Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21|11|2003 | FÓLKÐ | 7 Það er helst á Skotlandi sem karlmenn eru þekktir fyrir að klæðast pilsum. Þó eru und- antekningar á því en 16 ára MH- ingur, Kjartan Þór Birgisson, fer að dæmi nágranna okkar. Kjart- an Þór er nemi á fyrsta ári á nátt- úrufræðibraut og segir marga kosti fylgja því að vera í pilsi. Af hverju skotapils? „Mér fannst alltaf flott að vera í skotapilsi og ákvað að ganga í málið og redda mér einu slíku,“ segir Kjartan Þór og það gekk auðveldlega eftir. Hvenær notarðu pilsið helst? „Ég nota það helst við sérstök tilefni,“ segir hann þótt hann hafi líka farið í því í skólann. Hann segir þetta þægilegan klæðnað. „Þau eru mjög þægi- leg, það er mjög frjálst að vera í skotapilsi.“ En skyldi hann fylgja skosku hefðinni til hins ýtrasta hvað varðar undirföt, eða réttara sagt skort á þeim. „Það fer eftir því hvort það er kalt úti eða ekki. Ef það er kalt úti fer maður í hlýjar nærbuxur. Fer eftir aðstæðum.“ Hvaða viðbrögð færðu? „Ég hef bara fengið góð við- brögð. Fólki þykir þetta almennt sniðugt. Í MH kippir enginn sér upp við þetta, það er frekar þeg- ar maður fer í bæinn, þá fer fólk að glápa.“ Þeim sem eru á leið til New York má benda á áhugaverða sýningu, „Bravehearts: Men in Skirts“, sem stendur yfir í bún- ingadeild Metropolitan Museum of Art. Þar er farið yfir sögu pils- ins hjá nútímamanninum en á því sviði er Jean Paul Gaultier einn helsti brautryðjandinn. Enn- fremur eru til sýnis föt frá m.a. Dries van Noten, Vivienne Westwood og Rudi Gernreich, sem hafa líka lagt sitt til mál- anna á þessu sviði. |ingarun@mbl.is Mjög FRJÁLST Morgunblaðið/Kristinn 6–700 g lambahryggvöðvi (file) 1 msk. engifer, rifið eða saxað smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 tsk. kummin, malað 2 tsk. kóríanderfræ, möluð ½ tsk. chilipipar (eða eftir smekk) salt 1 msk. olía 2 lárperur, vel þroskaðar 1 rauð paprika, stór 1 rauðlaukur 1 chilialdin, rautt eða grænt safi úr 2 límónum fersk kóríanderlauf nýmalaður pipar Kryddinu blandað saman og núið vel inn í lambið. Látið standa í hálfa til eina klukkustund. Olían hituð á pönnnu og kjötið saltað svolítið og steikt við góðan hita þar til það er brúnað á öllum hliðum; lengur ef það á að vera steikt í gegn. Tekið af pönnunni, álpappír breiddur yfir og látið standa í nokkrar mínútur. Lárperurnar afhýddar og skornar í litla teninga. Paprikan fræhreinsuð og söxuð. Rauðlaukurinn skorinn í fjórðunga og þeir síðan í þunnar sneiðar. Chilialdinið fræhreinsað og skorið í örþunnar sneiðar og kóríanderlaufin söxuð. Öllu blandað saman á fati ásamt límónusafa og síðan er kjötið skorið í þunnar sneiðar á ská og sett í hrúgu ofan á. Pipar malaður yfir og skreytt með kóríanderlaufi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.