Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 57 FYRIR tveimur árum rak upp á íslenskar fjörur plötuna „Not so sweet“ með Heru sem komið hafði út á Nýja-Sjálandi þar sem hún er búsett. Á plötunni var eins konar samsafn eldri laga sem Hera átti í sarpi sínum og vakti ekki mikla athygli hér heima, nema hjá kvik- myndaleikstjóranum Baltasar Kor- máki sem notaði lagið „Itchy Palms“ í mynd sína, Hafið. Þá fóru hlutirnir af stað, skífan „Not your type“ gefin út í kjölfarið (sem hafði að geyma lög af „Not so sweet“ auk nýrra laga) og Hera hitaði upp fyrir Bubba á tónleika- reisu um landið og meira að segja Nick Cave í fyrra, og fékk Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í febrúar. Geri aðrir betur. Á þessari nýju plötu syngur Hera á íslensku enda jafnvíg á bæði íslensku og ensku, þótt ís- lensku textarnir virki dálítið fast- ari í skorðum og tjáningin ekki eins nærgöngul eða persónuleg og sást víða á fyrri plötum hennar. Hera sækir í söngvaskáldahefðina, semur melódísk lög í þjóðlagaand- anum með kassagítarinn að vopni og hefur ekki farið leynt með að- dáun sína á Bubba og Megasi. Þeim vottar hún virðingu á plöt- unni með því að flytja tvö lög eftir Bubba („Stúlkan sem starir á haf- ið“ og „Talað við gluggann“), eitt lag, reyndar nýtt, eftir Megas og „Vegbúann“ eftir KK, lög sem Hera hefur sagt að hafi haft mikil áhrif á sig og hún flytur þau af til- finningu, en fer ekki langt frá upp- runalegu útgáfunum. Rödd hennar er björt og sterk og gefur lögunum fyllingu jafnvel þótt undirleikur sé hinn einfaldasti, jafnvel aðeins nokkrar píanónótur eins og í „Stelpan sem starir á hafið“. Hún hefur líka á valdi sínu ýmis blæ- brigði og maður hefur á tilfinning- unni að hún geti beitt röddinni á alla vegu og leikið sér með hana, það sýnir sig að nokkru leyti í lagi Megasar „Sönglausi næturgalinn“ þar sem hún leikur sér meira með röddina í anda fyrirmyndarinnar sem syngur á móti henni í fínu lagi. Lagið „Myndin af þér“ eftir Heru sem hún tileinkar Megasi finnst mér standa upp úr á plöt- unni. Lágstemmd og róleg kassa- gítarballaða, blátt áfram og vel samin með einföldum en góðum texta sem og viðlagi sem hljómar áfram í kollinum eftir að diskinum lýkur. Lokalagið „Dimmalimm er einnig sterkt, á nokkuð dimmari nótum og þyngra og Hera býr til persónu sem sækir nafn sitt í æv- intýri, einkenni sem sést víðar í textum hennar og virkar vel, gefur fleiri möguleika á túlkun. „Eyr- arröst“ er líka áheyrilegt, nokkuð rafmagnaðra og rokkaðra en flest lögin og hefur á sér notalegan og viðkunnanlegan blæ sem hæfir vel textanum þar sem sögð er lítil saga af góðum báti. Önnur lög finnst mér heldur meinlaus og fátt nýstárlegt að finna þótt flutningur og söngur séu í besta lagi, t.d. „Dararamm“ sem virkar einfald- lega gamaldags þótt hér sé reynt að rokka og hið hæga „Sit og vaki“ er afar fyrirsjáanlegt í hljómavali og framvindu (og mér finnst nú varla hægt að enda erindi á klisj- aðri línu eins og „mér var um og ó“). Hera fær með sér afar trausta menn í flutninginn en það myndi ekki saka að hrista meira upp í lögunum, og hleypa meiri tilrauna- gleði inn. Ef maður gerir það ekki um tvítugt, hvenær þá? „Traust“ og „vandað“ ættu ekki að vera það sem manni dettur fyrst í hug hjá ungum og metnaðarfullum tónlist- armanni, hér væri eftirsóknarverð- ara að finna meiri áhættu og ég saknaði líka þessa persónulega, hvassa tóns sem finna mátti hér og þar á fyrri skífum. Tónlist Sléttur sjór Hera Hafið þennan dag Skífan Lög og textar eftir Heru auk fjögurra tökulaga eftir Bubba, Megas og KK. Söngur og gítar: Hera, Jakob Smári Magnússon, bassi, gítar, hljómborð, munnharpa og fleira, Guðmundur Pét- ursson, Arnar Geir Ómarsson, trommur. KK leikur á hawaii-gítar og banjó í laginu Vegbúinn og Megas syngur í lagi sínu „Sönglausi næturgalinn“. Upptökustjórn: Guðmundur Pétursson. Upptökur og hljóðblöndun: Hrannar Ingimarsson. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hera Hjartardóttir syngur í fyrsta sinn á íslensku á plötunni Hafið þennan dag. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS M OR 2 27 64 1 1/ 20 03 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.