Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 21 Reykjavík | Jarðfræðileg sérkenni vatnsbóla sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu gera það að verkum að til margs ber að líta þegar hugað er að vatnsvernd. Bæði er hraunið afar lekt og mikil viðkvæmni fyrir efna- mengun hvers konar auk þess sem svæðið liggur mjög nálægt eldvirkum svæðum og hætta er nokkur á því að jarðhræringar eða eldgos muni hafa áhrif á vatnsból á suðvesturhorninu. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um vatnsverndarsvæði höf- uðborgarsvæðisins sem haldin var í sal Nordica hótelsins á dögunum, en vatnsverndarsvæðin liggja á milli höf- uðborgarinnar og fjallahringsins, að miklu leyti undir Heiðmörkinni. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, stýrði ráðstefnunni. Skortur á jarðvegsþekju Fyrsta erindi ráðstefnunnar var flutt af Snorra Páli Kjaran, verkfræð- ingi hjá Verkfræðistofunni Vatnaskil- um. Skýrði Snorri frá rannsóknum á grunnvatnsstraumum og þróun vatnalíkans á höfuðborgarsvæðinu. Við þessar rannsóknir væru tekin saman gögn úr grunnvatnshæðar- mælingum, vatnshæð í stöðuvötnum, rennslismælingum í ám, mælingum á vatnstöku, veðurmælingum og jarð- fræðirannsóknum. Þessi gögn og þær upplýsingar sem fást við úrvinnslu þeirra eru síðan nýtt til þróunar grunnvatnslíkans sem gefur sífellt betra forspárgildi, bæði hvað varðar nýtingu vatnsins og forvarnir gagn- vart mengunarslysum. Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, fjallaði um vatnshættur og veikar hliðar vatns- bóla út frá jarðfræðilegu og gróður- farslegu sjónarhorni. Þar nefndi hann sérstaklega mikla lekt hrauna og lé- lega gróðurþekju svæðanna. Þannig er svæðið afar viðkvæmt bæði fyrir náttúrulegri mengun og manngerðri mengun. Góð jarðvegsþekja getur minnkað áhrif mengunar sem verður ofanjarðar á vatnsbólin, þar sem jarð- vegur hefur síunaráhrif. Freysteinn talaði einnig um síunaráhrif bergsins og bætti við í samræðum eftir fyrir- lesturinn að gróðurþekja og berg virkuðu vel saman sem síunarbúnað- ur og hefðu góð og jafnandi áhrif á sýrustig vatnsins. Vísaði hann enn- fremur á bug þeim hugmyndum að jarðvegsgerlar kæmust í grunnvatn sökum gróðurþekju og sagði því öfugt farið, að jarðvegsgerlar kæmust í grunnvatn vegna ónógrar gróður- þekju. Eina helstu orsök mengunar- slysa í vatnsbólum í dag sagði hann ófullnægjandi frágang á borholum og ónóga þéttingu og gróðurþekju í kringum þær. Spurður um viðbrögð við eldsum- brotum eða alvarlegum mengunar- slysum í vatnsbólum höfuðborgar- svæðisins sagði Freysteinn að neyðaráætlun kvæði á um að vatn yrði þá tekið af hitaveitulögnum og köldu vatni veitt úr Þingvallavatni til bráðabirgða. Eldvirkni og kvikuhreyfingar Freysteinn Sigmundsson, hjá Nor- rænu eldfjallastöðinni, flutti afar áhugavert erindi um kvikuhreyfingar og eldgosahættu í og við vatnsvernd- arsvæði Reykjavíkur. Þar vísaði hann til þess að vatnsverndarsvæðið liggur á miklu hraunasvæði á jaðri plötuskil- anna á Reykjanesskaga. Sagði hann um þúsund ár líða milli meiriháttar umbrotahrina en síðasta eldgosatíma- bilið á skaganum var á 10.–13. öld og hraun frá þeim tíma þekja stór svæði. Sagði Freysteinn tvö af fjórum eld- stöðvakerfum Reykjanesskagans teygja anga sína inn á vatnsverndar- svæðið, Krísuvíkurkerfið og Brenni- steinsfjallakerfið. Bætti hann við að ný umbrotahrina gæti haft umtals- verðar afleiðingar á vatnsverndar- svæðinu. Vonast væri til að aðdrag- andi nýrra umbrota verði skýr. Helst væri, í því sambandi, að vænta auk- innar jarðskjálftavirkni og mælanlegs landriss. Eðlilegt væri að búast við því að slík atburðarás gæti hafist fyr- irvaralítið í komandi tíð. Sigurður Reynir Gíslason, efna- fræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um jarðefnafræði grunnvatns og áhrif rofferla, öskufalls og kvikuhreyfinga á efnasamsetningu grunnvatns. Sagði hann íslensk berglög hafa þann eig- inleika að þau hækkuðu pH-gildi vatns sem streymdi gegnum þau. Einnig greindi hann frá þeim ýmsu mismunandi þáttum sem hafa áhrif á efnasamsetningu og sýrustig vatns. Sýndi Sigurður hvernig vatn mettast af söltum og málmum því meir sem það fjarlægist hlutlaust pH-gildi, í hvora áttina sem er. Mannleg áhrif á neysluvatn Í seinni hluta ráðstefnunnar var fjallað um áhrif mannlegra athafna á neysluvatn og flutti þar fyrstur erindi Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Sagði hann sam- þykkt um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu frá 1997 hafa verið mikið heillaskref í verndun neysluvatns höfuðborgarbúa, en í annarri grein samþykktarinnar segir: „Markmið samþykktarinnar er að stuðla að hámarkshollustu neyslu- vatns á höfuðborgarsvæðinu til fram- tíðar með því að koma í veg fyrir óæskileg áhrif af völdum athafna, starfsemi og umsvifa á vatnsverndar- svæðum vatnsbóla á svæðinu.“ Páll greindi mengunarhættu í þrjá meginflokka. Starfsleyfisskylda starfsemi, aðra starfsemi eða athafna- semi og síðan vegi, flutninga og slys. Starfsleyfisskyld starfsemi er undir ströngu eftirliti heilbrigðisyfirvalda, en undir aðra starfsemi og athafna- semi rúmuðust ýmsar athafnir sem erfiðara er að fylgjast með; s.s. olíu- og efnanotkun, ófullnægjandi rot- þrær, lélegar taðþrær og haughús og óhófleg áburðardreifing. Sagði Páll hóflega dreifingu húsdýraáburðar og venjulegs áburðar á svæðinu í lagi, en magn hrossaskíts sem til fellur á höf- uðborgarsvæðinu væri afar mikið auk þess sem oft væri þannig frá úrgangs- málum gengið að bakteríumengun væri mun meiri en ella. Einnig lagði Páll til að vegakerfi í Heiðmörk yrði breytt til þess að koma í veg fyrir al- varleg mengunarslys t.d. ef olíubíll ylti á svæðinu eða einfaldlega bílslys yrði nálægt brunnsvæðunum, þar sem grunnvatnið er mun viðkvæmara fyrir hvers kyns mengun. Björn Axelsson hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar, fjallaði um þróun byggðar og mikil- vægi þess að viðhalda góðu samhengi milli byggðar og útivistarsvæða. Sagði Björn álag á útivistarsvæðin aukast mikið og birtast í vaxandi áhuga á útivistariðkun samhliða upp- byggingu svæðanna til slíkra athafna. Því sagði hann afar mikilvægt að huga að gæðum svæðisins og góðri umgengni við svæðin auk þess sem mikilvægt væri að viðhalda fjölbreyti- legu landslagi og náttúrufari svæðis- ins umhverfis höfuðborgarsvæðið. Full ástæða til að vera vakandi Rögnvaldur Ingólfsson, deildar- stjóri matvælaeftirlits Reykjavíkur, sagði verndun neysluvatns sameigin- legt verkefni sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Neysluvatn væri skilgreint sem matvæli og því hefðu heilbrigðiseftirlitssvæðin einnig eftir- lit með vatnsveitufyrirtækjunum sem matvælafyrirtækjum. Vatnsveitufyr- irtækjum ber að starfrækja innra eft- irlit til að tryggja öryggi og gæði vatnsins og eru kerfin tekin út og við- urkennd af heilbrigðisyfirvöldum. Rögnvaldur sagði rannsóknir ekki gefa til kynna rýrnandi gæði neyslu- vatns en ekki mætti slaka á klónni. Nokkrar umræður spunnust að loknum erindum, enda mætti mikill fjöldi áhugafólks um vatnsvernd á ráðstefnuna. Þar á meðal voru spurn- ingar um gróðurþekju, áburðarmagn og eðli grunnvatnslíkana og þýðingu þeirra fyrir tilraunaboranir. Margs að gæta við vatnsvernd Morgunblaðið/Þorkell Mikill fjöldi gesta fylgdist með erindum um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Kort af vatnsverndarsvæðunum milli höfuðborgarinnar og fjallahringsins. Rauðu svæðin eru brunnsvæði en þau hvítu eru grannsvæði. Hreint og heilbrigt neysluvatn er gjarnan talinn sjálfsagður hlutur hér á landi, en til margs ber að líta þegar hugað er að varð- veislu þessarar verðmætu auðlindar. Svav- ar Knútur Kristinsson sat ráðstefnu um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.