Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 1
Hafrannsóknastofnuninni hefur borist fyrsta endur- heimta karfamerkið. Fiskurinn sem merkið er úr var merktur með neðansjávarmerkingarbúnaði hinn 22. október síðastliðinn í Skerja- dýpi á 504 metra dýpi. Sennilega er fiskurinn veiddur 3–4 dögum síðar af togaranum Berglín frá Sandgerði, en merkið kom fram er verið var að vinna karfa í Nesfiski ehf. í Garðinum um síðastliðin mánaðamót. Er hér um að ræða mikilvægan áfanga í þeirri heiminum, svo vitað sé að fiskur sé merktur þetta djúpt. Raunar má segja að þetta sé í fyrsta skipti í heiminum sem karfi er merktur, ef undan eru skildar merkingar við bryggjusporða, nálægt yfirborði. Merkingarfyrirkomulagið er með þeim hætti að búnaðinum er komið fyrir í aftasta hluta veiðarfærisins (botn- eða flotvarpa) og fiskur sem veiðist fer aftur í búnaðinn þar sem hann er merktur. Merkjunum er komið fyrir í kviðarholi fisksins og gul slanga stendur út úr kviðarhol- inu, yfirleitt í námunda við eyrugga fisksins. Merkin sem eru um 2,5 sentimetra langur plasthólkur sem er inni í kviðarholi fiskins. Þar út úr er gul slanga sem stendur allt að 7 sentimetra út úr fiskinum. Að lok- inni merkingu er fiskinum sleppt aftur úr veiðarfærinu sem notað er. vinnu sem Hafrannsóknastofn- unin og fyrirtækið Stjörnu- Oddi hafa unnið að á síðustu árum. Enda þótt fiskurinn sem merkið kom úr hafi ekki náðst þar sem búið var að flaka hann þeg- ar merkið fannst, sýnir þetta að karfinn hefur lifað af merkinguna. Alls voru merktir nær 200 karfar á rúmlega 500 metra dýpi í þessu tilfelli og er þetta í fyrsta skipti í Fyrsta karfamerkið endurheimt 20. nóvember 2003 Bylting í ferskfiskvinnslu á Vopnafirði, hlýrinn dafnar vel í Neskaupstað og aukinn þorskkvóti í Barentshafinu. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SJÖ togarar á Akureyri fá allan þann byggðakvóta sem sjáv- arútvegsráðuneytið úthlutaði bæn- um, samtals 5,5 tonn samkvæmt út- hlutun Fiskistofu. Samkvæmt úthlutunarreglum koma að hámarki ígildi 15 tonna af þorski í hlut þeirra skipa sem mest fá. Sex skip og bátar ná þessu hámarki, þar á meðal frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS. Enginn bátur fékk minna en 500 kíló. Úthlutun Fiskistofu nú nær til 12 sveitarfélaga sem ekki vildu hafa af- skipti af skiptingu þeirra aflaheim- ilda, sem í hlut þeirra komu. Heim- ildunum er því dreift á öll skip, sem eru á aflamarki eða krókaaflamarki í hlutfalli við aflahlutdeild þeirra. Í Snæfellsbæ fékk Tjaldur SH mest, 8,9 tonn, sem er ríflegar fjórð- ungur þess sem kom í hlut bæjarins, en alls fékk 21 bátur úthlutun. 20 bátar frá Bolungarvík fengu út- hlutað 66,4 tonnum. Mest kom í hlut Þorláks, 15 tonn. Í Ísafjarðabæ komu 118,9 tonn til skipta milli 39 báta. Þrír fengu 15 tonn, frystitog- arinn Júlíus Geirmundsson, ísfisk- togarinn Páll Pálsson og línubát- urinn Fjölnir. 12 bátar á Tálknafirði fengu sam- tals 15,2 tonn og fékk Kópur mest, 3,4 tonn. Í Kaldrananeshreppi voru 23,5 tonn til skiptanna milli 11 báta. Mest fékk Kristbjörg, 6,5 tonn. Ak- ureyringar fengu 5,5 tonn og féll það allt í skaut sjö ísfisk- og frysti- togara á staðnum. Mest fékk Kald- bakur, 1,1 tonn, en frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fékk 691 kíló. Grímseyingar fengu 4,1 tonn til að skipta milli fjögurra báta og komu tvö tonn í hlut Óla Bjarnasonar. Grýtubakkahreppur fékk líka 4,1 tonn á fjóra báta og fær Frosti 1,7 tonn og Vörður 872 kíló. Seyðfirðingar fengu 20,7 tonn til skipta milli 6 skipa og þar fær tog- arinn Gullver bróðurpartinn eða 15 tonn. Í Mjóafirði fá fjórir bátar 13,8 tonn og eru tveir þeirra, með megn- ið af því, Anný með 5,2 og Margrét með 5,4. 29 tonn komu í hlut Breið- dælinga og skipta tveir bátar þeim á milli sín, Björg og Dofri. 12 bátar á Hornafirði fengu 26,3 tonn og fær Þinganes 3,8 tonn, Steinunn 3,5 og Skinney 3,4 tonn. Skylt er að landa þessum afla til vinnslu í heimahöfn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogarar fá úthlutað byggðakvóta, allt að 15 tonnum. Rúm 500 kíló í byggðakvóta ÚTFLUTNINGUR á hertum þorskhausum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa útflutnings um 2,8 milljörðum króna á síðasta ári. Sé gert ráð fyrir að aukningin haldi áfram, verður útflutningsverðmæti hertra þorskhausa á þessu ári yfir þrír milljarðar króna. Sé litið á þróunina frá árinu 1996 hefur aukningin verið stöðug og síð- ustu árin hefur verðmætið aukizt hlutfallslega meira í dollurum talið. 1996 voru fluttir út um um 180.000 pakkar, en á síðasta ári fór útflutning- urinn yfir 500.000 pakka, en hver pakki er um 30 kíló. Þannig var út- flutningurinn 2001 11.354 tonn að verðmæti um 2,1 milljarður króna og í fyrra fóru 13.652 tonn utan og verð- mætið eins og áður segir 2,8 milljarð- ar króna. Hausaþurrkunin hefur vaxið ört síðustu árin í samræmi við aukna eft- irspurn. Henni hefur meðal annars verið mætt með ört vaxandi þurrkun þorskhausa af frystitogurum, en aukning þorskkvótans hefur einnig hjálpað til. Laugafiskur stærstur Laugafiskur er stærsti einstaki fram- leiðandinn á Íslandi með í kringum 20% heildarútflutnings. Fyrirtækið, sem er í eigu Brims, rekur tvær þurrkunarverksmiðjur á Íslandi, aðra á Akranesi og hina á Laugum í Reykjadal. Auk þess á Laugafiskur 45% hlut í hausaþurrkun í Færeyjum. Laugafiskur þurrkar bæði þorsk- hausa og hryggi, sem falla til við flatn- ingu og flökun þorsks. Frá árinu 1997 hefur framleiðslan vaxið úr 36.300 pökkum í 90.700 á síðasta ári og á þessu ári er gert ráð fyrir að vinna um 120.000 pakka. Árið 1997 var unnið úr tæplega 5.900 tonnum af hráeafni, en gert er ráð fyrir því að unnið verði úr um 17.000 tonnum á þessu ári. Tekjurnar 900 milljónir í ár Tekjur samsteyptunnar Laugafisks af þessari framleiðslu hafa vaxið hratt og er áætlað að á þessu ári nálgist þær 900 milljónir króna að meðtöld- um tekjum verksmiðjunnar í Færeyj- um. Árið 1996 voru tekjurnar af þess- ari vinnslu 128 milljónir króna svo aukningin er orðin margföld. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims, segir að Verksmiðjur Lauga- fisks hafi allar verið endurnýjaðar á síðustu misserum og sé mikilli sjálf- virkni og tækni beitt við vinnsluna. Við það náist að bæta nýtingu og lækka launahlutfall í framleiðslu- kostnaði. Framundan sé að þróa nýj- ar afurðir, meðal annars fyrir þá hluta markaðsins í Nígeríu, sem fyrirtækið sé ekki á eins og er. Styrkja þurfi markaðssetninguna og halda fram- leiðslukostnaði lágum. Ljóst sé að þessi vinnsla geti skilað verulegum tekjum sé rétt að málum staðið. Þorskhausar fyrir þrjá milljarða í ár                       Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.