Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 18
18 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR ● MEÐ veiruvarnarforritinu Lykla-Pétri er nú hægt að greina meira en 100 þúsund veirur, orma og önnur skaðleg tölvu- forrit, að því er fram kemur í til- kynningu frá Friðriki Skúlasyni ehf. „Margt hefur breyst á und- anförnum árum og fjöldi skað- legra forrita hefur aukist mjög hratt. Síðastliðnir mánuðir hafa gert öllum tölvunotendum ljóst hversu hættulegar og skaðlegar nútíma hugbúnaðarárásir geta verið,“ segir í tilkynningunni. Veirusérfræðingar Friðriks Skúlasonar hafa komið upp gagnabanka um fyrrnefnda vá- gesti sem lagst hafa á hug- búnað. Með aðstoð gangabank- ans, sem er sagður einn sá stærsti í heimi, hefur tekist að margfalda greiningarhæfni Lykla-Péturs. „Msblast ormurinn sem náði hámarksútbreiðslu síðla sum- ars sem og Sobig.F faraldurinn sem olli mörgum af stærstu fyr- irtækjum landsins jafnt sem al- mennum tölvunotendum ómældum vandræðum síðast- liðið haust sýna það glöggt að nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að verjast þessum hættum,“ segir í tilkynningu frá Friðriki Skúlasyni. Lykla-Pétur í ham ● HUGBÚNAÐAR- og ráðgjafafyr- irtækið Annata hf. og Cognos AB í Svíþjóð hafa gert með sér samning um sölu á hugbúnaðarlausnum þess fyrrnefnda á Evrópska efna- hagssvæðinu. Samningurinn felur í sér m.a. að söluskrifstofur Cognos um alla Evrópu auk samstarfsaðila þeirra munu bjóða lausnir Annata til viðskiptavina sinna. Auk þess er ætlunin að fjölga mjög endur- söluaðilum Cognos með markaðs- sókn sem sett hefur verið af stað. Með þessu ætlar Cognos sér aukna markaðshlutdeild hjá með- alstórum og smærri fyrirtækjum en hingað til hefur fyrirtækið einblínt á stórfyrirtæki með lausnir sínar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Annata. Annata hf. hefur undanfarin ár þróað og selt skýrslu- og greining- arlausnir til árangursmælinga í fyr- irtækjum og notað til þess hug- búnað frá m.a. Cognos. Cognos er upprunnið í Kanada og er nú með eigin skrifstofur í um 30 löndum auk samstarfsaðila víða annars staðar, m.a. á Íslandi. Að sögn Jó- hanns Jónssonar, framkvæmda- stjóra Annata, í fréttatilkynningu er lausnin, sem ber nafnið Annata Analytics, heildstæð greiningar- og skýrslulausn fyrir fyrirtæki sem vilja greina rekstrargögn með markviss- um hætti. Lausnin felur í sér grein- ingu á víðtækum viðfangsefnum, s.s. fjárhag, sölu, viðskiptavinum og birgðum með hjálp lykiltalna. Lausnin afhendist stöðluð til upp- setningar en auðvelt er að aðlaga hana sértækum þörfum einstakra fyrirtækja. Hægt er að vinna með upplýsingarnar hvort sem er í gegn- um vafra eða biðlara. Jóhann segir samninginn mik- ilvægan fyrir fyrirtækið og að grund- völlur hafi skapast fyrir honum með sterkum heimamarkaði. Tekjur Ann- ata voru um 100 milljónir króna á síðasta ári og starfsmenn þess nú eru 12 talsins. Spá félagsins gerir ráð fyrir veltuaukningu á þessu ári og að reksturinn skili hagnaði í samræmi við áætlanir. Eigendur Annata eru 8 talsins og allir starf- andi hjá félaginu, að því er segir í tilkynningu. Cognos selur fyrir Annata ● ÍSLANDSLYFTUR ehf hefur fengið OTIS lyftuumboðið, sem er stærsti lyftuframleiðandi í heimi, samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandslyftum. Fyrirtækið Íslandslyftur ehf er 3 ára um þessar mundir, en Otis er 150 ára og er elsta lyftufyrirtækið í heim- inum, samkvæmt tilkynningu. Íslandslyftur með Otis ATLANTSOLÍA í Hafnarfirði hefur nú bætt við fjórða olíu- flutningabíl sínum. Bifreiðin er af gerðinni Scania 124 L. Í fréttatilkynningu kemur fram að bifreiðinni er ætlað að þjóna stærri verktökum á Suðurlandi en brýnt þótti að uppfylla þjón- ustukröfur þess markaðar. Alls tekur tankur bílsins 17.000 lítra og nemur því heildarflutn- ingamagn fyrirtækisins 100.000 lítrum. Ólafur Baldursson, sölustjóri innanlandsmarkaðar Atlantsolíu, afhendir Rögnvaldi Kristbjörnssyni bílstjóra lykla að nýjasta bíl fyrirtækisins. Bifreiðafloti Atlants- olíu stækkar INGÓLFSSTRÆTI 323 fm bar/vínveitingahús, mjög góð eign fyrir fjárfesta. 7 ára samningur. SKEIFAN 716 fm nýklætt gott hús, tryggur lang- tímasamn. Leiga 8,3 á ári, verð 70 m. BÆJARLIND Vandað nýlegt vel staðsett hús í traustri útleigu, ca 2000 fm. Verð 194 m. SELJABRAUT Herbergjaútleiga, 6 herbergi í fullri útleigu, árstekjur 2,3 m. Verð 15,3 m. HVALEYRARBRAUT 240 fm gistiheimili með 11 herbergjum. Auðveld kaup/yfirtaka. KRÓKHÁLS Góð skrifstofuhæð, 508+120 fm. SKEMMUVEGUR 150+90 fm innkeyrslubil. BÍLDSHÖFÐI 300 fm á tveimur hæðum. HVALEYRARBRAUT 187 fm fiskvinnsluhúsnæði, hátt til lofts, verð 14 m. VESTURVÖR 420 fm iðnaðarhúsnæði með 3 innkeysludyrum, hátt til lofts, og skrifstofu. TIL SÖLU TÆKIFÆRI – FJÁRFESTAR EIGNIR MEÐ LEIGUSAMNINGUM SÍÐUMÚLA 15 • SÍMI 588 5160 ATVINNUHÚSNÆÐI – SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Sölustjóri Daníel M. Einarsson - 868 6072 Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Gunnar Jón Yngvason,löggiltur fasteignasali SKEIFAN Á götuhæð 270,1 fm með stórum gluggum og góðum bílastæðum. Flottur staður. SKÚTAHRAUN 86,6 fm innkbil. Verð 5,8 m. ÁRMÚLI 180 fm skrifstofuhúsnæði sem leigist tvær og tvær skrifstofur í einu, gott verð. SKÚTUVOGUR 540 fm verslun eða lager, 6 m lofth., götuhæð, stór hurð, góður frontur. HLÍÐASMÁRI 150 fm verslun á jarðhæð. SKÚTUVOGUR 140 fm vöndað skrifstofuh. á 2. hæð, lagnastokkar, góður áberandi staður. TUNGUHÁLS 90 fm skrifstofuhúsnæði. VANTAR í traustri útleigu, verðbil 30-50 m. VANTAR húsnæði fyrir kaffihús/bar í miðbæ. VANTAR eign sem má breyta í íbúðir. VANTAR til leigu f. fiskv. ca 150-300 fm. MIKIL SALA - MIKIL ÚTLEIGA - MIKIL SALA HVAÐ VANTAR ÞIG? LÁTTU OKKUR VITA! VANTAR STRAX TIL LEIGU SAMSKIPTI fyrirtækja og fjárfesta voru rædd á ráðstefnu Félags um fjár- festatengsl í háskólanum í Reykjavík síð- astliðinn þriðjudag. Tveir erlendir fyrirles- arar voru á ráðstefnunni, Dr. Heather McGregor, framkvæmdastjóri hjá ráð- gjafafyrirtækinu Taylor – Bennet og Lynge Blak, formaður Alþjóðafélags um fjár- festatengsl og formaður Félags um fjár- festatengsl í Danmörku. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, minnti á mikilvægi þess að útgefendur hlutabréfa veiti fjárfestum góðar upplýsingar. Hlutverk Kauphall- arinnar fælist m.a. í að tryggja flæði upp- lýsinga frá útgefendum til fjárfesta. Þórð- ur sagði samhengi vera milli aukinna viðskipta og góðrar upplýsingagjafar frá fyrirtækjum, upplýsingar væru því mark- aðstæki sem útgefendur ættu að nýta. Í erindi sínu á ráðstefnunni sagði Al- bert Jónsson, forstöðumaður eigna- stýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins, að upplýsingar til fjárfesta væru enn mikilvægari vegna smæðar mark- aðarins hérlendis. Það væri nauðsynlegt fyrir fjárfesta að fá greinargóðar upplýs- ingar um starfsemi þeirra félaga sem fjárfest er í. Hann nefndi sem dæmi að ís- lensk útrásarfyrirtæki hefðu vegna smæðar sinnar jafnan fáa viðskiptavini og því mætti oft lítið út af bera. Jafnframt því að fá allar fjárhagsupplýsingar frá fé- lögum sagðist Albert telja nauðsynlegt að fjárfestum væri kynnt arðgreiðslustefna sem og gefinn kostur á að funda með stjórnendum og heimsækja fyrirtækin. Al- bert sagði gott samstarf milli fjárfesta og útgefenda hlutabréfa algjört lykilatriði til að tryggja að hægt væri að meta fjárfest- ingarkosti. Kjarninn í erindi Lynge Blak var að fjár- festatengsl snerust um traust. Blak sagði tvennt skipta máli þegar fyrirtæki ákveða hvort þau eigi að veita fjárfestum til- teknar upplýsingar. annars vegar hvort það hefði áhrif á verðmyndun ef upplýs- ingarnar væru ekki gefnar og hins vegar hvort mögulegt væri að fjárfestar vildu byggja ákvörðun sína á þessum upplýs- ingum. Dr. Heather McGregor sagðist telja fé- lagslegan þátt fjárfestatengsla mik- ilvægan. Hún sagði mikilvægt að þeir sem starfa á hlutabréfamarkaði, útgefendur hlutabréfa, fjárfestar og greiningaraðilar, þekkist og eigi samskipti utan vinnunnar. Upplýsingar mikilvægar á smáum markaði Morgunblaðið/Kristinn Upplýsingagjöf frá útgefendum hluta- bréfa til fjárfesta skiptir miklu máli fyrir verðmyndun og hana má nota sem markaðstæki til að auka sölu bréfa. ÍSLENDINGAR verða meðal þátttakenda í árlegri evrópskri hugmyndakeppni sem fram fer í Brussel í Belgíu föstudaginn 28. nóvember næstkomandi. Fulltrúar frá flestum Evrópulöndum taka þátt í keppninni. Keppt er í fjórum flokkum og taka Íslendingar þátt í þeim öllum. Flokkarnir nefnast Hvatning, Sproti, Stofnstig (e. Start-up) og Vöxtur, sem er fyrir starfandi fyrirtæki í vexti. Í tilkynningu frá verkefnisstjóra keppninnar segir að við val á sig- urvegurum í hugmyndakeppninni sé höfð hliðsjón af hve raunhæf hugmynd er, samkeppnishæfni, framsetningu á gögnum en auk þess þurfi verkefnin að hafa evr- ópska tilvísun. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er tengiliður Íslands við keppnina en þátttakan er á vegum Nýsköpun 2003, samkeppni um viðskiptaáætl- anir, sem lauk í september síðast- liðnum. Tímaritasjálfsali keppir í Hvatningu Í flokknum Hvatning keppa aðilar sem hafa þróað hugmynd sem talin er geta skilað arðsemi síðar meir. Fyrir Íslands hönd keppir Birgir Grímsson, en hann hefur þróað verkefni sem hann nefnir MAGA-VEND. Um er að ræða áætlun um hönn- un, smíði og rekstur tímaritasjálf- sala sem selur hefðbundin prentuð og rafræn tímarit. Segir í tilkynn- ingunni að sjálfsalinn hafi sérstöðu að því leyti að hann sé hannaður bæði með þarfir útgefandans og viðskiptavinarins í huga, ásamt því að hann verði lagaður að umhverf- inu sem honum sé ætlað að standa í. Hann veiti upplýsingar um inni- hald þeirra tímarita sem til sölu eru í gegnum snertiskjá/vefsíðu, auk þess sem hægt sé að nálgast upplýsingar um smásögur og sér- stakar greinar sem hægt verður að kaupa í stykkjatali. Í umsögn dómnefndar í Nýsköp- un 2003 kom fram að viðskiptaáætl- unin væri faglega unnin og beri höfundi gott vitni um vönduð vinnubrögð, hugmyndaauðgi og áhuga á efninu. Markaðshliðin sé vel unnin og tækniþekking sé sann- færandi. Hugmyndin sé frumleg og snjöll. Höfundur hugmyndarinnar hefur í hyggju að komast í samband við fjárfesta til að geta búið til til- raunaútgáfu af sjálfsalanum og í framhaldi af því reyna að selja hug- myndina til áhugasamra kaupenda. Harðkornaskósólar í Sprota Í flokknum Sproti (Seed) keppa fyrirtæki á frumstigi. Fyrir Íslands hönd keppir Óskar F. Jónsson sem hefur þróað skósóla með harðkorn- um og ber verkefnið heitið Green Diamond. Verkefni Óskars hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2003. Í umsögn dómnefndar um þetta verkefni sagði m.a. að viðskipta- hugmyndin sé ákaflega spennandi og ljóst að ef vel tekst til sé fram- undan spennandi framtíð fyrir fyr- irtækið og aðstandendur þess. Áætlunin sé metnaðarfull og stefnt sé á ákaflega breiðan markað, og styrkist af því að höfundur hafi langa reynslu af framleiðslu og sölu á markaðnum. Segir í tilkynningunni að ef allt gengur eftir áætlun ættu skórnir að koma á markaðinn á miðju næsta ári. Sími yfir Netið í Stofnstigi Í flokknum Stofnstig keppa fyr- irtæki sem eru að slíta barnsskón- um. Fulltrúi Íslands er Primus Motor Co með verkefnið ToTalk Communications, en á bak við það standa Ármann Kojic Jónsson og Jón Steinsson, eigendur Primus Motor Co. ToTalk fjöldaframleiðir svokölluð VoIP símafyrirtæki með öllum þeim hugbúnaði og rekstrareining- um sem þarf til að selja langlínu- samtöl yfir Netið. VoIP er samheiti yfir sendingar á stafrænu hljóði og faxsendingum en IP stendur fyrir Internet Protocol. Verkefnið ToTalk Communicat- ions hlaut önnur verðlaun í Ný- sköpun 2003. Í umsögn dómnefndar sagði að viðskiptaáætlunin væri áhugaverð, og æskilegt að hún verði þróuð áfram. Rörafittings í Vexti Í flokknum Vöxtur keppa fyrirtæki sem eru í vexti og þykja lofa góðu. Fyrir Íslands hönd keppir verk- efnið Hönnun og framleiðsla á slöngu og rörafittings, sem kom frá Vélsmiðju Ísafjarðar í Nýsköpun 2003. Fulltrúar verkefnisins eru Steinþór Bragason og Arna Lára Jónsdóttir. Samkvæmt tilkynning- unni er það ætlun höfundanna að koma vörunni á framfæri á alþjóða- markaði og finna fjárfesta til að leggja til fjármagn í áhugaverða og arðbæra hugmynd. Samkeppnishæfni meðal þess sem ræður úrslitum Fjórar íslenskar hugmyndir keppa í evrópskri hugmyndakeppni í Brussel í lok næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.