Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 49 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert nútímaleg/ur og býrð yfir óvenjulegum glæsileika. Einbeittu þér að þínum nánustu samböndum á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir það óvænta. Þú gætir lent í leiðindum vegna skuldar við einhvern eða sambands við einhvern. Reyndu að halda ró þinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vilt ekki láta segja þér fyrir verkum í dag. Þú metur sjálfstæði þitt mikils og vilt taka þínar eigin ákvarðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gerðu ráð fyrir bilunum, töf- um og óvæntum uppákomum í vinnunni í dag. Þegar á heildina er litið munu þessar uppákomur leiða til góðs. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að þú lendir í deilum við ástvin þinn í dag. Leið sannrar ástar er oft þyrnum stráð. Vertu vak- andi fyrir leyndum slysa- gildrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti innan fjölskyld- unnar gætu reynst þér erfið í dag. Þér mislíkar að vera settar skorður, þurfa allir að leggjast á eitt við að halda fjölskyldunni saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gefðu þér góðan tíma í dag því það er næstum öruggt að þú verður fyrir töfum. Það er einnig mikil hætta á slys- um þannig að þú ættir að fara sérstaklega varlega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Forðastu að kaupa eitthvað í skyndi í dag. Þú hefur yndi af því að fegra umhverfi þitt en ættir að fara varlega í innkaupum í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert óvenju sjálfstæð/ur og ákveðin/n í dag og það gæti skapað togstreitu í sam- skiptum þínum við börn og aðra fjölskyldumeðlimi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskipti þín við yfirvöld eða stórar stofnanir gætu komið þér á óvart í dag. Þá má búast við einhvers konar töfum þessara aðila. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýndu vinum þínum þol- inmæði. Fólki hættir til hugsunarleysis í dag og því meinar það sennilega ekki nema helminginn af því sem það segir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Yfirmenn þínir eða foreldrar gætu komið þér á óvart í dag. Reyndu að fljóta með straumnum og forðastu að styggja nokkurn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ævintýraþrá þín er vakin. Þú vilt brjóta af þér öll bönd en verður að gæta þess að missa ekki raunveruleika- sambandið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVÖLDHUGSUN Nú skógar-beltin blána í aftanmóðu og ber upp hátt sem langar raðir fjalla; hvað vilja þau í hug mér endurkalla, kvöldsólar geislum kysst í veðri góðu? Ég horfi á velli, vötn og þorpin hljóðu, en værð mig flýr, er hvíldin laðar alla, og aftanklukkur angurblíðar gjalla úr vesturgeim, þar glóa skýin rjóðu. Nú skyggir fold, er röðull rann við skóga; hve rökkurfuglinn blítt í lundi gelur! hve tindrar Venus glatt með geislum munar! Þeir yndistöfrar eigi samt mér fróa, því andi minn á hnúkaláði dvelur, þar þungur foss í þröngu gili dunar. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 21. nóv- ember, er 75 ára Halla Mar- grét Ottósdóttir. Hún dvelst í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Eiginmaður hennar er Ragnar Sigurðsson. Þau taka á móti vinum og vanda- mönnum á morgun, laug- ardaginn 22. nóvember, í Félagsheimili Bústaða- kirkju milli kl. 15-18. ÞEGAR 6 spilum af 128 var ólokið í úrslitaleik Banda- ríkjamanna og Ítala um Bermudaskálina var staðan 283-278 Ítölum í vil. Fimm IMPa munur. Spil 123. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á97 ♥ 98 ♦ K743 ♣K1097 Vestur Austur ♠ 63 ♠ KDG842 ♥ G1054 ♥ 76 ♦ Á62 ♦ G8 ♣DG86 ♣Á52 Suður ♠ 105 ♥ ÁKD32 ♦ D1095 ♣43 Sagnir voru eins á báðum borðum: Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace Duboin Rodwell Bocchi Meckstr- oth -- -- -- 1 hjarta Pass 1 grand 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass 3 tíglar Pass Pass Pass Útspilið var spaði, sem báðir sagnhafar dúkkuðu til austurs. Aftur kom spaði, drepinn með ás og tígli spil- að úr borði. Hér skildu leiðir. Meckstroth svínaði tíunni og tryggði sér þar með níu slagi. Duboin dúkkaði, en tók næsta tígul og spilaði þeim þriðja. Meckstroth gat nú fríspilað hjartað og gaf aðeins tvo slagi á lauf í við- bót: 110 í NS. Versace ákvað að stinga upp tíguldrottningu og Hamman dúkkaði leiftur- snöggt. Sem er góð vörn, því nú er eðlilegt að staðsetja tígulásinn í austur. Versace lét nú trompið bíða í bili og spilaði ÁKD í hjarta og henti spaða úr borði. Solo- way trompaði þriðja hjartað með tígulgosa og átti út í þessari stöðu: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ K74 ♣K1097 Vestur Austur ♠ -- ♠ D842 ♥ G ♥ -- ♦ Á6 ♦ -- ♣DG86 ♣Á52 Suður ♠ -- ♥ 32 ♦ 1095 ♣43 Hann spilaði spaða í tvö- falda eyðu, frekar en laufi frá ásnum. Nú má vinna spilið með því að henda laufi heima og trompa í borði. Spila svo laufkóng (!) úr og opna samgang fyrir víxl- trompun. En Versace sá ekki þennan möguleika og trompaði heima og hlaut þá að gefa tvo slagi á lauf. Einn niður, 50 í AV og 4 IMPar til Bandaríkjamanna. Munurinn 1 IMPi og 5 spil eftir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 21. nóv- ember, er sextugur Gunnar Valur Jónsson, varðstjóri í hegningarhúsinu Skóla- vörðustíg 9. Hann og eig- inkona hans, Steinunn Jak- obína Guðmundsdóttir, verða í París á afmælisdag- inn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Rd7 8. Rxd5 Bxd5 9. Dc2 Hc8 10. e4 Bb7 11. O-O-O Be7 12. Kb1 O-O 13. Bc3 c5 14. d5 exd5 15. exd5 c4 16. h4 He8 17. Be2 Hc5 18. Rg5 Rf8 19. Bf3 Bxg5 20. hxg5 Dxg5 21. Bb4 Hxd5 22. Hxd5 Bxd5 23. Hh5 Staðan kom upp í afar öflugu at- skákmóti sem fram fór í Bastia í Frakk- landi fyrir skömmu. Viswanathan Anand (2766) hafði svart gegn Miso Ce- balo (2486). 23... Dxh5! og hvítur gafst upp enda verð- ur hann skiptamun undir eftir 24. Bxh5 Be4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Húsbóndinn á heimilinu vill fá matinn sinn og eng- ar refjar! Morgunblaðið/Margrét Þóra Baldur Geirsson, 9 ára strákur á Akureyri, hélt nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.400 krónur. Með Baldri á myndinni er Agnar, litli bróðir hans. HLUTAVELTA HANN ER KOMINN NÝI DÖMUILMURINN FRÁ HUGO BOSS Grímsbæ, sími 588 8488 við Bústaðaveg Nýkomið Bolir - gallabuxur - gallaskyrtur Skór Leðurhanskar í jólapakkann Góðar stærðir - gott verð Bridsfélag Hafnarfjarðar Önnur lotan í A-Hansen tvímenn- ingnum var spiluð mánudaginn 17. nóvember. Úrslit það kvöld urðu þannig: N-S riðill: Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 185 Páll Hjaltason – Sigurður Sigurjónss. 183 Hlöðver Tómass. – Sigurður Tómass. 182 A-V riðill: Guðni S. Ingvarss. – Hafþór Kristjánss. 191 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfsson 187 Einar Sigurðsson – Halldór Einarsson 186 Meðalskor var 168. Heildarstaðan í keppninni er nú þannig: Einar Sigurðsson – Halldór Einarsson 436 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 416 Gunnar Birgisson – Rúnar Einarsson 413 Páll Hjaltason – Sigurður Sigurjónss. 400 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 399 Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 397 Keppninni verður fram haldið mánudaginn 24. nóvember, en þann 1. desember hefst aðalsveitakeppn- in, þannig að nú er fyllilega tímabært að huga að sveitarfélögum fyrir þá keppni. Stefán og Þórólfur sigruðu í aðaltvímenningi BA Aðaltvímenningi Bridgefélags Ak- ureyrar er lokið. 16 tóku þátt og spil- aðar voru fjórar umferðir. Úrslit í fjórðu umferð er: Pétur Örn Guðj. – Grettir Frímannss. 43 Reynir Helgason – Stefán Sveinbjörnss. 23 Árni Bjarnason – Ævar Ármannsson 21 Stefán Vilhj. – Haraldur Sveinbjörnss. 21 Jón Björnsson – Halldór Svanbergsson 20 Lokastaðan í mótinu er: Stefán G. Stefánsson – Þórólfur Jónass. 90 Pétur Örn Guðj. – Grettir Frímannss. 80 Jón Björnsson – Halldór Svanbergsson 69 Björn Þorláksson – Frímann Stefánsson 57 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 38 Spilað er á þriðjudags- og sunnu- dagskvöldum klukkan 19.30 í Fé- lagsheimilinu Hamri. Á þriðjudags- kvöldum eru forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum. Næsta þriðjudagskvöld hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Allir vel- komnir. Bridsfélagið Muninn Nýlega er lokið hausttvímenningi hjá félaginu og sigruðu Grethe Íver- sen og Svala Pálsdóttir með minnsta mun en þær voru með 56,51% skor. Karl Hermannsson og Jóhannes Sig- urðsson voru með 56,48% og sömu skor náðu einnig Sigurður Alberts- son og Jóhann Benediktsson. Spilað var í þrjú kvöld og giltu tvö stiga- hæstu kvöldin til verðlauna. Nú er hafin firmakeppni og er spiluð sveitakeppni. Átta firmu styrkja keppnina og þegar mótið er tæplega hálfnað er sveit Heklu efst með 60 stig, Pípulagnir Benna Jóns er í öðru sæti með 52 og sveit Olís þriðja með 50. Spilarar í efstu sveitinni eru Svala Pálsdóttir, Karl G. Karlsson, Grethe Íversen og Randver Ragnarsson. Spilað er á fimmtudagskvöldum í félagsheimili bridsspilara á Suður- nesjum sem stendur við gamla Sand- gerðisveginn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.