Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 B 19 NFRÉTTIR  H vers vegna er verið að ræða um skólagjöld í framhaldsnámi? „Það var ákveðið á deildarfundi í vor að óska eftir því að viðskipta- og hag- fræðideild fengi heimild til þess að innheimta skólagjöld í framhalds- námi. Við gerum skýran greinarmun á grunnnámi og framhaldsnámi og þeir sem halda að þetta sé upphafið að skólagjöldum almennt í Háskóla Ís- lands hafa að mínu mati einfaldlega ekki rétt fyrir sér. Við vitum það öll að það er dýrt að fara utan í framhalds- nám. Kostnaðurinn við námið hér á landi er í flestum tilvikum miklu lægri en ef nemendur fara til útlanda í framhaldsnám. Spurningin um skóla- gjöld hérlendis í framhaldsnámi snýst hins vegar um hverjir eigi að greiða fyrir námið. Eru það skattborgarar sem heild eða skattborgarar með þátttöku viðkomandi nemenda?“ Hver eru rökin fyrir skólagjöldun- um? „Við getum sagt sem svo að rök fyr- ir skólagjöldum í framhaldsnámi séu þau að það þurfi að auka fjármagn til deildarinnar til að bæta þjónustu við meistaranema. Það eru það margir nemendur hjá okkur í framhaldsnámi og við viljum auka þjónustu við þessa nemendur enn frekar. Við viljum hafa færri í námskeiðunum, efla rannsókn- ir og bæta stoðkerfi okkar. Það getum við hins vegar ekki gert miðað við nú- verandi stöðu og fjölda nemenda í framhaldsnámi. Ef vitnað er í skýrslu OECD þá kemur þar fram að lítil kostnaðar- þátttaka nemenda virðist vera helsta ástæða fremur langs námstíma ís- lenskra háskólanema. Núna erum við með um 260 nemendur í rannsókn- artengdu framhaldsnámi og einhverj- ir eru hreinlega að sækja sér ódýra endurmenntun. Ég tel það ljóst að skólagjöld í framhaldsnámi muni breyta þessu og stuðla að því að við verðum með nemendur sem eru raun- verulega í meistaranámi en líta ekki á námið sem endurmenntun. Við rekum sérstaka stofnun, Endurmenntun Háskóla Íslands og þar greiða nem- endur gjald sem dugar fyrir öllum kostnaði.“ Hvað eiga þessi skólagjöld að vera há? „Viðskipta- og hagfræðideild er alls ekki að tala um há skólagjöld. Sam- keppnisskólar okkar eru með skóla- gjöld sem eru um 300 til 500 þúsund krónur á ári. Við sjáum fyrir okkur gjald sem yrði um 200–300.000 krón- ur á ári. Það ber þó að hafa í huga að deildir eru grunneiningar skólans og aðstaðan og viðhorf þeirra ólík. Við viljum eins og ég sagði áður bæta þjónustuna enn frekar til að styrkja okkur í samkeppninni við innlenda og erlenda skóla.“ Er eitthvað sem mælir gegn skóla- gjöldum? Helstu rökin gegn skólagjöldum í framhaldsnámi eru þau að með því að taka þau upp þá yrði jafnræði ekki tryggt. Ég tel þetta ekki alls kostar rétt. Þegar einstaklingur ákveður að fara í framhaldsnám þá hefur íslenska ríkið þegar staðið straum af kostnaði vegna fyrstu háskólagráðu nemand- ans og því spyr ég, er það eðlilegt að það greiði einnig fyrir aðra háskóla- gráðu? Þetta er eitthvað sem ég tel að fólk megi gjarnan velta fyrir sér. Þau skólagjöld sem við erum að ræða um eru einungis hluti af þeim kostnaði sem hlýst af náminu auk þess sem aðrir skólar leggja á hærri skólagjöld. Það má til sanns vegar færa að þeir nemendur sem lokið hafa framhalds- námi fái hærri laun en aðrir sem ekki hafa lokið því. Þess vegna er þetta nám fjárfesting fyrir þjóðfélagið en ekki hvað síst fyrir einstaklingana sjálfa. Skólagjöld eru í háskólum víða um heim og oft fá afburða nemendur þau felld niður. Það hefur verið rætt um að ef skólagjöld verða tekin upp þá muni deildin fella þau niður hjá af- bragðsgóðum nemendum. Að fá góða kennslu og þjónustu hjá deildinni á að vera eftirsóknarvert. Betri þjónusta við meistaranema eykur rannsóknir og bætir hagvöxt, sem svo eykur skatttekjur ríkisins.“ Mun ekki ríkið einfaldlega lækka sín framlög á móti? „Ég hef enga ástæðu til að ætla svo verði. Líttu bara á Háskólann í Reykjavík. Ríkið hefur ekki lækkað framlög sín til hans jafnvel þótt þar séu innheimt skólagjöld, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi. Deild- in er í samkeppni við aðra skóla sem fá sama og við á hvern nemanda til kennslu en þessir skólar hafa auk þess heimild til að innheimta skóla- gjöld í grunnnámi og framhaldsnámi og sækja nú í rannsóknarfé eins og Háskóli Íslands. Hugmyndir deildar- innar miðast við að innheimta gjald sem er um og innan við helmingur af því sem aðrir skólar taka. Þetta er því ekki ósanngjörn framsetning að ég tel og íþyngir ekki nemendum okkar. Ég tel að nemendur í HÍ og aðrir geti ekki látið þá stöðu sem aðrir skólar njóta sem vind um eyru þjóta. Það er í hæsta máta ósanngjarnt gagnvart deildinni.“ Hvað mun þetta hafa í för með sér? „Skólagjöld í framhaldsnámi leiða til aukinna krafna af hálfu nemenda og það er einmitt það sem deildin vill. Við erum ekki að reyna að byggja upp einhverja glansímynd byggða á sandi. Meiri kröfur nemenda eru af hinu góða en við getum ekki komið til móts við þær nema með auknu fjármagni. Beiðni um heimild til að innheimta skólagjöld í framhaldsnámi er því ekki úr lausu lofti gripin. Þessi tillaga er til orðin vegna fjárhagsstöðu deild- arinnar,“ segir Ásta Dís að lokum. Á að taka upp skólagjöld við HÍ? Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að fá að taka upp skóla- gjöld við deildina. Ásta Dís Óladóttir, aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild, skýrir út hvers vegna deildin telur nauðsynlegt að gjöldum verði komið á. Ásta Dís Óladóttir ● ÚT er komin bókin Horft til fram- tíðar – stefnumótun í lifandi fyrirtæki eftir Magnús Ívar Guðfinnsson við- skiptafræðing. Bókin fjallar um mikilvægi stefnumótunar til að viðhalda sam- keppnishæfi fyr- irtækis; þannig að horft sé til framtíðar. Stefnu- mótunarramminn er kynntur í bók- inni en hann samanstendur af fimm þrepum sem nauðsynleg eru þegar unnið er að því að setja saman stefnu fyrirtækis. Í bókinni er fjallað um nýjustu strauma og stefnur í stefnumótun og fjöldi dæma tekinn til að sýna fram á árangur fyrirtækja sem hafa beitt aðferðunum sem eru til umfjöll- unar. Fjallað er um stefnu og áherslur í starfsemi tveggja fyr- irtækja, Opinna kerfa Group og Prentmet. Fjölsýn forlag gefur út bókina. Horft til framtíðar HAGNAÐUR Kögunar nam 281 milljón króna fyrstu níu mánuði árs- ins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 84 milljónum króna. Til Kögunarsamstæðunnar teljast einnig dótturfélögin, Verk- og kerf- isfræðistofunnar hf., Ax hugbúnað- arhúss hf., Kögurness ehf. og Navi- sion Ísland ehf. Kögun seldi Microsoft Corporat- ion allt hlutafé sitt í Navision Ísland í júlíbyrjun og eru rekstrartölur þess félags því aðeins í árshlutaupp- gjörinu fyrir tímabilið janúar – júní 2003. Rekstrartekjur samstæðu Kögun- ar námu 818 milljónum kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 715 milljónir á sama tímabili árið 2002. Rekstrargjöld námu samtals 685 milljónum en voru 628 milljónir fyrstu níu mánuði síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði nam 133 milljónum króna sem er 16,3% af rekstrartekjum. Sambæri- legar tölur fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2002 voru þær að rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 87 milljónir króna sem var 12,2% af rekstrartekjum. EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, er 150 milljónir eða 18,3% af rekstrar- tekjum. Sambærilegar tölur fyrir sama tímabil árið 2002 eru 116 millj- ónir eða 16,2% af rekstrartekjum. Fjármunatekjur umfram fjár- magnsgjöld nema samtals 173 millj- ónum en voru 21 milljón fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2002. Megin- ástæða þessarar miklu hækkunar á fjármagnstekjum er söluhagnaður samstæðunnar af Navision Ísland ehf. að fjárhæð 140 milljónir og Ax Business Intelligence A/S (dóttur- félagi Ax hugbúnaðarhúss hf.) að fjárhæð 34 milljónir. Heildareignir Kögunar þann 30. september 2003 nema samtals 1.405 mkr. Á sama tíma námu heildar- skuldir 592 mkr. Veltufé frá rekstri á tímabilinu janúar til september 2003 nam sam- tals 124 milljónum. Handbært fé frá sama tímabili nam 93 milljónum. og veltufjárhlutfall var 2,7. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 78% og arðsemi eigin fjár á árs- grundvelli er 66%. Mun meiri hagnaður hjá Kögun element Element hf er FRAMSÆKIÐ fyrirtæki á sviði NAVISION kerfislausna. Við erum ekki í hópi þeirra stærstu en hjá okkur skiptir HVER EINASTI VIÐSKIPTAVINUR öllu máli. Þess vegna • bjóðum við einungis upp á fyrsta flokks lausnir • bregðumst við alltaf fljótt við kalli viðskiptavina okkar • bjóðum við þjónustu á lægra verði • státum við af ánægðum viðskiptavinum á borð við Osta- og smjörsöluna, Flugleiðahótelin, 3X Stál, Frumherja, DHL o.s.frv. Hringdu í síma 455 7000 og kynntu þér hvað við getum gert fyrir þitt fyrirtækið. V E R T U Þ A R S E M Þ Ú S K I P T I R M Á L I www.element.is Sætún 8, 105 Reykjavík Faxatorgi, 550 Sauðárkrókur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.