Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Nesprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. mars 2004. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- prests til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 15. desember 2003. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar: http://www.kirkjan.is/biskupsstofa og á Biskupsstofu. Laus er staða áætlanafulltrúa hjá Suðurlandsskógum Suðurlandsskógar óska eftir að ráða í stöðu áætlunarfulltrúa í skógrækt. Viðkomandi er um leið staðgengill framkvæmdastjóra. Starfið felst í áætlanagerð fyrir Suðurlands- skóga. Starfið er mjög fjölbreytt og krefst sjálfstæðis, faglegra og agaðra vinnubragða og hæfni í mannlegum samskiptum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi lokið prófi í skógfræðum og hafi mikla reynslu af skógræktarstörfum. Góðr- ar kunnáttu er krafist í Arc View umhverfinu. Æskilegt er að viðkomandi sé staðkunnugur á starfssvæði Suðurlandsskóga. Umsækjandi þarf að vera vel talandi á enska tungu og að minnsta kosti á eitt Norðurlandamál. Umsóknir sendist til Suðurlandsskóga, Austur- vegi 1, 800 Selfossi, fyrir 10 desember nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri Suðurlands- skóga í síma 480 1800. Sölufólk á öllum aldri Viljum ráða sölufólk í dag- og kvöldverkefni. Spennandi verkefni, föst laun plús bónus. Aðstoð, leiðbeiningar og góður starfsandi. Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli kl. 13 og 15 alla virka daga. BM-ráðgjöf er upplýsingafyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu í markaðs-, upplýsinga- og innheimtumálum. Markmið fyrirtæk- isins er að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök við að ná settu marki í upplýsinga-, markaðs- og innheimtustarfi. Með sér- þjálfuðu starfsfólki og öflugum tæknibúnaði beitum við hnit- miðuðum vinnubrögðum til að auka gæði þjónustu og auka árangurinn af innheimtu- og markaðsstarfi viðskiptavinarins. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, Reykjavík, sími 590 8000, netfang tor@bm.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember nk. á Grand Hóteli, Reykjavík, og hefst kl. 20:00. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Lögfræðingafélags Íslands. Flugöryggisfundur Fimmtud. 20. nóvember 2003, Hótel Loftleiðum kl. 20.00. Farið yfir flugatvik og flugóhöpp síðustu tólf mánuði. Þormóður Þormóðsson og Þorkell Ágústs- son rannsóknarstjórar RNF. Einkaflugmenn skýra frá reynslu sinni af flugatvikum. Kynning á European Aviation Saftey Agney (EASA) sem er nýtekin til starfa. Framtíðarstaða Íslands gagn- vart hinni nýju samevrópsku flug- öryggisstofnun, umskiptin frá JAA- umhverfinu og áhrif reglugerða á framtíð grasrótarflugsins. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flug- öryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands. Starfsemi og framtíðarsýn Flugfélags- ins Bláfugls og tækifæri í fraktflugi. Þórarinn Kjartansson, forstjóri Bláfugls. Flugbíó: Dambusters Sextíu ár eru nú liðin frá einni hættuleg- ustu, leynilegustu, snjöllustu og söguleg- ustu árásarferð síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Frábær heimildarmynd um árás breska flughersins á stíflur raforkuvera í Ruhr- dalnum, hjarta þýska hergagnaiðnaðarins, í því skyni að stöðva hann í eitt skipti fyrir öll. Flughernum var ætlað að nota nýja sprengjutegund, skoppsprengjur, er gátu fleytt kerlingar á vatnsyfirborðinu að við- kvæmustu punktum stíflumannvirkjanna. Þær voru sérhannaðar með það fyrir aug- um að varpa þeim úr nákvæmlega 60 feta hæð og auðvitað varð það að gerast um nótt við dúndrandi loftvarnarskothríð. Átján Avro Lancaster-sprengjuflugvélar lögðu upp í leiðangurinn og átta þeirra áttu ekki afturkvæmt. Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðs. Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar. Allt áhugafólk um flugmál velkomið FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS, Öryggisnefnd FÍA, Flugbjörgunarsveitin, Flugmálastjórn Íslands, Rannsóknarnefnd flugslysa. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Makamissir Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 20. nóvember kl. 20-22. Umfjöllunarefni: Makamissir. Fyrirlesari Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur. Allir velkomnir. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu sýslumannsins á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, Sauðár- króki, sem hér segir: Eyjaberg SK-130, skrnr. 163, þingl. eig. þrb. Bæjarfells ehf., Margrét María Sigurðardóttir hdl., skiptastjóri, gerðarbeiðendur Margrét María Sigurðardóttir hdl. og Þróunarsjóður sjávarútvegsins, fimmtu- daginn 27. nóvember 2003, kl. 13.30. Signý SK-64, skrnr. 7379, þingl. eig. Hafsteinn Oddsson, gerðarbeið- andi er Byggðastofnun, fimmtudaginn 27. nóvember 2003, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 19. nóvember 2003. Ríkarður Másson. Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 27. nóvember 2003 kl. 14.00 á neðangreindum eignum: Klausturbrekka, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Steins Leós Sigurðssonar. Gerðarbeiðendur eru Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Eik sf. Þormóðsholt, land, Akrahreppi, þingl. eign Sævars Þrastar Tómas- sonar. Gerðarbeiðendur eru Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Öldustígur 7, e.h. og bílskúr, Sauðárkróki, þingl. eign Jóns B. Sig- valdasonar og Guðríðar Stefánsdóttur. Gerðarbeiðendur eru Iðunn ehf. bókaútgáfa og Vátryggingafélag Íslands hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 19. nóvember 2003. FÉLAGSLÍF Fimmtudagur 20. nóv. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Heiðar Guðnason. Föstudagur 21. nóv. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 24. nóv. 2003 Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 25. nóv. 2003 UNGSAM kl. 19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is I.O.O.F. 5  18411208  E.T.2 Landsst. 6003112019 VII Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Majór Inger Dahl stjórnar. Eirný Ásgeirsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 11  18411208½  E.T.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.