Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 49 Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is Afmælisþakkir Ég vil þakka öllum sem glöddu mig á níræðis- afmæli mínu 3. nóvember sl. með kveðjum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Ari Ásmundur Þorleifsson Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 20 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm síma sölumanna: Ævar 897 6060, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451. ÉG hef lengi haft gaman að skoða landabréf, sérstaklega ef þau eru nokkuð gömul. Björn Gunnlaugsson, spekingurinn með barnshjartað, sem gaf út Íslandskort árið 1844 er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Þó að upp- dráttur hans sé fremur ófullkominn, þá gefur hann samt vissa hugmynd um t.d. hvernig reiðleiðir lágu í þá daga. Þegar augað hefur náð að greina götur frá ám og lækjum, þá má vel sjá reiðleiðirnar svona nokk- urn veginn. Svo eru það gömlu herforingjaráð- skortin í mælikvarðanum 1-100.000. Þau voru fyrst gefin út eftir aldamót- in 1900, en eru ekki lengur fáanleg í upprunalegri mynd. Hins vegar má skoða þau í kortabók, sem liggur frammi hjá Landmælingum Íslands, á lesstofu Borgarbókasafnsins og á bókasafninu í Norræna húsinu. Þessi kort eru gersemi. Þegar þessi kort voru gerð voru ekkert annað en reið- og gönguleiðir á landinu, nema kannski hægt að skrölta með hestvagn hér og þar. Þessar götur eru sýndar með skýr- um, breiðum línum á gömlu kortun- um. Þarna eru í stórum dráttum sömu götur og farnar hafa verið frá því í fornöld og hestafólk þræðir þær enn í dag. Í gegnum árin hafa þessi kort ver- ið endurútgefin. Á þeim hafa verið máðar út úreltar leiðir til að rýma fyrir nýrri vegum. Samt eru sums staðar eftir mjó strik, sem sýna gömlu göturnar, hvar þær liggja að vöðum eða þangað sem ferjur voru eða um hálendið. Þetta eru því á margan hátt fullgild reiðleiðakort og flest hestafólk þekkir þau mæta vel. Nú gerist það á flakki mínu á Net- inu, að ég ramba inn á heimasíðu Landmælinga Íslands. Þar kennir margra grasa og mér til stórrar gleði er þar að finna þessi endurútgefnu kort í mælikvarðanum 1-100.000, sem almenningur hefur fullan að- gang að og ókeypis. Þetta er nýlunda hjá stofnuninni og sýnir góðan skiln- ing á þörfum hestafólks. Kortin eru mjög aðgengileg og hægt að stækka þau eftir þörfum. Svo að ég leiði ykkur nú fyrstu skrefin að þessum kortum, þá er vef- fangið lmi.is. Síðan er valinn liðurinn „Íslandskort á netinu“. Neðst á þeirri síðu sem þá kemur upp stend- ur „kortaskjár“. Það er valið og síðan eruð þið leidd áfram skref fyrir skref. Þarna er verulega komið til móts við þarfir reið- og göngufólks. Fleira bjóða Landmælingar upp á eins og t.d. flugdiskinn, en á honum er hægt að skoða landið úr lofti í mismunandi hæð, á ýmsum hraða og frá ólíkum sjónarhornum. Eins er hægt að fá kortadisk, sem er einfaldur í notkun og síðast þegar ég vissi höfðu þeir til sölu ljósprentaða útgáfu af korti Björns Gunnlaugssonar í fjórum hlutum. Drýgsta skrefið til móts við okkur hestafólk er samt birting á þessum nýrri herforingjaráðskortum. Milli þeirra er hægt að flakka yfir vetr- armánuðina og undirbúa þannig sumarferðirnar. Ég er nú ekki mikið fyrir að hrópa húrra, en í þetta sinn finnst mér ástæða til að hestafólk hrópi húrra fyrir Landmælingunum. Þær eiga hrós skilið. Ég nefni heljarstökk í yfirskrift- inni, en úr því að þau eru komin á skrið þarna efra kæmi það mér ekki á óvart að þau taki flikk-flakk líka. Ég býð spenntur eftir að sjá hvaða kanínu þau galdra upp úr hatti sín- um næst. ÖRN H. BJARNASON, Hraunbæ 107d, Reykjavík. Landmælingar Íslands taka heljarstökk Frá Erni H. Bjarnasyni FYRR á tímum þótti sjálf- sagt að íslenska samfélag- ið aðlagaði sig að öllu leyti að þörfum aðalatvinnu- vegar landsmanna, nefni- lega landbúnaðinum. Eft- ir endurreisn Alþingis fyrir nær 160 árum var ákveðið að halda þing ein- ungis 4-5 vikur annað- hvert ár svo að minnsta röskun yrði á búskapar- háttum landsmanna. Sú ákvörðun féll ákaflega vel að þáverandi meginat- vinnuvegi landsmanna, nefnilega landbúnaðinum. Flestir þingmenn voru bændur, annaðhvort í fullu starfi eða að aukastarfi sem prestar eða sýslumenn. Einungis örfáir embættismenn sem sátu þing höfðu lítilla eða engra hagsmuna að gæta. Svo liðu tímar, smám saman breyttist samfélagið, þingið lengdist smám saman um nokkrar vikur. Þó var kappkostað að halda það yfir sumartímann milli mestu anna, eftir sauðburð og búið að reka fé á fjall. Þá mátti þing ekki standa lengur en svo að bændur kæmust heim til sín að sinna heyskap og dytta að húsum sín- um áður en vetur gekk í garð. Á þess- um tíma var mikilsvert að nota sum- arið til þingstarfa því þá voru samgöngur greiðastar. Með stjórnarskránni 1874 jukust verkefni þingsins. Alþingi öðlaðist fjárveitingavald og þessu forna vinnulagi var snúið við; þingtíminn var færður til vetrarins og ekki þing- að að sumri nema þegar sérstaklega mikilsverð málefni kölluðu. Þing var kallað saman á haustin eftir sláturtíð og búið að taka upp kartöflurnar. Svo var þing með tilþrifum um tveggja mánaða skeið og öllu þurfti að ljúka á því ári svo bændur kæmust heim í tíma aftur til að sinna sauðum sínum. Þá þurfti að hleypa hrútunum til ánna svo hringrás lífsins og afkoma bænda væri tryggð. Einhvern tímann eftir miðjan vetur tók svo vorþingið við sem aftur þurfti að vera lokið í síðasta lagi um sumarmál, því enn á nýjan leik þurfti að sinna blessuðum sauð- fjárbúskapnum. Íslenska skólakerfið var lengi vel sama merki brennt. Vinnuframlagi barna og unglinga var vænst á öllum bæjum enda ungdómurinn alinn upp við þann eldgamla kristilega hugsun- arhátt sem kemur fram t.d. í Helga- kveri, einu frægasta fermingark- verinu, að sá sem ekki gæti unnið fyrir sér ætti ekki rétt á að fá að eta! Skóla mátti því ekki halda meðan há- annatími sauðfjárbúskaparlagsins krafðist. Nú hefur þessu verið breytt, mörgum þykir orðið nóg um hve skóli er langur. Í flestum skólum eru starfsdagar um 170 yfir árið og í mörgum nokkrum dögum betur. Í starfsáætlun Alþingis að þessu sinni eru fyrir jól 43 fundadagar á þingi auk einnar viku sem reiknað er með að þingmenn sinni kjördæmum sínum. Á vorþingi 2004 eru áætlaðir 59 funda- dagar, nefndafundir þar með. Alþingi Íslendinga situr með öðrum orðum við sinn gamla keip; starfstími Alþingis er að- lagaður að hormónastarf- semi íslensku sauðkind- arinnar. Hvenær þessu fyrirkomulagi verður breytt er auðvitað spurn- ing. Skýring á veikleika lýðræðis á Íslandi fundin? Einnig má spyrja: Er ekki einmitt þarna einn helsti veik- leikinn í stjórnskipun íslenska lýð- veldisins? Þegar Alþingi starfar ekki hefur framkvæmdavaldið bæði heim- ildir og frumkvæði að ýmsum mis- munandi málum, bæði góðum og slæmum. Oft hefur ákvörðunarvald framkvæmdavaldsins verið umdeilt sem á vissulega ekki síður að vera hjá Alþingi. Framkvæmdavaldið á Íslandi hef- ur á undanförnum áratugum verið mjög sterkt og oft kemur fyrir, að það gangi inn á verksvið hinna tveggja þátta ríkisvaldsins, dómstólanna en þó einkum löggjafarvaldsins. Í nær 60 ára sögu lýðveldisins hefur aldrei komið til þjóðaratkvæðis en á árun- um 1908-1944 var alloft lögð ákvörð- un undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Svonefnt fulltrúalýðræði hefur verið allsráðandi á lýðveldistímanum sem getur oft verið mjög umdeilt. Mikil þörf er á að hefja umræðu um hvaða þróun á lýðræði sé æskileg- ust á Íslandi. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, 270 Mosfellsbæ. Hormónastarfsemi sauðkindarinnar Frá Guðjóni Jenssyni Morgunblaðið/Ómar ÞEGAR bændur kvarta undan lágu skilaverði fyrir kindakjöt, sem neytendum er boðið á meira en tvöföldu verði svínakjöts, gleyma þeir að um sjálfskaparvíti er að ræða. Bændur kjósa sér for- ystumenn sem hafa skipulagt framleiðslu, vinnslu og sölu kinda- kjöts og samið við stjórnvöld með aðstoð pólitíkusa og með tilheyr- andi ,,hrossakaupum“ án þess að samtök neytenda hafi fengið nokkru um ráðið. Stjórnvöld inn- heimta svo kostnaðinn hjá skatt- greiðendum hvort sem þeir eta kjötið eða ekki. Þetta kalla pólitík- usar ,,búvörusamning“ – hinum al- menna skattgreiðanda til háðung- ar. Vandamál bændaforystunnar og stjórnvalda byrja þegar neyt- endur velja mun ódýrara svína- og hænsnakjöt og ekki tekst að fela birgðir óseljanlegs kindakjöts sem hlaðast upp. Allan kostnað, sem kjötið hleður á sig frá bændum, í gegnum slátr- un og vinnslu og síðan í frysti- geymslum, eru skattgreiðendur látnir borga fyrir tilstilli miðstýrðs kerfis, sem samtök bænda og póli- tíkusar á þeirra vegum hafa byggt upp – kerfi sem árlega veitir gríð- arlegum fjármunum til fyrirtækja, sem starfa undir ,,regnhlíf“ bændasamtakanna og pólitískra taglhnýtinga. Skattgreiðendur borga brúsann nauðugir, neytendur eru hunsaðir en sauðfjárbændur látnir bera tjónið. Núna kostar niðurgreiðslu- kerfið skattgreiðendur um 1.000 milljónir á hverjum mánuði á sama tíma og sauðfjárbændur mega strita nánast kauplaust. Ekkert getur komið í veg fyrir að sauðfjárbúskap dagi uppi hér- lendis – það er einungis spurning um tíma og enginn, með fullu viti, trúir því að útflutningur sé fram- tíðarlausn á vanda úreltrar sauð- fjárræktar. Framleiðslugrein með sams konar ,,gæðastýringu“ og beitt var í rússneskum sam- yrkjubúskap á fyrri öld, stenst ekki í markaðsvæddu nútímasam- félagi. Til þess að auka enn á vandræði sauðfjárbænda er besta kjötið val- ið úr til útflutnings en feitara og lakara kjöt boðið íslenskum neyt- endum á tvöföldu verði svínakjöts. Með þessu móti er alið á andúð neytenda í garð bænda að ósekju á sama tíma og einhverjir ,,hlaup- arar“ þykjast stunda markaðssókn erlendis – á kostnað skattgreið- enda/neytenda og sauðfjárbænda. Það er ekki við sauðfjárbændur að sakast og þeir sem vilja bera blak af þessari framleiðslugrein ættu að snúa sér að bændaforyst- unni og krefjast svara – það er hún sem stjórnar og viðheldur ,,ánauð- inni“. Þetta fyrirkomulag, sem gerir neysluvöru á borð við kindakjöt sí- fellt dýrari um leið og það rýrir hag framleiðenda, fær ekki staðist. LEÓ M. JÓNSSON, Nesvegi 13, 233, Höfnum. Bændaánauð af eigin völdum? Frá Leó M. Jónssyni tæknifræðingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.