Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sumar fjárfestingar eru lengi að ná fullumþroska. En þærmikilvægustu vaxa miklu hraðar en þú vildir. ÍSLANDSBANKI Hvar sem þú ert Er kólesterólið of hátt? Mælingar í síma 564 5600 ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka verðtryggða inn- og útláns- vexti um 0,3 prósentustig frá og með morgundeginum. Vextir á lífeyris- sparnaðarreikningum og Framtíðar- reikningi sem er reikningur fyrir börn og unglinga sem ekki eru orðin fjárráða lækka minna eða um 0,15 prósentustig. Kjörvextir verð- tryggðra útlána verða 6,15% eftir lækkunina. „Vaxtaþróun á verðbréfamarkaði, þróun lánsfjáreftirspurnar og sterk staða Íslandsbanka hafa skapað skil- yrði til þess að lækka verðtryggða vexti bankans umtalsvert á undan- förnum mánuðum. Alls hefur Ís- landsbanki lækkað verðtryggða út- lánsvexti um 130 punkta (1,3 prósentustig) frá byrjun nóvember í fyrra. Innlánsvextir bankans hafa á sama tíma verið lækkaðir mun minna með samsvarandi lækkun vaxtamunar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá bankanum af þessu tilefni. Íslandsbanki lækkar verð- tryggða vexti um 0,3% BARNAVERNDARSTOFA hefur verið að undirbúa það undanfarna mánuði, í sam- starfi við Neyðarlínuna, að hægt verði að hringja í númer Neyðarlínunnar, 112, og til- kynna barnaverndarmál. Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að með þessu sé ætlunin að skapa börnum og öðrum í þjóðfélaginu betri skilyrði til að kalla eftir hjálp ef upp koma mál sem talin eru brjóta á réttindum barna. Hjá 34 barnaverndarnefndum í landinu er í fáum tilvikum hægt að hringja í einhver símanúmer en Bragi bendir á að þessi mál komi oftast upp á kvöldin og um helgar, utan hefðbundins vinnutíma. Barnaverndarstofa hefur óskað eftir fjár- veitingu frá stjórnvöldum til að koma þessu í kring og er Bragi bjartsýnn á að þetta nái fram að ganga á næsta ári. Viðbrögð barna- verndarnefnda hafi almennt verið jákvæð, þó með nokkrum undantekningum, en sam- kvæmt barnaverndarlögum þurfa nefndirn- ar að veita öðrum heimild, í þessu tilviki Neyðarlínunni, til að taka við tilkynningum í sínu umboði. Barnaverndarstofa er að vinna að gátlista fyrir starfsfólk Neyðarlínunnar til að svara svona málum. Er Neyðarlínunni svo ætlað að bregðast við ef um bráðatilvik er að ræða en koma svo málunum til viðkomandi barna- verndarnefnda. Nái þetta fram að ganga segist Bragi halda að Íslendingar verði fyrstir Evrópuríkja til að koma á einni sím- svörun fyrir barnaverndarmál. Hringt verði í 112 með barna- verndarmál Morgunblaðið/Þorkell AÐEINS fimm konur eiga sæti í stjórnum fyrirtækjanna fimmtán sem mynda Úrvals- vísitöluna. Stjórnarsætin eru alls 95 og skiptast á milli 85 einstaklinga. Hlutfall kvenna í stjórnarsætum þessara stjórfyrir- tækja er því 5,3%. Karlmenn verma 94,7% sætanna. Í stjórnum tíu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu situr engin kona en í hverju hinna fimm er ein kona í stjórn. Svo gæti farið að konum fækkaði enn í stjórnum Úrvalsvísitölufyrir- tækja á næstunni. Uppstokkun í stjórnum virðist ekki skila konum fleiri sætum. Hlutur kvenna í stjórnum 5,3%  Ein kona fyrir/B14 Fyrirtæki í Úrvalsvísitölu SKAGINN hf. á Akranesi hefur þróað nýja vinnslutækni í fisk- vinnslu sem þykir umbylta hefð- bundinni vinnslu á ferskum fiski. Samanburður við hefðbundna fiskvinnslu hefur leitt í ljós að hin nýja tækni skilar um 38 króna hærri framlegð á hvert hráefnis- kíló í vinnslu ferskra flaka. Nýja vinnslutæknin byggist á undirkælingu hráefnisins og var markmið Skagans með þróun nýju vinnslutækninnar að auka verðmæti afurða með því að hækka hlutfall þess sem fer í ferska vinnslu, auka hlutfall hvers flaks sem fer í verðmestu flokkana og lengja þann tíma sem fiskurinn er seldur ferskur. Ingólfur Árnason, stjórnarfor- maður Skagans, segir að öllum þessum markmiðum hafi verið náð og gott betur. Hin nýja vinnsluaðferð Skag- ans hefur nú um nokkurt skeið verið reynd hjá Tanga hf. á Vopnafirði. Í samanburði við hefðbundna vinnsluaðferð kom í ljós að framlegð vinnslunnar jókst um tæp 162% með nýju vinnsluaðferðinni. Þannig batnaði afurðaskipting umtalsvert og fór stærri hluti hráefnisins í verðmeiri pakkningar en afskurður var í al- geru lágmarki. Miðað við eitt hrá- efniskíló jókst framleiðsluverð- mætið með nýrri vinnsluaðferð um 17%, meðalverð hækkaði um 15%, launakostnaður dróst saman um 15,4% en umbúðakostnaður jókst hinsvegar um 18,7%. Niðurstaða samanburðarins var sú að ávinn- ingurinn var um 38 krónur á hvert kíló hráefnis sem fór í gegnum vinnsluna. Þá sýndu niðurstöður Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins að með nýju aðferðinni fengust mýkri, safaríkari og meyrari flök. Ennfremur leiddi samanburður- inn í ljós að með nýju aðferðinni má auka geymsluþol afurðanna um- talsvert. Afurðir unnar úr undir- kældu hráefni er þannig hægt að flytja á markað með skipum í stað flugs en flutningskostnaður með skipum er umtalsvert lægri. Einar Víglundsson, framleiðslustjóri hjá Tanga, segir það skipta miklu fyrir fiskvinnslu sem sé staðsett svo langt frá Keflavíkurflugvelli að koma fiskinum sjóleiðis á markað, án þess að það komi niður á gæðum afurðanna. Fiskvinnsla Tanga þurfi að borga mun hærri flutn- ingsgjöld en fiskvinnslur á höfuð- borgarsvæðinu ef fiskinum er flog- ið á markað. Ný tækni stóreykur verðmæti ferskfisks  Umbylting/C2–C3 Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Alls voru send 7 tonn af ferskum flökum frá fiskvinnslu Tanga á Vopna- firði í gær. Fiskurinn var fluttur utan bæði flugleiðis og sjóleiðis. FIMM Kínverjar og einn Singapúrbúi, sem komu til landsins nú í nóvember, bíða nú dóms í ákærumáli sem lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli hefur höfðað gegn þeim fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við landamæraeftirlit í Leifsstöð. Fólkið var leitt fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær og birt ákæra í málinu. Dóms er að vænta í dag, fimmtudag. Fólkið er á aldr- inum 19 ára til rúmlega fimmtugs og kom dagana 8.–14. nóvember, tvennt í senn. Skoðun á vegabréfunum í Leifsstöð leiddi í ljós að skipt hafði verið um upplýs- ingasíður í vegabréfunum og nýjar passa- myndir settar í þau. Einn hinna ákærðu sagðist hafa keypt vegabréf sitt í Taílandi en allir hafa viðurkennt hjá lögreglu að hafa vitað að vegabréfin væru fölsuð. Háttsemi þeirra er talin varða við 155. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um allt að átta ára fangelsi við skjalafalsi af því tagi sem ákært er fyrir. Hér sést fólkið í héraðsdómi í gær. Lögreglumaður situr við hlið þess. Morgunblaðið/Ómar Bíða dóms vegna falsaðra vegabréfa ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.