Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 47 Sögufélagið í Fischersundi kl.20:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur heldur erindi á sameiginlegum fundi Sagnfræð- ingafélags Ís- lands og Sögu- félags og nefnist erindið „Það vinnur aldrei neinn sitt dauða- stríð“. Barátta Breta fyrir þröngri landhelgi 1948-64“. Það byggist á doktorsritgerð Guðna, „Troubled Waters. Cod War, Fishing Disput- es, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948- 64“, sem hann mun verja við Uni- versity of London í desember. Fundurinn er öllum opinn. Iðnó v. Tjörnina kl. 20 Lesið verður úr nýjum skáldsögum: Gyrðir Elíasson úr skáldsögu sinni Hótelsumar, Guðmundur Stein- grímsson les úr fyrstu bók sinni, Áhrif mín á mannkynssöguna, Guð- mundur Andri Thorsson les úr ný- útkominni skáldsögu sinni Náð- arkraftur, Úlfar Þormóðsson les úr skáldsögu sinni um Tyrkjaránið, Hrapandi jörð, og Ævar Örn Jós- epsson les úr sakamálasögu sinni Svartir Englar. Að auki les Hjalti Rögnvaldsson úr skáldævisögu Bjarna Bjarnasonar Andlit. Skipulagsfræðingafélag Íslands boðar til opins fræðslufundar í stofu 101 í Lögbergi H.Í. í kvöld kl. 20.15. Smári Johnsen flytur er- indið „Jaðarsvæði endurhugsað - Á mörkum miðborgar og hafnar í Reykjavík“. Smári lauk MSc Archi- tecture - Urbanism gráðu frá Delft University of Technology í Hol- landi árið 2003. Hrund Skarphéðinsdóttir flytur er- indið „Ólíkar leiðir í byggð- arskipulagi“. Hrund lauk MSc Engineering - Regional planning gráðu frá Kungliga Tekniska Hög- skolan í Stokkhólmi árið 2003. Námsgagnastofnun og Skóla- vörubúðin halda upp á dag ís- lenskrar tungu í dag, fimmtudg- inn 20. nóvember kl. 15–17 í húsakynnum búðarinnar á Smiðju- vegi 5 í Kópavogi. Sylvía Guð- mundsdóttir og Ingólfur Steinsson ritstjórar við Námsgagnastofnun kynna nýtt efni fyrir yngsta, mið- og unglingastig í íslensku. Börn úr fjórða bekk í Smáraskóla lesa úr jólabókinni Raggi litli og tröll- konan og börn úr sjöunda bekk Lindaskóla lesa úr jólabókinni Krummi segir sögur. Ingólfur Steinsson spila á gítar og krakk- arnir syngja. Einnig verður sýnt nýja lestrarforritið Glói á Lestr- areyju. Reynsla sænsku lögreglunnar af vændislögunum Thomas Ekman yfirmaður teymisins sem sér um vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gautaborg verður gestur kvennahreyfingarinnar á Grandhótel við Sigtún kl. 12–14 í dag, fimmtudaginn 20. nóvember. Ekman hefur ferðast víða og sagt frá sænsku leiðinni og hvernig sænsku lögin um vændi hafa virk- að í starfi hans. Þau samtök sem standa að fund- inum eru eftirfarandi: Briet félag ungra feminista, Feministafélagið, Kvenfélagasambandið, Kvenna- athvarfið, Kvennakirkjan, Kvenna- ráðgjöfin, Kvenréttindafélagið, Landssamband framsóknarkvenna, Neyðarmóttaka gegn nauðgunum, Stígamot, TÍmaritið Vera, Unifem á Íslandi, Félag kvenna í lækna- stétt og V-dagssamtökin. Vatnsdagur hjá Umhverf- isstofnun Í dag, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 14–17 verður opið hús hjá Umhverfisstofnun á Suður- landsbraut 24, í tilefni af ári vatns- ins. Boðið verður upp á fróðleik um vatn og vatnsgæði, fyrirlestra, veggspjöld, myndasýningar o.fl. Erindi halda: Davíð Egilson, Trausti Baldursson, Ingólfur Giss- urarson, Franklín Georgsson og Albert Sigurðsson. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík efnir til lögfræðiþings um samkeppni og samkeppnislög, í dag, fimmtudag kl. 12–12.45 í þingsal 101, HR. Fyrirlesari er Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi og einn stofnenda Frjálshyggjufélagsins. Erindið ber yfirskriftina: Eru samkeppnislög nauðsynleg? Í DAG Guðni Th. Jóhannesson MÁLÞING um erlendar bækur í íslenskum þýðingum verður í stofu 101 í Odda, á morgun, föstudag, kl. 14. Fjallað verður um þýðingar og verk erlendra höfunda í ís- lenskri menningu og verða fyr- irlesarar Friðrik Rafnsson, Jó- hann Páll Valdimarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Hjálm- ar Sveinsson. Hugvísindastofnun, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Þýðingasetur Háskólans stend- ur fyrir málþinginu. Aðgangur er ókeypis. Málþing um þýðingar Friðrik Rafnsson Fríða Björk Ingvarsdóttir Í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um samkomulag Reykjavíkurborgar og heilbrigðis- ráðherra um heimaþjónustu var ranglega sagt að með þeim Þórólfi Árnasyni, Jóni Kristjánssyni og Benedikt Davíðssyni væri á mynd- inni Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur. Þetta var Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Lottódanskeppni Í myndatexta með grein um Lottódanskeppni í blaðinu í gær stóð Már Atlason en rétt er Sigurður Már Atlason. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Hvuttadagar verða í Reiðhöll Gusts, Kópavogi, helgina 22.–23. nóvember. Á Hvuttadögum gefst fólki kostur á að kynna sér ýmsar hundategundir, auk alls sem við- kemur hundum og hundahaldi. Hundaræktendur og eigendur, um 30 tegunda, verða á staðnum með hunda sína. Sýningar verða alla helgina þar sem m.a. hundafimi verður sýnd, fullþjálfaðir lögreglu- og leitarhundar, tískusýning á hundafatnaði, smelluþjálfun o.fl. Á Hvuttadögum verður hægt að sjá hundinn sem sýningarhund, vinnu- hund og fjölskylduhund. Auk þessa munu gæludýraverslanir, hundaþjálfari, dýralæknar, hunda- snyrtar og fleirri kynna þjónustu sína og vörur tengdar hundum og hundahaldi. Báða dagana verður opið kl. 11–17. Veitingaaðstaða verður á efri hæð hússins þar sem hægt verður að fá kaffi og kökur. Nánari upplýs- ingar: http://www.hvuttadagar.net Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur fræðslufund laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ, í félags- heimili FEB undir yfirskriftinni „Varpaðu frá þér vetrarkvíða“. Fyrirlesarar verða: Sigurður Páll Pálsson læknir sem ræðir um þunglyndi meðal aldraðra og Óttar Guðmundsson lækni sem segir frá könnun sinni á geðröskun á sögu- öld samkvæmt gömlum heimildum. Fyrirspurnir verði teknar fyrir eftir óskum. Á NÆSTUNNI HAFIN er sala á jólakortum Neist- ans, styrktarfélagi hjartveikra barna. Kortin eru 15 saman í pakka með um- slögum og kostar pakkinn 1.000 kr. Kortin fást á skrifstofu félagsins og er hægt að panta þau á netfanginu neist- inn@neistinn.is. Jólakortasalan er ein helsta fjáröfl- un Neistans sem hefur það hlutverk að hlúa að hjartveikum börnum, fjöl- skyldum þeirra og aðstandendum. Jólakort Neistans UNESCO hefur gert 20. nóv- ember 2003 að heimspekidegi sín- um og mun Heimspekistofnun Há- skóla Íslands og heimspekiskor bjóða af tilefninu upp á hádeg- isfund um heimspeki þann dag í Árnagarði, stofu 301 kl. 12.05. Þar mun Gunnar Harðarson, dós- ent í heimspeki, spjalla um efnið: „Philosophia á Íslandi. Mynd heimspekinnar í handritinu GkS 1812 4to.“ Í handritinu GkS 1812 4to, sem varðveitt er í Árnasafni, er teikning sem sýnir eins konar skipurit heimspekinnar og und- irgreina hennar ásamt skýringum á latínu. Þessi hluti handritsins er frá 14. öld, en sú mynd af heim- spekinni sem þar er dregin upp á rætur að rekja allt aftur til 9. ald- ar þegar fræðimenn við hirð Karlamagnúsar reyndu að búa sér til heildarsýn úr brota- kenndum leifum hugmyndakerfa fornaldar. Í erindinu verður sú hugmynd um heimspekina sem birtist í handritinu rædd og skýrð. Heimspekidagur UNESCO GRUNUR leikur á um að annar hrútanna sem fluttur var ólöglega til Vestmannaeyja hafi verið með garnaveikismit, en rannsókn stend- ur enn yfir á hrútunum þremur sem fluttir voru frá Eyjum með Herjólfi sl. föstudag. Hrútunum hefur verið slátrað og sýni tekin úr þeim og segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, að grunsemdir hafi vaknað um garnaveikismit í elsta hrútnum. „Þetta þýðir að hvar sem skepnan hefur farið gæti hún hafa skilið eftir smit,“ segir Sigurður. Landið sem hrúturinn var á og húsin sem hann var í geta verið smituð og því þarf að friða landblettinn í ár. Þá þarf að sótthreinsa húsið sem féð var í. Hrútarnir tveir, sem fluttir voru ólöglega til Eyja, komu frá svæði þar sem er tannlos, kýlaveiki og garna- veiki og riðuveiki ekki langt undan á öðru svæði. Næstu skref í málinu eru að hafa samband við sauðfjáreigendur í Vestmannaeyjum fyrir milligöngu sveitarfélagsins og segir Sigurður að skoða þurfi mörk og merki sem not- uð hafa verið. „Þetta hefur verið í ólestri og ekki verið farið eftir reglum. Síðan þarf að skoða hvort eitthvað fleira fé hafi verið flutt úr landi,“ segir Sigurður. Grunsemdir um garnaveikismit Hrútarnir frá Eyjum felldir Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fyrirlestur á Líffræðistofnun Háskóla Íslands verður á morg- un, föstudaginn 21. nóvember kl. 12.20 á Líffræðistofnun Háskólans að Grensásvegi 12 í stofu G–6. Snæbjörn Pálsson segir frá og sýnir myndir frá rannsóknaleið- angri sem hann tók þátt í til norð- austurstrandar Grænlands í októ- ber sl. með norska rannsóknaskipinu Jan Mayen. Á MORGUN mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.