Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 39

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 39 bjuggum saman á Hjarðarhaganum í átta ár. Þótt ég væri ekki alltaf sú þægasta í fjölskyldunni sýndir þú mér aldrei óþolinmæði eða reiði. Ég var alltaf viss um að þú stæðir með mér í gegnum allt sem ég tæki mér fyrir hendur. Þegar ég var lítil fórum við saman með Faðir vorið á hverju kvöldi og eins og flest barnabörnin fékk ég oft að heyra Sofðu unga ástin mín. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika við mig, við tefldum oft saman og spil- uðum, ég fékk alltaf að vinna alla leiki. Þegar ég sá að ég væri ekkert sérstaklega góð í skák skildi ég ekki af hverju ég gat alltaf unnið þig. Ég þurfti stöðugt að biðja þig um að reyna að vinna en þú vildir ekki við- urkenna að þú værir ekki að leggja þig allan fram. Ætli þetta eigi ekki þátt í því hversu tapsár ég er. Þú dekraðir mig mjög mikið, þú hrósaðir mér stöðugt og passaðir að mig skorti ekki neitt. Ég er mjög fegin að ég gat verið hjá þér þegar þú kvaddir. Ég gat far- ið með Faðir vor í síðasta sinn með þér. Þó svo ég sé fegin að þú þurfir ekki lengur að lifa í kvöl, verð ég að vera eigingjörn og reið yfir því að ég get ekki haft fleiri góð ár með þér. Ég elska þig, elsku afi minn, og á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Ég veit að þú verður alltaf með mér þangað til ég kem til þín. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Signý litla. Að gengnum kærum vini, svila og skólabróður – Helga Hallssyni – er vissulega margs að minnast og margt að þakka. Við kynntumst fyrst sem bekkjar- bræður í Loftskeytaskólanum, rétt fyrir miðja síðustu öld. Þar hafði Helgi nokkra sérstöðu því hann var þá þegar maður „sigldur“, sem í þá daga var hreint ekki sjálfsagt af tví- tugum manni. Helgi hafði veturinn áður stundað nám við skoskan verslunarskóla, en ákveðið að söðla um og gerast loft- skeytamaður. Þetta vor útskrifaði Landssíminn rétt um eitt hundrað loftskeytamenn. Síðan reyndist, að mig minnir, vera starf fyrir einn slík- an, á togara. Helgi hreppti hnossið og var vel að því kominn. Við vissum næstu árin lítið af hvor öðrum, en leiðir okkar lágu svo aftur saman þegar við urðum svilar. Kvæntumst hvor sinni Karlsdóttur- inni, Eyjólfssonar bakara úr Bolung- arvík. Þá vorum við öll ríkisstarfs- menn, Katrín mín á Veðurstofunni, en við hin starfandi hjá Landssíman- um, við Rósa við stuttbylgjustöðina í Gufunesi en Helgi tæknimaður á Sölvhólsgötu. Upp runnu ár gleði, glaums og góðra stunda. Tími afmælisboða, jóla- og nýársboða, samkomustunda hjá tengdamömmu, berjatínslu og ferða- laga. Til ferðalaga var fyrstu árin not- aður bjöllu-fólksvagn, sem var okkar fyrsta bifreið. Í þann litla bíl mátti koma ótrúlega mörgu fólki. Tvenn hjón og tengda- mamma og tvö börn (seinna þrjú) í fanginu eða farangursrými fyrir aft- an sætin – lítið mál. Þá var og vasa- söngbókin með í för og mikið sungið. Kirjaði hver með sínu nefi: Gibba, gibba komiði greyin, Gunna var í sinni sveit og hvað það nú heitir allt saman. Helgi hafði mjúka og fallega ten- órrödd og söng í mörg ár í kirkjukór Neskirkju. Helgi var skemmtilegur maður. Sögumaður, fróður og kímnigáfan í góðu lagi. Voru ófá kvöldin sem setið var að kaffiborði og velst um af hlátri að frásögnum hans, sögðum með hæglátum tilþrifum. Hann var maður vandvirkur og vandur að virðingu sinni í hvívetna. Ég held það hafi ver- ið alveg sama til hverra verka hann gekk, allt skyldi unnið óaðfinnanlega. Ég minnist þess að einhverju sinni átti Katrín að útbúa söngskrá fyrir Veður- og Veiðistofu skemmtun. Helgi og Rósa rákust inn og upphóf- ust vangaveltur um hvernig þetta yrði best gert. Helgi, úrræðagóður, var ekki í vandræðum með það. Teiknaði söngskrána og til að vera nú viss um að allt yrði eins og best gæti orðið mætti hann á staðinn, skreytti hann með blöðrum í stíl við skrána og samdi skemmtiatriði sem flutt var um kvöldið. Og hann var listfengur; hafði reyndar numið teikningu veturinn sem hann var í Skotlandi og svo síðar hjá Sigfúsi Halldórssyni. Eru til eftir hann margar vel gerðar og fallegar myndir unnar í vatnsliti og aðrar í ol- íu. Ef til vill hefur listnámið samt skil- að sér best í uppeldi barnanna; Helgi hafði alltaf nægan tíma til að segja þeim til og örva til dáða við teikningu og aðra listsköpun, sem áreiðanlega hefur síðar reynst gott veganesti. Listfengi má líka glöggt sjá á heimili þeirra hjóna, sem voru allar götur samstiga í að fegra, fægja, pússa og prýða heima fyrir. Helgi hugsaði alla tíð mikið um heils- una, passaði upp á hvað hann lét ofan í sig, stundaði gönguferðir, sund og aðra hreyfingu. Við fórum saman á skíði og meðal annars til Austurríkis. Helga mun hafa þótt lítið koma til kunnáttu minnar í hinni göfugu skíðaíþrótt og tal- ið mig fremur vafasama landkynningu. Hann reyndi því að kenna mér rétt fót- brögð, réttan halla og beitingu stafa. Árangurinn varð þó heldur rýr og um síðir sagði Helgi af hófsemi sinni og um- burðarlyndi „líklega eru skíðaskórnir heldur stórir á þig“. Sjálfur sveif hann niður brekkurnar svo unun var á að horfa, fyrirhafnarlaust, á réttum hraða, danglandi staf til vinstri og svo til hægri, hárréttur halli og spyrnan góð. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka kærum vini ótalmargar skemmtilegar samverustundir. Ég votta aðstandendum Helga mína dýpstu samúð. Jón Óttarr. Mig langar í nokkrum orðum að minnast frænda míns Helga Halls- sonar. Minningarnar eru margar og góðar. Ber þá helst að nefna öll skemmtilegu ferðalögin sem við fór- um í með honum og fjölskyldu hans. Margar myndir eru til úr þessum ferðum og minningarnar frá því að ég var lítil eru aðallega tengdar þeim. Eitt sinn vorum við í Hljóðaklettum og eftir góða máltíð var tekið til við að vaska upp fína plastútilegusettið. Uppþvotturinn fór fram við læk. Sumir þvoðu leirtauið og létu það síð- an fljóta niður lækinn, þar sem hinir veiddu það upp og þurrkuðu. Þegar árin liðu fækkaði í hópnum því stærri börnin í fjölskyldunni nenntu þá ekki lengur að ferðast með okkur. Við vorum því oftast saman ég og foreldrar mínir og Helgi, Rósa og Helgi litli eins og við kölluðum hann þá. Stundum fór amma Lína með. Þetta voru skemmtilegar ferðir. Við fórum t.d. nokkrum sinnum í Mun- aðarnes og dvöldum jafnvel í tvær vikur í senn. Það var ýmislegt brallað og var Helgi frábær í því að hafa ofan af fyrir okkur. Við spiluðum, sungum og lékum okkur saman. Ég man sér- staklega eftir einum leik, þar sem eitt okkar átti að leika götunafn og hinir að geta uppá hvert götunafnið væri. Helgi var snillingur í þessu eins og svo mörgu öðru. Hann hélt mikið upp á götunafnið Helgamagrastræti. Saug hann þá inn kinnarnar til að gera sig enn grennri en hann var fyr- ir. Ég man enn hvað við gátum hlegið. Einu sinni fórum við saman á Vest- firði og gistum í sumarbústað á Ísa- firði. Þar dvöldum við í viku við söng og leik. Einn daginn ætluðum við að fara með ferjunni um Ísafjarðardjúp- ið og Helgi átti að sjá um að vekja okkur hin. Enginn var með vekjara- klukku og GSM-símar voru ekki til í þá daga. Helgi sagði að klukkuleysið væri nú ekki vandamálið, hann hefði eina innbyggða og skyldi sjá um að vekja okkur hin. Sem hann og gerði. Við klæddum okkur og ókum niður á bryggju. Við héldum að við værum á réttum tíma en horfðum á eftir bátn- um sigla úr höfninni. Við höfðum þá klikkað á brottfarartímanum en bát- urinn átti að fara hálfri klukkustund fyrr en við héldum. Við létum það ekki á okkur fá. Vorum eiginlega hálffegin eftirá því að veðrið varð öm- urlegt, rigning og suddi. Síðar frétt- um við að báturinn hefði lent í vand- ræðum vegna veðursins. Við dvöldum sem sagt inni þennan dag og Helgi keypti handa mér og Helga litla myndir til að mála á eftir númerum. Það var honum líkt að koma með ein- hverjar skemmtilegar gjafir þegar enginn átti von á. Hann hafði alla tíð mjög gaman af því að gefa. Við ferðalok og þegar komið var að því að skrifa í gestabækurnar, settist Helgi við gluggann og teiknaði í bók- ina landslagið sem við blasti. Ég var alltaf mjög stolt af því að skrifa nafnið mitt í bækurnar fyrir neðan þessi listaverk. Helgi var mikið snyrtimenni og er mér minnisstætt þegar hann var að þvo bílinn sinn í einni ferðinni. Það fékk engin að fara inn í hreinan bílinn nema að þurrka vel neðan af skónum. Helgi og Rósa áttu fallegt heimili og það var alltaf gott að heimsækja þau. Mér fannst allt flott sem þau áttu, svo ekki sé talað um málverkin sem voru á veggjunum. Þau voru máluð af listmálara heimilisins, hús- bóndanum sjálfum. Helgi var snill- ingur í höndunum. Hann málaði margskonar myndir og eftir því sem barnabörnunum fjölgaði prýddu mál- aðar myndir af þeim einnig veggi heimilisins. Helgi var mjög barngóður. Það einkenndi heimsóknir til hans að börnin voru alltaf í fyrirrúmi. Ég naut þess mjög og börnin mín líka síðar þegar þau kynntust honum. Helgi og Rósa komu oft í heimsókn til okkar á Akureyri. Skemmtilegast þótti mér þegar þau komu um páska til að fara á skíði. Síðasta skiptið sem Helgi var með í þeim ferðum var árið 1989. Þá var ég löngu flutt að heiman en bjó svo stutt frá heimili foreldra minna að ég hélt eiginlega til þar þeg- ar Helgi og fjölskylda komu norður. Það var reyndar lítið farið á skíði þetta skiptið. Það var svo mikil snjó- koma að það var allt lokað í fjallinu. Þau létu það ekki á sig fá og nutu þess að dvelja inni í húsinu sem var nánast hulið snjó. Mér fannst Helgi alltaf flottur maður. Hann var svo duglegur að stunda sundlaugarnar og fór mikið í gönguferðir. Hann var mjög ungleg- ur alla tíð allt þar til hann veiktist. Ég hitti Helga síðast fyrir ári. Þá heim- sótti ég hann á Landakotsspítala með Signýju dóttur hans, sem var fram- úrskarandi dugleg að sinna pabba sínum í veikindum hans. Hann var þá nýlega búinn að fá vistun þar eftir erfið veikindi. Við Signý fórum í stutta gönguferð með Helga. Ég var nýkomin úr hnéspeglun og var því ekkert sérstaklega góð til gangs. Ég taldi þó lítið mál að skreppa út í stutt- an göngutúr með veikum manninum. En Helgi var svo duglegur að ég mátti hafa mig alla við að halda í við hann. Ég spurði hann þá hvort hann væri í kappgöngu og hló hann þá við og ég sá kunnuglegan stríðnisglampa í augum hans. Elsku Rósa, Signý, Helgi, Kalli, Hallur, Þórir og fjölskyldur. Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Frænka þín á Akureyri, Helga. double squeeze“), en um hans per- sónulegu hagi var ég fákunnandi. Ef tveggja manna tal okkar barst inn á þá braut, eyddi hann því óðara og sneri talinu að bridstengdum efnum. Þannig voru okkar kynni, en þau voru góð og skemmtileg og ég sakna vinar míns Þórðar innilega. Aðstandendum hans votta ég sam- úð mína. Guðmundur Páll Arnarson. Kveðja frá Bridgesambandi Íslands Það var haustið 1995 sem einum stjórnarmanni í Bridgesambandi Ís- lands datt það snjallræði í hug að fá Þórð Sigfússon til að safna saman heimildum um íslenskt bridgelíf. Þórður hófst strax handa og liggja eftir hann 24 bækur, samantekt af greinum sem birst hafa í blöðum og tímaritum sl. hálfa öld. Margar ljós- myndir komu einnig í leitirnar og eru þessar heimildir ómetanlegar öllum sem áhuga hafa á bridgesögunni. Auk heimildarsöfnunar sinnti Þórður afleysingum á skrifstofu Bridgesambandsins og létti undir á álagstímum. Alla þessa vinnu innti hann af hendi af mikilli nákvæmni, næstum ástríðu og verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Að leiðarlokum þakka ég Þórði góða samfylgd og sendi fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Stefanía Skarphéðinsdóttir, framkvæmdastjóri BSÍ. Þegar ég frétti lát Þórðar kom það mér mjög í opna skjöldu en ég hafði sunnudeginum áður farið með honum að Elliðavatni og í Heiðmörk og kom- um við niður hjá Vífilsstöðum og fengum okkur hressingu á veitinga- húsi í Garðabæ. Skildi ég síðan við hann í Reykjavík, hressan eftir ferð- ina. Ég kynntist Þórði fyrst á mennta- skólaárunum í Reykjavík þar sem við vorum báðir nemendur í gamla skól- anum við Lækjargötu, þeirri forn- frægu stofnum, þar sem hann var nemandi í stærðfræðideild en ég í máladeild. Hann var þá og síðar áhugamaður um skák. Tefldum við á skákmótum skólans en um þær mundir var þar mikill skákáhugi. Þegar ég kom í skólann var hann í 5. bekk og einn af betri skákmönnum skólans. Þótti það nokkrum tíðindum sæta þegar ég vann báðar skákirnar við hann á hraðskákmóti skólans. Þórður var eins og kunnugt er einnig góður bridsmaður. Hann hafði þar að auki góða stærð- fræðigáfu sem kom honum vel í störf- um hans við mælingar o. fl. Þórður var virkur framsóknar- maður og studdi flokkinn vel og dyggilega, m. a. með söfnun meðmæl- enda fyrir framboð til kosninga. Hann hafði áhuga á landi og sögu og kunni frá ýmsu að segja. Eftir að menntaskólanum lauk hittumst við Þórður öðru hverju, m. a. vegna sam- eiginlegs áhuga á skákinni en í seinni tíð einkum vegna þess að við fórum stundum um helgar í ferðir um ná- grenni Reykjavíkur. Eru mér minn- isstæðar ferðir með honum til Grindavíkur, Keflavíkur og að Reykjanesvita í sumar. Í Keflavík sáum við m. a. gamlan nýuppgerðan GMC stríðsáratrukk sem Þórði þótti gaman að setjast undir stýri á og minnast þess þegar hann var öku- maður slíks tækis í gamla daga. Að leiðarlokum vil ég þakka Þórði samfylgdina sem ætíð var góð. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Megi hann hvíla í friði. Þorsteinn Skúlason. Það er dálítið sér- kennileg tilfinning sem grípur mann, þegar maður er kom- inn á þann aldur, að samstarfsfélagarnir fara hver af öðrum að hverfa yfir móðuna miklu. Slíka tilfinningu fékk ég fyrir nokkrum dögum þegar ég kom inn á skrifstofu Félags bóka- gerðarmanna og mér var sagt frá láti Guðrúnar G. Guðnadóttur bók- bindara. Við Guðrún störfuðum lengi saman að félagsmálum, fyrst í Bókbindarafélagi Íslands og síð- an í fyrstu stjórn Félags bóka- gerðarmanna. Guðrún byrjaði að vinna við bók- band á Bókbandsstofu Þorvaldar Sigurðssonar á Leifsgötu 4 á lýð- veldisárinu 1944. Síðan vann hún hjá bókbandsstofunni Arnarfelli í 45 ár og áfram hjá þeim fyrirtækj- um sem sameinuðust þeirri bók- bandsstofu. Hennar starfsvett- vangur var því bókbandið alla tíð eða samfleytt yfir hálfa öld. Það þætti mörgum nóg ævistarf að hafa unnið svo lengi í sinni iðn- grein. En Guðrún hafði ýmislegt annað á prjónunum. Hún hafði líka GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR ✝ Guðrún GíslínaGuðnadóttir fæddist á Hellissandi 30. janúar 1930. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 10. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 18. nóv- ember. fyrir heimili að sjá. Hún giftist Gunnlaugi Jónssyni vegaeftirlits- manni og saman áttu þau gott og notalegt heimili við Sogaveg- inn í Reykjavík, þar sem þau bjuggu lengst af. Guðrún og Gunnlaugur eignuðust fjögur börn og meðan þau voru lítil hætti Guðrún að vinna við bókbandið á daginn í ein átta ár. Þráðurinn slitnaði þó aldrei því hún vann alltaf á kvöldin þegar mikið var að gera. Á þessum árum varð gjörbylting í bókaútgáfu og bókagerðarmenn unnu stundum myrkranna á milli. Þrátt fyrir þetta var Guðrún mjög virk í starfi fyrir sitt stéttarfélag og þar lágu leiðir okkar fyrst sam- an í Bókbindarafélagi Íslands um og eftir 1970. Þar var hún formað- ur Kvennadeildar frá 1974 til 1980 og sat sem slík í stjórn félagsins. Í kvennadeildinni voru ófaglærðar konur. Fyrir hennar tilstilli var efnt til funda um kvenréttindabar- áttu og önnur þjóðfélagsmál og áhugi kvennanna glæddist mjög, en þær voru í meirihluta í Bók- bindarafélaginu á þessum árum. Guðrún var greind kona og hafði ríka réttlætiskennd. Hún var fylgin sér og hafði ákveðnar skoð- anir. Þetta kom vel fram í þeim mörgu og oft hörðu vinnudeilum sem við háðum. Það var því mjög gott að starfa með henni. – Eftir að farið var að kenna verklega hluta bókbandsins í Iðnskólanum í Reykjavík fór Guðrún í það nám og tók sveinspróf 1977. Hún var því í þeim hópi kvenna sem fyrstar luku sveinsprófi í greininni. Guð- rún var mjög vinsæl í sínum hópi og það sannaðist þegar Félag bókagerðarmanna var stofnað 1980. Þá bauð hún sig fram til stjórnar í hinu nýja sameinaða fé- lagi bókagerðarmanna. Þar hlaut hún góða kosningu, annar af tveim fulltrúum bókbindara í nýrri sjö manna stjórn. Við störfuðum sam- an í stjórninni á fimmta ár og síð- an lengur í trúnaðarráði félagsins til ársins 2000. Það var ánægjulegt samstarf og fyrir hönd bókagerð- armanna þakka ég henni fyrir góð og gæfurík störf í þágu félags okk- ar. Blessuð sé minning þín Guðrún. Við hjónin sendum fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Svanur Jóhannesson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.