Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 4
ÞAU eru orðin myndarleg hlýra- seiðin í tilraunaeldinu hjá Hlýra ehf. í Neskaupstað. Um 1.000 seiði eru í eldisstöðinni, sem klöktust út í febr- úar síðastliðnum, og er meðalþyngd þeirra orðin um 70 grömm. Hjá Hlýra ehf. eru nú að hefjast rannsóknir á vexti og viðgangi þessara seiða, sem standa eiga yfir fram á næsta sumar. Nokkur þúsund hrogn Að sögn Sindra Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Hlýra ehf., eru hlýra- seiðin heilbrigð og þrífast mjög vel og ekkert óvænt komið upp á frá því þau klöktust út. En næstu vikur og mán- uði komi í ljós hversu vel þau muni vaxa og dafna í eldinu. Hlýraseiðin eru fóðruð á fóðri frá Fóðurverk- smiðjunni Laxá og Sindri segist reikna með að þyngd þeirra verði orð- in um og yfir 500 grömm næsta vor. Nú í haust náðust nokkur þúsund hrogn í eldisstöðinni sem búið er að frjóvga og eiga að klekjast út í mars. Það er önnur hrygningin hjá Hlýra ehf. sem næst að frjóvga, en þau seiði sem nú eru að fara í eldi voru fyrstu hlýraseiðin sem klöktust út í stöðinni. Sá árangur var mjög mikilvægur og markaði nokkur tímamót í eldistil- raunum Hlýra ehf. Hlýri var stofnaður seint á árinu 2000 og segir Sindri að fyrsta árið hafi að mestu farið í það að byggja upp að- stöðu fyrir eldið. Síðastliðið haust hafi þeir svo verið tilbúnir til að kreista fyrstu fiskana til að ná hrognum og sviljum og afraksturinn af því séu þessi þúsund seiði, sem nú séu í stöð- inni. Ýmiss konar tilraunir „Við notum þessi seiði til ýmiss konar tilrauna og rannsókna til að byggja frekara framhald á. Við ætlum til dæmis að skoða skyldleika íslenzka hlýrans við frændur sína í Noregi og Kanada og reyna að kanna hvort nokkur marktækur munur sé á þess- um stofnum hvað varðar kosti til eldis eins og vaxtarhraða og frjósemi. Síð- an er ætlunin að nota þessi seiði til undaneldis, til að byggja upp klak- fiskastofn, og eru þau því ekkert á leiðina á markað,“ segir Sindri. Kreisting í haust gekk ekki eins vel og vonazt hafði verið til. Sindri segir að þar hafi mestu valdið utanaðkom- andi aðstæður eins og hár sjávarhiti. Hlýri hafi til þessa fengið fiskinn af ís- fisktogaranum Bjarti, en vegna hækkandi sjávarhita hafi nánast ekk- ert verið af hlýra á veiðislóðinni. Fyr- ir vikið hafi það farið svo að aðeins hafi fengizt hrogn úr einni hrygnu sem hafi verið í stöðinni síðan 2001. Staðreyndin sé sú, að klakið þurfi að byggjast á eldisfiski og það taki um þrú til finm ár fyrir hlýra að verða kynþroska og fyrr verður ekki hægt að byggja upp klakstofn. Eigi að byggja klakið á villtum fiski, séu þar allt of margir óvissu- og áhættuþætt- ir. „Markmiðið er að framleiða nægilega mikið af seiðum til að byggja matfiskeldi á í framtíðinni. Nú erum við að byggja upp þekkingu á klakinu, áframeldi seiðanna og vexti þeirra í eldinu. Þegar sú þekking ligg- ur fyrir og nægilegt magn af seiðum skilar sér úr klakinu, eru komnar forsendur fyrir matfiskeldi. Tilefni til bjartsýni Varðandi markað eru menn bjartsýn- ir á að nægjanlega hátt verð fáist fyrir afurðir til að endar nái saman. Í þeim efnum hafa Norðmenn gert könnun á markaði fyrir hlýra í Evrópu. Niður- stöður þeirrar könnunar gefa tilefni til bjartsýni. Í vor var slátrað í Noregi hlýra sem fór allur á heimamarkað, það verð sem þar fékkst var ágætt og gefur verkefninu fínt veganesti. Ann- að er í raun ekki hægt að segja um markaðinn fyrr en varan sem á að bjóða er tilbúin. Það gerist ekki fyrr en nægjanlegt magn af seiðum verður til og til þess þarf frjóvgun og klak að ná ákveðnum stöðugleika,“ segir Sindri Sigurðsson. Hlýrinn dafnar vel Erum að afla okkur þekkingar til að byggja upp framhaldið Ljósmynd/Ari Benediktsson Sindri Sigurðsson hugsar vel um hlýrana sína. NORÐMENN og Rússar hafa náð samkomulag um heildarkvóta á þorski í Barentshafi á næsta ári. Samkvæmt því verður heimilt að veiða þar 486.000 tonn alls, miðað við óslægt, en á þessu ári er leyfilegur heildarafli 395.000 tonn. Aukningin nemur 23%. Kvóti af þorski á grunn- sævi minnkar úr 40.000 tonnum í 20.000, en ýsukvótinn verður aukinn um 30.000 tonn. Þá hefur verið ákveðið að engar loðnuveiðar verði leyfðar á næsta ári. 6.200 tonna kvóti af slægðu Samkvæmt þessu eykst þorskkvóti íslenzkra skipa í Barentshafi úr ríf- lega 5.000 tonnum í ár í um 6.200 tonn á næsta ári af slægðum þorski. Á þessu ári var þorskkvóti íslenzkra skipa innan lögsögu Rússlands í Bar- entshafi um 1.940 tonn og um 3.100 tonn innan norsku lögsögunnar af slægðum þorski samkvæmt úthlutun Fiskistofu. Miðað við 23% aukningu kvótans aukast þessar veiðiheimildir samtals um nálægt 1.200 tonn. Verð- mæti aukningarinnar gæti verið um og yfir 200 milljónir króna miðað við að aflinn verði frystur um borð. Heildarkvótinn, 6.200 tonn af slæægðum þorski auk meðafla, gæti þá skilað ríflega einum milljarði króna. Því má svo bæta við að útgerð- ir á Bretlandi og í Þýzkalandi í eigu Íslendinga hafa umtalsverðar þorsk- veiðiheimildir í Barentshafinu, þann- ig að á næsta ári gætu aflaheimildir þar skilað milljarða tekjum fyrir ís- lenzka aðila. Að meðtöldum veiðiheimildum í þorski á grunnsævi verður leyfilegur heildarafli af þorski í Barentshafi á næsta ári 506.000, sem er um 16% aukning. Í hlut annarra landa en Noregs og Rússlands koma á næsta ári 68.800 tonn í stað 55.900 tonna á þessu ári og er aukningin 23,1%. Rússar og Norðmenn skipta því á milli sín 437.200 tonnum. 212.600 tonn koma í hlut Rússa og 224.600 í hlut Norðmanna. Með ákvörðuninni er heildaraflinn mun meiri en Alþjóðahafrannsókna- ráðið lagði til, en tillaga þess var um að ekki yrði veitt umfram 400.000 tonn. Ákvörðunin er tekin á grund- velli aflareglu sem Rússar og Norð- menn hafa sett sér og byggist á því að veiðarnar séu bæði sjálfbærar og að jafna sveiflur í afla milli ára. Í frétt frá norska sjávarútvegsráðuneytinu segir að staða þorskstofnsins sé góð og búast megi við áframhaldandi vexti hrygningarstofnsins. Þar segir ennfemur að það sé áhyggjuefni hve staða þorsks á grunnsævi sé slæm og reynt verði að beina veiðum úr hon- um yfir í Barentshafsþorskinn. Samkomulag er ennfremur um það að svokallaður rannsóknarkvóti skuli á næsta ári dreginn frá úthlutuðum heildarkvóta hvors lands fyrir sig, en til þessa hafa bæði löndin getað aukið heimildir sínar um 7.500 tonn af þorski á ári í skjóli rannsókna. Þá er ákvæði um aukið eftirlit, sérstaklega til að koma í veg fyrir ólöglega um- skipun afla úti á sjó. Á næsta ári verður ýsuaflinn auk- inn úr 101.000 tonnum í 130.000 tonn. Norðmenn fá að veiða 280.000 kónga- krabba og Rússa hálfa milljón. Engar loðnuveiðar verða leyfðar og sömu sögu er að segja um karfann, en hann má þó veiða sem meðafla eins og ufs- ann. Kvóti í Barentshafi aukinn um 25% Hlutur Íslendinga eykst um 1.200 tonn af slægðum þorski að verðmæti ríflega 200 milljónir króna )  * + $ $  ! , $-  )  * $  $ $ $ .+ $ $     )   ! ( /" $ % ""   $ 0*$$" .$ /" $" 1 0*$$" . "   $           2   !""" 2 32  #$! " #% ! "    "&!"""    3  '#'!&"" ''!&""    (  )   '""  '""              * '""  * '""  .  / (+$&$  (0  1   & 0 / (+$&$  (0 1   & + / (+$&$  (0 1   & 1 / 2 (+$&$  (0 1   & 2 3 2 323 424 4 2  25 23 425 424 2 52 2 &3  22   2  32  2    2 3    )     + % $ 6 . 7 87   + "&  *  ,  + "&  *  - + "&  *  4 5    4 5  4 5   4 5  4 5   4 5  5 3 3   &$   4 $(&$   5$" .$64 ""$ $ "" $    9  9  9               4   / #  -5 1' $3 77#7) $&$ # $    ' "& ' &#6 ' 3  92#7  4  9    9 7  (' &' :;  .7   / 4   % 1' $ #7  &  54'$%  7' $ 23 7  # 5 9 &&    324  7 #  9 &&     4"   4"   4"    7$"  !.   4 5  4 5  4 Svo virðist sem þeim, sem fá úthlutað byggðakvóta sjáv-arútvegsráðuneytisins, þyki ekki að hlaupið hafi á snæriðhjá sér. Viðbrögð margra byggðarlaga benda til þess aðfengurinn þyki hinn mesti ódráttur. Nú hefur Fiskistofa skipt úthlutuðum byggðakvóta 12 sveitarfélaga á milli þeirra báta og skipa, sem talin eru koma til greina í hverju sveitarfélagi sam- kvæmt ákveðnum reglum vegna þess að viðkomandi sveit- arstjórnir vilja ekki koma nálægt því verki. Reglurnar eru skýrar! „Ráðuneytið skal skipta þeim veiðiheimildum sem koma í hlut hvers sveitarfélags milli einstakra fiskibáta sem skráðir eru frá viðkomandi sveitarfélagi 1. september 2003. Skal úthluta til ein- stakra aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta hlutfallslega miðað við heildaraflamark þeirra í botnfiski, í þorskígildum reiknað, miðað við úthlutun til þeirra á grundvelli aflahlutdeilda í upphafi fiskveiðiárs 2003/2004. Við úthlutun skal heildaraflamark ein- stakra báta ekki aukast um meira en 100% miðað við úthlutun í upphafi fiskveiðiárs 2003/2004 og enginn bátur skal hljóta meira en 15 þorskígildislestir miðað við ós- lægðan fisk. Afla sem úthlutað er samkvæmt þessari grein er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags.“ Þessum heimildum er úthlutað til sjávarbyggða sem lent hafa í sér- stökum vanda. Vandinn er greindur eftir fimm meginþáttum: tekjum undir landsmeðaltali; stærð sjávarbyggða innan sveitarfélags; fólksfækkun; samdrætti í afla samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu; samdrætti í aflaheimildum samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu; samdrætti í vinnslu samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Ígildi 1.500 tonna af þorski geta sjálfsagt ráðið úrslitum um af- komu einstakra sjávarbyggða, en að dreifa þeim í svo smáum hlutum að engum gagnist skapar ekkert annað en úlfúð og leið- indi, sem flestir vilja halda sig fjarri. 5,5 tonna úthlutun til sjö tog- ara á Akureyri er ekki einu sinni hlægileg. Hún er miklu fremur sorgleg. Hvernig er hægt að fá það út að mesti útgerðarbær landsins hafi orðið fyrir slíkum áföllum að nauðsynlegt sé að út- hluta stærstu skipum landsins nokkrum kílóum af þorski? Við úthlutun þessara heimilda er það skilyrði sett að aflanum sé landað til vinnslu í heimahöfn. Hvers vegna er þá verið að úthluta frystitogurum hluta þessara heimilda. Telst frystitogarinn Júlíus Geirmundsson heimahöfn? Í öðrum tilfellum fá bátar, sem skráðir eru á viðkomandi stöðum hluta af heimildunum, þótt þeir hafi ekki komið til skráðrar heimahafnar árum saman og aldrei sent þang- að afla til vinnslu. Á Vörður ÞH, sem er skráður í Grýtubakka- hreppi, en verið árum saman verið gerður út frá Grindavík og landað að mestu í gáma til útflutnings, að sigla norður til Greni- víkur með sinn skerf úr byggðakvóta Grýtubakkahrepps, 872 kíló, svo ÚA geti unnið hann þar? Ef svona aðgerðir marka ekki skipbrot ákveðinnar stefnu, hvað gerir það þá? BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Bjarnargreiði! Ef svona aðgerðir marka ekki skip- brot ákveðinnar stefnu, hvað gerir það þá? hjgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.