verkefnis sem varðaði út- gáfu geisladisksins og allt reikn- ingshald í sambandi við hann liggur fyrir. Þegar hefur verið greiddur verulegur kostnaður vegna útgáfunnar, svo sem til listamanna, auglýsingagerð og Stef-gjöld og því eðlilegt að þeir fjármunir sem höfðu verið lagðir inn á reikninginn vegna fyrir- framsölu disksins eyddust þegar kostnaður við útgáfuna væri greiddur. Þetta var heimildar- mönnum blaðsins ljóst og sögu- burður þeirra hlýtur því að stafa af meinfýsi og e.t.v. öfund. Úti- standandi í dag eru geisladiskar að andvirði um kr. 10.000.000. Það er því ekki spurning um að það þurfi að leita að fjármunum. Heimildakona blaðsins og blaða- maður hefðu átt að kynna sér þessar staðreyndir áður en þessi ranga og villandi frétt var birt í blaðinu. 3. Í fréttinni er gerð grein fyrir yfirlýsingum sem koma frá Þor- björgu Ingu Jónsdóttur, for- manni Kvenréttindafélags Ís- lands, sem virðist helsta heimild blaðsins. Það sem haft er eftir Þorbjörgu Ingu er að verulegu leyti rangt. Í fyrsta lagi virðist sem Þorbjörg Inga hafi komið því á framfæri við DV að einhver óreiða væri í fjármálum Mæðra- styrksnefndar sem er rangt. Í öðru lagi byggist fréttin á því að Ásgerður Jóna Flosadóttir hafi misfarið með fé samtakanna sem er rangt enda kemur Ásgerður Jóna Flosadóttir ekki að öðru leyti að fjármálum Mæðrastyrks- nefndar en að safna fjármunum til að hægt sé að sinna starfsemi nefndarinnar sem best. Í þriðja lagi er haldið fram, að því er virð- ist af Þorbjörgu Ingu, að Ásgerð- ur Jóna hefði sagt af sér sem for- maður Mæðrastyrksnefndar áður en til þess kæmi að henni yrði vikið úr starfi af aukaaðalfundi. Þetta er rangt. Meiningarmunur kom upp um starfsemi Mæðra- styrksnefndar þar sem Ásgerður Jóna vildi ekki takmarka hjálp- arstarfsemi nefndarinnar svo sem meirihluti formanna aðild- arfélaga vildi gera. Af þeim ástæðum ákvað Ásgerður Jóna að stofna Fjölskylduhjálp Íslands sem skyldi sinna víðtækara hjálparstarfi en Mæðrastyrks- nefnd ætlar sér að sinna. Vegna þessa, þar sem Ásgerður Jóna sá ekki að það færi saman að starfa sem formaður Mæðrastyrks- nefndar og standa að Fjöl- skylduhjálp Íslands, ákvað Ás- gerður Jóna að segja af sér formennsku í Mæðrastyrksnefnd en ekki af öðrum ástæðum. Ágreiningurinn innan Mæðra- styrksnefndar laut að því hvort ætti að takmarka hjálpar- starfsemina eða ekki og ákvað Ásgerður Jóna að halda áfram hjálparstarfsemi svo sem verið hefur í stað þess að sætta sig við þær takmarkanir á hjálpar- starfseminni sem meirihluti for- manna aðildarfélaga Mæðra- styrksnefndar ákvað. 4. Það er rangt sem haft er eftir Þorbjörgu Ingu að samkomulag hefði verið gert um að ágóða af útgáfu geisladisksins skyldi skipt í þrennt milli Mæðrastyrks- nefndar, Fjölskylduhjálparinnar og André Bachmann. Hið rétta er, eins og að ofan greinir, að hagnaðurinn þegar allur kostn- aður er greiddur, skiptist ein- göngu milli Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. André Bachmann leggur fram verulega vinnu og grunn að því að þessi hjálparstarfsemi geti gengið og fær eingöngu óveru- lega þóknun og enga ef verkefnið skilar ekki hagnaði. Það er slæmt ef sú óeigingjarna vinna sem unnin hefur verið, ekki síst af André Bachmann, skilar ekki til- ætluðum árangri vegna róg- burðar sem hafður er eftir Þor- björgu Ingu Jónsdóttur í DV. 5. Reynt er að láta líta svo út að eitthvað óeðlilegt hafi verið á seyði varðandi bankareikning þann sem stofnaður var. En svo er ekki. Jafnvel þó að dóttir André Bachmann hafi með það að gera að ganga frá greiðslum af reikningnum vegna þess kostn- aðar sem til fellur vegna verkefn- isins þá er fylgst nákvæmlega með því sem þar er gert. Yfir- dráttur á reikningnum er nú um kr. 300.000.- en ekki kr. 600.000.- eins og fullyrt var í DV-fréttinni í gær. Ekkert er óeðlilegt við að Mæðrastyrksnefnd væri skrifuð fyrir þeim reikningi sem um ræð- ir þar sem nefndin á að fá helm- ing ágóða vegna verkefnisins. Sjálfsagt hefði heyrst hljóð úr horni hefði reikningurinn verið á nafni Fjölskylduhjálparinnar. 6. Í frétt DV er haft eftir Þorbjörgu Ingu að hún og fleiri séu að reyna að átta sig á fjárreiðum Mæðra- styrksnefndar. Í hvaða tilgangi er svona yfirlýsing gefin? Svo fremi sem Þorbjörg Inga skilji bókhald, er ekki erfitt að gera sér grein fyrir fjárreiðum nefnd- arinnar og hægt er að hafa sam- band við löggiltan endurskoð- anda nefndarinnar og spyrja um það sem fólk vill fá að vita. Í reikningum er ekki um nein und- irmál að ræða heldur allt á hreinu. 7. Fjölskylduhjálpin er ekki óstofn- að félag Ásgerðar Jónu. Fjölskylduhjálpin hefur verið stofnuð og ýmsir aðilar standa að Fjölskylduhjálpinni en hér er ekki einkafélag Ásgerðar Jónu svo sem haldið er fram í frétt DV. Að lokum vil ég undirrituð, Ás- gerður Jóna, taka fram að ég hef aldrei átt í ágreiningi við samstarfs- konur mínar í Mæðrastyrksnefnd. Ágreiningur sem hefur verið er við nokkra formenn aðildarfélaga sem hingað til hafa ekki lagt mikið af mörkum til að starfsemi Mæðra- styrksnefndar gæti gengið. Hvað sem öðru líður er frétt DV 17.11. 2003 ómerkilegur rógburður sem er síst til framdráttar þeim sem fyrir honum standa. Verst er ef þessi rógburður í minn garð verður til þess að skaða bágstadda í landinu. Rógburði svarað Eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur Höfundur er fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og núverandi formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands. ÞEIR sem gagnrýnt hafa bygg- ingu húsnæðis í landi Lundar í Kópa- vogi, hafa ekki hugsað málið til enda. Flestir gagnrýn- endur fyrirhugaðra framkvæmda hafa ekki neitt á móti upp- byggingu íbúðasvæð- is, en vilja láta rísa þar lágreista byggð. Sú afstaða er góðra gjalda verð, en hefur í för með sér ýmsa annmarka. Í fyrsta lagi má nefna þá stað- reynd að umrætt svæði er óhemju dýrt - enda á einum besta hugsanlega stað á höfuðborgarsvæðinu í aðeins 10-20 metra hæð yfir sjávarmáli. Lundur er í Fossvogsdalnum - en al- kunna er að þessi veðursæli dalur er eitt eftirsóttasta landsvæðið á höfuð- borgarsvæðinu. Í viðleitni til að halda íbúðaverði niðri er nauðsynlegt að ná góðu nýtingarhlutfalli íbúa á svæð- inu. Lágt hlutfall myndi óhjákvæmi- lega tákna mun hærra verð. Fimm íbúðir á hverri hæð Í tillögum sem bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa til meðferðar um byggð í landi Lundar, er gert ráð fyr- ir um 480 íbúðum á svæðinu í 8 fjöl- býlishúsum sem yrðu 9-13 hæðir. Þéttleiki svæðisins er áætlaður um 50 íbúðir á hektara, en svæðið er um 10 hektarar að flatarmáli. Á hverri hæð er reiknað með fimm íbúðum. Ef miðað er við 2,7 íbúa á íbúð (algeng viðmiðun) kæmu um 1.300 manns til með að búa á svæðinu eða um 130 íbúar á hektara. Samanlagt flatarmál lóðar er 56 þúsund fermetrar og byggingamagn án bílageymsla er um 74 þúsund fermetrar. Nýtingarhlut- fallið yrði því sem samsvarar 1,3 og nýtingarhlutfall einstakra nýrra byggingarlóða áætlað 1,5-2,0. Lægra nýtingarhlutfall, sem óneit- anlega yrði með lágreistari bygging- um, myndi hleypa upp verðlagi á íbúðum. Ef reynt yrði að halda sama nýtingarhlutfalli með lágreistara húsnæði og þéttari byggð, yrði óneit- anlega gengið á hlut grænna svæða sem skipulögð hafa verið á svæðinu. Sú breyting myndi eflaust hleypa af stað nýrri mótmælaöldu. Það hefur aldrei verið vinsælt að skerða hlut grænna svæða. Verðmæt lóð – góð nýting Meginrökin fyrir byggingu háhýsa af þessari gerð, eru að sjálfsögðu góð nýting á verðmætri lóð. Lóðin er stór, hún er miðsvæðis og getur borið mikið íbúðamagn, ef tillögurnar ná fram að ganga. Með meiri fjölda íbúa er hægt að bjóða ýmsa þjónustu sem annars væri ekki hagkvæmt. Nefna má í því sambandi byggingu leik- skóla og verslunar. Ennfremur má ljóst vera að lagt verður í meiri kostnað við frágang lóðar og um- hverfis. Kostir mannmargrar íbúða- byggðar eru því ótalmargir. Markmiðið með skipulagstillögum sem unnar hafa verið fyrir Lund, er að gera svæðið eftirsóknarvert fyrir fjölskyldur með börn. Nefna má öruggar gönguleiðir í skóla, mikla útivistarmöguleika fyrir börn og ekki síst þá staðreynd, að börn á svæðinu geta sótt rótgróinn skóla – Snæ- landsskóla sem er í hóflegu göngu- færi frá landi Lundar þar sem börn- unum er ekki nauðsynlegt að ganga yfir miklar umferðaræðar. Nem- endum í Snælandsskóla hefur farið fækkandi á undanförnum árum og ef á þarf að halda, eru góðir möguleikar fyrir hendi á stækkun skólans. Hækkandi íbúðaverð Heyrst hafa gagnrýnisraddir þar sem því hefur verið haldið fram, að íbúðaverð lækki í nágrenni Lundar ef tillögur um háreista íbúðabyggð ná fram að ganga. Ekki er fyllilega ljóst hvaða röksemdir liggja þar að baki. Því hefur verið haldið fram að verðið lækki á íbúðarhúsnæði í kring vegna þess að blokkirnar takmarki útsýni úr nærliggjandi húsum. Það skal fúslega viðurkennt að útsýni takmarkast eitthvað, en þó að tak- mörkuðu leyti eins og glögglega sést af afstöðumyndir eru skoðaðar. Byggingar eru að stærstum hluta á vestari hluta reitsins. Landið hallar til vesturs og fjarlægð frá bygg- ingum er höfð eins mikil og frekast er unnt. Benda má á að ef 2-3 hæða hús stæði austast á lóðinni myndi út- sýni ystu húsanna í Birkigrund skerðast a.m.k. jafn mikið. Ætla mætti miklu fremur að íbúðaverð í nágrenni Lundar hækki vegna þess að þjónusta á þessu svæði mun aukast til mikilla muna, breyt- ing á gatnakerfi verður til bóta og tengingin við Fossvogsdalinn verður miklum mun betri fyrir útivistarfólk. Einnig má nefna að fólk er íhalds- samt þegar það flytur um set, vill oft ekki flytja úr hverfinu. Því má allt eins búast við því að fólk úr nærliggj- andi hverfum sæki á þetta svæði í framtíðinni en aukin eftirspurn leiðir til hækkandi íbúðaverðs. Með núverandi tillögu verður byggðin í landi Lundar í jaðri Foss- vogsdalsins eins eftirsóknarverðasta útivistarsvæðis höfuðborgarsvæð- isins. Aðgengið er sérlega gott að svæðinu og fjölbreytt og góð þjón- usta í næsta nágrenni þess. Útsýni er mikið til fjalla og sjávar, út á Foss- voginn til vesturs og yfir Fossvogs- dalinn í norður og austur. Með mynd- arlegri íbúðabyggð í landi Lundar yrði til nýr kostur til mótvægis við jaðarbyggðir höfuðborgarsvæðisins. Góð nýting tryggir lægra íbúðaverð Eftir Víði Arnar Kristjánsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.