Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Undirbúningur fyrir píla-grímaflug FlugfélagsinsAtlanta milli Jeddah og ým- issa borga í Asíu og Afríku er nú á lokastigi en alls verða 13 þotur not- aðar í verkefnið í ár fyrir þrjú flug- félög. Milli 1.100 og 1.200 manns munu starfa við flugið en fyrsti formlegi dagur flugsins verður 28. desember næstkomandi. Davíð Másson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Atlanta, er jafnframt framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs og hefur undirbún- ingur mætt mikið á honum og sam- starfsfólki hans. Þá kemur tæknideild fyrirtækisins að sjálf- sögðu mikið við sögu. „Segja má að í markaðsdeildinni byrji undirbúning- urinn með árs fyrirvara. Þá förum við að gera okkur grein fyrir hvaða flota við höfum til ráðstöfunar í fyr- irliggjandi verkefni að meðtöldu pílagrímafluginu. Við höfum síðustu árin verið að draga úr vægi þess miðað við önnur verkefni og í ár er- um við með 15 þotur í öðrum verk- efnum á sama tíma og þoturnar 13 sem sinna bara pílagrímafluginu sem stendur frá desemberlokum til 4. mars.“ Flogið fyrir þrjú ríkisflugfélög Atlanta flýgur fyrir þrjú ríkisflug- félög, Saudi Arabian Airlines, Gar- uda í Indónesíu og Air Algerie. Flog- ið er nú ellefta árið í röð fyrir Saudi Arabian Airlines og er Atlanta þar með 5 B747 þotur og þrjár af gerð- inni B767. Davíð segir að þar sem þíða ríki nú í samskiptum Sádi- Arabíu og Írans sé nú flogið til níu staða þar. Saudia þjónar flestum löndum hins múslimska heims og eru flugleggirnir allt frá tveimur stundum upp í 11. Fyrir Garuda eru notaðar fjórar 747 þotur og einkanlega flogið frá Djakarta í Indónesíu en þangað eru lengstu flugleggirnir um 10 tímar. Atlanta hefur flogið fyrir Garuda síðustu þrjú árin. Hjá Air Algerie er ein 747 þota og flogið frá borgun í norðurhluta Afr- íku. Þar hefur þota Atlanta verið í verkefnum mestan hluta ársins, m.a. flogið mikið milli Alsír og Parísar með Alsíringa sem vilja komast heim í frí. Er þetta fjórða árið í röð sem Atlanta flýgur fyrir Air Algerie. Davíð segir að þar sem um rík- isflugfélög sé að ræða fái Atlanta að fljúga til fleiri borga en Jeddah, m.a. nokkrar ferðir til Medína. Liðlega tvær milljónir múslima koma á ári hverju til Mekka vegna aðaltrúarhátíðar islam og er þeim mikilvægt að komast þangað að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Lönd múslima fá ákveðinn kvóta sem er um ein prósenta af íbúafjöld- anum og segir Davíð að Indónesía hafi mestan kvóta, enda fjölmenn- asta múslimaríkið. Hægt og bítandi hefur Sádi-Aröbum tekist að bæta aðstöðuna í Mekka til að unnt sé að fjölga þeim sem hægt er að taka á móti þar. Flogið er með pílagrímana til Mekka á 30 dögum frá 28. desem- ber. Síðan kemur 10 daga bið, eftir það halda menn heim, næstu 30 dag- ana. Fluginu lýkur því kringum 4. mars. Yfir 200 vélar á dag „Þessi fjöldi þýðir að þarna koma yfir 200 flugvélar á dag til Jeddah og flugið er mjög þétt bæði fyrir og eft- ir sjálfa hátíðina. Afgreiðsla þeirra verður því að ganga mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Davíð en í Jedd- ah er sérstök flugstöð sem aðeins er notuð fyrir pílagrímaflugið. Hann segir að í 10 daga hléinu sé að nokkru leyti frí en Atlanta mun þó fljúga nokkrar ferðir fyrir Saudi Arabian Airlines á þeim tíma, m.a. til borga á Arabíuskaganum þaðan sem fólk getur komið til Mekka án vegabréfsáritunar, t.d. Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Kúveit. Davíð segir Atlanta ýmist útvega alla flugáhöfnina eða aðeins flug- menn en í raun eru allar áhafnirnar undir hatti Atlanta. Um þúsund manns eru í áhöfnum vélanna 13 og síðan starfa 90 flugvirkjar við við- hald og þjónustu vélanna og þar við bætast nokkrir tugir annarra sem sinna flugumsjón og öðrum verk- efnum sem tengjast rekstrinum. Alls eru því milli 1.100 og 1.200 manns við verkefnið og eru aðalstöðvar þess í Jeddah þar sem starfsmenn búa í sérstöku íbúðarhverfi sem leigt hefur verið í þessu skyni. Auk þjón- ustu á þotunum sem fer fram í Jedd- ah eru minni viðhaldsstöðvar í Alsír, Medína og Indónesíu. Síðustu vikur hefur starfsfólk Atlanta verið við þjálfun flugþjónustufólks og tækni- menn að búa sig undir að senda tugi tonna af varahlutum og búnaði til Jeddah. Duga ekki minna en tvær breiðþotur til að flytja búnaðinn þangað, líklega um miðjan desem- ber. Eins og fyrr segir hefur Atlanta 15 aðrar þotur í verkefnum víða um heim meðan á pílagrímafluginu stendur, bæði í frakt- og farþega- flugi. Fimm eru í Malasíu, fjórar í Gatwick, 2 í Manchester, 2 í Lúx- emborg, ein í New York og ein í Buenos Aires. Þá eru tvær þotur fé- lagsins í verkefnum hjá Iberia en þær eru mannaðar af þarlendum áhöfnum. Einnig hefur Atlanta ný- lega bætt einni 757 þotu í flotann og fer hún í verkefni með vorinu. „Hjá okkur eru tveir aðalanna- tímar á ári hverju, annars vegar 6–7 mánuðir á sumrin og hins vegar píla- grímaflugið sem stendur í nærri þrjá mánuði. Pílagrímaflugið færist til um 11 daga á hverju ári, byrjar til dæmis næsta ár kringum 17. desem- ber, þannig að við þurfum að laga okkur að því. Atlanta hefur gegnum árin lagt áherslu á mikinn sveigj- anleika og það gerum við áfram og getum með stuttum fyrirvara tekið ný verkefni til lengri eða skemmri tíma um leið og við gætum þess að verða ekki of háð einu stórverkefni eins og pílagrímaflugið er.“ Öryggið forgangsmál Davíð er spurður hvernig háttað sé öryggismálum þar sem pílagríma- flugið fer fram þar sem ástand getur verið viðkvæmt. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að fylgjast vel með og gæta fyllsta öryggis enda er það lykilatriði fyrir starfsmenn, farþega og flugflotann sjálfan. Við höfum áætlun um neyðarviðbrögð og erum einmitt núna að auka við hana og bæta enn. Hér koma líka mörg flug- félög við sögu og ríkisflugfélögin sem við erum í samstarfi við og að sjálfsögðu yfirvöld í Sádi-Arabíu fylgjast einnig vel með þannig að hér eru allir á sama báti og enginn hefur áhuga á því að stefna í neina tvísýnu. Hjá okkur verður öryggið því for- gangsmál.“ Undirbúningur fyrir pílagrímaflug flugfélagsins Atlanta sem hefst í desember er nú á lokastigi Með 28 þotur í verk- efnum víða um heim Pílagrímar á leið til Mekka fara um borð í eina af breiðþotum Atlanta. Pílagrímaflug Atlanta er í ár heldur viða- meira en í fyrra. Á næstunni verður flogið með tugi tonna af varahlutum og búnaði til miðstöðvar flugsins í Jeddah í Sádi-Arabíu. hann hafi ekki hitt þann mann sem segist hafa bannað Steinunni Birnu að tala. Þóttu sjálfstæðismönnum þetta rýr svör því full- yrðing borgarstjóra hafi verið afdráttarlaus. Ummælin umhugsunarefni Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sagði að ef borgarstjóri vissi ekki hvernig í pottinn var búið sanni það að hon- um sé ekki sýndur trúnaður og hann upp- lýstur um álitamál og ágreining innan R- listans. „Ef borgarstjóri vissi um málavexti FORYSTUMENN Reykjavíkurlistans voru ítrekað spurðir á fundi borgarstjórnar í gær hvort frásögn Steinunnar Birnu Ragnars- dóttur, fyrrverandi varaborgarfulltrúa, af samskiptum hennar við Árna Þór Sigurðs- son, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Al- freð Þorsteinsson fyrir borgarstjórnarfund 4. september væri rétt. Töldu borgarfulltrúar minnihlutans mik- ilvægt að fá svör við yfirlýsingum Steinunnar Birnu þess efnis að henni hafi verið meinað að taka til máls í umræðum um framtíð Aust- urbæjarbíós í borgarstjórn. Áður hefði Árni Þór, forseti borgarstjórnar, lesið yfir ræðuna og ekki gert neinar athugasemdir. Hins veg- ar hafi Steinunn Valdís mælst til þess að hún tæki ekki til máls og Alfreð, formaður borg- arráðs, sagst munu bregðast harkalega við yrði ræðan flutt. Árni Þór, forseti borgarstjórnar, sagði rétt hjá Steinunni Birnu að hann hafi lesið yfir ræðu sem hún ætlaði að flytja og ekki gert neinar athugasemdir við hana. Steinunn Val- dís svaraði ekki beint hvort nafna hennar greindi rétt frá heldur sagði upplifun sam- skipta fólks misjafna og lýsing hennar hafi ekki verið upplifun borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans. Alfreð tók ekki til máls í upphafi og þurfti síðar að víkja af fundi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, spurði þá borgarstjóra hvernig hann gat fullyrt í sjónvarpsþætti, þar sem hann sat fyrir svörum, að það væri ekki rétt að Steinunni Birnu hefði verið meinað að tala. Þórólfur Árnason sagði ekki hægt að meina fólki að tala í borgarstjórn og en kaus að svara á þann veg, sem hann gerði, er það alvarlegt umhugsunarefni og ámæl- isvert,“ sagði Björn um ummæli borgarstjóra í þættinum Pressukvöld í Ríkissjónvarpinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurði þá af hverju Steinunn Birna Ragnarsdóttir flutti ekki ræðu sína. Síðar þegar spurningin var ítrekuð greip Steinunn Valdís fram í og sagði að spyrja ætti Steinunni Birnu sjálfa þess- arar spurningar. Hanna Birna sagði hana búna að svara fyrir sitt leyti og meðal annars sagt að Steinunn Valdís hafi mælst gegn því að hún flytti ræðuna eins og komið hefur fram. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, sagðist líta svo á að Steinunn Val- dís neitaði að svara spurningunni um hvort Steinunn Birna segði rétt frá. Hann þakkaði hins vegar Árna Þór fyrir sín svör og tók Björn Bjarnason undir það. Sagði hann ósk- andi að aðrir sem kæmu að málinu væru jafn ærlegir og forseti borgarstjórnar í þessu máli og útskýrðu hvernig málið sé vaxið. Forseti borgarstjórn- ar staðfesti frásögn Steinunnar Birnu NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann- sóknar á íslenskri kúamjólk með samanburði við kúamjólk á öðrum Norðurlöndum benda til þess að ís- lenska mjólkin hafi meiri sérstöðu en áður var talið hvað varðar holl- ustu. Í ljós hefur komið að bæði fitu- og próteinsamsetning íslensku kúamjólkurinnar er önnur en í ná- grannalöndunum og mjólkin því að mörgu leyti heilsusamlegri. Þetta kemur fram í nýrri bók sem heitir „Sérstaða íslensku kúamjólk- urinnar – tengsl við heilsu og fram- tíðarmöguleika,“ en höfundar hennar eru dr. Inga Þórsdóttir, dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir og dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, en þær starfa hjá Rannsóknastöð í næring- arfræði hjá LSH. Bryndís Eva segir rannsóknina hafa verið gerða í framhaldi af rannsókn sem fór fram árið 1997 á mjólk og þá aðallega í tengslum við sykursýki. „En í framhaldi af þeim rannsóknum hófum við að kanna fleiri þætti við mjólk og hvernig hún væri á samanburði við mjólk á hinum Norðurlöndunum. Þá kom ýmislegt í ljós, bæði að prótín- og fitusamsetningin væri önnur á þann hátt að hún virðist að mörgu leyti heilsusamlegri. Það sem er nýtt í þessu er að rannsóknirnar sýna að þegar pró- teinið brotnar niður myndast alls konar litlar einingar sem hafa ýmis lífeðlisfræðileg áhrif á líkamann og meltingarveginn sem við vissum ekki af áður. Sérstaða íslensku mjólkurinnar er að þessu leyti til fyrirmyndar og tengist því auðvit- að að við erum með þessar gömlu kýr, meðan aðrir hafa verið að kyn- bæta með þeim árangri að þær eru allar orðnar mjög áþekkar,“ segir Bryndís Eva. „Við sáum líka að þar sem fóðrað er með fiskimjöli að einhverju leyti er meira af þessum omega-3 fitu- sýrum, en líka mjög spennandi ný fita sem kallast CLA og tengist minni búkfitu og vörn gegn krabba- meini.“Morgunblaðið/Kristinn Sérstaða mjólkur meiri en áður var talið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.