Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 51

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú vilt bæta heiminn og ert tilbúin/n að berjast fyrir hugsjónum þínum. Komandi ár mun að mörgu leyti marka nýtt upphaf hjá þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að vera þér meðvit- andi um það sem þú ert að gera. Það er hætt við að þú færist of mikið í fang í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki hugmyndir þínar eða hugsjónir koma upp á milli þín og vinar þíns. Vinátta ykkar skiptir þig meira máli þannig að þú ættir að hafa í huga að vinir þurfa ekki alltaf að vera sammála. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur óþrjótandi metnað í vinnunni. Þú þarft þó að gæta þess að færast ekki of mikið í fang og að ýta ekki fólki frá þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur miklar áætlanir varðandi útgáfumál, menntun og ferðalög. Farðu hægt af stað. Þú getur alltaf aukið hraðann síðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er líklegt að þú þurfir að taka lán á næstunni vegna ófyrirsjáanlegra útgjalda. Þar sem þér hættir til eyðslusemi ættirðu að fara sérlega var- lega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að halda þig á jörð- inni og líta á aðra sem jafn- ingja. Annars er hætta á því að þú farir að setja þig á háan hest. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu ekki of einstrengings- leg/ur í vinnunni. Þú hefur sennilega rétt fyrir þér en málstaður þinn er ekki þess virði að stofna til illinda út af. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að lofa ekki börn- um eða maka þínum meiru en þú getur staðið við í dag. Þig langar til að gefa þeim allan heiminn en við verðum öll að lifa með takmörkunum okkar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að gera breyt- ingar á heimilinu og þú ert jafnvel tilbúin/n að leggja allt undir til þess. Það væri skyn- samlegra að fara hægar í hlutina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft ekki að sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra. Það mun færa þér meiri sálarró. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í fjármálunum í dag. Þú hefur eytt miklu að undanförnu og þarft að gæta þess að fara ekki yfir strikið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu þess að ofgera þér ekki. Þú þarft að sinna þörf- um líkama þíns og forðast óþarfa áhættur sem geta leitt til slysa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. nóvember, er áttræð Árelía Jóhannesdóttir frá Brekku á Ingjaldssandi, til heimilis að Bárugranda 11, Reykja- vík. Hún tekur á móti gest- um laugardaginn 22. nóv- ember kl. 16 í sal Félags- og þjónustumiðstöðvarinnar Aflagranda 40. BANDARÍKJAMENN höfðu tapað 22 IMPum í slemmusveiflum í byrjun úr- slitalotunnar gegn Ítölum og leikurinn var um það bil að jafnast. Þeir náðu heldur að rétta úr kútnum í næstu spilum og leiddu með 12 IMPa mun þegar þetta spil kom á borðið: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K74 ♥ G874 ♦ ÁG965 ♣D Vestur Austur ♠ 105 ♠ Á6 ♥ Á96 ♥ KD32 ♦ 107 ♦ D32 ♣ÁG9732 ♣K1065 Suður ♠ DG9832 ♥ 105 ♦ K84 ♣84 Í lokaða salnum keyptu Bocchi og Duboin samning- inn í þremur gröndum: Vestur Norður Austur Suður Duboin Rodwell Bocchi Meckstr- oth Pass 1 tígull Pass 1 spaði 2 lauf Dobl * Redobl 2 spaðar Dobl * Pass 3 grönd Allir pass Rodwell vekur kerf- isbundið á tígli með hundana í norður, enda stíll- inn sá að opna létt. En Ítal- irnir komast inn í sagnir og eftir nokkrar stimpingar á lægri nótunum lýkur Bocchi sögnum með stökki í þrjú grönd. Út kom spaði og Bocchi tók sína upplögðu tíu slagi: 430 í AV. Í opna salnum passaði Lauria í norður og Soloway í austur vakti á 14-16 punkta grandi: Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace Pass Pass 1 grand 2 tíglar * 3 grönd 4 hjörtu * Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Ekki myndu margir blanda sér í sagnir með spil suðurs, en Versace lét sig hafa það að vaða inn á grandið á móti pössuðum makker. Innákoman á tveimur tíglum sýndi sexlit í hjarta eða spaða, og þar eð Lauria átti stuðning við báða litina var auðvelt fyrir hann að „fórna“ yfir þremur gröndum. Fjórir spaðar hefðu með réttu átt að vera fórn, því AV eiga fjóra toppslagi. En það var eins og Soloway væri alveg heillum horfinn. Hamman kom út með tromp og Soloway drap strax á ás- inn og trompaði aftur út. Og Versace gjörnýtti tækifær- ið. Hann taldi líklegt að tíg- uldrottningin væri í austur, en varla önnur, því það er ekki til siðs að vekja á grandi með tvo tvíliti. Hann fór því að stað með tígulgos- ann og lét hann rúlla hring- inn! Þegar hann hélt, var tígullinn frír og 11 slagir í húsi: 690 og 15 IMPar til Ítala, sem voru nú komnir yfir í leiknum. Staðan var: Ítalía 281, Bandaríkin 278, og átta spil- um ólokið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Bjartir nóvemberdagar Dragtir, peysur, jakkar, pils 25% afsláttur Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Tilboð 15% afsláttur í 3 daga Mokkajakkar • Mokkaúlpur • Mokkakápur Mörkinni 6 • Sími 588 5518 • Opið laugardaga kl. 10-16 Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Ægi Fr. Sig- urgeirssyni þau Brynja Sævarsdóttir og Albert Bjarni Úlfarsson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí sl. í Hall- grímskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Ás- dís Björnsdóttir og Guðni Már Harðarson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Áskirkju af sr. Braga J. Ingibergs- syni þau Þóra Kristín Stein- arsdóttir og Daði Júlíus Agnarsson. Misstirðu augnlinsu? Ég skal hjálpa þér að leita ... 1. e4 Rf6 2. Rc3 d5 3. e5 d4 4. exf6 dxc3 5. bxc3 exf6 6. d4 Be7 7. Bd3 O-O 8. Df3 Be6 9. Re2 Bd5 10. Dh3 g6 11. O-O Rc6 12. Rf4 Ra5 13. Hb1 a6 14. Bd2 f5 15. Hbe1 Bf6 16. c4 Rxc4 17. Bb4 Bxd4 18. Bxf8 Kxf8 19. Dxh7 Rb2 20. h4 Rxd3 21. cxd3 Bxa2 22. h5 g5 23. Re2 Be6 24. h6 Df6 25. Rxd4 Dxd4 26. Hxe6 fxe6 27. Dxc7 Kg8 28. Dxb7 He8 29. h7+ Kh8 30. Df7 Dd8 31. He1 Hf8 32. Dxe6 Df6 33. Da2 Kxh7 34. He6 Df7 35. d4 Hc8 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir nokkru í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Jón Viktor Gunn- arsson (2412) hafði hvítt gegn Ingvari Ásmundssyni (2321). 36. Hh6+! og svartur gafst upp enda verður hann drottningu undir eftir 36... Kg7 37. Hh7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. EINN Á BÁTI Ég vind upp hið flöktandi, viðkvæma segl, í vogum og sundum er flóð. ég ætla út í heiminn í öreigans leit að annarri og betri þjóð. Á blikandi væng svífur bróðir vor már um bláskæran norðursins geim. Og svalandi kulið á klöppinni spyr: Nær kemur þú aftur heim? Það er alltsaman leyndarmál, elskaða kul, en andaðu samt á mitt far, því hugur minn allur er handan við sæ: Ó, hvernig er fólkið þar? Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.