Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hfj. Sími : 565-2566 Engl a s te ina r Ástkær föðurbróðir okkar, DIÐRIK JÓNSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. nóvember. Gíslína Vigdís Guðnadóttir, Óskar Guðnason. Maðurinn minn, LÁRUS BJÖRNSSON frá Ósi, Höfðagrund 27, Akranesi, er látinn. Júlíana Guðmundsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SIGURÐSSON gullsmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðjudaginn 18. nóvember. Halldór Viðar Hafsteinsson, Erla Engilbertsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Jan Dirk Elstermann, barnabörn og langafabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina ✝ Olga Sólveig Að-albjörg Sigurð- ardóttir fæddist í Hnífsdal 3. júní 1913. Hún lést á Grund 12. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elísabet Jónsdóttir, f. 15.3. 1881, d. 1.5. 1930, og Sigurður Guðmundsson, f. 9.7. 1874, d. 4.10. 1955. Systkini Olgu eru Kristján Guð- mundur, f. 1907, d. 1909, Kristján Guð- mundur, f. 1910, d. 2003, Sigríður Hanna, f. 1910, d. 1938, Jón Þor- leifur, f. 1912, d. 1999, Kristjana, f. 1915, Herdís Þóra, f. 1916, d. 1992, Elísabet Sigríður, f. 1918, d. 17.1. 1947, var gift Hlöðveri Jó- hannssyni, f. 2.4. 1944, þau eiga fimm syni: Gunnlaug, látinn, Jó- hann Helga, Kristján Þór, Heimi Frey, látinn og Gunnlaug. Elísa- bet Þóra er gift Reyni Heide, f. 28.6. 1952, hann á þrjú börn. c) Málfríður, f. 18.4. 1950, gift Sig- mari Holbergssyni, f. 19.8. 1947, þau eiga fjögur börn: Kristin, dreng, látinn, Lindu Björk og Guðríði Rakel. Langömmubörnin eru tuttugu. Olga og Gunnlaugur bjuggu fyrst í Hnífsdal en fluttu til Siglu- fjarðar 1948. Þau fluttu til Reykjavíkur 1964 og þar starfaði Gunnlaugur fyrst við skreiðarmat og var síðan starfsmaður Alþing- is. Auk húsmóðurstarfa vann Olga mikið að hannyrðum og kjólasaum ásamt kirkju- og fé- lagsmálum og er heiðursfélagi í Kvenfélagi Hallgrímskirkju. Hún bjó síðustu 20 árin á Grund. Útför Olgu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sama ár, Arnór, f. 1920, Bjarni, f. 1921, og Friðrik Tómas, f. 1922. Olga giftist 27. september 1940 Gunnlaugi Jóhannes- syni frá Hlíð í Álfta- firði, f. 24. des. 1917, d. 3. sept. 1980. For- eldrar hans voru Ein- ar Jóhannes Gunn- laugsson og Málfríður Sigríður Sigurðar- dóttur. Dætur þeirra Olgu og Gunnlaugs eru: a) Guðmunda Sigríður, f. 17.6. 1943, gift Mar- inó Friðjónssyni, f. 15.9. 1933, þau eiga fjögur börn, Olgu Sig- ríði, Friðjón Albert, Gunnlaug og Rúnar Örn. b) Elísabet Þóra, f. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Elsku mamma mín. Það er erfitt að setja bara nokk- ur orð á blað um þig, þessa stór- brotnu konu sem þú varst. Það sem uppúr stendur er það sem þið pabbi kennduð okkur systrum svo vel, um gildi fjölskyldunnar og að þekkja rætur sínar. Að fá að upp- lifa það sem barn á Siglufirði, að vera í þeim stóra fjölskylduarmi, sem við vorum, aðkomufólk að vestan eins og gjarnan var sagt. Ótrúlega samhent frændfólk, al- veg ómetanlegt. Guðstrúin, kirkjan og fullvissa þín að látnir ástvinir lifa, hefur yljað mér um hjartaræt- ur síðastliðnu daga. Þegar ég hugsa um það að litli ömmustrák- urinn minn, Victor Páll, hafi lagt sína litlu hendi í þreyttan lófa langömmu og leitt hana í kærleiks- ljósið. Því þú hvarfst á braut á út- farardegi hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Takk fyrir allt, mamma mín, og Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Elísabet Þóra. Amma dreki. Nú ert þú loks frjáls ferða þinna, getur hlaupið, hoppað og dansað innan um allan þann fjölda ástvina, sem eflaust biðu þín með tilhlökkun hinum megin. Amma, þú varst einstakur persónuleiki, eins og við ömmubörnin upplifðum og okkar á milli varst þú kölluð amma dreki. Það mátti aldrei segja þér allt sem á gekk í fjöl- skyldunni. Þú sagðir líka stundum hvað þú værir heppin, að eiga svona einstaka stórfjölskyldu, þar sem enginn í henni reykti né drykki! Ég trúi því hins vegar að þetta hafi verið dulinn húmor hjá þér, til þess að standa undir ömmu dreka nafninu. Við náðum mjög vel sam- an í húmornum og ég hafði ein- staklega gaman af því að reyna að ganga fram af þér með spurning- um og uppátækjum. Eins og t.d þegar þú komst í ferminguna (í fyrra) hjá Elísabetu dóttur minni. Veislan var á annarri hæð og það urðu smá vangaveltur um það hverjir ættu að hjálpa þér upp, en þú varst orðin fótalúin. Ég kom þá til þín ósköp alvörugefinn og sagði þér að klifra upp á bakið á mér, svo ég gæti borið þig upp. Amma, þú áttir langa og farsæla ævi, varst ákaflega mikil listakona og hannyrðameistari, afkastamikil með fádæmum og frjó í hugsun. Þú tileinkaðir starfsorku þína, sjálfboðavinnu í þágu kirkjunnar og góðra málefnum. Ég veit að þú varst farin að bíða eftir því að fá að hitta Gulla afa, systkini þín, for- eldra og vini, en að þú skulir hafa tekið upp á því að kveðja á útfar- ardegi Victors Páls, sonar míns, gefur mér huggun í sorginni því ég veit að amma passar upp á lang- ömmustrákinn sinn og leiðir hans litlu hönd inn í ljósið. Mamma, Fríða og Mumma, ykk- ar börn, makar og fjölskyldur, ásamt öllum þeim sem sakna ömmu, Guð veri með ykkur, Jóhann Helgi Hlöðversson og fjölskylda. Elsku amma mín. Það er skrýtið að hugsa til þess að hafa þig ekki lengur hér. Þó maður hafi vitað að hverju stefndi og þú orðin 90 ára, þá varstu svo stór þáttur í tilveru minni frá því að ég man eftir mér. Þú varst allt- af svo flott og smekkleg og þið afi voruð stórglæsileg hjón. Þú hafðir eiginlega töfrahendur, því það var alveg sama hvað þú gerðir, það lék allt í höndunum á þér og það var alltaf hægt að biðja þig að hjálpa sér með handavinnu. Rithönd þín var líka svo falleg og þú hafðir þann vana að merkja allar bækur okkar systkinanna bæði með nafni eiganda og gef- anda. Eftir þig liggja allskyns glæsi- legar hannyrðir, föndur og lista- verk sem við barnabörnin og svo langömmubörnin nutum góðs af og þú passaðir alltaf upp á að allir fengju eitthvað. Ég og börnin mín eigum marga fallega muni eftir þig sem við ætlum að passa vel uppá. Þú varst líka svo trúuð og kirkju- rækin og talaðir oft um að þú þakkaðir Guði fyrir hvað þú værir rík að eiga svona marga afkom- endur. Þú sagðir mér svo margt frá því þegar þú varst að alast upp í Ysta húsinu í Hnífsdal í stórum systk- inahópi og hvað þú upplifðir mikl- ar breytingar á lífsháttum á þinni löngu ævi. Ég kveð þig elsku amma mín með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, með einni af bænunum sem þú kenndir mér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Þín nafna Olga. Elsku Olga amma og langamma okkar ástkæra. Við kveðjum þig nú í táradal barnabarns þíns, sem þig snerti svo heitt. Dánardagur þinn einkennir og lýsir upp fal- legan og trúarlegan hug þinn. Þú leiðir hann inn í ljósið bjarta. Yndislega amma, þú skilur eftir svo hlýjar og skemmtilegar minn- ingar sem lifa í hjarta okkar og í fallegum handverkum þínum. Þú baðst bænir í allar gjafirnar til stóra barnahópsins þíns, 20 barna- barna. Gylltu englana tuttugu gerðirðu handa þeim með trúna og kærleikann í hjarta þótt líkaminn hefði vart þrek í það. Með þína sterku trú, stóra hjarta og miklu kímni brostirðu til okkar í gegnum lífsþrautir þínar, sem margar voru erfiðar. Gleðin, hversu beinskeytt þú varst og glettnin í einstakri frá- sagnarlist þinni er okkur mjög minnisstæð. Við áttum saman góðar stundir og einna minnisstæðust er friðsælt aðfangadagskvöld sem við fjöl- skyldan áttum saman með þér 1999 hjá Betu ömmu og Reyni afa. Þú táraðist af gleði þegar barna- börn þín lásu kortin fyrir þig, með fallegum Guðsorðum til þín, sem snart þig mikið og gaf þér lífs- kraft. Óliver Adam á sínar góðu minn- ingar um þig, þú varst honum svo kær og hann þér, eins og hann segir sjálfur, Olga langamma var svo góð og falleg. Glæsileg varstu ávallt og þannig leyfum við þér að kveðja okkur líka, með fallegt skart um hálsinn, barmnælu og eyrnalokka. Við vitum að Gunn- laugur afi og langafi tekur þig nú í faðm sér í Guðsríki. Megi algóður Guð og englar himinsins leiða þig inn í ljósið bjarta og gefa þér frið. Elsku amma Beta, Mumma og Fríða, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. OLGA SIGURÐARDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.