Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 54

Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SÆNSKU knattspyrnukonurnar Hanna Ljungberg og Victoria Svensson höfnuðu tilboði um að gerast leikmenn með karlaliði Perugia á Ítalíu, sem leikur þar í efstu deild. Sænska dagblaðið Aftonbladet skýrði frá þessu í gær og sagði að fulltrúar frá Perugia hefðu komið til Svíþjóðar í síðustu viku en þær hefðu engan áhuga haft á að fara til Ítalíu. „Ég átta mig ekki á því hvaða hlutverk ég á að leika í karlaliði og næsta ár er mér dýr- mætara en þetta,“ sagði Ljungberg sem leikur með UEFA-meisturum Umeå í heimalandi sínu. Luciano Gaucci, forseti Perugia, lýsti yfir miklum vonbrigðum með afstöðu sænsku stúlknanna. „Ég mun leita annað eftir snjöllum knattspyrnukonum. Ef þær vilja ekki koma til okkar, þurfa þær þess ekki. En þær hefðu átt að segja okkur það í ágúst því nú höfum við eytt þremur dýrmætum mánuðum til einskis,“ sagði Gaucci. Ljungberg og Svensson, sem leikur með nýkrýndum sænskum meisturum, Djur- gården/Älvsjö, vísuðu þessum ummælum á bug og kváðust ekki hafa fengið formleg til- boð frá Perugia fyrr en í síðustu viku. Þær voru í liði Svía sem hreppti silfurverðlaunin á HM í síðasta mánuði og töpuðu fyrir Þjóð- verjum á gullmarki í úrslitaleiknum. Gaucci hefur áður farið óvenjulega leið til að vekja athygli á Perugia. Hann samdi í sumar við Saadi Gadhafi, son Líbýuleið- toga, þrátt fyrir að flestum sé ljóst að hann muni aldrei verða hæfur til að spila í ítölsku 1. deildinni. Gadhafi á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfja- prófi. Tvær sænskar landsliðskonur höfnuðu tilboði frá Perugia RAGNAR Óskarsson skoraði hvorki fleiri né færri en 11 mörk í gærkvöld þegar lið hans, Dunkerque, tapaði fyrir Chambéry, 27:22, í toppslag í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik. Tvö markanna gerði hann úr vítaköstum. Stéphane Stoecklin, fyrrum stjarna úr franska landslið- inu, var í aðalhlutverki hjá Chambéry og skoraði 10 mörk. Við þessi úrslit datt Dunkerque niður í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig. Montpellier er með 25, Chambéry 22, Créteil 22 og París SG 21 stig. Þess ber að geta að stigagjöfin í frönsku deildinni er á þá leið að gefin eru 3 stig fyrir sigur, 2 fyrir jafntefli og eitt stig fyrir tap. Ragnar Óskarsson Ellefu mörk Ragnars nægðu ekki Maris Verpakovskis var hetjaLetta í Istanbúl en hann lagði upp fyrra mark þeirra og skoraði það síðara – eftir að Tyrkir höfðu náð 2:0 forystu um miðjan síðari hálfleik. Lettar unnu fyrri leikinn 1:0 og voru því komnir með pálmann í hendurnar eftir að Jurijs Laizans minnkaði muninn í 2:1 eftir sendingu frá Verpakovskis. „Þetta eru söguleg úrslit en ég get ekkert sagt um hvað við gerum í Portúgal. Það er of snemmt að velta því fyrir sér núna. Tyrkir eru eftir sem áður eitt besta lið í Evrópu,“ sagði Alexandrs Starkovs, þjálfari Letta. Senol Günes, þjálfari Tyrkja, var niðurbrotinn eftir leikinn og tyrk- neskir fjölmiðlar boðuðu afsögn hans strax og flautað var af. „Þetta var ekki einn leikur, við töpuðum heilli keppni í kvöld. Við erum allir slegn- ir,“ sagði Günes. Þrenna frá van Nistelrooy Ruud van Nistelrooy skoraði þrennu fyrir Hollendinga sem héldu hreina sýningu í Amsterdam og gjör- sigruðu Skota. Sigur Skota í fyrri leiknum, 1:0, hafði því lítið að segja og úrslitin voru ráðin í hálfleik þegar staðan var 3:0. Wesley Sneijder, 19 ára piltur frá Ajax var þó aðalmaður Hollendinga því hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þrjú til viðbótar. Andre Ooijer og Frank de Boer kom- ust einnig á blað. Dick Advocaat, þjálfari Hollend- inga, veðjaði á fleiri unga leikmenn í gærkvöld því auk Sneijders voru Rafael van der Vaart og Wilfred Bouma í byrjunarliði hans en ekki kappar á borð við Clarence Seedorf, Patrick Kluivert og Frank de Boer, sem allir komu inn á sem varamenn. „Ég hef alltaf sagt að við ættum efnilega leikmenn. Öll þjóðin taldi þá tilbúna en ég var ekki á því að tíma- setningin væri rétt, fyrr en í kvöld,“ sagði Advocaat. Auðvelt hjá Spánverjum í Ósló Þrátt fyrir naumt tap í Valencia, 2:1, á miðvikudag áttu Norðmenn aldrei mögu- leika á eigin heimavelli gegn Spánverjum. Gestirnir t óku strax völdin, Raúl skoraði seint í fyrri hálfleik og þeir Vicente og Etxeberria bættu við mörkum fljótlega í þeim síðari. „Mínir menn voru frábærir í 90 mínútur og misstu ekki einbeitinguna eitt augna- blik. Það hefði verið afar sárt ef þessi hóp- ur hefði ekki komist til Portúgals – þetta lið varð að fara áfram,“ sagði Inaki Saez, þjálfari Spánverja. „Við höfðum viljann sem þurfti að fara áfram. Nú höfum við sjö mánuði til að búa okkur undir keppnina og látið okkur dreyma um að ná þeim árangri sem spænskur fótbolti þarfnast,“ sagði Raúl, sem skoraði sitt 37. mark í 68 landsleikj- um fyrir Spán. Nils Johan Semb, þjálfari Norðmanna, viðurkenndi að Spánverjar hefðu verið þeim fremri á öllum sviðum knattspyrn- unnar. „Við áttum aldrei möguleika og réðum ekkert við hraðann á þeim. Þetta var ekki skemmtilegur endir á keppn- inni,“ sagði Semb. Króatar fastagestir á EM Dado Prso tryggði Króötum sæti í loka- keppninni með því að skora sigurmarkið, 1:0, í nágrannaslagnum gegn Slóvenum í Ljubljana. Prso skoraði einnig um helgina þegar liðin gerðu jafntefli, 1:1, í Zagreb en hann sló hressilega í gegn fyrir skömmu þegar hann skoraði fjögur mörk fyrir Mónakó gegn Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu. Króatar hafa nú náð þeim einstæða árangri að komast í lokakeppni EM þrisvar í jafnmörgum til- raunum eftir að þeir öðluðust sjálfstæði fyrir áratug. Króatinn Igor Tudor var rekinn af velli eftir klukkutíma leik en Prso skoraði samt markið tveimur mínútum síðar. Heima- mönnum tókst ekki að nýta sér liðsmun- inn og náðu sjaldan að ógna marki Króata. Rússar gerðu góða ferð til Cardiff í Wales þar sem þeir lögðu heimamenn að velli, 1:0. Vadim Evseev skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik. Þjóðirnar gerðu áður markalaust jafntefli í Moskvu. Lettar komu á óvart og Hollendingar burstuðu Skota „Við töpuðum heilli keppni í kvöld“ LETTAR komu gífurlega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu jafn- tefli, 2:2, við Tyrki í Istanbúl og tryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu í fyrsta skipti. Hollend- ingar burstuðu Skota, 6:0, og Spánverjar fóru létt með Norð- menn í Ósló, 3:0. Króatar og Rússar kræktu í hin tvö EM- sætin sem í boði voru í gær- kvöld og þar með liggur endan- lega ljóst fyrir hvaða 16 þjóðir leika um Evrópumeistaratitilinn í Portúgal næsta sumar. Reuters Leikmenn Lettlands fagna hinum óvæntu úrslitum í Istanbúl í gær. Þeir taka þátt í lokakeppni EM í Portúgal næsta sumar, öllum á óvart. HANDKNATTLEIKUR HK – ÍR 20:20 Digranes, 1. deild karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, miðvikud. 19. nóvember 2003. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 4:5, 4:7, 6:7, 7:8, 8:10, 8:12, 11:14, 14:15, 14:17, 16:17, 16:18, 19:18, 19:20, 20:20. Mörk HK: Augustas Strazdas 5, Andrius Rackauskas 5/3, Már Þórarinsson 3, Sam- úel Árnason 3, Ólafur Víðir Ólafsson 2, Al- exander Arnarson 1, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 1. Varin skot: Björgvin Gústavsson 17/1 (þar af 3/1 til mótherja). Arnar Reynisson 1/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 6, Hannes Jón Jónsson 5/2, Ingimundur Ingimundar- son 3, Bjarni Fritzson 2, Sturla Ásgeirsson 2/2, Fannar Þorbjörnsson 1, Tryggvi Har- aldsson 1. Varin skot: Ólafur H. Gíslason 19/1 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson, fínir. Áhorfendur: 450. Staðan í suðurriðli: ÍR 10 8 1 1 308:250 17 Haukar 10 7 0 3 304:265 14 HK 10 6 1 3 277:256 13 Stjarnan 10 6 1 3 268:266 13 FH 10 6 0 4 291:262 12 ÍBV 10 2 1 7 290:307 5 Breiðablik 10 2 0 8 252:330 4 Selfoss 10 1 0 9 264:318 2 Þýskaland Essen – Eisenach ..................................23:22 Minden – Nordhorn ..............................34:38 Grosswallstadt – Magdeburg...............21:29 Lemgo – Hamborg ................................36:26 KNATTSPYRNA Undankeppni HM, S-Ameríku Venesúela – Bólivía..................................2:1 Rey 89., Arango 9. – Botero 59. - 30.000. Chile – Paragvæ .......................................0:1 - Carlos Paredes 30. - 60.000. Evrópukeppnin Keppni um farseðil á EM í Portúgal 2004, seinni leikir: Slóvenía – Króatía....................................0:1 - Dado Prso 61. Rautt spjald: Igor Tudor, (Króatíu) (59.) - 10.000.  Króatía vann samanlagt 2:1. Tyrkland – Lettland................................ 2:2 Ilhan Mansiz 20., Hakan Sükür 64. - Juris Laizans 66., Maris Verpakovskis 77. - 24.000.  Lettland vann samanlagt 3:2. Noregur – Spánn ..................................... 0:3 - Raúl Gonzalez 34., Rodrigues Vicente 49., Joseba Etxeberria 56. - 25.100.  Spánn vann samanlagt 5:1 Holland – Skotland.................................. 6:0 Ruud van Nistelrooy 36., 50., 66., Andre Ooijer 32., Frank de Boer 64. - 52.000.  Holland vann samanlagt 6:1. Wales – Rússland ..................................... 0:1 Vadim Evseev 22. - 73.062.  Rússland vann samanlagt 1:0. Vináttuleikir Ungverjaland – Eistland .........................0:1 - Meelis Rooba 87. - 2.000. Japan – Kamerún .....................................0:0 38.027. Portúgal – Kúveit .................................... 8:0 Pedro Pauleta 11., 21., 45., 53., Nuno Go- mes 69., 75., 87., Luis Figo 34. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Selfoss – ÍS............................................ 80:92 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: LA Clippers – Cleveland ....................95:103 New Orleans – New Jersey..................88:85 LA Lakers – Detroit ...........................96:106 Atlanta – Milwaukee ...........................101:93 Denver – Minnesota..............................76:89 Golden State – San Antonio.................81: 94 Chicago – Phoenix.................................82:95 Miami – Seattle....................................105:98 Leiðrétting Ekki var rétt farið með stigaskor í leik ÍR og Keflavík í 1. deild kvenna í körfuknatt- leiki sl. laugardag, þar sem Anna María Sveinsdóttir átti stórleik með Keflavík. Hér kemur rétt stigaskor leiksins: ÍR – Keflavík .........................................62:92 Stig ÍR: Eplunus Brooks 30, Rakel M. Viggósdóttir 13, Ragnhildur E. Guðmunds- dóttir 5, Anna J. Kjartansdóttir 4, Eva M. Grétarsdóttir 4, Hrefna D. Gunnarsdóttir 4, Sara S. Andrésdóttir 2. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 21, Rannveig K. Randversdóttir 16, Kristín Blöndal 14, Erla Reynisdóttir 9, Birna I. Valgeirsdóttir 8, María M. Erlingsdóttir 8, María R. Karlsdóttir 6, Erla Þorsteinsdótt- ir 6, Halldóra Andrésdóttir 4, Svava Ó. Stefánsdóttir 1. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Höllin Akureyri: Þór A. - Fjölnir .........19.15 Í KVÖLD ÞÆR sextán þjóðir sem leika í Evrópu- keppni landsliða í Portúgal næsta sumar, eru: Portúgal Frakkland Danmörk Tékkland Svíþjóð Þýskaland Grikkland England Búlgaría Ítalía Sviss Króatía Rússland Holland Spánn Lettland Keppnin hefst í Portúgal 12. júní og lýkur 4. júlí. Þessi lið leika á EM í Portúgal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.