Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 39 hótelið en ekki fundust þær. Loks datt einhverjum í hug að kíkja inn á barinn í lobbýinu. Þar sátu þær þá hinar ánægðustu og sötruðu romm og kók! Sérstaklega voru þær ánægðar að hafa getað pantað því þær töluðu hvorugar nokkurt erlent tungumál. „Ja, hann er ekki svo grænn þessi þjónn,“ sögðu þær. „Við báðum bara um romm og kók á íslensku og hann skildi það alveg!“ Elsku amma, ég kveð þig hinstu kveðju, takk fyrir allt. Þorkell Jóhannsson. Hér er smá kveðja frá Frakklandi til langömmu okkar. Það eru ekki margir sem eignast langömmu eins og þig. Alltaf svo fín, lífsglöð og svo góð. Þó að við hittumst ekki oft þá voru símtölin mörg, það var eins og þú værir alltaf hérna hjá okkur því þú varst alltaf að muna eftir okkur. Þú spilltir okkur með öllum send- ingunum sem við fengum í kringum afmæli, jól og aðrar gleðistundir því þú gleymdir aldrei. Þú varst alltaf hér þó þú værir ekki, því við vitum að við vorum alltaf í huga og hjarta þínu. Þú varst alveg einstök langamma. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Söknuður okkar er mikill, en nú ert þú komin til Guðs og við vitum að þér líður vel. Elsku langamma, það sem við erum að reyna að segja er takk fyrir allt, sér- staklega takk fyrir að hafa verið langamma okkar. Minning þín lifir að eilífu í hjarta okkar. Hvíl í friði. Jóhanna, Marie, Magdeleine og Michael. Elsku Olga amma. Þú varst alltaf svo góð. Ég fékk alltaf nammi hjá þér þegar ég kom í heimsókn í Reykjahlíðina. Það voru svo fallegar myndir hjá þér. Það var alltaf gam- an að skoða vitann sem þú gafst mér svo. Núna veit ég að þú ert sofnuð og sofðu vel. Þinn Jakob Ýmir. Ég man þegar við heimsóttum Olgu ömmu í Reykjahlíðina þá tók hún alltaf á móti okkur og bakaði annaðhvort pönnukökur eða vöfflur. Svo þegar við heimsóttum hana á Sólvang þá átti hún alltaf nammi handa okkur í dallinum sínum. Einu sinni þegar ég heimsótti hana í Reykjahlíðina gaf hún mér engil sem ég hef fyrir ofan rúmið hjá mér og oft þegar ég horfi á engilinn rifj- ast upp margar góðar minningar um hana. Olga amma var alltaf svo góð við okkur. Elsku Olga amma, sofðu rótt og Guð geymi þig. Jóhann Árni. Olga amma fór upp í himininn til að vera hjá Guði og englunum, þá getum við ekki heimsótt hana. Olga amma var góð. Bjarnleifur Þór. ✝ Sigurbjörg BáraGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1960. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðmundur Sæ- mundsson, vátrygg- ingamaður í Kópa- vogi, f. á Seyðisfirði 27. maí 1931 og Kristín Eyjólfsdóttir skrifstofumaður f. í Reykjavík 11. febr- úar 1934. Bróðir Sig- urbjargar Báru er Sæmundur rekstrarfræðingur, f. 1965, bú- settur í Reykjavík. Sigurbjörg Bára ólst upp í Reykjavík og í Kópavogi og stundaði nám í Aust- urbæjarskólanum og síðan í Vörðuskóla. Vetur- inn 1982-1983 var hún við nám í lýðhá- skólanum Solbakken í Noregi. Sigurbjörg Bára var áhuga- manneskja um leik- list og starfaði m.a. með Leikfélagi Kópavogs og tók þátt í uppfærslum á vegum þess. Sigur- björg Bára vann við ýmis störf um ævina, m.a. hjá Ritsíma- num, Sól hf. og Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar en þar vann hún til dauðadags. Útför Sigurbjargar Báru verð- ur gerð frá Hjallakirkju í Kópa- vogi í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Mig langar til að minnast henn- ar Báru minnar með nokkrum fá- tæklegum orðum. Ég varð þeirrar gæfu njótandi að fá að kynnast henni mjög náið, þ.e. ég hef búið með henni síðustu tvö árin. Í Báru var ekkert til sem var ljótt eða vont. Hún trúði því að þeir sem væru lausir við öfund og illmælgi myndu alltaf sigra. Það var e.t.v. þess vegna sem hún þjáðist alla sína ævi, eða frá því hún var unglingur, af geðræn- um sjúkdómi. Við saman vildum meina það að sá sjúkdómur væri sá versti af öllum sjúkdómum. Nú vil ég varpa þeirri spurningu fram til fjöldans, hvort fordómar í garð geðveiks fólks séu úr sög- unni? Af hverju hringdi enginn t.d. í Báru? Af hverju var hún einmana og yfirgefin af öllu fólki nema sínu fólki? Hún sagði mér að einu sinni hefði hún átt fullt af vinum. Hvar voru þeir allir? Vinirnir sem hún átti, þeir hringdu ekki, og skiptu sér aldrei af henni. Af hverju? Fordómar á Íslandi, nei það getur ekki verið? Er það? Sambýli fyrir geðsjúka, hvernig augum lítur fólkið það – Kleppur. Ég get ekki skýlt eða sætt mig við það að þeir sem einu sinni verða geðsjúkir eigi bara alltaf eft- ir að vera það. Vinkonur, vinir, systkini: Er þetta ekki sjúkdómur? Ég bara spyr og spyr sá sem ekki veit. Elsku Bára. Ég veit að núna líður þér vel. Þakka þér fyrir alla þá virðingu og umburðarlyndi sem þú sýndir mér og krökkunum mínum. Ég get ekki núna beðið þig fyr- irgefningar á því hvernig ég talaði við þig stundum. Núna ert þú í góðum höndum, af því þú átt það skilið. Svava Eggertsdóttir. Sigurbjörg Bára var félagi í klúbbnum Geysi og ein af þeim fyrstu sem fengu vinnu á almenn- um vinnumarkaði með aðstoð klúbbsins. Hún var afar þakklát fyrir það tækifæri en hún hafði áð- ur unnið á vernduðum vinnustað. Sigurbjörg Bára var alltaf glöð og jákvæð, og hafði góð áhrif á umhverfi sitt. Hún var sönnun þess að þrátt fyrir veikindi geta einstaklingar náð það miklum bata að þeir verða virkir þjóðfélagsþegnar á ný. Félögum og starfsfólki er mikil eftirsjá að góðum félaga. Blessuð sé minning hennar Klúbburinn Geysir. Í dag kveðjum við samstarfs- konu okkar, Sigurbjörgu Báru Guðmundsdóttur. Andlát hennar bar brátt að þar sem ekki var vit- að til þess að hún kenndi sér meins. Báru kynntumst við síðla árs 2000 en þá hóf hún störf hjá Fé- lagsþjónustunni, fyrst í Skógarhlíð 6 og síðan á Skúlagötu 21. Þá hafði hún ekki unnið á almennum vinnu- markaði um nokkurt skeið. Bára sá um kaffistofuna auk þess sem hún vann ýmis störf sem til féllu. Hún sinnti störfum sínum af alúð og vandvirkni. Þegar hún hafði lokið sínum daglegu störfum gekk hún á milli okkar og bauð aðstoð sína. Hún var óspör á að láta okk- ur samstarfsfólkið vita, að vinnan og vinnustaðurinn væri henni mik- ilvægur. Talaði hún um að það hefði verið gæfuspor að komast út á hinn almenna vinnumarkað. Starfsafmæli voru merkisdagar í huga Báru. Árlega hélt hún uppá starfsafmæli sitt og bauð okkur vinnufélögunum að fagna með sér, með ýmsu góðgæti sem hún bauð uppá. Það vakti okkur óhjákvæmi- lega til meðvitundar um hversu mikilvægt það er að hafa vinnu. Eftir að Bára kom til starfa var létt af okkur talsverðu álagi. Kaffi- stofan varð hvíldarstaður þar sem við gátum gengið að hreinum boll- um og heitu kaffi, en áður urðum við að skiptast á við að sinna eld- hússtörfunum. Þrátt fyrir að við gengjum ekki alltaf vel um heyrð- ist aldrei styggðaryrði frá Báru. Þvert á móti, hún dekraði við okk- ur. Bára hafði fallega rithönd og var gjarnan fengin til þess að skrifa á tækifæriskort. Hún var listaskrif- ari. Bára hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Þegar við ræddum landsins gagn og nauðsynjar skaut hún inn athugasemdum ef svo bar undir. Bára kenndi okkur að lífið er margbreytilegt og mennirnir jafn misjafnir og þeir eru margir. Hún var félagslynd og tók þátt í gleðskap með okkur, hvort sem um var að ræða árshátíð, ferðalög eða aðra viðburði. Bára hafði löng- un til að lifa lífinu og vera eins mikill þátttakandi í því og heilsa hennar leyfði. Við samstarfsmenn Báru þökk- um henni samfylgdina undanfarin ár og vottum aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigurbjargar Báru Guð- mundsdóttur. Vinnufélagar á Skúlagötunni. SIGURBJÖRG BÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR, Yrsufelli 13, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Eir föstudag- inn 14. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta hjúkrunarheimilið Eir njóta þess. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka mín, GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR leikkona, er látin. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Rósa Eggertsdóttir. Elskulegur fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON, Leifsgötu 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Ingileif Þórey Jónsdóttir, Hilmar Sigurvin Vigfússon, Guðbjörn Jón Hilmarsson, María Hilmarsdóttir, Hafsteinn Egilsson, Vigfús Hilmarsson, Gunnar Arnar Hilmarsson, Berglind Rafnsdóttir, Þuríður Hilmarsdóttir, Arnar Þór Vilhjálmsson og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 25. nóvember og hefst athöfnin kl. 14:00. Kristinn G. Jóhannsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Arngrímur B. Jóhannsson, Þóra Guðmundsdóttir, Ingi Þór Jóhannsson, Davíð Jóhannsson, Þórdís Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, ÓSKARS SIGFINNSSONAR frá Neskaupstað. Guðný Þóra Þórðardóttir og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, HALLDÓR KR. STEFÁNSSON, Ystabæ 5, Reykjavík, lést þriðjudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Elín Hulda Halldórsdóttir, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Stefán Halldórsson, Farida Sif Obaid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.