Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 47 Sögufélagið í Fischersundi kl.20:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur heldur erindi á sameiginlegum fundi Sagnfræð- ingafélags Ís- lands og Sögu- félags og nefnist erindið „Það vinnur aldrei neinn sitt dauða- stríð“. Barátta Breta fyrir þröngri landhelgi 1948-64“. Það byggist á doktorsritgerð Guðna, „Troubled Waters. Cod War, Fishing Disput- es, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948- 64“, sem hann mun verja við Uni- versity of London í desember. Fundurinn er öllum opinn. Iðnó v. Tjörnina kl. 20 Lesið verður úr nýjum skáldsögum: Gyrðir Elíasson úr skáldsögu sinni Hótelsumar, Guðmundur Stein- grímsson les úr fyrstu bók sinni, Áhrif mín á mannkynssöguna, Guð- mundur Andri Thorsson les úr ný- útkominni skáldsögu sinni Náð- arkraftur, Úlfar Þormóðsson les úr skáldsögu sinni um Tyrkjaránið, Hrapandi jörð, og Ævar Örn Jós- epsson les úr sakamálasögu sinni Svartir Englar. Að auki les Hjalti Rögnvaldsson úr skáldævisögu Bjarna Bjarnasonar Andlit. Skipulagsfræðingafélag Íslands boðar til opins fræðslufundar í stofu 101 í Lögbergi H.Í. í kvöld kl. 20.15. Smári Johnsen flytur er- indið „Jaðarsvæði endurhugsað - Á mörkum miðborgar og hafnar í Reykjavík“. Smári lauk MSc Archi- tecture - Urbanism gráðu frá Delft University of Technology í Hol- landi árið 2003. Hrund Skarphéðinsdóttir flytur er- indið „Ólíkar leiðir í byggð- arskipulagi“. Hrund lauk MSc Engineering - Regional planning gráðu frá Kungliga Tekniska Hög- skolan í Stokkhólmi árið 2003. Námsgagnastofnun og Skóla- vörubúðin halda upp á dag ís- lenskrar tungu í dag, fimmtudg- inn 20. nóvember kl. 15–17 í húsakynnum búðarinnar á Smiðju- vegi 5 í Kópavogi. Sylvía Guð- mundsdóttir og Ingólfur Steinsson ritstjórar við Námsgagnastofnun kynna nýtt efni fyrir yngsta, mið- og unglingastig í íslensku. Börn úr fjórða bekk í Smáraskóla lesa úr jólabókinni Raggi litli og tröll- konan og börn úr sjöunda bekk Lindaskóla lesa úr jólabókinni Krummi segir sögur. Ingólfur Steinsson spila á gítar og krakk- arnir syngja. Einnig verður sýnt nýja lestrarforritið Glói á Lestr- areyju. Reynsla sænsku lögreglunnar af vændislögunum Thomas Ekman yfirmaður teymisins sem sér um vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gautaborg verður gestur kvennahreyfingarinnar á Grandhótel við Sigtún kl. 12–14 í dag, fimmtudaginn 20. nóvember. Ekman hefur ferðast víða og sagt frá sænsku leiðinni og hvernig sænsku lögin um vændi hafa virk- að í starfi hans. Þau samtök sem standa að fund- inum eru eftirfarandi: Briet félag ungra feminista, Feministafélagið, Kvenfélagasambandið, Kvenna- athvarfið, Kvennakirkjan, Kvenna- ráðgjöfin, Kvenréttindafélagið, Landssamband framsóknarkvenna, Neyðarmóttaka gegn nauðgunum, Stígamot, TÍmaritið Vera, Unifem á Íslandi, Félag kvenna í lækna- stétt og V-dagssamtökin. Vatnsdagur hjá Umhverf- isstofnun Í dag, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 14–17 verður opið hús hjá Umhverfisstofnun á Suður- landsbraut 24, í tilefni af ári vatns- ins. Boðið verður upp á fróðleik um vatn og vatnsgæði, fyrirlestra, veggspjöld, myndasýningar o.fl. Erindi halda: Davíð Egilson, Trausti Baldursson, Ingólfur Giss- urarson, Franklín Georgsson og Albert Sigurðsson. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík efnir til lögfræðiþings um samkeppni og samkeppnislög, í dag, fimmtudag kl. 12–12.45 í þingsal 101, HR. Fyrirlesari er Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi og einn stofnenda Frjálshyggjufélagsins. Erindið ber yfirskriftina: Eru samkeppnislög nauðsynleg? Í DAG Guðni Th. Jóhannesson MÁLÞING um erlendar bækur í íslenskum þýðingum verður í stofu 101 í Odda, á morgun, föstudag, kl. 14. Fjallað verður um þýðingar og verk erlendra höfunda í ís- lenskri menningu og verða fyr- irlesarar Friðrik Rafnsson, Jó- hann Páll Valdimarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Hjálm- ar Sveinsson. Hugvísindastofnun, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Þýðingasetur Háskólans stend- ur fyrir málþinginu. Aðgangur er ókeypis. Málþing um þýðingar Friðrik Rafnsson Fríða Björk Ingvarsdóttir Í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um samkomulag Reykjavíkurborgar og heilbrigðis- ráðherra um heimaþjónustu var ranglega sagt að með þeim Þórólfi Árnasyni, Jóni Kristjánssyni og Benedikt Davíðssyni væri á mynd- inni Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur. Þetta var Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Lottódanskeppni Í myndatexta með grein um Lottódanskeppni í blaðinu í gær stóð Már Atlason en rétt er Sigurður Már Atlason. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Hvuttadagar verða í Reiðhöll Gusts, Kópavogi, helgina 22.–23. nóvember. Á Hvuttadögum gefst fólki kostur á að kynna sér ýmsar hundategundir, auk alls sem við- kemur hundum og hundahaldi. Hundaræktendur og eigendur, um 30 tegunda, verða á staðnum með hunda sína. Sýningar verða alla helgina þar sem m.a. hundafimi verður sýnd, fullþjálfaðir lögreglu- og leitarhundar, tískusýning á hundafatnaði, smelluþjálfun o.fl. Á Hvuttadögum verður hægt að sjá hundinn sem sýningarhund, vinnu- hund og fjölskylduhund. Auk þessa munu gæludýraverslanir, hundaþjálfari, dýralæknar, hunda- snyrtar og fleirri kynna þjónustu sína og vörur tengdar hundum og hundahaldi. Báða dagana verður opið kl. 11–17. Veitingaaðstaða verður á efri hæð hússins þar sem hægt verður að fá kaffi og kökur. Nánari upplýs- ingar: http://www.hvuttadagar.net Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur fræðslufund laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ, í félags- heimili FEB undir yfirskriftinni „Varpaðu frá þér vetrarkvíða“. Fyrirlesarar verða: Sigurður Páll Pálsson læknir sem ræðir um þunglyndi meðal aldraðra og Óttar Guðmundsson lækni sem segir frá könnun sinni á geðröskun á sögu- öld samkvæmt gömlum heimildum. Fyrirspurnir verði teknar fyrir eftir óskum. Á NÆSTUNNI HAFIN er sala á jólakortum Neist- ans, styrktarfélagi hjartveikra barna. Kortin eru 15 saman í pakka með um- slögum og kostar pakkinn 1.000 kr. Kortin fást á skrifstofu félagsins og er hægt að panta þau á netfanginu neist- inn@neistinn.is. Jólakortasalan er ein helsta fjáröfl- un Neistans sem hefur það hlutverk að hlúa að hjartveikum börnum, fjöl- skyldum þeirra og aðstandendum. Jólakort Neistans UNESCO hefur gert 20. nóv- ember 2003 að heimspekidegi sín- um og mun Heimspekistofnun Há- skóla Íslands og heimspekiskor bjóða af tilefninu upp á hádeg- isfund um heimspeki þann dag í Árnagarði, stofu 301 kl. 12.05. Þar mun Gunnar Harðarson, dós- ent í heimspeki, spjalla um efnið: „Philosophia á Íslandi. Mynd heimspekinnar í handritinu GkS 1812 4to.“ Í handritinu GkS 1812 4to, sem varðveitt er í Árnasafni, er teikning sem sýnir eins konar skipurit heimspekinnar og und- irgreina hennar ásamt skýringum á latínu. Þessi hluti handritsins er frá 14. öld, en sú mynd af heim- spekinni sem þar er dregin upp á rætur að rekja allt aftur til 9. ald- ar þegar fræðimenn við hirð Karlamagnúsar reyndu að búa sér til heildarsýn úr brota- kenndum leifum hugmyndakerfa fornaldar. Í erindinu verður sú hugmynd um heimspekina sem birtist í handritinu rædd og skýrð. Heimspekidagur UNESCO GRUNUR leikur á um að annar hrútanna sem fluttur var ólöglega til Vestmannaeyja hafi verið með garnaveikismit, en rannsókn stend- ur enn yfir á hrútunum þremur sem fluttir voru frá Eyjum með Herjólfi sl. föstudag. Hrútunum hefur verið slátrað og sýni tekin úr þeim og segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, að grunsemdir hafi vaknað um garnaveikismit í elsta hrútnum. „Þetta þýðir að hvar sem skepnan hefur farið gæti hún hafa skilið eftir smit,“ segir Sigurður. Landið sem hrúturinn var á og húsin sem hann var í geta verið smituð og því þarf að friða landblettinn í ár. Þá þarf að sótthreinsa húsið sem féð var í. Hrútarnir tveir, sem fluttir voru ólöglega til Eyja, komu frá svæði þar sem er tannlos, kýlaveiki og garna- veiki og riðuveiki ekki langt undan á öðru svæði. Næstu skref í málinu eru að hafa samband við sauðfjáreigendur í Vestmannaeyjum fyrir milligöngu sveitarfélagsins og segir Sigurður að skoða þurfi mörk og merki sem not- uð hafa verið. „Þetta hefur verið í ólestri og ekki verið farið eftir reglum. Síðan þarf að skoða hvort eitthvað fleira fé hafi verið flutt úr landi,“ segir Sigurður. Grunsemdir um garnaveikismit Hrútarnir frá Eyjum felldir Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fyrirlestur á Líffræðistofnun Háskóla Íslands verður á morg- un, föstudaginn 21. nóvember kl. 12.20 á Líffræðistofnun Háskólans að Grensásvegi 12 í stofu G–6. Snæbjörn Pálsson segir frá og sýnir myndir frá rannsóknaleið- angri sem hann tók þátt í til norð- austurstrandar Grænlands í októ- ber sl. með norska rannsóknaskipinu Jan Mayen. Á MORGUN mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.