Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 9
ð pinu um und- r landsleik endinga í fót- er sl. og um- um hann. M.a. Sverrisson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21|11|2003 | FÓLKÐ | 9 England Kvikmyndin England sýnd í Goethe Zentrum. Val- erie, sem aðstoðað hafði við hreinsunina í Tsjernóbýl, er haldinn ólæknandi sjúkdómi af völd- um geislunarinnar. Hann ákveður að heimsækja vin sinn Victor í Berlín og fara með honum til Eng- lands til að láta gamlan draum rætast. En Victor er ekki lengur á lífi. Þriðjudagur kl. 20.30. Vímulaus norræn skemmtun Færeyska hljóm- sveitin Týr og sænska hljómsveitin Freak Kitchen með tónleika í Tjarn- arbíói. Ekkert aldurs- takmark - vímu- efnalaus skemmtun. Upphitun: Brothers Majere. Kl. 18.40. fo lk id @ m bl .is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur Útgáfu- tónleikar á Gauknum Tónleikar með hljómsveitinni Noise, vegna útgáfu plöt- unnar Pretty Ugly. Þriðju- dagur. Herstöðin Miðnesheiði, saga herstöðvar í herlausu landi ’87, sýnd í Kvikmyndasafni Íslands, Bæjarbíói. Leikstjóri Sigurður Snæberg Jónsson. Þriðjudagur kl. 20.00. Raunsæi með Guðbergi Guðbergur Bergsson, rithöfundur, verður með leiðsögn um sýninguna Raunsæi og veruleik - Íslensk myndlist 1960- 1980 í Listasafni Ís- lands. Kl. 15.00. Sólmyrkvi í Kandahar Írönsk/frönsk bíómynd frá 2001. Blaðakonan Nafas fæddist í Afganistan en flýði ung til Kanada með fjöl- skyldu sinni. Sjónvarpið kl. 22.00. Skák er íþrótt hugans í augum flestra, þótt sumir vilji stunda hana fáklæddari en aðrir og leggja þannig áherslu á líkamsbyggingu sína. Sigurður Daði Sigfússon, FIDE-meistari og kennari í Skákskóla Íslands, er ekki í þeim hópi. Hann svaraði nokkrum einfeldn- ingslegum spurningum um þessa göfugu íþrótt. Segðu mér, Sigurður Daði, er skákin listgrein eða íþrótt? „Hún er reyndar oft sögð vera allt í senn; listgrein, íþrótt og vísindi. Í augum hinna allra sterkustu er hún vísindi og íþrótt, en að mati margra áhugamanna líkist hún einna helst listgrein.“ Þarf ekki meira en bara reiknigetuna til að verða góður í skák? Þarf ekki einhvers konar innsæi? „Jú, en í raun gengur hún minna út á reikni- getu en hæfileikann til að að þekkja stöð- urnar sem upp koma. Þar reynir á sjónminni. Rannsóknir hafa sýnt að ef taflmönnum er stillt upp af handahófi á taflborði eru byrjandi og reyndur skákmaður jafngóðir í að leggja stöðuna á minnið, en sterkari skákmaðurinn er miklu betri ef teflt er á hefðbundinn hátt.“ Myndir þú telja að skákin væri æðst íþrótta? „Hún er æðst hugaríþrótta.“ Er hún að þínu mati æðri bridsíþróttinni? „Já, heppnin skiptir meira máli í brids og í skákinni stendur maður og fellur með eigin frammistöðu. Þar er ekki hægt að kenna nein- um öðrum um.“ Hvað eru ELO-stig og hvernig vinnur maður sér þau inn? „ELO-stig gefa raunsanna mynd af styrk- leika skákmanna á hverjum tíma. Þau eru reiknuð út þannig að ef ég væri t.a.m. að tefla við Kasparov, og möguleikar mínir á sigri metnir 5%, fengi ég 95% af ákveðinni tölu, venjulega á bilinu 10–15, fyrir sigur. Hann fengi 5% af sömu tölu fyrir sigur.“ Er hollt fyrir börn og unglinga að tefla? „Já, það er mjög hollt. Það hefur sýnt sig að taflmennska eykur námsgetu, sérstaklega einbeitingu. Þetta er róleg íþrótt og reyndar eru það rólegri krakkarnir, með góðar einkunn- ir, sem gjarnan stunda hana. Foreldrar senda gjarnan börn sín í skák til að róa þau niður.“ Hvert snýr maður sér sem vill reyna sig í skákíþróttinni? „Það eru fjölmörg skákfélög um land allt, til dæmis þrjú taflfélög í Reykjavík og eitt á öll- um sveitarfélögum í kring. Til að fá upplýs- ingar um öll þessi félög er best að fara á www.skak.is. Þar er að finna tengla á öll skák- félög með heimasíðu. Svo er Skáksamband Íslands með starfsmann sem hægt er að ná í og ráðfæra sig við alla virka daga fyrir há- degi.“ |ivarpall@mbl.is Teflt af lífi, sál og LÍKAMA Morgunblaðið/Þorkell „KÓNGURINN ER GREINILEGA Í UPPNÁMI“ ll ó á an jarð- . DJ u frá órnir u ksýn- skórn- ð á gu H.C. intýra- glinga Skrekkur Hæfileikakeppni grunnskólanna. Þriðja og síðasta undan- úrslitakvöld á mánu- dag og úrslit á þriðju- dag í Borgarleikhúsinu. Mugison í Mósaík Meðal efnis í Mósaík á þriðjudaginn: Mugison mætir í sjónvarpssal og flytur frumsamið lag af sinni fyrstu plötu. Kl. 20.45. Tottenham - Villa Bein útsending á Sýn frá leik Totten- ham Hotspur og Aston Villa kl. 16.30. Eldsnöggt með Jóa Fel „Jói Fel kann þá list betur en margir að búa til girnilega rétti.“ Stöð 2 kl. 16.00. Hraun á Nellýs Gleðisveitin Hraun spilar á Nellýs á fimmtudaginn. Fjörið byrjar um kl. 22.00. Glæpasögur á Grandrokk Arnaldur Indriðason og Ævar Örn Jósepsson lesa úr glæpa- sögum á Grandrokki. Fimmtudagur kl. 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.