Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 48

Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er líkt og fallið hafi sprengja í Vatnsmýri. Frá 1940 fertugfaldaðist vergur flötur byggðar en tala íbúa fjórfaldaðist: Byggð þynntist úr 160 í 16 íb/ha 1940-2000. Reykjavík hefði þróast eðlilega en með flugvelli féll hugmyndin um skilvirka og menn- ingarlega höfuðborg. Völlurinn sker samgönguleiðir. Frá honum liggja skerðingarfletir yfir vesturborginni og vesturbæ Kópavogs, sem hamla skipulagi. Af honum stafa mengun og slysahætta. Sambúð flugvallar og miðborgar er óhugsandi enda mest- öll miðborgarstarfsemi horfin, tvístruð um alla byggðina. Eftir stendur 101 Reykjavík, vinsælasta úthverfið. Útþensla byggðar og vítahringur bílasamfélagsins raska öllum þáttum mannlífs; efnahag, heilsufari, mennt- un og menningu. Þjónustukerfi dag- legra þarfa og grunnur almennings- samgangna eru löngu brostin. Fjöldi einkabíla nálgast mettun (600 bílar/1.000 íbúa), akstur í höfuðborg- inni kostar 115 milljarða og tekur 50.000 mannár á ári af kjörtíma íbú- anna. Sprengjan í Vatnsmýri tifar enn: Skv. gildandi skipulagi þynnist byggðin með auknum hraða og 2024 er reiknað með 14 íb/ha og 50% aukningu aksturs, langt umfram áætlaða fólksfjölgun. Því er ánægjulegt að fá tillögu að þéttri byggð við Lund í Kópavogi, í bæjarfélagi, sem var löngum í far- arbroddi í útþenslu byggðar. Land Lundar er miðsvæðis, liggur vel við gatnakerfi Kópavogs, aðkomu frá stofnbraut og einu besta útivistar- svæði höfuðborgarinnar. Með stað- setningu bygginga vestast á reitnum er tekið ríkt tillit til íbúabyggðar austar. Skuggavarp og áhrif á vinda- far valda minnstu hugsanlegu trufl- un. Því er ekki óeðlilegt að kanna jafnvel frekari fjölgun íbúða frá því, sem nú er áætlað. Vanda þarf skipulag og hönnun bygginga. E.t.v. mætti varpa fram fleiri valkostum áður en sjálft form útfærslunnar festist um of. Í landi Lundar eru fjölmargir möguleikar á góðum og fjölbreytilegum tillögum. Almennt gildir að með samanburði ólíkra lausna á sömu nýtingu og upp- byggingarstigi má stuðla að auknum gæðum skipulagstillagna. Á 60 árum hafa skerðing kjör- lands, loftmengun, hljóðmengun, sjónmengun, slysahætta og tak- markandi áhrif flugs gert höfuðborg Íslands að þeirri dreifðustu og óskil- virkustu á byggðu bóli og leitt til skelfilegs bílasamfélags, sem á sér hvergi sinn líka. Nú eru allir á bíl, einn í hverjum, líka í strætó. Við- horfin til borgarinnar hafa ekki kom- ist ósködduð frá þessum hildarleik. Meinsemdir, kvaðir og hindranir af völdum flugsins hafa breyst í hreinar dyggðir, jafnvel í munni sérfræðinga og skipulagsyfirvalda, t.d. að gott sé að búa strjált, landinn þurfi pláss, sól sé lágt á lofti, ekki skuli byggja hátt, tengsl við jörðina tapist, há hús varpi skuggum, trufli vindafar, trufli að- flug o.s.frv. Upphrópanir og fordóm- ar af þessu tagi hafa heyrst í um- ræðum um Lundarreitinn, jafnvel frá reyndum fagmönnum. Vonandi þroskast umræðan um þetta og önn- ur verðug skipulagsmál. ÖRN SIGURÐSSON arkitekt, Fjólugötu 23, 101 Reykjavík. Höfuðborgin létt í lund Frá Erni Sigurðssyni MARGIR hafa orðið til að biðja Austurbæjarbíói vægðar frá niður- rifi og er ég einn þeirra. Þetta hús hefur sett svip sinn á borgina ára- tugum saman. Þar hefur farið fram margs konar menningarstarfsemi og þar að auki geymir það bygg- ingarlag síns tíma. Þegar minnst er á húsið við borgarstjórn Reykja- víkur fara þeir undan í flæmingi hring eftir hring eins og hundur sem eltir sína eigin rófu. Ekki hafa þeir enn svarað bréfi frá því í vor til þeirra sem sjá um varðveislu gamalla húsa og segja að það sé yngra en það sem þau lög ákveða. Þannig hlaupa þeir hring eftir hring eins og hvolpar í kring- um heitan graut. Varaborgarfull- trúa Reykjavíkurlista var meinað að taka til máls vegna þess að þeir vissu að hún ætlaði að tala gegn niðurrifinu. Þeir segja að enn hafi ekki verið gefið leyfi fyrir bygg- ingu eða fyrir því að húsið verði rifið. Heyrst hefur að búið sé að teikna hús á allt svæðið og þó að fólk sem býr í nágrenninu sé á móti þessum framkvæmdum þá fást engin svör um hvað geri eigi. Mér er sagt að hljómburður í þessu húsi sé betri en t.d. í Háskólabíó sem þó er mikið notað fyrir söng og hljóm- leikahald. Borgin ætti því að gera húsið upp og nota bíósalinn fyrir söng og tónleikahald en hinn hlut- ann fyrir æskulýðsstarf fyrir ung- dóminn í Reykjavík og koma því í fyrra horf og hreinsa utan af hús- inu þessa leðju sem klínt var á það á sínum tíma, eins og það var fal- legt áður. Ég vona að borgarstjórn Reykjavíkur beri gæfu til að ganga svo frá þessu máli að sem flestir verði sáttir við og bjargi húsinu frá niðurrifi. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Austurbæjarbíó og hundalógík borgar- stjórnar Reykjavíkur Frá Guðmundi Bergssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.