Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 6
Við náðum tali af Hallgrími Helgasyni sem sá um leik- araval, casting eins og það heitir meðal kvikmynda- gerðarmanna. Hann sá um að velja í öll hlutverk í Herra Alheimi, 177 einstök hlutverk og mörg hundruð manns í minni hlutverk og hópatriði, 999 manns þegar allt er talið. Hann segir að ekki hafi verið ýkja erfitt að velja í hlutverkin, mörg hafi valið í sig sjálf ef svo megi segja, og nefnir nokkur hlutverk til skýringar á vinnuferlinu: Guð – Marlon Brando „Brandó kemst næst því að vera Guð í leikarastétt. Hefur þungavigtina og svo er mystería yfir honum. Hann gerir þetta afburðavel.“ Lok – John Hurt „Kollegi Guðs, guðinn í næsta heimi, varð að vera ólíkur Drottni. Hurt var einkum ráðinn út á frammistöðu sína sem Kalí- gúla í gömlu góðu Kládíusar-þáttunum. Bretland er líka næsti heimur við Ameríku, þannig að hreimurinn kemur vel út á móti Brandó.“ Ali A / Ali B, aðstoðarmaður Guðs – Woody Allen „Það var kominn tími á að sjá þá saman, Allen og Brandó. Þurfti líka gyðing í hlutverkið svo Guð gæti uppnefnt hann með arab- anafni en í myndinni þolir Guð ekki trúarbrögð af neinu tagi. Að- stoðarmaðurinn er klónaður og Allen toppar sjálfan sig hvað eft- ir annað í senunum með Ali A og Ali B. Tveir Allenar eru tvisvar sinnum betri en einn.“ Dr. Envi Litlos – Jodie Foster „Þurfti leikkonu sem er alveg laus við kynþokka. Foster brást ekki.“ Reindafren Gulit – Arsene Wenger „Smellpassar. Í raunveruleikanum er Wenger þjálfari Arsenal- liðsins en í myndinni leikur hann einn helsta ráðgjafa Drottins. Þessum manni stekkur aldrei bros. Hann hefur þessa þrjósku kergju sem þarf í hlutverkið, þessa þrjósku kergju sem kemur alltaf í veg fyrir að Arsenal skori. Wenger á eftir að koma mörg- um á óvart í þessari mynd.“ Napóleon Nixon – Anthony Hopkins „NN er semsagt margendurfædd persóna sem bæði hefur verið Napóleon og Nixon. Þetta segir sig sjálft. Eftir Nixon-myndina á Hopkins auðvitað Nixon og fer létt með að bæta á sig Napóle- oni.“ Jesús Kristur – Hugh Grant „Sorgmæddi hjartaknúsarinn. Need I say more?“ Neró – Eminem „Sama manngerðin. Drápu báðir mömmu sína.“ Elíban Gæjus Maxímus – Mike Tyson „Eini villimaðurinn sem í boði er. Elíban er rómverskur skylm- ingaþræll af afrískum ættum og til í að bíta í hvað sem er, jafn- vel súrasta epli Alheimsins.“ Notorious BIG – Eddie Murphy „Sumir voru svartsýnir á að Murphy réði við þetta. En ég efaðist aldrei. Enda mætti hann á svæðið með sama förðunargengi og vann með honum í „The Nutty Professor“.“ Virgill Shakespeare – Elvis Costello „Ég get sagt það hér og nú. Hann fékk bara hlutverkið út á útlit- ið og eyrnalokkinn.“ John Lennon – Bono „Meryl Streep var búin að samþykkja að leika Lennon, enda eru þau nánast eins og tvíburasystkin. Hún guggnaði hinsvegar á síðustu stundu og Bono var í raun vandræðaleg þrautalending. En hann syngur ágætlega og þeir eru glettilega líkir.“ John F. Kennedy – Mick Hucknall (söngvari Simply Red) „Þetta kann að hljóma fáránlega en þegar betur er að gáð er þetta sama andlitið. Sama breiðleita írska rauðkan. Þegar Hucknall var kominn með forsetagreiðsluna vantaði bara Jackie og börnin.“ Lee Harvey Oswald – Moby „Hér var það lúkkið sem réði. Moby þarf nánast ekkert að leika, bara taka í gikkinn og láta sig hverfa. Hinsvegar varð alltaf að passa vel að taka byssuna af honum að tökum loknum þar sem Eminem var á svæðinu.“ Xtensia – Missy Elliott „Símadama Guðs, Xtensia, er algjört „bitch“. Upphaflega stóð til að Queen Latifah myndi leika þetta hlutverk en hún var hins- vegar ekki laus þegar á reyndi. Missy Elliott gerir þetta bara bet- ur ef eitthvað er.“ Gunnar Hjaltason – Sverrir Stormsker „Ég hef alltaf hrifist af Stormsker. Þetta er reyndar mjög lítið hlutverk, bara rödd í síma, en karlinn gerir þetta glimrandi vel.“ María mey – Christina Aguilera „Liggur í augum úti, ekki satt?“ Egill Skallagrímsson – Ingvar Sigurðsson „Ingvar er enginn Njáll. Jón Bö er Njáll. Ingvar er Egill.“ Katrín mikla – Nina Hagen „Hafði hvoruga séð en þetta hljómaði bara eitthvað svo vel.“ Kleópatra – Cicciolina „Klámstjarna í pólitík. Who else?“ Friedrich Nietzsche – Friðrik Þór Friðriksson „Hann var sá eini sem mætti í prufu.“ Vladímír Iljíts Lenín – Johnny Depp „Hin fullkomna andstæða gamla Rauðs. Perfekt. Depp með skalla gæti tekið völdin í hvaða landi sem er.“ Aron Elvis Aaron Presley – David Hasselhoff „Hér vantaði sæmilega hallærislegan gæja sem væri dáldið feitur og gæti sungið. Einhvern sem fólk skammaðist sín fyrir að sitja nálægt. Hasselhoff hefur þetta element í sér þó svo hann hafi hinsvegar reynst hvers manns hugljúfi á tökustað.“ Adolf Hitler – Johnny Rotten „Hér þurfti gamlan múgæsingamann. Rotten er líka með sama biturleikaflöktið í augunum og svo eru þeir glettilega líkir. Það þurfti þó miklar fortölur til að fá hann í þetta.“ Píus tólfti – Camilla Parker-Bowles „Af því að Karl Bretaprins hefur sofið hjá þeim báðum. Ha ha. En kannski var það einmitt þess vegna sem gamla herfan vildi ekki vera með. Við neyddumst til að skeyta andliti hennar inn í eftirvinnslunni.“ Standpínubetlari í Víti – Ron Jeremy „Er það ekki það sem hann er? Það var unaðslegt að fylgjast með því hversu mikið vald Ron hefur yfir líkama sínum. Það þurfti að taka atriðið yfir þrjátíu sinnum en það kom ekki að sök: Leikstjórinn þurfti bara að hrópa „action“ og þá var okkar maður mættur í réttstöðuna.“ Hávær ungmenni í Helvíti – Drukknir íslenskir unglingar „Byggt á eigin reynslu. Ég hræðist fátt meira í þessum heimi en drukkna íslenska unglinga.“ Samuel Beckett – Jim Carrey „Þetta var nú bara gert til að stríða aðdáendum Becketts í von um ókeypis auglýsingu. Það stóð heima. The Beckett Society í London sendi nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er harð- lega mótmælt og leikaravalið sagt „móðgun við skáldið“. Ann- ars skil ég þetta ekki. Mér fannst „Ace Ventura“ alltaf dálítið beckettísk kvikmynd.“ Georg Friedrich Händel – Sepp Blatter „Sepp Blatter er forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, spilltasta kvikindi okkar tíma. Hann vissi reyndar ekki af því, en þetta var hugsað sem refsing fyrir dómarahneykslið í Hamborg, Þýskaland – Ísland, þegar markið var dæmt af okkur. Það var unaðslegt að fá að horfa á Ingvar Sigurðsson (Egill Skalla- grímsson) og Dolph Lundgren (Rune Rögnvaldsson) berja vit- glóruna úr gamla svissneska gerpinu.“ MC Dante – Daniel Day Lewis „Ég hafði heyrt af því að Daniel Day Lewis væri mikill rapp- aðdáandi og hlustaði á Eminem daginn út og inn. Hann er líka sláandi líkur skáldinu Dante, þannig að þetta var alveg kjörið.“ Fæðandi móðir – Ólétt leikkona „Þegar til kom var bara engin leikkona til í að fæða barn í bíó- mynd. Eftir mikla leit og margar auglýsingar tókst loks að finna konu í Ohio sem var til í að gera þetta. Hún var að vísu ekki leik- kona en hafði þó leikið í sýningu í menntaskóla.“ Nýfætt sveinbarn – Ófæddur leikari „Stjarna er fædd.“ Ljósmóðir – Ólærð leikkona „Það er ekki hægt að taka neina sénsa þegar barnsfæðing er annarsvegar. Þótt leikkonur geti sett sig inn í hvaða hlutverk sem er var ákveðið að kalla frekar til alvöru ljósmóður.“ Læknir – Ófyndinn leikari „Það mættu yfir 600 leikarar í prufu fyrir þetta örhlutverk, hver öðrum leiðinlegri. Ótrúlegur mannsöfnuður.“ Natas – Leonardo DiCaprio „Leó leikur Djöfulinn sem í myndinni gengur undir nafninu Nat- as. Hér þurfti besta leikara í heimi. Og hér þurfti líka að vinna gegn klisjunni með því að fá einhvern ungan og sætan. DiCapr- io fer hér á kostum. Hann er líka hinn ungi Brandó. Sem er tákn- rænt: Ungur er maðurinn á valdi Kölska en fikrar sig nær Guði með aldrinum.“ 999LEIKARAR Stórmyndin Herra Alheimur hefur vakið hrifningu víða um heim. Mestar umræður hafa spunnist um þann mikla fjölda leikara sem kemur við sögu, enda allmargir þeirra að stíga í vænginn við Þalíu í fyrsta sinn, þótt þeir séu allþekktir á öðrum vettvangi. 6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 21|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ ARSENE WENGER Í HLUTVERKI SÍNU SEM REINDAFREN GULIT, RÁÐGJAFI DROTTINS. WOODY ALLEN OG WOODY ALLEN Í HLUTVERKUM SÍNUM SEM ALI A OG ALI B, AÐSTOÐARMAÐUR GUÐS. ALI A TIL VINSTRI. EÐA HÆGRI. MIKE TYSON Í HLUTVERKI SÍNU SEM ELÍBAN GÆJUS MAXÍMUS OG ANTHONY HOPKINS SEM NAPÓLEON NIXON. BRELLURNAR Í MYNDINNI ÞYKJA MEÐ ÞVÍ BESTA SEM SÉST HEFUR, SANN- KÖLLUÐ KRAFTAVERK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.