Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 2
TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAGINN Himnaríki Hallgríms Helgasonar FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNSKÆTT TILRÆÐI Minnst 27 manns létu lífið og yfir 400 særðust í sjálfsmorðstilræði í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Talið er að hryðjuverkamenn tengdir al- Qaeda-samtökunum hafi staðið fyr- ir árásinni. Tvær geysistórar sprengjur sprungu við útibú bresks banka og bresku ræðismanns- skrifstofuna í borginni. Leiðtogar um allan heim, þ.á m. í múslíma- ríkjum, fordæmdu tilræðið og vott- uðu Tyrkjum, sem eru múslímar, samúð sína. Kaupréttarsamningar Stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka hafa hvor um sig keypt hluti í Kaupþingi Búnaðarbanka fyrir rúmar 950 milljónir króna á genginu 156. Lokaverð á hlutabréfunum í Kaup- höll Íslands í gær var 216 svo sölu- hagnaður hvors um sig gæti numið 365 milljónum króna. Mótmæli á Trafalgar-torgi Tugþúsundir manna komu saman á Trafalgar-torgi í London í gær og mótmæltu opinberri heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hrópuð voru slagorð gegn Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og felld var af stalli papp- írsstytta af Bush við mikinn fögnuð viðstaddra. Kynna Fjarðarál Fulltrúar Alcoa, Bechtel og sveit- arfélaga hafa undanfarna daga kynnt Fjarðarálsverkefnið á Aust- urlandi. Áætlað er að jarðvegsvinna hefjist í október 2004 og að höfnin verði tilbúin í júlí 2005. Pílagrímaflug Atlanta Þrettán þotur flugfélagsins Atl- anta verða í pílagrímaflugi milli Jeddah og borga í Asíu og Afríku og hefst það í lok desember. Milli 1.100 og 1.200 manns starfa við verkefnið. 21.-27.nóvember Viðburðir sem gera vikuna skemmtilegri FÓLKIÐ teflir af ástríðu, tekur völdin á Nasa og eikur Hallgerði í Njálssögu | |21|11|2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Viðskipti 16 Þjónusta 35 Úr verinu 16 Viðhorf 36 Erlent 18/19 Minningar 38/41 Minn staður 20 Bréf 46 Höfuðborgin 21 Dagbók 48/49 Akureyri 22 Staksteinar 48 Suðurnes 22/23 Íþróttir 50/53 Austurland 24 Leikhús 54 Landið 25 Fólk 54/61 Daglegt líf 26/27 Bíó 58/61 Listir 28/30 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 31/38 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, rit- stjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, hilmar@mbl.is Stefán Ólafsson, esso@mbl.is Dag- bók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is FÓLKIÐ ÞAÐ var mikil upphefð að vera beð- in að leika Hallgerði, segir Margrét Vilhjálmsdóttir í Fólkinu, en hún fer með hlutverk þessarar um- deildu konu í Njálssögu, sem frum- sýnd verður í Regnboganum í kvöld. Þá eru rifjaðar upp sögur af Gauki á Stöng, í tilefni 20 ára af- mælis staðarins. Þar var gjarnan dansað uppi á borðum „í gamla daga“. Hallgrímur Helgason greinir frá nokkrum hlutverkum í „nýrri stór- mynd“ sinni, Herra alheimur. Þar fer Camilla Parker-Bowles meðal annars með hlutverk Píusar tólfta. Morgunblaðið/Kristinn Camilla í hlutverki Píusar tólfta GUÐBJÖRG Þor- bjarnardóttir, ein ást- sælasta leikkona þjóð- arinnar um áratuga- skeið, lést á elli- heimilinu Grund 19. nóvember, níræð að aldri. Guðbjörg fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1913 og hóf í upphafi fimmta áratugarins nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar í Reykjavík og sótti einnig leiklistarnám- skeið á Norðurlöndum. Leikferil sinn hóf hún á Siglufirði ár- ið 1939 í áhugasýningum og gekk til liðs við Leikfélag Reykjavíkur árið 1946 þar sem hún lék með hléum í áratug. Fyrsta hlutverk hennar hjá LR var Elín Hákonardóttir í leikriti Guðmundar Kambans Skálholti. Ár- ið 1949 gekk hún til liðs við leikhóp- inn Sex í bíl og sló hún í gegn í hlut- verki sínu í Brúnni til Mánans eftir Clifford Odets. Guðbjörg réðst til Þjóðleikhússins strax við opnun þess árið 1950 og var fastráðin árið 1959. Meðal fyrstu hlutverka hennar þar voru Antí- góna Anouihls, Títanía í Jónsmessunætur- draumi og Lára í Föð- urnum. Á 39 ára löngum leikferli sínum við Þjóðleikhúsið lék Guðbjörg alls 96 hlut- verk, það síðasta leikár- ið 1988 til 1989 í Fjalla- Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Auk þess fór hún með fjölda hlut- verka í útvarpsleikrit- um og sjónvarpskvik- myndum. Guðbjörg var um tíma formaður stjórnar Leikarafélags Þjóðleik- hússins og sat í fjáröflunarnefnd Fé- lags íslenskra leikara. Þá sat hún í styrkveitingarnefnd Menningar- sjóðs Þjóðleikhússins. Árið 1961 voru Guðbjörgu veitt verðlaun Fé- lags íslenskra leikdómenda, Silfur- lampinn, fyrir túlkun sína á Elsu Gant í Engill horfðu heim. Guðbjörg var gerð að heiðurs- launaþega Alþingis árið 1990. Hún var ógift og barnlaus. Andlát GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR ÍSLENDINGAR borða allra minnst af grófu brauði og ávöxtum meðal þjóða á Norðurlöndum og í Eystra- saltslöndum, að því er fram kemur í nýrri samanburðarrannsókn á neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og grófs brauðs í þessum löndum. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á samræmdan hátt í öllum þessum löndum á sama tíma varðandi neyslu á hollri fæðu. Rannsóknin sýnir einnig að Íslendingar borða minna af grænmeti og sérstaklega þó af ávöxtum en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að grænmeti er að verða álíka algengt á borðum Íslendinga og ná- grannaþjóðanna. Íslendingar skera sig síðan alger- lega úr varðandi neyslu á grófu brauði og borða langminnst af öllu brauði, en þó sérstaklega af grófu brauði eins og rúgbrauði. Allar hin- ar þjóðirnar í könnuninni borða fjór- um til fimm sinnum fleiri sneiðar af mjög grófu brauði en Íslendingar. Mest er borðað af fiski í Noregi og á Íslandi og í fyrsta skipti eru Norð- menn þar í efsta sæti en ekki Íslend- ingar. Þessar þjóðir ná báðar rúm- lega 60% af ráðlögðum dagskammti af fiski en minnst er borðað af fiski í Danmörku þar sem fólk borðar að- eins 29% af ráðlögðum skammti. Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður manneldisráðs, segist þrátt fyrir allt vera tiltölulega sátt við þessar niðurstöður hvað Íslend- inga varðar, vegna þess að lands- menn séu greinilega að nálgast hin- ar þjóðirnar í neyslu á ávöxtum og grænmeti. Íslendingar borða minnst af ávöxtum Morgunblaðið/Sverrir HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Stef- án Ingimar Koeppen Brynjarsson í átta ára fangelsi fyrir stórfellt fíkni- efnasmygl til landsins á árunum 1998 og 2001 og peningaþvætti. Samverka- maður hans, Hafsteinn Ingimundar- son, var dæmdur í tveggja ára fang- elsi og samverkakona hlaut einnig tveggja ára fangelsi en hluti refsing- arinnar var bundinn skilorði. Með dómi sínum þyngdi Hæstirétt- ur niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- ness frá í júlí þar sem Stefán Ingimar hlaut sex ára fangelsi. Systir hans var þar dæmd í þriggja ára fangelsi óskil- orðsbundið fyrir að annast milligöngu í fíkniefnaviðskiptum þeirra Haf- steins og peningaþvætti, fyrir að hafa tekið við peningum sem hún hafi vitað að voru ávinningur af fíkniefnasölu. Hæstiréttur lækkaði hins vegar refs- ingu hennar en vegna breytinga sem orðið hafa á högum hennar eftir að at- burðir máls þessa urðu þótti mega skilorðsbinda refsinguna. Stefán Ingimar var sakfelldur fyrir að hafa í hagnaðarskyni staðið fyrir stórfelldum innflutningi fíkniefna, annars vegar á árinu 1998 og hins vegar á árinu 2001. Einnig fyrir að hafa á árinu 1998 haft í vörslum sínum umtalsvert magn fíkniefna sem hann hafi ætlað til sölu hér á landi. Þótti Hæstarétti hann hafa gerst sekur um stórfellda skipulega brota- starfsemi í auðgunarskyni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi Stefáns var Guðni Á. Har- aldsson hrl., verjandi ákærðu systur hans Kristján Stefánsson hrl. og verj- andi Hafsteins Karl Georg Sigur- björnsson hrl. Málið sótti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari. Átta ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.