Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 55 ARNAR Freyr Jónsson, bakvörður í körfuknattleiksliði Keflavíkur, fékk heilahristing í leik liðsins gegn Tindastól á þriðjudagskvöldið. Á heimasíðu Keflavíkur er sagt frá því að Arnar hafi fallið aftur fyrir sig eftir að leikmaður Tinda- stóls hafi keyrt inn í vörn liðsins. Höfuðið á Arnari endaði síðan á hné samherja hans, Nick Bradford og var það mikið högg. Í fyrstu bar Arnar sig vel, en eftir að hann hafði spurt Fal Harðarson þjálfara og leikmann Keflavíkur hvort hann hefði verið lengi inná vellinum sá Falur að Arnar var ekki með hlutina á hreinu og var honum kippt útaf. Þar missti Arnar nánast meðvitund og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar. Læknar töldu að Arnar hefði hlotið heilahristing og að auki er hann tognaður í baki. Jón Nordal sneri sig á ökkla Jón Nordal Hafsteinsson, fram- herji Keflvíkinga, sneri sig illa á ökkla í leiknum gegn Tindastól. Það er búist við því að Jón verði frá næstu vikurnar en hann fór í rönt- genmyndatöku eftir leikinn og var gengið úr skugga um að hann væri óbrotinn. Jón Nordal leikur því ekki með Keflavík í úrslitum Fyrirtækja- keppni KKÍ í Laugardalshöllinni um helgina. Arnar Freyr fékk mikið högg og heilahristing RÚRIK Gíslason, drengja- landsliðsmaður í knattspyrnu úr HK, fór í gær til enska liðs- ins Chelsea og dvelur í boði þess í London til sunnudags. Með honum fór Arnór Guð- johnsen umboðsmaður. Rúrik, sem er aðeins 15 ára, var markahæsti leikmaður drengjalandsliðsins í sumar með 5 mörk, æfir með ung- lingaliði Chelsea og spilar með því leik á sunnudaginn. Rúrik er mjög eftirsóttur því bæði Heerenveen í Hol- landi og Anderlecht í Belgíu vilja fá hann í sínar raðir en hann hefur dvalið við æfingar hjá báðum félögunum í haust og farið í tvígang til hollenska liðsins. Rúrik boðið til Chelsea Leikmenn beggja liða eru þekktirfyrir að gefa ekkert eftir, berj- ast til síðasta blóðdropa og þeir voru ekkert að skafa utan af því í þetta sinn, þarna mættust stálin stinn. Strax í byrjun var ljóst að bæði lið- in voru staðráðin í tryggja sér stigin tvö sem í boði voru, enda um dýrmæt stig að ræða þar sem ekki er ósenni- legt að liðin fylgist að upp í efri deild- ina eftir áramótin. Varnarleikur beggja liða var góður frá fyrstu mín- útu án þess þó að vera áberandi gróf- ur, menn tókust á en fóru sjaldnast yfir strikið. Markvarslan var fyrsta flokks hjá þeim Björgvini Páli Gúst- afssyni í HK-markinu og Ólafi H. Gíslasyni hjá ÍR. Sóknarleikurinn var hins vegar afar þunglamalegur og hugmyndasnauður hjá heima- mönnum en gekk skár hjá ÍR og það tryggði liðinu forystu lengst af. Ef undan eru skildar fyrstu mínúturn- ar, þegar HK komst í 2:0, þá höfðu ÍR-ingar forystu allt þar til heima- menn komust marki yfir, 19:18, þeg- ar sjö og hálf mínúta var eftir. ÍR- ingar höfðu þá farið illa að ráði sínu, hætt að leika sem ein liðsheild í sókninni og látið HK-menn æsa sig upp til lítt ígrundaðra sókna. Seigla og barátta HK-liðsins kom því inn í leikinn á ný og tryggði því annað stigið og það ekki í fyrsta sinn. Sem fyrr segir þá fóru ÍR-ingar illa að ráði sínu. Þeir voru sterkari í 45 mínútur, léku þá agaðan sóknar- leik og skipulagðan og góðan varn- arleik, en það dugir ekki gegn HK sem aldrei gefst upp. „Á heildina litið er ég óánægður með að fá aðeins eitt stig en þegar horft á þá staðreynd að við vorum undir, 19:18, þegar skammt var und- ir þá megum við þokkalega við una að hafa náð öðru stiginu, en auðvitað vildi ég fá bæði,“ sagði Júlíus Jón- asson, þjálfari ÍR, sem eftir sem áð- ur er með sitt lið í efsta sæti suður- riðils. „Við getum engum nema sjálf- um okkur um kennt að hafa ekki unnið, við stóðum vel að vígi en hætt- um að leika sem ein heild, létum HK- menn æsa okkur upp og þar með efldust þeir og tókst að komast inn í leikinn á nýjan leik,“ sagði Júlíus sem lauk lofsorði á vörn sína og markvörslu. „Sóknarleikurinn var í skelfilegur hjá okkur allan leikinn, það vantaði allt flot í hann. Það sem bjargaði okkur var varnarleikurinn og mark- varslan,“ sagði Árni Jakob Stefáns- son, þjálfari HK. „Það er mikil seigla í liðinu hjá mér og á henni tryggðum við okkur stigið, það getur enginn bókað sigur á okkur fyrr en flautað hefur verið af, það sannaðist enn einu sinni að þessu sinni,“ sagði Árni og taldi að Evrópuleikurinn gegn Drott sl. laugardag hafi setið í sínum mönnum. „Þetta gerðist líka eftir leikinn við rússneska liðið um dag- inn, þá náðum við okkur ekki á strik í næsta deildarleik á eftir, vorum heppnir að ná að vinna FH, svipað var upp á teningnum núna.“ Sem fyrr segir voru markverður liðanna, Björgvin og Ólafur góðir. Þá var Fannar Þorbjörnsson sterkur hjá ÍR-ingum, einkum í vörninni en var einnig drjúgur í sókn þar sem hann var ekki í öfundsverður af hlut- verki sínu á línunni. Jón Bersi Ellingsen og Alexander Arnarson voru öflugir í vörn HK. Strazdas náði sér vel á strik í sókn- inni í síðari hálfleik. Morgunblaðið/Sverrir Samúel Árnason, hornamaður HK, kominn framhjá Sturlu Ás- geirssyni og Ingimundi Ingimundarsyni og er í þann mund að skora eitt marka sinni framhjá Ólafi H. Gíslasyni, markverði ÍR. ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu AUGUSTAS Strazdas tryggði HK annað stigið gegn ÍR átta sek- úndum fyrir leikslok er liðin mættust í bráðskemmtilegum leik í Digranesi í gærkvöldi, 20:20. Strazdas skoraði eftir gegnumbrot og ÍR-ingar reyndu í kjölfarið allt hvað þeir gátu þær sekúndur sem eft- ir voru að tryggja sér sigur en það var um seinan. Geta þeir engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki leikið betur úr þeirri væn- legu stöðu sem þeir höfðu lengst af, m.a., 10:8 í hálfleik og nokkr- um sinnum náðu þeir fjögurra marka forskoti. Ívar Benediktsson skrifar  DAGUR Sigurðsson skoraði 4 mörk og átti stórgóðan leik þegar lið hans, Bregenz, sigraði Tulln, 26:22, í austurrísku 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöld. Dagur átti fjölmarg- ar góðar sendingar á lærisveina sína í leiknum. Bregenz er með tveggja stiga forystu í deildinni, er með 17 stig en Alpla Hard kemur næst með 15 og síðan West Wien og Linz með 12 stig hvort.  SIGFÚS Sigurðsson og Stefan Kretzschmar voru atkvæðamestir hjá Magdeburg þegar liðið vann öruggan útisigur á Grosswallstadt, 29:21, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson var ekki á meðal marka- skorara Grosswallstadt í leiknum.  ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans styrktu stöðu sína með sigrin- um en Magdeburg er í þriðja sæti með 20 stig eftir 12 leiki. Flensburg er með 23 stig og Lemgo 21 en bæði hafa spilað 13 leiki.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 3 mörk fyrir Essen sem vann nauman sigur á Eisenach á heima- velli í gærkvöld, 23:22. Essen er í sjö- unda sætinu með 13 stig.  SIGURSTEINN Arndal var ekki á meðal markaskorara hjá Team Hels- inge þegar liði tapaði fyrir AaB frá Álaborg, 24:23, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Team Helsinge er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni með 4 stig eftir átta leiki.  ROLANDO Uríos, handknatt- leiksmaður frá Kúbu sem leikur við hlið Ólafs Stefánssonar hjá Ciudad Real, er í þann veginn að fá spænsk- an ríkisborgararétt. Uríos er línu- maður og varð markakóngur á HM 1999 og Spánverjar gera sér vonir um að hann verði löglegur með landsliði þeirra á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta sumar.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, ætlar ekki að kalla á þýska varnarmanninn Moritz Volz frá Fulham, eins og talið var. Arsen- al hafði lánað Fulham Volz til 31. desember. Þegar Lauren fer í fjög- urra leikja bann nú um helgina, mun Wenger setja Pascal Cygan í hans stað – annaðhvort er að hann leiki sem hægri bakvörður, eða þá fari inn á miðjuna við hlið Sol Campbell og þá yrði Kolo Toure færður í stöðu bakvarðar, en hann er fljótari á ferð- inni en Cygan.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley, vonast til að fá Garry Monk varnarmann lánað- ann frá Southampton í fjórar vikur. Hann á að fylla upp í það skarð sem þeir Peter Handyside og Lee Crooks hafa skilið eftir, en þeir eru meiddir. Barnsley vonast til að fá Monk fyrir útileik gegn Bristol City um helgina. FÓLK CIUDAD Real heldur sínu striki í spænsku 1. deildinni í handknattleik og er sem fyrr eina liðið sem ekki hefur tapað stigi ennþá. Í gærkvöldi vann liðið ellefta leikinn í deildinni á leiktíðinni þegar það lagði Cangas, 28:23, á heimavelli, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 17:7. Ólafur Stef- ánsson skoraði aðeins tvö mörk en annars dreifðist álagið mik- ið á milli leikmanna Ciudad í leiknum en þeir voru nýkomnir heim frá Úkraínu þar sem þeir léku í Meistaradeildinni á sunnudagskvöldið. Ciudad er þremur stigum á undan meist- urum Barcelona, en þeir unnu Arrate, 36:27, á útivelli. Bidasoa, liða Heiðmars Fel- ixsonar og Patreks Jóhann- essonar, steinlá á útivelli fyrir Caja España Ademar, 31:20. Ellefti sigur Ciudad RÓBERT Gunnarsson skoraði ellefu mörk fyrir Århus GF þegar liðið tapaði fyrir GOG, 44:35, á útivelli í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Århus GF gengur ekki sem best í og er í áttunda sæti af 14 liðum með sex stig að loknum átta leikjum. GOG er hins vegar í öðru sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir Kolding sem trónir á toppn- um. Róbert er eftir sem áður markahæsti maður dönsku deildarinnar, hefur skoraði 65 mörk. Róbert fór á kostum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.