Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 45
FLUGMÁL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 45 „NÆSTU árin í íslensku flugi munu væntanlega einkennast af þeirri útrás íslenskra flugfélaga á nýja og framandi markaði sem hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum áratug,“ segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þegar hann er beð- inn að staldra við eftir nýlegt flugþing og meta ým- islegt sem þar kom fram. Flugmálastjóri segir einnig að það verkefni sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti í ræðu sinni á flugþinginu, að endurskoða heild- arskipulag Flugmálastjórnar Íslands, sé viðamikið og líta þurfi til allra þátta í starfsemi flugmála- yfirvalda. Þessi mál voru tekin til umræðu á flug- þingi árið 1999 þar sem fram kom tillaga um að skoða þyrfti skipulag flugmála á Íslandi. „Slík endurskoðun á skipan flugmála hefur farið fram í mörgum nágrannalöndum okkar á und- anförnum árum. Einkum eru það tvö atriði sem máli skipta. Annars vegar er mikilvægt að skilja að með full- nægjandi hætti þjónustu Flugmálastjórnar, svo sem rekstur flugvalla og flugumferðarstjórn, og eftirlitið með henni, sem flugöryggissvið stofn- unarinnar mun hefja á næstunni.“ Mikilvægt að skoða reynslu nágrannalanda Hitt atriðið segir flugmálastjóri vera að margir telji ekki heppilegt að reka þessa þjónustu í formi hefðbundins ríkisrekstrar. „Rekstur flugvalla og flugumferðarþjónustu hefur því víða um lönd verið færður í form ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í eigu hins opinbera. Þessi mál eru enn í umræðunni t.d. í Finnlandi og Svíþjóð en Noregur og Danmörk hafa gert verulegar breytingar á skipan þessara mála á undanförnum þremur árum,“ segir Þorgeir og telur mikilvægt að skoða reynslu þeirra sem þegar hafa gert slíkar breytingar. „Í upphafi þessa árs var rekstur flugvalla- og flugumferðarþjónustu í Noregi t.d. færður í hluta- félagsform. Eins og fram kom á flugþinginu hefur Hilmar Baldursson, fyrrverandi formaður flug- ráðs og yfirflugstjóri Flugleiða, verið fenginn til að stýra þessu verkefni en samgönguráðherra mun á næstunni skipa í nefnd með honum og setja henni erindisbréf.“ Mikið var fjallað um íslenska og erlenda flug- sögu á flugþinginu enda yfirskriftin flug í heila öld. Íslenskir og erlendir fyrirlesarar skiptust á og litu bæði aftur í tímann og fram á við og Þorgeir fjallaði um ágrip íslenskrar flugsögu. Skipti hann sögunni í fjóra 20 ára kafla og sagði að fyrsti kafl- inn frá 1919 hefði einkum snúist um tilraunir til flugstarfsemi, annar um uppbyggingu flugfélaga, flugvalla og tilheyrandi innviða, sá þriðji um aukn- ingu í umsvifum flugrekstrar og inngöngu í þotu- öldina og sá fjórði um nýskipan í flugrekstri og nú- tímalega uppbyggingu flugsamgöngukerfisins. Fimmti kaflinn sem nú væri hafinn einkenndist af útrás íslenskra flugfélaga á erlenda markaði og frekari uppbyggingu á íslenskum ferðaþjón- ustumarkaði. Byggist mikið á loftferðasamningum Slík útrás byggist að talsverðu leyti á þeim samningum sem íslensk stjórnvöld hafa gert og eru að gera við önnur ríki en fyrst og fremst þeim verkefnum, sem flugfélögin hafa verið að afla sér af mikilli atorku. Í þessu sambandi vegi samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið þungt á met- unum en hann hefur opnað Evrópu upp á gátt fyrir íslenska flugrekendur. „Áætlunarflug byggist almennt á tvíhliða loft- ferðasamningum milli viðkomandi ríkja, en þeir geta verið mjög misjafnir. Íslendingar hafa nýver- ið gert slíkan samning við Kína og á lokastigi eru samningar við Macao og Hong Kong og fleiri samningar eru í farvatninu. Stjórnvöld vilja oft ekki gera slíka samninga nema þau sjái fram á að reglulegt flug hefjist innan skamms. Þannig sjá t.d. Ástralir ekki ástæðu til að setjast niður til samninga við okkur,“ segir Þorgeir og nefnir að Japanir séu sömu skoðunar. Hann segir einnig að samband hafi verið haft við þjóðir í Suður-Ameríku og Austurlöndum nær. Utanrík- isráðuneytið sér formlega um samningsgerðina í samvinnu við samgönguráðuneytið en sérfræð- ingar samgönguráðuneytis og Flugmálastjórnar leggja hönd á plóginn. Íslendingar fylgjast vel með En aftur að flugsögunni og Þorgeir segir Íslend- inga alltaf hafa fylgst vel með í flugmálum. „Mér finnst með ólíkindum hversu snemma Íslendingar fóru að velta því fyrir sér hvernig nýta mætti flug- tæknina hér á landi t.d. til póstflutninga. Það gerði Þorkell Þorkelsson, síðar veðurstofustjóri, í blaða- grein árið 1917 aðeins fjórtán árum eftir að vélknú- in flugvél hóf sig fyrst á loft,“ segir Þorgeir og kveður Þorkel hafa lýst þeirri von að stríðið mætti brátt enda svo landsstjórnin gæti gert tilraun til póstflugs og veitt í það nokkrum fjármunum. „Skýringuna á miklum áhuga á flugi hér á landi er væntanlega að finna í einangrun landsins og erf- iðum samgöngum innanlands. Hér voru komin til sögunnar farartæki sem gátu flutt menn og varning hratt á milli staða og rofið þessa einangrun. Íslendingar fylgdust vel með nýj- ungum í flugi og hófu snemma að gera tilraunir með flugrekstur þótt flugtæknin væri skammt á veg komin. Þótt fyrstu tilraunirnar hafi ekki tekist sem skyldi af fjárhagslegum ástæðum voru menn þó bjartsýnir á framtíð flugs hér á landi.“ Þorgeir minnist í þessu sambandi á orð prófess- ors Alexanders Jóhannessonar í bókinni Í lofti sem hann skrifaði árið 1933, skömmu eftir að Flugfélag Íslands, hið annað, hafði lagt upp laupana. Í lok hennar gerist hann spámannlegur og sér fyrir sér stórar flugvélar fljúga yfir landið á leið milli heims- álfanna með arnsúg og setjast en halda síðan í vesturátt. Hann sér einnig fyrir sér ótal smáflug- vélar sem svífa um landið og setjast á vötn og harð- bala. „Þarna lýsir hann í raun bæði þotuflugi milli heimsálfanna og áætlunarflugi innanlands eins og það var um langan tíma en árið 1976 var t.d. flogið áætlunarflug til 36 flugvalla á landinu, sem marga hefði mátt kalla harðbala,“ segir Þorgeir. Hægir á þróun flugvéla Fulltrúar Boeing- og Airbus-flugvélaverksmiðj- anna fjölluðu á flugþinginu um framtíðina í flug- vélasmíði og segir Þorgeir tækniþróun í gerð flug- véla hafa verið mjög hraða. „Þróunin var mjög hröð á fyrstu áratugum flugsins og framfarir mikl- ar í gerð flugvéla allt fram á áttunda áratug síð- ustu aldar. Flugvélar urðu stærri, langdrægari og burðarmeiri og afköst, hraði og hagkvæmni voru sífellt að aukast. Það má kannski segja að hægt hafi á þessari þróun hvað varðar flugvélarnar sjálf- ar eftir að B747-breiðþotan kom fram árið 1970. Síðan hefur þróunin snúist meira um að létta vél- arnar, endurbæta hreyflana og gera þá hljóðlátari og sparneytnari. Þá hefur örtölvutæknin valdið byltingu í flugleiðsögu og stjórnkerfum vélanna en þessi atriði eru mönnum ekki eins sýnileg og ytri breytingar á flugvélunum sjálfum. Gagnaflutn- ingur milli flugvéla og flugstjórnarmiðstöðva þróast hratt um þessar mundir en við erum þó enn að notast við stuttbylgjustöðvar eins og t.d. stöðv- arnar í Gufunesi og á Shannon á Írlandi til að skiptast á hvers konar flugupplýsingum við flug- vélar á leið yfir hafið.“ Viðkvæm atvinnugrein Þorgeir segir að ítrekað hafi komið fram í máli fyrirlesara hversu flugrekstur sé viðkvæm at- vinnugrein. „Hér hefur ítrekað verið minnst á 11. september, stríðið í Írak og bráðalungnabólguna. Slíkir atburðir hafa haft mjög neikvæð áhrif á flug- samgöngur en menn eru þó bjartsýnir um að flugið sé að rétta úr kútnum eftir erfiðleika undanfarinna tveggja ára. Erfið fjárhagsstaða flugfélaganna hefur m.a. þau áhrif að þróunin í gerð nýrra flug- véla snýst ekki um byltingakenndar breytingar í útliti eða aukinn hraða heldur að þær verði enn hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni jafn- framt því sem þægindi flugfarþega munu aukast. Hvað íslensk flugmál varðar er ánægjulegt, hve mikinn hlut íslensk flugfélög ætla sér í þróun flugsins á næstu árum. Því er mikilvægt að styrkja undirstöður og innviði þessarar mikilvægu at- vinnugreinar eins og kostur er,“ segir Þorgeir að lokum. Flugmálastjóri segir með ólíkindum hve fljótt Íslendingar tóku að nýta sér flug Sótt áfram á nýja og framandi markaði Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri segir að líta þurfi til margra þátta nú þegar end- urskoðun á starfi Flugmála- stjórnar stendur fyrir dyr- um. Hann segir í samtali við Jóhannes Tómasson að flug sé mikilvæg atvinnugrein en viðkvæm. Morgunblaðið/Jim Smart Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. joto@mbl.is JERRY Mack, aðstoðarforstjóri Bo- eing-verksmiðjanna, ræddi þróun á flugvélum framtíðarinnar á flug- þinginu og benti hann í upphafi á að kringum 28 milljónir starfa væru í flugheiminum. Hann sagði þróunina snúast um öryggismál og reglugerðir, getu í flugumferð- arstjórn, nýja tækni og afköst hinna einstöku flugvélagerða. Nú væri hins vegar meira spurt um ferðatíðni og því minni áhersla á farþegafjölda. Nefndi hann sem dæmi að næsta nýja flugvél Boeing, sem nefnd er 7E7, yrði fyrir 200 til 250 farþega og með 12.200 til 14.4800 km flugdrægi. Staðhæfði hann að þessi nýja vél myndi eyða um 20% minna eldsneyti en núver- andi þotur gerðu og nefni hann einnig að farþegarýmið yrði 35 cm víðara en í núverandi þotu og loft- hæðin meiri. Þá sagði hann að þrýstingur í farþegarýminu yrði svipaður því sem er í um 1.800 metra hæð en ekki um 2.400 metra sem myndi þýða aukna vellíðan far- þega. Boeing-verksmiðjurnar gera ráð fyrir að hægt verði að hefja sölustarfsemi í lok þessa árs og að fyrstu pantanir muni berast á næsta ári. Risaflugvél í gagnið 2007 Dieter Schmitt er yfirmaður framtíðarverkefna Airbus. Hann sagði verksmiðjurnar hafa selt 185 flugfélögum og fyrirtækjum 4.805 flugvélar af 12 gerðum. Airbus er um þessar mundir að framleiða eina stærstu þotu sem notuð verður í farþega- og fraktflugi, A380. Far- rými hennar er á tveimur hæðum og tekur hún 555 manns í þremur flokkum farrýma eða rúmlega 800 manns sé farrýmið aðeins eitt. Hann nefndi ýmsar nýjungar sem Airbus hefði tekið upp, svo sem tveggja manna stjórnklefa, tveggja hreyfla langdrægar vélar o.fl. Hann sagði stefnuna til ársins 2020 snúast um gæði, umhverfi, öryggi, áreiðanleika í rekstri og stundvísi. Hann sagði flugvélasmiði verða að bjóða ódýrari og betri flugvélar sem menguðu minna, væru enn hljóðlátari, öruggari og áreið- anlegri en í dag. Setti hann fram ýmsar framúrstefnulegar hug- myndir um það sem komið gæti, of- urhraðskreiðar vélar, nýjar og stærri fraktvélar og sérlega um- hverfisvænar flugvélar. Um 28 millj- ónir starfa í flugi Korean Air hefur pantað 5 A380 risaþotur frá Airbus og alls eru pantanir orðnar 121 frá flug- félögum. Vænghafið er 45 metrar, breidd vængs 11 metrar við búkinn og þykkt hans þar um 3 metrar. VICTOR Aguado, forstjóri Eurocontrol, flug- stjórnarstofnunar Evrópu, ræddi á flugþinginu um vandamál flugumferðarstjórnar í álfunni. Flugum- ferð hefur aukist hröðum skrefum síðustu árin og brýnt er að finna leið til að mæta henni m.a. með auknum afköstum flugstjórnarkerfa án þess að slakað sé á öryggiskröfum. Á vegum Eurocontrol er nú unnið að því að sam- ræma flugumferðarstjórn yfir Evrópulöndum í samvinnu við Evrópusambandið þannig að borga- legt flug um álfuna verði sem hagkvæmast í stað þeirra krókaleiða sem flugvélar verði iðulega að fara í dag, einkum yfir meginlandi Evrópu. Króka- leiðirnar eru ekki síst komnar til vegna lokaðra svæða vegna heræfinga landanna. Allt til þessa dags hefur hvert ríki fyrir sig skipu- lagt flugleiðir yfir eigin landsvæði en Þorgeir Páls- son flugmálastjóri segir nú stefnt að því að líta á meginlandið sem eitt samfellt flugstjórnarrými. Þetta verði hægt með bættum og sjálfvirkum gagnaflutningum milli flugvéla, flugstjórnarmið- stöðva og flugfélaga. Hann segir að þetta muni jafnframt gera kleift að samræma betur ákvarð- anatöku flugfélaga, flæðisstjórna og flugstjórnar- miðstöðva þannig að unnt verði að skipuleggja flug- umferðina á hagkvæmari hátt. Rauðu súlurnar á þessari tölvumynd tákna hindranir sem flugherir hafa sett almennu farþegaflugi yfir Evrópu. Flugleiðirnar verða því krókóttar og óhagkvæmar. Stefnt að samræmdri flugumferðarstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.