Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 16
16 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚTRÁS MP Fjárfestingarbanki hf. Skipholti 50d Sími 540 3200 Fax 540 3201 mottaka@mp.is www.mp.is Hafðu samband við okkur í síma 540 3200 Fjölbreytt fjármálafljónusta R eglulega birtast fréttir af kaupum Íslendinga á erlendum fyrirtækj- um. Á þessu hausti má nefna kaup Össurar á fyrirtækinu Generation II fyrir 2,4 milljarða, kaup Kaupþings Búnaðar- banka á 30% hlut í finnska fjármála- fyrirtækinu Norvestia á 5,5 millj- arða, kaup Kaupþings Búnaðarbanka á tæplega 10% hlut í breska fjármálafyrirtækinu Singer & Frielander fyrir rúmlega 5 millj- arða, kaup Samskipa á hollenska flutningafyrirtækinu Van Dieren Mari- time og að lokum kaup Baugs og fleiri aðila á Oasis tísku- verslanakeðjunni fyrir 19,6 milljarða. Viðskiptasagan geymir einnig dæmi um kaup á erlendum fyrirtækjum sem hafa ekki gengið sem skyldi. Sem dæmi má nefna kaup Útgerð- arfélags Akureyr- inga á austur-þýska sjávarútvegsfyrir- tækinu Meclenbur- ger Hochseefisherei árið 1993. Á sínum tíma var litið á þessi kaup sem tímamót í íslenskum sjávarútvegi og glæsilegt dæmi um útrásarmöguleika Íslendinga. Í þess- ari grein er litið yfir viðskiptasöguna hvað varðar kaup íslenskra fyrir- tækja á erlendum fyrirtækjum og fjallað er um aðferðir við slík kaup. Markmiðið er að vekja athygli ein- staklinga og fyrirtækja á þeim möguleikum sem felast í að stækka markaði og vinna ný lönd með kaup- um á erlendum fyrirtækjum. Yfirleitt í sömu grein Fyrirtæki eru keypt af mörgum ástæðum. Algengt er að kaupandinn telji sig með kaupunum geta styrkt núverandi rekstur. Slík styrking get- ur verið af ýmsum toga, s.s. kaup á fyrirtæki sem er í sömu viðskiptum, kaup á fyrirtæki sem er í sömu virð- iskeðju eða kaup á fyrtækjum sem veita aðgang að tiltekinni tækni eða framleiðsluleyfum. Algengust eru kaup á fyrirtækjum sem starfa í sömu grein og kaupand- inn. Kaupþing Búnaðarbanki kaupir fjárfestingabanka á Norðurlöndun- um vegna þess að bankinn hefur skil- greint Norðurlönd sem sinn heima- markað. Erfitt eða útilokað er fyrir bankann að ná viðlíka árangri með því að stóla á innri vöxt fyrirtækis- ins. Íslensku flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip hafa með kaup- um á umboðsfyrirtækjum sínum er- lendis keypt fyrirtæki í sömu virð- iskeðju. Össur keypti fyrr á þessu ári lítið sænskt fyrirtæki, Linea Ortho- pedics, til að öðlast aðgang að tækni í tengslum við stoðtæki. Íslensk fyr- irtæki og íslenskir fjárfestar hafa einnig í vaxandi mæli keypt fyrir- tæki erlendis sem fjár- festingu án allra sjáan- legra tengsla við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkar fjárfest- ingar eru kaup nokkurra íslenskra fjárfesta á tískufyrirtækinu Karen Millen og kaup íslenskra fjárfesta á sjávarútvegs- fyrirtækinu Larsen Gro- up í Danmörku. Aflaheimildir tryggðar Ekki eru nema rúmlega 10 ár síðan íslensk fyrir- tæki fóru að kaupa fyrir- tæki erlendis í þeim til- gangi að vaxa og vinna nýja markaði. Augljós skýring á því er höft á fjár- málamörkuðum og almenn þröng viðskiptaleg sýn á árunum fyrir 1990. Fyrstu viðskiptin af þessu tagi tengdust sjávarútvegi. Markmiðið í fyrstu var ekki beinlínis útrás heldur fólust kaupin upphaflega í að tryggja tiltekna hagsmuni s.s. að kaupa fyr- irtæki til að komast inn fyrir tollam- úra eða kaupa fyrirtæki til að tryggja aðgang að aflaheimildum. Sem dæmi um slík kaup má nefna kaup SÍF á franska fyrirtækinu Nor- dMorue 1990 sem höfðu að markmiði að tryggja hagsmuni varðandi inn- flutning á saltfiski til Evrópu. Árið 1992 keypti Grandi hlut í Friosur – sjávarútvegsfyrirtæki í Chile. Árið 1993 keypti Útgerðarfélag Akureyr- inga austur-þýska sjávarútvegsfyr- irtækið Meclenburger Hochseefis- herei og tveimur árum síðar keypti Samherji Deutsche Fishfang Union sem einnig er austur-þýskt sjávarút- vegsfyrirtæki. Meginmarkmið kaup- anna hjá Granda, Útgerðarfélagi Ak- ureyringa og Samherja var að tryggja aðgang að aflaheimildum. Undir lok aldarinnar hefst nýtt tíma- bil hvað varðar fjárfestingar ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja í er- lendum fyrirtækjum. Kaupendur líta meira til fyrirtækja sem starfa við fullvinnslu sjávarafurða og í fram- haldi af því til fyrirtækja í matvæla- vinnslu almennt. Markmiðið með kaupunum er ýmist að lengja virð- iskeðjuna, þ.e. að kaupa fyrirtæki sem geta fullunnið og selt afurðir ís- lensku sjávarútvegsfyrirtækjanna eða að útvíkka markaði með því að kaupa fyrirtæki í skildri starfsemi. Fyrstu fjárfestingar af þessu tagi eru kaup SÍF á franska fyrirtækinu Delpierre árið 1998. Ári síðar kaupir Bakkavör sænska fyrirtækið Lysikil og árið 2000 kaupa hluthafar Sam- herja þýska fyrirtækið Hussman & Hahn. Bakkavör fjárfestir í fyrir- tækjum óháðum sjávarútvegi – fyrst í breska fyrirtækinu Vine & Dine ár- ið 2000 og síðan í „stærstu fyrir- tækjakaupum Íslandssögunnar“ kaupir Bakkavör breska fyrirtækið Katsouris Fresh Food árið 2001. Nýjustu kaup af þessu tagi eru kaup SÍF á Lyons Seafood í Bretlandi síð- astliðið sumar og kaup nokkurra fjárfesta á Larsen Group í Dan- mörku fyrir nokkrum vikum. Áhugi fjármálafyrirtækja vaknar Sjávarútvegsfyrirtæki riðu á vaðið hvað varðar kaup á erlendum fyrir- tækjum. Í kjölfar þeirra koma þjón- ustu- og iðnfyrirtæki með tengsl við sjávarútveg. Sem dæmi um slík fyr- irtæki má nefna Marel, Hampiðjuna, Sæplast, Eimskip og síðar Samskip. Líklega eru kaup Marel á danska fyrirtækinu Carnitech árið 1997 meðal fyrstu fyrirtækjakaupa ís- lensks iðnfyrirtækis erlendis. Frá árinu 1999 kaupa Hampiðjan og Sæ- plast nokkur fyrirtæki víða um heim- inn og styrkja þannig markaðsstöðu sína. Eimskip og síðar Samskip keyptu upp fjölmörg umboðsfyrir- tæki sín erlendis og önnur flutninga- fyrirtæki með það að markmiði að ná fram lækkun kostnaðar og auknum tekjum á erlendum mörkuðum. Á sviði heilbrigðismála hafa ís- lensk fyrirtæki verið nokkuð stór- tæk. Fremst í flokki fer Össur sem kaupir Flex Foot, Century XXII, Pi Medical og Karlsson & Bergström árið 2000, Capod Systems árið 2002 og Linea Orthopedics og Generation II árið 2003. Auk þess má nefna kaup Iconsjóðsins og síðar Pharmaco á Balkanpharma 1999, kaup Tölvu- Mynda á hlut í ítalska fyrirtækinu Exper Automation árið 2000, kaup Flögu á Medcare árið 2002, og kaup Íslenskrar erfðagreiningar á banda- ríska fyrirtækinu MediChem 2002. Með auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í útlöndum jókst áhugi ís- lenskra fjármálafyrirtækja á að hasla sér völl erlendis – til að þjóna íslenskum viðskiptavinum sínum og til að afla nýrra markaða. Fyrstu sporin voru stigin með stofnun dótt- urfélaga í Luxembourg – fyrsta slíka félagið var stofnað af Kaupþingi 1998. Árið 2000 var atburðaríkt í bankaheiminum þegar Landsbanki Íslands keypti hlut í Heritable Bank og Íslandsbanki (FBA) keypti R. Raphael & Sons – hvort tveggja breskir bankar. Það var hlutverk Kaupþings og síðar Kaupþings Bún- aðarbanka að leiða útrás íslensku bankanna. Kaupþing hefur skil- greint Norðurlönd sem sinn heima- markað og markvisst keypt upp fyr- irtæki á Norðurlöndunum – sænsku fyrirtækin Aragon og JP Nordiska 2002, finnska fyrirtækið Sofi 2002, ráðandi hlut í finnska fyrirtækinu Norvestia 2003 og lítið norskt fjár- málafyrirtæki, Tyren Holding 2003. Nýjustu fjárfestingar Kaupþings Búnaðarbanka eru í Singer & Friel- ander sem er breskur fyrirtækja- banki – þar á Kaupþing nú tæplega 10% hlut. Stærð skiptir ekki öllu Flest félög sem hér eru nefnd til sög- unnar eru stór og öflug. Þó eru mik- ilvægar undantekningar sem sýna að stærðin skiptir ekki öllu máli heldur stjórnunarlegur ásetningur og styrkur. Áhugavert er að skoða sögu Sæplasts í þessum efnum. Fyrirtæk- ið var tiltölulega lítið og starfaði á þröngum markaði við framleiðslu á plastkerjum fyrir sjávarútveg. Að mörgu leyti var fyrirtækið hefðbund- ið íslenskt iðnfyrirtæki með lítinn markað og takmarkaða afkomu- möguleika. Árið 1999 byrjaði Sæ- plast að kaupa önnur fyrirtæki og á nú verksmiðjur á Íslandi, Noregi, Indlandi, Kanada, Spáni og Hollandi. Flest eru þetta fyrirtæki sem Sæ- plast hefur keypt og sameinað rekstri félagsins á Íslandi. Hjá félag- inu starfa nú u.þ.b. 300 manns – þar af um 40 á Íslandi. Annað áhugavert dæmi um möguleika lítilla fyrirtækja til að vaxa með kaupum á erlendum fyrirtækjum er Nordic Photos. Fyr- irtækið er stofnað með þaðað mark- miði að selja norrænt myndefni með rafrænum hætti. Nordic Photos á takmarkaða markaðsmöguleika á Ís- landi enda stofnað með það markmið í huga að starfa á Norðurlöndunum. Þetta litla fyrirtæki hefur þegar keypt tvö fyrirtæki í sambærilegum rekstri í Svíþjóð. Uppkaup á fyrir- tækjum eru ekki einungis verkfæri stórra fyrirtækja á hlutabréfamark- aði heldur áhugavert tæki fyrir öll fyrirtæki sem hafa fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk. Aðferðir við kaup og yfirtökur Áður en hafist er handa við kaup á erlendu fyrirtæki er mikilvægt að fyrir liggi raunhæfar viðskiptaáætl- anir, markmiðasetning og stefnu- mótun. Í framhaldi af samruna Ís- landsbanka og Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) árið 2000 var Íslandsbanki eigandi að einkabanka í Bretlandi, var meðal fjárfesta í nýj- um Internet-banka í Danmörku og átti í viðræðum um kaup á banka í Lettlandi. Líklegt er að svo fjölþætt stefna sé erfið í framkvæmd. Mikilvægt er að kaupandinn geri sér grein fyrir fjárhagslegri og stjórnunarlegri getu til að takast á við verkefnið og miði væntingar og markmið kaupanna við það. Kaup á fyrirtæki erlendis tekur mikinn stjórnunartíma frá hæfum stjórn- endum – slíkur tími þarf að vera fyrir hendi hjá kaupandanum. Á tímabili sinnti Baugur stórviðskiptum beggja vegna Atlantshafsins. Slíkt stórvirki hefði vafist fyrir mun stærri fyrir- tækjum enda hefur félagið nú beint meginsókn sinni erlendis að Bret- landsmarkaði með góðum árangri. Í ljósi menningar, tungu og fjar- lægðar ættu íslensk fyrirtæki fyrst og fremst að leita kauptækifæra á Norðurlöndum og í Bretlandi. Aðrir markaðir henta íslenskum fyrirtækj- um síður vegna fjarlægðar, tungu- málaerfiðleika og ólíkrar viðskipta- menningar. Fyrsta skrefið við kaup á fyrirtækjum er að afla upplýsinga um fyrirtæki sem starfa á viðkom- andi mörkuðum. Mikilvægt er að hafa heildarmynd af starfsviðinu á því markaðssvæði sem um ræðir. Safna þarf öllum aðgengilegum upp- lýsingum um viðkomandi fyrirtæki sem fáanlegar eru. Val á fyrirtæki tekur tillit til viðskiptaáætlana og markmiða kaupandans ásamt upp- Kaup Íslendinga á erlendum fyrirtækjum    J   >$  . J #     . J # " " %)    * + *  ,  - K ?   @6 >L 1. ?  51G , 6   (  ( ? % ?  41G  E  ?   ?  313 , (M( C  ? $ 41,  B    )) C  6 12 , 9  . 8( ?  1- ,   >  K> 6 . $L#& 13     ( ? $ 12  1 > N 8   ?  1  ? 9  F ?  5  !  ? K> 6 . $L#& -- , O N  ? % ?  -4  (  ( @  E ?  3  9   ? % $L#& G,4 555 K K  . E ? $ 4 ,    . 8( 6 , 553    8( (   55 9  K >  C  $L#& 43 ,           ! "   # $ Á síðustu 15 árum hafa orðið miklar breytingar í íslensku viðskiptalífi. Eitt einkenni þessara breytinga er aukin útrás fyrirtækja á erlenda markaði. Sú útrás felst í auknum útflutningi á vöru og þjónustu og kaupum íslenskra fyrirtækja á erlendum, að sögn Árna Zophoniassonar. Meðal fræðimanna eru kaup og samrunar fyrirtækja umdeild leið til vaxtar. Þessi leið virðist þó henta íslenskum fyrirtækjum vel til útrásar. Árni Zophoniasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.