Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 B 15 Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk VÍS býður fyrirtækjum og einstaklingum með atvinnurekstur samsetta vátryggingar- vernd. Þarfir fyrirtækja eru breytilegar og með fyrirtækjatryggingum VÍS velja fyrirtæki sér vernd sem sniðin er að þeirra þörfum. Þjónustufulltrúar, sérhæfðir í fyrirtækjatrygg- ingum, annast fyrirtækin sem tryggja hjá VÍS og aðstoða við val á þeirri vernd sem hæfir viðkomandi rekstri. Hringdu í síma 560 5060 og kannaðu hvað við getum gert fyrir fyrirtækið þitt eða sendu fyrirspurnir á upplysingar@vis.is Fyrirtækjatryggingar VÍS tryggja öruggara starfsumhverfi. Fyrirtækjatryggingar VÍS eru sérsniðnar að þínum atvinnurekstri F í t o n F I 0 0 8 2 5 1 ● NÝTT tölublað Vísbendingar er komið út ásamt fylgiritinu Íslenskt at- vinnulíf. Í Vísbendingu er m.a. fjallað um aukin gjaldþrot og árangurslaus fjár- nám á Íslandi, skoðun bandarískra stjórnvalda á starfsemi fjárfesting- arsjóða og Sigurður Jóhannesson fjallar um virði útsýnis til Esjunnar fyrir Reykvíkinga. Í grein Sigurðar kemur m.a. fram að um miðjan október síðastliðinn var minnst á útsýni í um 20% af ríflega 1.200 íbúðaauglýsingum úr Reykjavík á vefnum hus.is. Í 34 auglýsingum, eða 3% þeirra, kemur fram að sjá má Esjuna úr íbúðinni. Í sjálfu sér bendir það, að minnst er á útsýni í auglýs- ingu, til þess að það sé talið auka verðmæti húsnæðisins. Áhrif útsýnis á verð voru metið með aðfallsgrein- ingu. Uppsett húsnæðisverð var skoðað sem fall af nokkrum þáttum, meðal annars því hvort gott útsýni væri þaðan og þá sérstaklega hvort þaðan sæist til Esjunnar. „Hins vegar eru niðurstöður um tæplega 350 hæðir (flestar í tví- og þríbýlishúsum), raðhús, parhús og einbýlishús. Minnst er á útsýni í 30% auglýsinganna, þar af kemur fram í 16 auglýsingum, eða tæplega 5%, að Esjan sést úr íbúðinni. Að gefnum öðrum breytum (sjá töflu) kemur fram að uppsett verð hækkar um 9% ef Esjan sést úr íbúðinni að öðru jöfnu, en um 5% ef þaðan er annað umtals- vert útsýni. Stuðull við Esjuna telst marktækt frábrugðinn núlli, þó að at- huganir séu ekki margar (p=0,00), en stuðull við annað útsýni er á mörkum þess að teljast marktækur miðað við algeng mörk. Hvers virði er þá útsýni til Esjunnar samkvæmt þessari at- hugun? Ef ekkert annað umtalsvert sést úr íbúðinni lyftir útsýni þangað íbúðarverðinu upp um 9%. Hitt er lík- ast til algengara, að eitthvað fleira markvert sjáist, þannig að íbúar gætu til dæmis huggað sig við útsýni til Akrafjalls eða Skarðsheiðar þó að Esjunni yrði breytt í bílastæði. Verð- lækkun þessara íbúða yrði þá mis- munurinn á 9% og 5%,“ að því er fram kemur í grein Sigurðar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Fjallað um verðgildi útsýnis í Vísbendingu ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 113,4 stig í október sl. og lækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Á sama tíma var sam- ræmda vísitalan fyrir Ísland, 125,8 stig, hækkaði um 0,4% frá sept- ember. Frá október 2002 til jafn- lengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,9% að meðaltali í ríkj- um EES, 2,0% á evrusvæðinu og 1,1% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,3% á Ír- landi og Grikklandi. Verðbólgan var minnst 0,9% í Finnlandi og 1,0% í Austurríki. Þá mælist 2,3% verð- bólga í Bandaríkjunum en 0,2% verð- hjöðnun í Japan, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Í morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að á síðustu árum fór verðbólga á Íslandi hátt yfir meðaltal EES-ríkja, eða frá árinu 1999 þar til í lok ársins 2002 þegar hún fór loks á ný undir meðaltalið. Síðustu mánuði hefur Ísland aftur á móti verið í hópi þeirra landa þar sem verðbólga hefur verið hvað minnst. Minnst verðbólga í Finnlandi á EES-svæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.