Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRAMTÍÐ Íslands hefur boðað til fundar laugardaginn 22. nóvember í Fjörukránni í Hafnarfirði kl. 10. ár- degis. Frá stofnun félagsins hefur undirritaður eytt miklum tíma og fé í að kynna sér vinnubrögð náttúru- verndarsamtaka út um allan heim og er vel þekktur hjá 22 þeirra. Fund- arefnið á væntanlegum fundi verður það að leita samstöðu um friðun land- grunnsins innan 50 sjómílnanna og gera þær að þjóðgarði, stjórnar- skrárbundið. Svæði þetta verði nytj- að með kyrrstæðum veiðarfærum, línu, handfærum, svo og netum á vissum svæðum, og að netin verði al- mennt dregin á innan við 12 tíma fresti. Hvalir njóti friðhelgi innan svæðisins, en hvali þarf að grisja utan svæðisins til að ná jafnvægi í lífríkinu, sem hefur verið raskað af manna völdum. Verði gengið í ESB þarf því engar vangaveltur um fiskimiðin. Til fundarins í Fjörukránni hefur þessum aðilum verið boðið: Lands- sambandi smábátaeigenda, Náttúru- verndarsamtökum Íslands, Náttúru- vernd ríkisins, Ferðaþjónustunni, Forystumönnum hvalaskoðunar, samtökum fiskvinnslustöðva, sam- tökum sjávarjarðaeigenda, Eflingu Bolungarvík og öðrum sem hafa áhuga á náttúruvernd. Engum póli- tískum aðilum hefur verið boðið sér- staklega en þeir eru velkomnir á fundinn sem borgarar.Undirritaður væntir þess að erindið um friðun landgrunnsins sigli hraðbyri í gegn- um hið háæruverðuga Alþingi Íslend- inga, því erindið varðar almannahag til framtíðar litið. Hugmynd þessi er ekki ný af nálinni og því þaulhugsuð. Ef við lítum yfir farinn veg und- anfarinna ára varðandi fiskveiðar við Ísland, rányrkjuna, mismununina og allt sem hefur gengið á, baráttuna um réttindi til lífsviðurværis af auðlind- inni milli stóru hagsmunaaflanna og einyrkjanna, er ekki hægt annað en að biðja um fyrirgefningu til handa þeim fyrrnefndu, sem hafa beitt mannskemmandi aðferðum til að ota sínum tota. F.h. Framtíðar Íslands, GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði. Af hverju þjóðgarður? Frá Garðari H. Björgvinssyni: EINHVER sjálfskipuð skáldaspíra ofan af Skaga, Þórir Björn, vandar mér ekki kveðjurnar í tilefni af skrif- um mínum um niðurlægingu ljóð- hefðar og ruglukolla, sem nú leika lausum hala! Í grein sinni fremur hann þau furðulegu afglöp að lítilsvirða nokk- ur af okkar merkustu þjóðskáldum. Hallgrímur Pétursson, Matthías Jochumsson og Jónas Hallgrímsson „þeir eru leiðinlegir, úreltir og búnir að vera“. Þarna gefur hann sjálfum sér slíka falleinkunn að hann ætti að hraða sér heim og hátta í björtu! Getur verið að okkar menning sé þar á vegi stödd að ruglukollar í ljóðagerð dirfist að slá slíku fram? Skaga skáldspíran samþykkir þó óvænt tilvitnun mína í Laxness: „Það skáld, sem ekki á sér stað í hjörtum þjóðarinnar er ekki ljóðskáld“. Í þessu sambandi vek ég athygli á því að um miðja síðustu öld þá bar hæst nöfn þeirra Davíðs Stefánsson- ar og Tómasar Guðmundssonar. Þegar ný bók birtist frá þeirra hendi, þá kepptust menn við að kaupa bæk- ur þeirra. Jafnframt voru þær kær- komið umræðuefni á meðal þjóðar- innar. Tónskáldin upptendruðust og sömdu hugljúf lög, sem þjóðin fagn- aði. Að sjálfsögðu voru mörg fleiri ljóðskáld frábær á þessum tíma, þótt ég taki þessa tvo snillinga sem dæmi. Eins og ég hef áður vakið athygli á er börnum fátt hollara en að læra fögur ljóð. Með þessum hætti auka þau orðaforða sinn með miklum ágætum. Þetta var ruglukollinum að eigin sögn ofraun og mikil þjáning! Fær hann vissulega engar samúðarkveðj- ur að því tilefni. Ekki má gleyma miklum fjölda snjallra hagyrðinga um land allt, sem njóta geysilegra vinsælda. Megi okkar dýrmæta íslenska ljóðhefð áfram blómstra þjóðinni til andlegrar heilsubótar! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22, 107 Reykjavík. Andsvar við andsvari! Frá Guðmundi Guðmundarsyni: ÞAÐ fór kuldahrollur um undirrit- aðan þegar kvöldfréttir sjónvarps sögðu frá því að einum færasta yf- irlækni landsins, Sigurði Björnssyni, hefði verið vikið úr starfi sínu sem yfirlæknir lyflækninga krabbameina við LHS Við sem erum aðstandendur sjúk- linga með krabbamein, vitum að Sig- urður Björnsson hefur það mikla við- veru á sinni deild – að eftir því er tekið og um það er rætt. Það er venjulega réttlætt með því að hann búi rétt handan við sjúkrahúsið og komi því á ólíklegustu stundum til að fylgjast með sjúklingum sínum, sem oftar en ekki eru að fást við erfið veikindi þar sem skjótt þarf að bregðast við. Landspítalinn skolar barninu nið- ur með baðvatninu ef prínsipp stofn- unarinnar þola ekki Sigurð Björns- son í starfi yfirlæknis. Hann á stuðning okkar óskiptan. LÚÐVÍK BÖRKUR JÓNSSON, Laufásvegi 65, Reykjavík. Á stuðning okkar óskiptan Frá Lúðvík Berki Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.