Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 43 Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Org- anisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur fjallar um sorg og trú. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar frá kl. 10–12. Vinafundir frá kl. 13–15. Landspítali - háskólasjúkrahús. Arnar- holt: Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Sig- urbjörn Þorkelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Alfafundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pét- ursdóttir og með henni hópur sjálfboða- liða, sem langar að kynna gestum sínum grundvallaratriði kristinnar trúar. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16.00. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, org- anisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ-unglingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17.00. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Fé- lagsstarf aldraðra laugardaginn 22. nóv- ember kl. 14.00. Stutt ferð í næsta ná- grenni. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprest- ur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Fimmtudaginn 30. okt. hófst fjögurra kvölda námskeið í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20 „Um efri árin“. Sr. Svavar Stefánsson fjallar um þær breytingar sem fylgja því að eldast. Allir velkomnir án endurgjalds. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakk- ar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Fyrstu árin. Í dag kl. 17.30 heldur sr. Ingþór Indriðason Ísfeld fræðsluerindi um Post- ulasöguna í safnaðarheimilinu Borgum. Fyrirspurnir og umræður að erindi loknu. Allir velkomnir. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í Salaskóla. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynn- ingar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Óháði söfnuðurinn: Tólf sporin – andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: kl. 15.10-–15.50 8.A. í Holtaskóla, kl. 15.55–16.35 8.B í Holta- skóla. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00 Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Eftir viku mun Kristín Sigurðard. nuddari fræða foreldra um ungbarnanudd. Allir velkomnir. Kl. 18.00 Kóræfing hjá Litlum lærisvein- um. Aukaæfing. Kl. 20.00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið myndaðir og hefur þeim verið lokað. Umsjónarfólk. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund- ina. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Kirkjustarf Kvöldvaka í Seljakirkju KVÖLDVAKA KSS og SELA í Seljakirkju. Föstudagskvöldið 21. nóvember kl. 20 verður haldin kvöldvaka í umsjá KSS (Kristileg skólasamtök) og SELA (Æsku- lýðsfélag Seljakirkju). Hljóm- sveitin Óbadía spilar og leiðir við- stadda í söng. Kári í Sautján flytur vitnisburð. KSS sýnir gjörning. Veitingar í boði eftir kvöldvöku. Verið hjartanlega velkomin og njótum samfélags við Guð og menn. Unglingamóti í Vatnaskógi DAGANA 21.-23. nóvember gengst Krossinn fyrir unglinga- móti í Vatnaskógi. Gestir mótsins eru frá Bandaríkjunum. Þar eru fremstir í flokki þungavigt- arpredikarinn Kevin White sem oft hefur sótt Ísland heim og fyrrverandi æðsti prestur í djöflakirkju. Samkoma á laug- ardagskvöldinu í Vatnaskógi er öllum opin. Kevin White mun ásamt félögum sínum þjóna á samkomu í Krossinum sunnudag- inn 23. nóvember kl. 16.30. Eldri borgarar í Glerárkirkju. Samvera eldri borgara í kirkj- unni kl 15.00. Kaffiveitingar og spjall. Sr. Magnús G. Gunnarsson þenur harmonikkuna. Söngur, upplestur, ljóð og frásagnir. Barnakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Sr. Arnaldur Bárðarson leiðir bænastund. Kyrrðarstund í Hallgríms- kirkju Hefur þú uppgötvað ríki- dæmi þess að ganga í kirkju á miðjum vinnudegi? Í erlinum er það huga, líkama og ekki síst þín- um innra manni hollt að staldra við. Í hádegi á öllum fimmtudög- um er boðið til kyrrðarstundar í Hallgrímskirkju. Með tónlist og hugleiðingu er íhugað og síðan er hægt að kaupa næringu að kyrrð- arstund lokinni. Fimmtudaginn 20. nóvember leikur Björn Stein- ar Sólbergsson á orgel og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur íhug- un. Allir velkomnir - nóg pláss! Stoð og Styrking og Spilakvöld aldraðra og öryrkja YTRI-Njarðvíkurkirkja, Stoð og Styrking, fundur fimmtudaginn 20. nóvember kl.17. 30. Kaffi á könnunni og eru allir velkomnir. Spilakvöld aldraðra og örykja fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20. í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgi- stund að spilum loknum. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. KASPAROV stefndi beinustu leið á jafntefli í fjórðu og síðustu einvígisskákinni gegn X3D Fritz í New York. Hann stýrði svörtu mönnunum og beitti mótteknu drottningarbragði. Skákin var í jafnvægi allan tímann og það reyndist auðvelt fyrir skákskýr- endur að spá um leiki beggja keppenda. Lokin urðu þessi: Svarta drottningin er í uppnámi, en Kasparov þarf ekki að hafa áhyggjur af því: 24...Hfxf2 25.Hxf2 – Sumir áhorfendur töldu í fyrstu að tölv- an hefði misst af máti með 25. Dd8+, en svartur verst einfald- lega með 25...Hf8 með fráskák og eftir 26. Kh1 kemur 26...Haf2 og jafnteflið verður ekki umflúið. Hins vegar má hvítur alls ekki taka svörtu drottninguna: 25.Dxc5?? Hxg2+ 26.Kh1 Hxh2+ 27.Kg1 Hag2 mát! 25...Dxf2+ 26.Kh1 h6 27.Dd8+ Kh7 og jafntefli var samið. Þar með lauk enn einu einvígi manns og skákforrits með jafntefli. X3D Technologies fyrirtækið hefur áður staðið fyrir einvígi milli Kasparovs og Junior skákforrits- ins og svo á milli erkifjendanna Karpovs og Kasparovs þar sem Karpov sigraði. Góð byrjun hjá Ingvari á HM öldunga Ingvar Ásmundsson byrjaði vel á heimsmeistaramóti öldunga sem hófst á mánudaginn í Bad Zwischenahn í Þýsklandi. Í fyrstu umferð lagði Ingvar þýska skákmanninn Roubik Adibekian (1.941) og í annarri umferð sigraði hann pólska skákmanninn Stanisl Szczepaniec (2072). Ingvar er 22. stiga- hæsti keppandi móts- ins en meðal kepp- enda eru margir þekktir skákmenn. Atskákmót Hellis Sigurður Daði Sig- fússon (2.215) hefur fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir á atskákmóti Hellis sem hófst á mánudag. Í 2.-3. sæti, með 3 vinninga, eru Björn Þorfinnsson (2.260), Gunnar Björnsson (1.995) og Sigurður Ingason (1.740). Mótinu lýkur mánudaginn 24. nóvember með þremur síðustu umferðunum. Arnar og Atli Freyr efstir á unglingameistaramóti Hellis Eftir fyrri hluta unglingameist- aramóts Hellis eru Arnar Sigurðs- son og Atli Freyr Kristjánsson efstir og jafnir með fjóra vinninga í fjórum skákum. Þeir mætast í fimmtu umferð og hefur Atli hvítt í þeirri viðureign. Mótinu verður fram haldið fimmtudaginn 20. nóv- ember nk. og hefst taflið kl. 16:30. Þá verða tefldar síðustu þrjár um- ferðirnar. Staða efstu manna eftir fjórar umferðir: 1.-2. Arnar Sigurðsson, Atli Freyr Kristjánsson 4 v. 3.-6. Gylfi Davíðsson, Helgi Brynjarsson, Elías Kristinn Karls- son, Hörður Aron Hauksson 3 v. 7. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir 2½ v. o.s.frv. Skákþing Garðabæjar 2003 Skákþing Garðabæjar 2003 verð- ur haldið dagana 24. nóvember til 11. desember. Tefldar verða 7 um- ferðir eftir Garðabæjar-Monrad (Svissneskt kerfi í fyrstu og annarri umferð) með FIDE- tímamörkum, þ.e. umhugsunartím- inn verður 90 mínútur auk þess sem 30 sek- úndur bætast við eftir hvern leik. Mótið verður reiknað bæði til ís- lenskra og FIDE-stiga. Titilinn Skákmeistari Garða- bæjar hlýtur sá félagi í Taflfélagi Garðabæjar sem bestum árangri nær á mótinu. Verðlaun: 1. kr. 10.000, 2. kr. 7.000, 3. kr. 5.000. Einnig verða 5.000 króna verðlaun fyrir bestan árangur undir 2.100 stigum og undir 1.800 stigum. Hver þátttakandi getur einungis hlotið ein verðlaun. Sérverðlaun eru fyrir unglinga 15 ára og yngri. Þátttökugjald er kr. 2.000, en kr. 1.000 fyrir 17 ára og yngri. Fé- lagsmenn TG greiða kr. 1.000, en félagsmenn TG 17 ára og yngri fá frítt í mótið. Dagskrá mótsins: 1. umf. Mánud. 24. nóv kl. 19. 2. umf. Fimmtud. 27. nóv kl. 19. 3. umf. Mánud. 1. des. kl. 19. 4. umf. Fimmtud. 4. des kl. 19. 5. umf. Sunnud. 7. des kl. 16. 6. umf. Mánud. 8. des kl. 19. 7. umf. Fimmtud. 11. des. kl. 19. Teflt verður í Garðabergi sem er félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ (Garðatorgi 7). Kaffi á könnunni. Tekið er á móti skrán- ingum og fyrirspurnum í síma 861 9656 eða með tölvupósti á pall- @vks.is eða á tgchess@yahoo.com. Áríðandi er að þátttakendur til- kynni sig sem fyrst því hámarks- fjöldi í mótið er aðeins 28 skák- menn. Hægt verður að fylgjast með upplýsingum um mótið á heima- síðu Taflfélags Garðabæjar, www.geocities.com/tgchess. Unglingasveitakeppni taflfélaga Unglingasveitakeppni taflfélaga (fædd 1990 og síðar) sem fram fer 29. nóvember en alls eru 14 lið skráð til leiks frá 6 taflfélögum. Það er Taflfélag Garðabæjar sem stendur fyrir mótshaldinu. Teflt verður í Faxafeni 12. Skráð lið eru: Skákfélag Akureyrar 1 lið Taflfélag Vestmannaeyja 1 lið Taflfélag Garðabæjar 2 lið Taflfélag Reykjavíkur 4 lið Taflfélagið Hellir 3 lið Skákdeild Hauka 3 lið Einvígi Kasparovs og Fritz lauk með jafntefli SKÁK New York KASPAROV - FRITZ 11.–18. nóv. 2003 dadi@vks.is Gary Kasparov MINNINGAR andi að fá að vera í sveit hjá ykkur Unni á Kambi og er það yndisleg reynsla sem ég mun alltaf búa að og þakka fyrir að hafa notið. Þar var áberandi sú virðing, tryggð og vinátta sem þið sýnduð hvort öðru og öllum þeim sem þið umgengust. Einnig hjálpsemin þar sem þú varst alltaf tilbúinn að að- stoða hvern sem þurfti á því að halda. Þú varst endalaus uppspretta af fróðleik og gleði og þar fékk ég að heyra ófáar sögurnar og lærði margar vísur og lög því það leið aldrei langur tími á milli þess að þú fórst með einhver kvæði eða rímur eða söngst eitthvert lagið. Ekki breyttist það neitt seinni ár eftir að við fórum að koma við með börnin. Hún var yndisleg síðasta stund- in sem við Konný áttum með þér í sumar, þegar þú kvaðst fyrir okk- ur rímur og við sungum saman.En nú ert þú örugglega farinn að kveða og syngja á æðri stöðum. Ég vil senda Unni og fjölskyldu samúðarkveðjur með þakklæti fyr- ir allt. Heiðar. að þú vakir yfir okkur núna og þú bíður eftir okkur hjá Guði. Ég elska þig og ég skal hugsa vel um ömmu fyrir þig. Bless, elsku besti afi í heimi. Guð blessi þig, þinn Guðmundur Gestur. Elsku afi minn, þú varst svo ánægður þegar ég sagði þér að ég væri búinn að fá vinnu í Bónus á Egilsstöðum. Þér fannst ekki rétt að ég gæti ekki fengið vinnu á Reyðarfirði, þú trúðir því bara ekki, svo þú hringdir í Byko á Reyðarfirði og talaðir við versl- unarstjórann og svo sagðir þú við mömmu: „Verslunarstjórinn er frændi þinn. Ég ætla að kíkja á hann þegar ég keyri ykkur aust- ur.“ Það var svo gaman þegar þú varst að segja okkur sögur af þér og þegar þú bjóst á Reyðarfirði og af Stríðsárasafninu. Bless, elsku besti afi minn. Ég geymi allar minningar um þig og ég bið Guð og alla englana að passa þig þar til við hittumst á ný og ég skal passa ömmu mjög vel. Bless elsku besti afi, þinn Sveinn Frímann Ágúst. Morgunblaðið/Ingó Daði Örn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.