Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 53 Úrslitakeppni 17 ára landsliða fórfram í Finnlandi fyrr á árinu og þar skoraði Adu m.a. þrjú mörk í einum leik fyrir Bandaríkin og var hann talinn vera besti leikmaður liðsins – þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en félagar sínir. Adu hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1997 er hann fékk landvist- arleyfi og þegar hann var 12 ára gamall fóru forsvarsmen ítalska liðsins Inter frá Mílanó á fund móð- ur Adu og buðu honum um 80 millj. kr. ef hann semdi við ítalska liðið Móðir hans svaraði því tilboði neit- andi. Hinsvegar hefur Adu nú gert sex ára samning við DC United í heima- landi hans, en Washington-liðið leik- ur í MLS-atvinnumannadeildinni. Ekki er vitað hve mikið Adu fær í laun frá félaginu á þeim tíma. Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við drenginn og fær hann um 50 millj. kr. fyrir þann samning. Flest stórlið Evrópu vita af Adu Að sjálfsögðu vita flest lið Evrópu nú þegar af drengnum og hafa út- sendarar Manchester United og Chelsea nú þegar fundað með for- ráðamönnum Adu. Auk þess hafa lið frá Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi áhuga á að fá Adu í sínar raðir á næstu árum. Það er ljóst að Adu mun aðeins staldra við í MLS-deildinni. Leik- maðurinn er talinn vera gullkálfur fyrir knattspyrnuna í Bandaríkjun- um sem hefur verið rekin með tapi undanfarin sjö ár og eru framtíðarhorfur MLS, ekki góðar sem stendur. Don Garber talsmaður MLS segir að menn þar á bæ séu afar ánægðir með ákvörðun Adu og fullyrðir Garber að Adu sé besti leikmaður veraldar á hans aldri. Grunsemdir um falsað fæðingarvottorð Bandarískir fjölmiðlar hafa sett spurningarmerki við aldur Adu og telja að hann sé ótrúlega þroskaður miðað við aldur. Nokkrir þeirra hafa gert sér ferð til Gana til þess að finna vís- bendingar um að fæðingar- vottorð kappans sé falsað. Þeir leiðangrar hafa ekki gefið vísbendingar um að aldur Adu sé rangur. „Ég hlakka til að hefja atvinnumannaferilinn í MLS-deildinni,“ segir höf- uðpersónan Adu en hann hefur skorað alls 22 mörk fyrir U-17 ára landslið Bandaríkjanna. Í æfingaleikjum gegn MLS-liðum hefur hann sýnt góð til- þrif og telur þjálfari DC United, Ray Hudson, að Adu sé tilbúinn í slaginn nú þegar. Bandarískir fjölmiðlar hafa líkt Adu við íþróttastjörnur á borð við Michael Jordan og Wayne Gretzky en það eru yfir 100 ár síðan yngri at- vinnumaður samdi við hópíþróttalið í Bandaríkjunum. Freddy Adu, 14 ára atvinnumaður – fæddur í Ghana, dregur athygli fjölmiðla á ný að knattspyrnunni í Bandaríkjunum Líkt við Jordan og Wayne Gretzky FREDDY Adu er nafn sem knatt- spyrnuáhugamenn ættu að leggja á minnið en hann er fæddur 2. júní árið 1989 og er því aðeins 14 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur er Adu nú þeg- ar í kastljósi flestra stórliða Evr- ópu en hann er fæddur í Afr- íkuríkinu Ghana en er bandarískur ríkisborgari. Flest stórlið Evrópu hafa sýnt áhuga á að fá framherjann Freddy Adu í sín- ar raðir en hann er aðeins 14 ára. ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeist- ari í tennis, hélt áfram sigurgöngu sinni í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann keppti þá fyrir Pacific- háskólann á móti í San Luis Obispo í Kaliforníu og vann alla þrjá leiki sína. Þetta var lokamótið á und- irbúningstímabilinu og Arnar sigr- aði í 10 leikjum af 13 sem hann tók þátt í fyrir Pacific og var sigursæl- asti keppandi skólans. „Undirbúningstímabilið gekk vel og ég vona að mér takist að halda mínu striki þegar aðaltímabilið hefst eftir jólin. Nú tekur við mikið púl og styrktaræfingar fram að jól- um en ætla þó að reyna að komast á fleiri mót á þeim tíma,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Arnar vann alla leikina rifbeinsbrotnaði á fyrsta heimsbikarmótinu sem fram fór í Sölden í októ- ber. Maier segir við fjöl- miðla í heimalandi sínu að hann hafi valið að láta ekki vita af meiðslum sínum þar sem hann vildi ekki nota meiðslin sem afsökun á slæmu gengi sínu en hann endaði í 16. sæti í Sölden. Heimsbik- arkeppnin á skíðum heldur áfram um næstu helgi þar sem keppt verður í Park City í Utah í Bandaríkjunum og helgina þar á eftir verður keppt í Lake Louise í Kanada. HERMANN Maier, skíðakappi frá Aust- urríki, hefur ekki unn- ið heimsbikarmót frá því í janúar á þessu ári. Hann hefur unnið hörð- um höndum við að ná fyrri styrk eftir að hann lenti í umferð- aróhappi fyrir um tveimur árum. Í því slysi brotnaði Maier m.a. mjög illa á fæti, en hann ók vélhjóli þegar ekið var í veg fyrir hann á ferð sinni um heimabæ sinn í Austurríki. Maier undirbýr sig af krafti fyrir komandi keppni en hann lét samt sem áður ekki vita af því að hann Hermann Maier keppti rifbeinsbrotinn ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í 60. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland fell- ur niður um fimm sæti frá síð- asta mánuði þegar það var í 55. sæti og hefur fallið niður um tvö sæti frá síðustu áramót- um. Staða fjögurra efstu þjóð- anna á listanum er óbreytt. Heimsmeistararar Brasilíu eru í toppsætinu, Frakkar í öðru, Spánverjar í þriðja og Argent- ínumenn í fjórða. Í fimmta sæt- inu eru Mexíkóar, sem Íslend- ingar léku gegn í nótt en þeir fara upp um þrjú sæti á listan- um. Í sjötta sæti eru Hollend- ingar, Tyrkir í sjöunda, Eng- lendingar í áttunda, Þjóðverjar í níunda og Tékkar skipa tí- unda sætið á listanum.Skotar taka mikið stökk upp á við eft- ir sigurinn á Hollendingum. Skotar fara upp um átta sæti og í 50. sæti en Skotar hafa ekki verið á topp 50 listanum í tæp tvö ár. Lettar, sem lögðu Tyrki, taka stærra stökk. Þeir eru komnir í 56. sæti og fara upp um heil þrettán sæti. Danir eru efstir Norð- urlandaþjóðanna en þeir eru í 13. sæti, Svíar eru í 17. sæti, Norðmenn í 39. sæti, Finnar í 42. sæti og Færeyingar eru í 127. sæti. Ísland í 60. sæti hjá FIFA FÓLK  VALÞÓR Halldórsson, knatt- spyrnumarkvörður úr KR, er geng- inn til liðs við 1. deildar lið Hauka. Valþór er 22 ára Norðfirðingur sem hefur verið varamarkvörður KR- inga síðustu tvö árin. Í fyrra lék hann þrjá leiki með liðinu í úrvals- deildinni í forföllum Kristjáns Finn- bogasonar og í sumar spilaði hann einn bikarleik með liðinu.  JÖRUNDUR Kristinsson, sem hefur varið mark Hauka síðustu ár- in, er á leið til Bandaríkjanna vegna náms og verður því ekki tilbúinn að leika með Hafnarfjarðarliðinu allt næsta tímabil.  ALEX Notman, framherji enska 1. deildar liðsins Norwich og fyrr- um leikmaður Manchester United, hefur neyðst til að leggja knattspyr- nuskóna á hilluna, aðeins 23 ára gamall. Notman, sem seldur var frá Man- chester United til Norwich fyrir þremur árum á 250.000 pund, varð fyrir alvarlegum ökklameiðslum í leik á móti Ipswich í september á síðasta ári.  EMERSON, landsliðsmaður Bras- ilíu í knattspyrnu, segir að forráða- menn Róma á Ítalíu verði að gera upp við hann á næstunni. Að öðrum kosti ætlar Emerson að fara frá fé- laginu þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar.  EMERSON á inni laun hjá Róma líkt og svo margir aðrir í leikmanna- hóp liðsins en liðið hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar í nokkra mánuði vegna fjárhagserf- iðleika. Róma varð ítalskur meistari árið 2001 þar sem Emerson lék aðal- hlutverkið en hinn 27 ára gamli miðjumaður er samningsbundinn Róma fram til ársins 2005. Í sumar bauð enska liðið Chelsea um 3,6 milljarða ísl. kr. fyrir Emerson en því tilboði var hafnað.  AFGANISTAN lék í gær sinn fyrsta leik í stórmóti í knattspyrnu í 20 ár en þátttaka landsins í íþróttum á alþjóðavettvangi hefur legið niðri um árabil vegna stríðsástandsins sem þar hefur ríkt. Ekki fóru Afg- anar vel af stað því þeir heimsóttu granna sína Túrkmena og steinlágu, 11:0. Þetta var fyrri leikur þjóðanna um sæti í 32 liða undankeppni fyrir HM í Asíu. Mohamed Kargar, þjálf- ari Afgana, var þó hvergi banginn og spáði 2:0 sigri sinna manna í heimaleiknum í Kabúl á laugardag.  JODY Morris gæti leikið með Leeds gegn Bolton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu um helgina, þrátt fyrir að hann væri handtekinn í vikunni og ákærður fyrir nauðgun. Morris var sleppt gegn tryggingu í gær og í yfirlýsingu frá Leeds segir að félagið hafi skoðað stöðu sína og leikmannsins út frá lagalegu sjón- armiði. „Samkvæmt enskum lögum er maður saklaus uns sekt hans er sönnuð,“ sagði í yfirlýsingunni. SKAGAMAÐURINN Árni Gautur Arason, markvörður í knattspyrnu hjá norska liðinu Rosenborg, var fyr- irliði íslenska landsliðsins, sem lék gegn Mexíkó í San Francisco sl. nótt klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fréttir frá leiknum má finna á MBL.IS á netinu. Árni Gautur hafði verið fyrirliði í þremur leikjum áður – fyrst gegn Kuwait í Muscat í jan- úar 2002, 0:0. Síðan í leik gegn Saudi Arabíu í Riyadh tveimur dögum seinna, 0:1. Þá var hann fyrirliði í leik gegn heimsmeisturum Brasilíu í Cuiabá í Brasilíu 7. mars 2002, er Brasilíumenn unnu 6:1. Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Mexíkó í nótt var þannig; Árni Gautur Arason – Bjarni Þorsteins- son, Ólafur Örn Bjarnason og Krist- ján Örn Sigurðsson, sem lék sinn fyrsta landsleik. Hann er bróðir landsliðsmannsins Lárusar Orra, leikmanns með WBA. Faðir þeirra, Sigurður Lárusson, fyrrverandi fyr- irliði ÍA og Þórs, lék á árum áður með landsliðinu – einnig sem varn- armaður, eins og þeir bræður. Auðun Helgason var hægra megin á miðj- unni og Hjálmar Jónsson vinstra megin, en inni á miðjunni byrjuðu þeir Gylfi Einarsson, Ólafur Stígs- son og Veigar Páll Gunnarsson. Í fremstu víglínu voru Helgi Sigurðs- son og Ríkharður Daðason. Mexíkóar óhressir Knattspyrnusamband Mexíkó fékk harkalega gagnrýni frá for- svarsmönnum deildarliðanna í Mexíkó fyrir að spila leikinn við Ís- lendinga í San Francisco – aðeins þremur dögum fyrir lokaumferð deildarkeppninnar í Mexíkó. Þjálfarar liðanna í Mexíkó voru óhressir með að missa leikmenn úr liðum sínum fyrir lokaumferðina, þar sem mikil spenna er fyrir hana, en þá kemur í ljós hvaða lið komast í 8-liða úrslitin um Mexíkómeistaratitilinn. Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson Markvörðurinn Árni Gautur Arason, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, er hér í viðtali við fréttamann frá Mexíkó fyrir landsleikinn sem fór fram í San Francisco sl. nótt. Árni Gautur fyrirliði AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.