Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 29 Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum VANTAR EINBÝLI Í GARÐABÆ Hef traustan kaupanda að góðu einbýlishúsi í Garðabæ. Verðhugmynd í kringum 30 milljónir. Ef þú ert í söluhug- leiðingum, hafðu þá sam- band við Þórð hjá Hóli í síma 595 9023/863 8394. Nánari upplýsingar veitir Þórður Þorsteinsson hjá Hóli í síma 595 9023 eða 863 8394 TUTTUGUSTU og fyrstu Tón- listardögum Dómkirkjunnar lauk með kórtónleikum í Neskirkju á sunnudag við góða aðsókn. Ef að lík- um lætur söng Dómkórinn nú í fyrsta sinn á þessum stað, er henti vel fyrir aðalverk dagsins þar eð bæði kór og orgelleikari (fyrrum nemandi dómorganistans) voru í augsýn hlustenda. En þó að hljóm- burður hússins væri að vísu ívið hag- stæðari en Dómkirkjuþurrðin hefði hann samt vel mátt vera meiri, ekki sízt í heiðskíru endurreisnarverki Handls. Austurríski síðrómantíkerinn Anton Bruckner (1824–96) virðist enn nokkuð umdeildur og jafnvel torskilinn persónuleiki, enda sér- kennilega samsettur; gefinn fyrir kaþólska dulhyggju, en jafnframt auðmjúk sál með barnshjarta er leyfði vinum og nemendum að krukka í verk sín að vild – á sama tíma og hann dáði sjálfshyggjuferlíki eins og Richard Wagner. Dagskráin hófst á tveimur kórmótettum Bruck- ners án undirleiks, hinni alþekktu Locus iste og síðan Christus factus est, er Dómkórinn söng af íðiltærri fágun. Jakob Handl var næstur á skrá, slóvenskt tónskáld fætt 1550 og dáið 1591 (varla 1672 eins og stóð í annars upplýsingaslyppri tónleikaskránni), vandvirkur pólýfónískur meistari og afkastamikill þrátt fyrir frekar skamma ævi. Mótettan Pater noster við Faðirvorstextann sýndi vel óþvingaða raddfærsluleikni Handls í gegnsæjum söng Dómkórsins, er ómaði svo fínlega að minnt gæti á ag- aðan æskulýðskór. Í verkinu bar nokkuð á víxlsöng karla- og kven- radda, er benti til að Handl þekkti vel niðurlenzka meistara á við Jos- quin des Prez. Að því loknu lék nýráðinn organ- isti Neskirkju, Steingrímur Þór- hallsson, Allegroþáttinn úr 5. Tríó- sónötu J.S. Bachs – einn af þeim lengri og snúnari í þessu krefjandi sex verka safni – af viðeigandi dans- andi fimi, þó að líflegt en ekki óeðli- legt tempóvalið barnaði fáeinar smáfinkur er frá leið. Fallegt radd- val hans hafði samt þann áferðar- galla, að miðrödd (vinstri handar) virtist aðeins of veik. Skv. blaðakynningu var Missa Brevis eftir ungverska tónskáldið, þjóðlagasafnarann og tónkennslu- frömuðinn Zoltán Kodálý (1882– 1967) flutt í fyrsta sinn á Íslandi við þetta tækifæri. Kodály var sem kunnugt er samstarfsmaður Bartóks við þjóðlagarannsóknir þeirra á Balkanskaga um aldamótin 1900. Ólíkt félaga sínum lagði hann meiri áherzlu á sönggreinar en hljóðfæra- verk, þar sem laglínan er burðarstoð innan meginramma dúr-moll-kerfis- ins. Umfram allt þykir hann með snjöllustu kórhöfundum 20. aldar. Og ólíkt fjórum stuttmessum Bachs, er taka að lútherskum hætti aðeins fyrir Kyrie og Gloria, spannaði verk- ið alla fimm þætti messunnar. Þótt samið væri í miðri orrustunni um Búdapest 1943 var verkið engu að síður bráðskemmtilegt áheyrnar. Fullt af upplífgandi von, hlýju og bjartsýni svo minnt gæti á léttari kórstíl Poulencs og jafnvel Orffs, og inn á milli lýst sólstöfum háttlægra „englaradda“ þriggja ungra ein- söngssóprana. Sönn ánægja var að tandurhreinum flutningi kórs, ein- söngvara (þótt hlutur þeirra værri hlutfallslega lítill) og organista á þessu innblásna kórverki, og lauk því Tónlistardögum á andlegri upp- örvun við hæfi, nú þegar svartasta skammdegið steðjar að. Kinn við kinn Haldi lesandi ókunnugur skag- firzka tenórnum Óskari Péturssyni að undirfyrirsögnin einsöngstón- leikar að tónleikum þeirra félaga fyr- ir vel setnum Sal sl. sunnudagskvöld vísi til hefðbundins klassísks ljóða- söngs fer sá í geitarhús að leita ullar. En líklega eru slíkir lesendur fáir, miðað við þá roknaaðsókn sem söng- bræðurnir frá Álftagerði hafa hlotið í seinni tíð. Skiptir litlu þótt örnefni er enda á -gerði ku vísa til geitaræktar, hvað þá að hér væri hvorki Schubert né Brahms á ferð. Öllu heldur var yf- ir uppákomunni notalegur andblær vangadansmenntar ekki svo löngu liðins tíma þegar amma var ung, s.s. sígrænna dægurlaga frá miðri 20. öld, þegar sérstök unglingamúsík var enn í reifum. Laga sem raunar heyrast enn um landsins breiðu byggðir, a.m.k. þegar meðalaldur dansenda er nægilega hár. Enda voru það orð söngvarans sjálfs, í einni af mörgum skemmtilegum kynningum hans sem gerðu sitt til að halda uppi dampi, að aðalmarkhópur hans væri líkast til „eldri konur“. Tónleikarnir voru í tilefni af nýút- komnum geisladiski Óskars með lög- um kvöldsins undir titlinum „Aldrei einn á ferð“ – eða You’ll Never Walk Alone eftir Rodgers & Hammer- stein, lagi Julie Jordan úr söngleikn- um Carousel (1945). Þ.e.a.s. ef rétt er munað, því ekki gafst prentað prógramm, og misjafnt hversu mikið kom fram af munnlegum kynning- um. Er því upp úr og ofan hvað und- irritaður nær að nafngreina, jafnvel þótt flest léti kunnuglega í eyrum. Meðal fjórtán eldri og yngri smella kvöldsins mætti helzt nefna Augun þín blá Jóns Múla Árnasonar, Car- uso (Ég vaka yfir þér), Í rökkurró, Ó þessi indæli morgunn (árlokku Krulla kúreka úr Oklahoma! e. Rodgers), Brúna ljósið brúna (Jenni Jóns), Lítill fugl (Sigfús Halldórs- son) og O sole mio, auk fjölda ágætra laga sem misfórust í kynningum. Miðað við fyrrgreindan „mark- hóp“ var lagavalið furðufjölbreytt og prýðilega flutt, ekki sízt í lipurri bar- spilamennsku píanistans, þó að flest ætti betur heima undir vaggandi fót- mennt kinn við kinn. Söngstíll Ósk- ars fetaði að mestu milliveginn milli dægurlaga-„krúns“ og Tenóranna þriggja og var víða hljómmikill. Samt virtist manni söngvarinn hvorki vera alveg í sínu bezta essi á neðra sviði né valda nægilega þeim sveifluvotti sem fylgja ætti amerísku lögunum, er urðu fyrir vikið frekar ferstrend í hljóðfalli. En hvað sem því öllu leið stóð ekki á hlýjum und- irtektum áheyrenda, er fögnuðu sín- um manni heitt og innilega. Fjölþjóða ljóðakvöld Tónleikar Signýjar og Þóru Fríðu Sæmundsdætra í Salnum á miðviku- dagskvöld voru aftur á móti undir sí- gildum formerkjum og verkefnavalið bæði fjölbreytt og metnaðarfullt. Sungið var á hvorki færri né fleiri en sex tungumálum – þýzku, frönsku, spænsku, arameísku, jiddísku og finnsku – og það m.a.s. blaðlaust, ef frá eru tekin finnsku lögin í lokin. Í ofanálag voru sönglögin mörg sjald- heyrð hér um slóðir (Signý hafði að vísu áður flutt a.m.k. sum Liszt-lögin á Kirkjubæjarklaustri í fyrrasumar), og því enn eitt dæmið fram komið um þá makalausu vinnu sem hér- lendir hljómlistarmenn leggja iðu- lega á sig fyrir oftast aðeins eina tón- leika, meðan kollegar þeirra erlendis geta treinað sömu dagskrá í skjóli stærra markaðssvæðis svo jafnvel tugum skiptir. Burtséð frá 2. Liszt-laginu, S’il est un charmant gazon (Victor Hugo), voru söngvar ungverska píanósnill- ingsins allir við þýzk ljóð. Þekktast þeirra var raunar í píanóútgáfunni sem Liebestraum nefn- ist, hér við ljóð Ferdin- ands Freiligraths, og er mér ókunnugt um hvor er elzt, þótt veðj- andi sé á „instrumen- tal“ versjónina. Síðustu tvö lögin í hópnum stóðu kannski mest upp úr flutningi systranna, hið innlifað líðandi Ihr Glocken von Marling og skondna tataras- kizzan af Die drei Zi- geuner. Af fjórum Mignon- lögum Hugos Wolf við ljóð Goethes (sem gleymdist að nafn- greina í tónleikaskrá, er nefndi auk þess eng- in ártöl) höfðaði e.t.v. mest til undirritaðs hið dreymandi nr. 4, So laßt mich scheinen. En þótt ekki skorti innlif- un í því síðasta, Kennst du das Land [wo die Zitronen blühn], virtist söngfókusinn aftur á móti eiga svolítið til að skjögra í hæðinni, og dró því samfara óþarf- lega mikið úr æskilega klassískum göfga. Virt- ist sá annmarki reynd- ar víðar setja mark sitt á toppnótur Signýjar og myndaði kannski helzta Akilles- arhælinn í raddbeitingu hennar, svo gat í versta falli verkað truflandi á annars oft prýðilega textatúlkun. Minnst kvað þó að því í hrífandi ein- földum lögum hinnar spænskættuðu Pauline Viardots, sem örugglega má telja fágæt á okkar fjörum, þ.e. Hai luli!, Canción de la Infanta, Moriró (öll á spænsku) og hinu vellandi Les Filles de Cadix (á frönsku), sem flutt voru af spræku fjöri. Tvö lög Maurice Ravels úr helgi- söngvahefð gyðinga, Deux Mélodies Hébraïques – hið fyrra á arameísku, fornsemítísku tungu Krists, hið seinna á jiddískrí þýzku-mállýsku – voru meðal ótvíræðra hápunkta kvöldsins í sérlega innlifaðri túlkun Signýjar við furðusparneytinn pí- anóundirleiksrithátt franska tón- skáldsins og uppskáru að vonum góðar undirtektir áður en að sex finnskum lokalögum kvöldsins kom. Sönglög síðrómantíska finnska tón- höfundarins Yrjös Henriks Kilp- inens (1892–1959) eru fráleitt meiri dagfarskostur í okkar sölum en lög Viardots, en hér gafst þó tækifæri til að heyra þrjú (af liðlega 800), nefni- lega hin ljóðrænu Illalla og Kesäyö, og síðan hið sumarspræka Sauvi- laulu er stöllurnar fluttu af glað- klakkalegum gáska. Niðurlag tón- leikanna mynduðu þrjú lög eftir hinn fjölhæfa og afkastamikla Oskar Merikanto (1868–1924) er átti sér einnig alþýðlegan millimúsík-streng ekki ósvipað og Sigfús Halldórsson, eins og heyra mátti ávæning af í Pai, pai, paitaressu (ættjarðarsöng dul- búnum sem vöggulagi), Muistellessa og Ma elän (Ég lifi), sem þær stöllur fluttu af ómældum krafti. Heiðskírar englaraddir TÓNLIST Neskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Bruckner, J. Handl, J.S. Bach og Missa brevis eftir Kodály. Halldís Ólafsdóttir, María Marteinsdóttir og Fjóla K. Nikulásdóttir S, Anna Sigríður Helgadóttir A, Snorri Wium T, Bergþór Pálsson B; Steingrímur Þórhallsson org- el; Dómkórinn u. stj. Marteins H. Frið- rikssonar. Sunnudaginn 16. október kl. 17. Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Útgáfutónleikar Óskars Péturssonar frá Álftagerði. Karl Olgeirsson píanó & hljómsveitarstjórn, Stefán Magnússon gítar, Jón Rafnsson kontrabassi, Sigfús Örn Óttarsson trommur. Sunnudaginn 16. október kl. 20. Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Söngvar eftir Liszt, Wolf, Viardot, Ravel, Kilpinen og Merikanto. Signý Sæmunds- dóttir sópran, Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó. Miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20. Ríkarður Ö. Pálsson Marteinn H. Friðriksson Signý Sæmundsdóttir Óskar Pétursson Þóra Fríða Sæmundsdóttir KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ á Ísafirði frumsýnir í Hömrum, á morgun, laugardag, kl. 20.30 einleik- inn Steinn Steinarr. Leikverkið er byggt á ævi og verkum skáldsins og er textinn að meginhluta eft- ir Stein sjálfan. Aðstandendur sýningarinnar eru Elfar Logi Hannesson leikari og Guðjón Sigvalda- son leikstjóri og hafa þeir sett verkið saman. Í sýningunni, sem er aðeins um klukkustundar löng, er drepið niður í ljóðum hans og frásögnum úr viðtölum sem við hann voru tekin. Í janúar verður einleikurinn sýndur í Borg- arleikhúsinu og þar á eftir Akureyri. Næstu sýningar í Hömrum eru á miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.30. Einleikur frumsýndur í Hömrum Elfar Logi Hannesson leikari í einleiknum um Stein Steinarr. Ljósmynd/Hrafn Snorrason LEIKRITIÐ …and Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt í Theater Trier í Þýska- landi í síðastliðinni viku sem hluti af al- þjóðlegu leiklist- arhátíðinni Act-in þar sem sýningar frá Lúxemborg, Frakklandi og Þýskalandi eru á dagskrá. Leikstjóri sýningarinnar er Jean Paul Maes frá Lúxemborg. Sýningin hlaut mjög góðar viðtökur og var verkið sagt áhrifamikið og sýningin hnitmiðuð og krefjandi. Alls eru fyrirhugaðar 9 sýningar á …and Björk of course í Theater Trier fram til 30. nóvember. …and Björk of course frum- sýnt í Trier Þorvaldur Þorsteinsson JÓLASÝNING með íslenskum list- munum, hönnun og handverki verð- ur opnuð í Norræna húsinu kl. 17 í dag. Á sjötta tug listamanna, hönn- uða og handverksfólks tekur þátt. Umsjón með vali sýningarmuna hefur Gro Kraft listfræðingur og for- stjóri Norræna hússins en hún kem- ur frá Noregi þar sem rík hefð er fyrir jólasýningum af þessu tagi. Skipulagning er í höndum Guðrúnar Dísar Jónatansdóttur, upplýsinga- og verkefnafulltrúa og Þórunnar Gunnarsdóttur starfsmanns í sýn- ingarsal. Sýningin, sem stendur til 21. desember, verður opin þriðju- daga til sunndaga kl. 12-17. Jólasýning í Norræna húsinu Gallerí Hlemmur Sýningu Gústavs Geirs Bollasonar lýkur á sunnudag. Sýningin nefnist „að sjà nàlgast það sem dvelur“. Verk hans á sýningunni er um fram- lengingu á áhorfi og notast hann við ljósmyndir sem framsetningu en málverk sem endanlegt form. Gallerí Hlemmur er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá 14–18. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.