Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 52

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 52
ÍÞRÓTTIR 52 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  ENSKIR fjölmiðlar gefast ekki upp á að orða landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen við Newcastle og segja að Eiður muni hugsanlega ganga í raðir þeirra röndóttu frá Chelsea þegar opnað verður fyrir fé- lagaskipti í janúar. Bobby Robson knattspyrnustjóri Newcastle er sagður reiðubúinn að punga út fimm milljónum punda, sem samsvarar 640 milljónum króna, fyrir Eið Smára sem er samningsbundinn Lundúna- liðinu til ársins 2005.  ALAN Smith framherji Leeds United verður ekki kærður fyrir at- vikið þegar hann kastaði flösku upp í áhorfendastúku í leik Leeds og Man- chester United á Elland Road þann 28. október síðastliðinn. Smith var handtekinn vegna málsins í síðustu viku en var sleppt skömmu síðar. Handtakan dró hins vegar dilk á eftir sér því Smith var sparkað út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum á Old Trafford.  CHRISTIANO Ronaldo, leikmað- ur Manchester United, var hetja ungmennaliðs Portúgala þegar þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslita- keppni EM í fyrrakvöld. Ronaldo fór á kostum og skoraði fyrra markið í 2:1 sigri á Frökkum. Þar sem Frakk- ar unnu heimaleikinn með sama mun þurfti að grípa til framlengingar og síðan vítaspyrnukeppni þar sem Portúgalir unnu. Þar skoraði Ron- aldo af öryggi úr vítaspyrnu sinni.  FRAMHERJI NBA-liðsins Port- land Trailblazers, Bonzi Wells, hef- ur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af forsvarsmönnum liðsins. Að auki fær hann ekki greitt fyrir um- rædda leiki. Wells var ekki sáttur við þjálfara liðsins, Maurice Cheeks, þegar honum var skipt útaf í þriðja leikhluta gegn Dallas á mánudag. Wells lét Cheeks fá það óþvegið á varamannabekk liðsins, og fór hann ekki meira inná í þeim leik.  ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem Wells lendir í vandræðum með að hemja skap sitt og segir Steve Patt- erson forseti liðsins að frekari að- gerðir verði gerðar á næstunni nái leikmenn liðsins ekki að haga sér sæmilega. Trailblazers hefur átt í vandræðum með leikmenn sína utan vallar undanfarin misseri.  EINN besti framherji NBA-deild- arinnar Antonio McDyess er farinn að æfa á ný með liði sínu New York Knicks en hann hefur verið meira og minna meiddur á hné undanfarin tvö ár. McDyess var m.a. í stjörnuliði NBA er hann lék með Denver Nugg- ets. Þjálfari Knicks, Don Chaney, vonast til þess að geta notað McDyess í næstu viku.  ÞRJÚ ensk úrvalsdeildarlið í knattspyrnu, Liverpool, Arsenal og Chelsea hafa sýnt áhuga á að fá til sín franska varnarmanninn Jean-Alain Boumsong, 23 ára, frá Auxerre. Sky- sjónvarpsstöðin sagði frá því í gær. Við erum spenntir því við sjáumþetta sem einstakt tækifæri til að sjá öll þessi lið og fá alla þessa leiki,“ sagði Björn Lárus Örvar, for- maður íshokkídeild- ar Skautafélags Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd mótsins. „Við er- um alltaf að keppa við sömu liðin og menn eru svolítið þreyttir á því svo að við höfum sent liðin mikið utan en þetta er einstakt tækifæri til að fá mikla reynslu. Auk þess sem þetta er einstakt tækifæri til að kynna íþrótt- ina því þeir sem hafa séð leiki finnst yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Keppt verður í þremur flokkum, meistaraflokki með 8 lið, fjórum kvennaliðum og ellefu „old boys“. Akureyringar mæta með þrjú, meist- araflokk sinn, kvennaliðið og „old boys“ – Skautafélag Reykjavíkur kemur með meistaraflokk sinn og kvennalið. Íshokkímenn búast við að keppni verði jöfn og spennandi hjá meistaraflokkunum en kvennaliðin og eldri strákarnir eru óskrifað blað. Af erlendum liðum koma 17 frá Bandaríkjunum og eitt frá Englandi. Öll eru þau skipuð áhugamönnum en þar sem íshokkí er háttskrifuð íþrótt vestra má þó búast við að gestirnir kunni eitthvað fyrir sér enda gefa nöfn þeirra slíkt til kynna; Fljúgandi refir, Fellibyljirnir, Eldingin og Út- fararstjórarnir, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirkomulag mótsins er þannig að leiknir verða tveir 15 mínútna hálfleikir í stað hefðbundinna þriggja 20 mínútna. Ástæðan er sú að ætl- unin var að leika einnig í Egilshöll en svellið þar var ekki tilbúið. Að sögn íshokkímanna þarf það ekki að vera verra, allir leikirnir verða á einum stað og fjörið enn meira. Til að auka áhugann ætlar Skautafélag Reykja- víkur að dreifa á staðnum bæklingi með helstu upplýsingum um íshokkí- reglur svo að þeir sem ekki eru inn- vígðir geti sett sig betur inn í leikinn – og hvatt sitt lið með spekingslegri hrópum. Íshokkíveisla í Laugardalnum ÍSLENSKUM íshokkíáhuga- mönnum verður boðið upp á veisluborð um næstu helgi í Skautahöllinni í Laugardal – þegar 18 erlend íshokkílið koma í heimsókn til að taka þátt í hraðmóti. Veislan hefst í hádeg- inu á morgun, föstudag, og stendur til miðnættis, frá 8.30 á laugardagsmorgni til 23.20 og síðan frá 8.30 til 13.20 á sunnu- deginum. Ætla mætti að sumir verði búnir að fá nóg eftir að þessum 46 leikjum lýkur en ís- hokkímenn þvertaka fyrir það – af slíku veisluborði fá menn ekki nóg, sem er að auki ókeyp- is fyrir áhorfendur. Eftir Stefán Stefánsson Morgunblaðið/Ásdís Úr leik Íslands og S-Afríku í Laugardal. Suður-Afríkumenn sækja að marki Íslendinga, markvörð- urinn Birgir Örn Sveinsson og Ingvar Þór Jónsson eru til varnar. ULF Kirsten kvaddi knattspyrn- una með stæl á sunnudaginn – skoraði sex mörk í kveðjuleik sínum. Hinn 37 ára gamli Kirsten fékk með sér í lið gamlar hetjur í þýska landsliðinu, leikmenn á borð við Jürgen Kohler, Andreas Köpke, Karl-Heins Riedle, Olaf Thon og Rudi Völler ásamt Bras- ilíumönnum Bebeto og Jorginho, sem voru í heimsmeistaraliði Brassanna 1994, og þeir höfðu betur, 9:8, á móti stjörnuliði Dyn- amo Dresden. 32.000 mættu á völlinn til að kveðja Kirsten. Þessi mikli markaskorari lék 351 deildarleik í Austur-Þýskalandi og síðan Þýskalandi, eftir fall Berlínarmúrsins, og skoraði 181 mark. Kirsten lauk ferlinum hjá Bayer Leverkusen en hann lék 51 landsleik fyrir Þýskaland á árunum 1992-2000 og 49 sinnum í búningi Austur-Þjóðverja. Ulf Kirsten kvaddi með sex mörkum því að landsliðið er með í hverri lokakeppninni á fætur annarri gerir það að verkum að mér finnst ekkert nema sanngjarnt að leikmenn njóti þess í hærri greiðslum. Tekjur danska knattspyrnu- sambandsins hafa auk- ist með betri árangri landsliðsins,“ segir Gravesen og bendir á að auk mik- illa tekna frá FIFA og UEFA vegna þátttöku í lokamótum HM og EM, þá hafi tekjur danska knattspyrnu- sambandsins af sölu sjónvarps- réttar af landsleikjum hækkað verulega. Einnig fái það meira út THOMAS Gravesen, einn sterkasti leik- maður danska lands- liðsins í knattspyrnu, segir það vera sann- gjarnt að leikmenn landsliðsins nytu hærri hlutar, en nú er, af þeim tekjum sem danska knattspyrnu- sambandið fær vegna velgengni landsliðsins á undanförnum árum. „Knatt- spyrnan er atvinna okkar í landslið- inu sem hefur skotið Dönum upp styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins þar sem þeir eru á meðal bestu knattspyrnu- þjóða heims. Sú staðreynd ásamt úr samningum við íþróttavörufram- leiðendur en fyrir örfáum árum. Gravesen nefnir sem dæmi að leikmenn ítalska landsliðsins fái jafnvirði nærri einnar milljónar hver fyrir að leika landsleik á sama tíma og leikmenn danska landsliðs- ins sem vann Englendinga sl. laug- ardag hafi fengið hver um sig jafn- virði 30.000 króna. „Ég er ekki að fara fram á að við fáum það sama og ítalskir starfsbræður okkar en það hlýtur að mega finna einhvern milliveg, það er ekki nema sann- gjarnt,“ segir Gravesen sem segist gera sér grein fyrir að danska knattspyrnusambandið ráði ekki yfir eins miklum peningum og það ítalska. Daninn Thomas Gravesen vill að landsliðsmennirnir fái meira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.