Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 316. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Verðmæt auðlind Hreint og heilbrigt vatn er talinn sjálfsagður hlutur | Höfuðborg Sjálftrekkt í uppsveiflu Til er fólk sem hefur brennandi áhuga á úrum | Daglegt líf Buddy endurgerð Sigurjón Sighvatsson kaupir endur- gerðarrétt á norskri mynd | Fólk BRESKA lögreglan áætlar að rúm- lega 100 þúsund manns hafi komið saman í miðborg Lundúna í gær til að mótmæla stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hápunkturinn var þegar stytta, sem átti að tákna Bush með eldflaug undir hendinni, var felld af stalli á Trafalgar-torgi. Reuters Felldur af stalli  Svar okkar/19 SIGURÐUR Einarsson, starfandi stjórnarformað- ur Kaupþings Búnaðarbanka, og Hreiðar Már Sig- ururðsson, forstjóri bankans, hafa hvor um sig keypt hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt kaupréttarsamn- ingum við bankann. Gengið á bréfunum í kaupunum er 156. Gengið í kaupum annarra lykilstjórnenda bankans samkvæmt kaupréttarsamningum er 210. Lokaverð á hlutabréfum í bankanum í Kauphöll Ís- lands í gær var 216. Söluverð hluta þeirra Sigurðar og Hreiðars Más næmi samkvæmt því um 1.315 milljónum króna. Söluhagnaður hvors um sig gæti því verið um 365 milljónir króna. Þeir verða hins vegar að eiga bréfin í 5 ár áður en þeir geta selt þau. Samhliða viðskiptunum hefur bankinn veitt kaupendum sölurétt að keyptum hlutum sem ver þá fyrir mögulegu tapi af viðskiptunum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, segist vera hissa. „Mér finnst að þetta gangi lengra en ég get sætt mið við þannig að ég láti ekki í mér heyra. Ég hef ekki verið með stór orð um það sem er að gerast á markaðinum en mér ofbýð- ur. Mér finnst felast í þessu mikil ögrun. Og það er umhugsunarefni að það skuli vera heimilt að gera kaupréttarsamninga sem miðast við gengi undir markaðsverði, eins og er í þessu tilviki.“ Valgerður segir að ímynd fyrirtækja skipti miklu máli og menn verði að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara út í aðgerð af þessu tagi. Hluti af ráðningarsamningum Sigurður Einarsson segir að verðið á hlutabréf- um hans og Hreiðars Más Sigurðssonar sé hluti af ráðningarsamningi þeirra við bankann. Hluthafa- fundur hins sameinaða banka hafi samþykkt að fela stjórn bankans að ganga frá kaupréttarsamningi við starfsmenn. Hjörleifur Jakobsson, varaformaður stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka, segir að gengið í kaup- réttarsamningum Sigurðar og Hreiðars Más miðist við 30. júní síðastliðinn, en þá hafi runnið út samn- ingar sem þeir hafi haft við Kaupþing. Gengi hluta- bréfa félagsins hafi hins vegar hækkað mikið á þeim tíma sem liðinn er og hugsanlegur hagnaður þeirra af sölu hlutabréfanna þar með. Þeir séu hins vegar ekki búnir að hagnast neitt ennþá þar eð þeir séu bundnir af því að eiga hlutabéfin í ákveðinn ára- fjölda og megi ekki selja þau strax. Auk þess þurfi þeir að greiða vexti af lánum til að fjármagna kaup- in og þeir vextir dragist frá hugsanlegum hagnaði. Hann segir að með kaupréttarsamningunum hafi stjórnin verið að leitast við að tryggja að lykilstjórn- endur starfi áfram hjá bankanum og binda þannig saman hagsmuni þeirra og hluthafanna, sem von- andi verði báðum aðilum til hagsbóta. Sólon R. Sigurðsson, sem er forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka ásamt Hreiðari Má, segir að ástæð- an fyrir því að hann sé ekki meðal lykilstjórnenda sem hafi gert kaupréttarsamninga við bankann, sé sú að samningarnir séu til þriggja eða fimm ára, en hann ætli sér ekki að starfa svo lengi hjá bankanum. Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Kaupþingi Búnaðarbanka, segir að sérstök launanefnd hafi skilað umræddum tillögum um kaupréttarsamn- inga, sem lagðar hafi verið fyrir stjórnina. Hann segist ekki hafa samþykkt þær tillögur. Valgerður Sverrisdóttir um kauprétt tveggja stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka Mér ofbýður - þetta er mikil ögrun Hluti af ráðningarsamningum, segir Sigurður Einarsson  Kaupendur varðir fyrir hugsanlegu tapi  Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, samþykkti ekki samningana  Markaðsvirðið/16 Hörður Erlingsson var staddur í Ist- anbúl ásamt eiginkonu sinni, Ernu Jónu Sigmundsdóttur markaðs- stjóra sem skipulagði þar læknaráð- stefnu. 13 manns eru í íslenska hópn- um. Hörður sagði þau hafa verið á hóteli um kílómetra frá staðnum. „Herbergið okkar skalf mikið og við vissum strax að þetta voru sprengjur,“ sagði Hörður. „Hér voru tvær sprengingar á laugardag, í sama hverfi og við búum í, Evrópu- megin við Bosporus. Fólk er greini- lega slegið og Tyrkir spyrja: Af hverju við? Af hverju hér? Fólk er eins og lamað, það sá ég í dag þegar ég átti erindi í grennd við sprengju- staðinn. Búið var að loka svæðið af. Þetta var skelfilegt að sjá, menn voru að sópa upp glerbrot og tína upp sundursprengda bíla. Við fljúgum heim á morgun [föstu- dag] um London og það er nú ekki uppörvandi að fara með British Air- ways,“ sagði Hörður Erlingsson. Viðbúnaður í Bretlandi vegna heimsóknar George W. Bush Banda- ríkjaforseta varð til þess að al- Qaeda-menn ákváðu að gera ekki árás í London heldur Istanbúl, sem er „auðveldara skotmark“, að sögn sérfræðinga. En tímaspursmál væri hvenær tilræði hæfust í Bretlandi. Óttast árás á Bretland London, Istanbúl. AFP.  Tugir manna/19 LEIÐTOGAR um allan heim fordæmdu sprengjutilræðið við breskan banka og ræðismannsskrifstofu í Istanbúl í gærmorgun sem kostaði að minnsta kosti 27 manns lífið. Sérfræðingar í málefnum hryðjuverkahópa segja að mik- il hætta sé á að fljótlega verði gerðar mannskæðar árásir í Bretlandi. SÆRÐUM Tyrkja er hjálpað út úr stórskemmdri byggingunni sem hýsir meðal annars bresku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. Sprengingarnar voru tvær, önnur við skrifstofuna en hin við banka með aðalstöðvar í Lond- on. Talið er að samtök í tengslum við al-Qaeda hafi skipulagt árásina. Reuters Harmleikur í Istanbúl BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Michael Jackson var í gær handtek- inn í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að hann gaf sig fram við lögreglu. Jackson er sakaður um að hafa leitað á 12 ára dreng á búgarði sín- um. Jackson, sem er 45 ára, var lát- inn laus gegn tryggingu sem nam þrem milljónum dollara, um 225 milljónum króna. Er hann hvarf á brott brosti hann og myndaði sigur- merkið, v, með fingrunum. Hann á nokkurra ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Jackson handtekinn Santa Barbara. AP. Michael Jackson í handjárnum á leið inn í fangelsið í gær. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.