Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 317. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Heillandi svindlarar Einar Kárason í viðtali um skáldsöguna Storm Lesbók Ruth fyrir nýja kynslóð Ruth Reginalds gefur út safnplötu á 30 ára söngafmæli Fólk Fíkjur og ferðalög Girnileg matarkista og ferðaum- fjöllun á laugardögum Daglegt líf KATRI Manni, 24 ára gömul og atvinnulaus finnsk kona, varð í gær stoltur eigandi nýrrar bifreiðar en hún vann það til að sitja inni í henni í 52 daga og 15 klukku- stundir. Manni tók þátt í keppni, sem ný tónlistarútvarpsstöð efndi til í auglýsingaskyni, en alls voru þátttakendurnir 21 í sex borgum vítt og breitt um Finnland. Hófst keppnin 29. september. Voru bílarnir inni í stórversl- unum og var þátttakendum aðeins leyft að stíga út úr þeim í örlitla stund á tveggja tíma fresti. Finnska frétta- stofan FNB greindi frá þessu. Manni sagði í viðtali við FNB í gær, eftir meira en sjö vikna vist í bílnum, að það væri hálfskrítið að vera aftur innan um fólk og geta farið ferða sinna. Mikið skal til mikils vinna Helsinki. AFP. ÆÐSTU stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka, þeir Sigurður Ein- arsson stjórnarformaður og Hreið- ar Már Sigurðsson, annar tveggja forstjóra, féllu síðdegis í gær frá samningum sínum um kauprétt á hlutabréfum í bankanum, sem gerðir voru á miðvikudag, og greindu frá því að efnt yrði til nýrra samningaviðræðna milli sín og stjórnar bankans um kaup og kjör. Þá hafði komið fram hörð gagnrýni á kaupréttarsamningana frá m.a. hluthöfum í bankanum, viðskiptavinum, verkalýðshreyf- ingunni og stjórnvöldum. Enn- fremur lækkaði gengi bréfa í bank- anum um 2,8%. Ríkisstjórnin fjallaði um kaup- réttarsamningana á fundi sínum í gærmorgun og að honum loknum lýsti Davíð Oddsson forsætisráð- herra því yfir að hann hygðist taka fjármuni sína í Kaupþingi Búnað- arbanka, um 400 þúsund krónur, út úr bankanum. Í samtali við blaðið sagðist hann ekki geta hugsað sér að eiga fé í banka sem „gæfi lands- mönnum langt nef með þessum hætti“. Síðar um daginn gerði for- sætisráðherra svo alvöru úr þessu. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu snemma dags, þar sem m.a. sagði: „Um er að ræða fáheyrt siðleysi, dómgreind- arleysi og græðgi þeirra einstak- linga sem hlut eiga að máli.“ Grétar Þorsteinsson, forseti sambandsins, segir að kaupréttarsamningurinn hafi verið „dropinn sem fyllti mæl- inn hjá almenningi“. Klukkan 16.15 í gær barst Kaup- höll Íslands yfirlýsing Kaupþings Búnaðarbanka, þar sem greint var frá því að Sigurður og Hreiðar Már hefðu fallið frá samningunum. Eft- ir að þetta varð ljóst sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblað- ið: „Ég held að þau hörðu viðbrögð sem komu bæði frá mér og almenn- ingi í landinu hafi orðið til þess að þessir menn sáu að sér, enda voru þeir búnir að stórskaða álit bank- ans og stöðu hans; verðið á bank- anum hrundi og það var augljóst að fólk ætlaði að hverfa frá viðskipt- um við bankann.“ Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur sett í gang vinnu í viðskiptaráðuneytinu til að kanna m.a. hvort eðlilegt sé að gerðir séu kaupréttarsamningar sem taka mið af gengi á hlutabréf- um, sem sé undir markaðsgengi á hverjum tíma. Hún segir að jafn- framt verði kannað hvort kveða þurfi á um kaupréttarsamninga í hlutafélagalögum. Þá þurfi að skoða með hvaða hætti eigi að standa að ákvörðun launa í fyrir- tækjum sem skráð eru í Kauphöll. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings Búnaðar- banka, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti undarlegt að ráðamenn þjóðarinnar leyfðu sér að „ráðast á einkafyrirtæki með þessum hætti sem gert er. Það þekkist hvergi annars staðar, nema hugsanlega í Rússlandi og einhvers staðar í Afríku“, segir hann. Falla frá kaupréttinum vegna harðrar gagnrýni Stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka voru búnir að stórskaða stöðu og álit bankans, segir Davíð Oddsson  Dropinn sem fyllti mælinn hjá almenningi, segir Grétar Þorsteinsson  Valgerður Sverrisdóttir lætur skoða kaupréttarsamninga og launaákvarðanir í skráðum félögum í Kauphöll Morgunblaðið/Kristinn HALLDÓR Ás- grímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, segir að kaup- réttarsamn- ingur Kaup- þings Búnaðarbanka við stjórn- arformann og annan forstjóra félagsins sé „ekki í neinu samhengi við það sem gengur og gerist í íslensku þjóðfélagi“. Halldór segist sammála Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um að nauðsynlegt sé að sett séu ákvæði í hlutafélagalöggjöf um kaupréttarsamninga. „Það er t.d. ekki eðlilegt að kaupréttarsamningar séu gerðir undir markaðsgengi.“ „Fyrstu tilfinningarnar sem vöknuðu hjá mér voru: Þetta er hvorki siðlegt né boðlegt,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það fer hrollur um mig þegar ég sé tölur af þessu tagi.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir ömurlegt að sjá tölur eins og þær, sem fram komi í kaupréttarsamningum stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka. „Það er eiginlega búið að löggilda græðg- ina sem hvöt; hún er ekki lengur eitthvað neikvætt eða óæskilegt heldur virðist hún vera tekin sem eðlilegur hlutur.“ Úr samhengi við þjóðfélagið Höfuðstöðvar Kaupþings Búnaðarbanka hf. YFIRMAÐUR öryggissveita Edúards Shevardnadzes Georgíuforseta viðurkenndi í gær að mikil brögð hefðu ver- ið í tafli í kosningunum sem fram fóru í landinu fyrr í mánuðinum. Hvatti hann til þess, að nýj- ar kosningar færu fram. Segja fréttaskýrendur að þetta bendi til alvarlegs klofnings innan stjórnarinn- ar. Yfirmaður öryggissveit- anna, Tedo Dzhapardze, var- aði við því að blóðbað kynni að hljótast af þeim pólitíska óstöðugleika sem nú ríkti. Í gær fóru andstæðingar stjórnarinnar að flykkjast til höfuðborgarinnar, en leiðtogi þeirra hvetur þá til að koma í veg fyrir að þinghald geti haf- ist í dag eins og Shevardn- adze hafði gefið fyrirmæli um. Stuðningsmenn forsetans, einnig mjög margir, hafa búið um sig við þinghúsið og segj- ast ætla að tryggja að þing- heimur geti komið þar saman. Viðurkennir kosn- ingasvindl í Georgíu Reuters Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar koma vígreifir til Tblisi í gærkvöldi. Talið er að þeir hafi verið um 10.000. Tblisi. AP. MIKIÐ var um það í gær að viðskiptavinir Kaup- þings Búnaðarbanka kæmu í útibú bankans eða hefðu samband símleiðis til að segja upp viðskiptum sínum og lýsa óánægju, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. „Ég myndi nú ekki segja að það hefði verið örtröð, en það var eitthvað um að menn væru að taka út,“ sagði Sólon R. Sigurðsson, for- stjóri bankans. Hann segir hins vegar engar tölur til um fjölda þeirra sem hættu í viðskiptum við bank- ann í gær. Hjá öðrum bönkum fengust þær upplýs- ingar að margir hefðu fært viðskipti sín frá Kaup- þingi Búnaðarbanka yfir til þeirra. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka, orðaði það svo að það hefði verið „vertíðarstemmning“. Margir færðu viðskipti sín  Kaupþing Búnaðarbanki /2/10–12/miðopna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.