Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hélt í gær fulltrúaráðsfund á Hótel Nordica þar sem meginumræðuefnið var efling sveitarfélaganna og ný verkefni þeirra á komandi árum. Voru umræður fjörugar en almennt virtist vera samstaða um að hella sér af krafti í þá vinnu að efla sveitar- stjórnarstigið frá því sem hefur verið. Verkefnin voru m.a. sögð spennandi en kostnaðarsöm og tryggja þyrfti nægt fjármagn til þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, kynnti helstu áhersluatriði í eflingu sveitarstjórn- arstigsins. Markmiðin væru að treysta það stig stjórnsýslunnar og efla sjálfsforræði sveitarfélaga, mynda heildstæð þjónustu- og at- vinnusvæði meðal sveitarfélaga, að sveitarfélögin önnuðust sem allra mest nærþjónustu við íbúana og ráð- stöfuðu aukinni hlutdeild opinberra útgjalda. Verkefnin sem til stendur að flytjist frá ríki til sveitarfélaga eru málefni fatlaðra, öldrunarþjónusta, rekstur heilsugæslu og minni sjúkra- húsa, nærþjónusta sýslumannsemb- ætta, t.d. umboð fyrir Trygginga- stofnun og fleiri stofnanir. Vilhjálmur sagði það algjört skilyrði að tryggja þessum nýju verkefnum nægt fjár- magn og nefndi hann nokkra tekju- stofna í því sambandi með breyttu skattafyrirkomulagi. Einnig þyrfti að endurskoða og efla Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þá greindi Vilhjálmur frá þeim verkefnum sem stæði til að færu frá sveitarfélögunum til ríkisins, s.s. hlut- deild í byggingarkostnaði framhalds- skóla, framhaldsmenntun í tónlistar- námi, Innheimtustofnun sveitar- félaga og kostnaður við þing- og forsetakosningar. Einnig væri verið að skoða fjármögnun húsaleigubóta og húsnæðislánakerfisins í heild sinni, m.a. þann möguleika að fella niður viðbótarlánin. Vilhjálmur sagði það afar brýnt að ná pólitískri samstöðu um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndirnar snertu marga og mik- ilvægt væri að verkefnastjórn takist að afla átakinu stuðnings. Skortur á pólitískri stefnumótun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi, fjallaði m.a. um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar væri „lýðræðishalli“ þar sem samstarfið færi aðallega fram milli sveitarstjóranna en ekki kjörinna fulltrúa. Skortur væri á pólitískri stefnumótun og eftirliti. Varðandi umræðu um sameiningu sveitarfélaganna og samstarf sagði Ingibjörg að uppi væru mismunandi pólitískar áherslur, sem helgaðist af flokkspólitískri togstreitu og hreppa- pólitík. Lausnin væri annaðhvort að draga úr skuldbindandi samstarfi eða auka það. Mælti Ingibjörg með seinni leiðinni og hana mætti fara með sér- stöku pólitísku samstarfsráði á höf- uðborgarsvæðinu, sem kosið yrði sér- staklega. Góð reynsla væri t.d. af slíku ráði í Portland í Oregon-fylki í Bandaríkjunum allt frá árinu 1979. Samstarfið væri milli 24 sveitarfélaga í þremur sýslum þar sem byggju um þrjár milljónir manna, þar af tæp milljón í Portland-borginni sjálfri. Þar væru menn t.d. búnir að átta sig á því að hreint loft eða hreint vatn stoppaði ekki við borgarmörkin. Ingibjörg sagði ýmis ljón vera í veginum fyrir sameiningu sveitarfé- laga almennt. Fyrst og fremst væri það skortur á trausti milli ríkis og sveitarfélaga. Óuppgerð mál úr for- tíðinni væru til staðar, eins og með flutning grunnskólanna til sveitarfé- laganna. Einnig væri andstaða víða við sameiningu, einkum í minni sveit- arfélögum við hlið stórra, og blendnar tilfinningar væru gagnvart „lögþving- aðri“ sameiningu. Jöfnunarsjóður verði öflugri Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði m.a. að ný verkefni til sveitarfélaga væru kostnaðarsöm og ríkið stæði sig ekki of vel við fram- kvæmd þeirra í dag. Verkefnin féllu engu að síður vel að rekstri sveitarfé- laga, þau væru spennandi, gæfu færi á að skapa eigið velferðarsamfélag og gætu eflt faglegan styrk sveitarfélag- anna. Til þess þyrfti að auka og breikka tekjustofnana, flest sveitar- félög hefðu ekkert svigrúm til þess í dag, og Reinhard sagðist vilja sjá öfl- ugri Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hvatti hann starfsbræður sína og -systur til að „leggja í’ann“, eins og hann orðaði það, og fara í verkefnið um eflingu sveitarstjórnarstigsins af fullri einurð og heilindum. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Austur-Héraðs, sagði að átak um sameiningu sveitarfélaga væri ánægjulegt og tímabært. Gott samráð við sveitarfélögin og íbúana væri mikilvægt svo að ekki myndaðist óánægja, líkt og finna hefði mátt í smærri sveitarfélögum. Tók Soffía dæmi um hve illa hefði gengið að sam- eina Egilsstaði, og síðar A-Hérað, við Fellabæ. Það væri „frægasta ekki- sameiningin“. Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi frá reynslunni af sameiningu sveitarfélaganna í A-Skaftafellssýslu. Reynslan hefði almennt verið góð og Hornafjörður tekið að sér ýmis fleiri verkefni, m.a. þjónustuverkefni í mál- efnum fatlaðra og reynsluverkefni í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Einn- ig stæðu yfir viðræður við Vegagerð- ina um verkefni. GUÐJÓN Bragason, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Ró- bert Ragnarsson, verkefnisstjóri, kynntu átaksverkefnið á full- trúaráðsfundinum, en verkefnisstjórn um sameininguna leitar eftir sjónarmiðum sveitarstjórnarmanna á kynningarfundum á næstunni. Kannaður verður hugur þeirra til sameininga og hvaða sveitarfélög gætu helst sameinast, hvaða verkefni þeir telja að geti flust frá ríki til sveitarfélaga og hvernig þeir vilja breyta tekjustofnakerfinu. Fundir verða haldnir í öllum landshlutum og þrír fara fram fyrir jól, sá fyrsti eftir helgi á Hvolsvelli og þeir næstu í desember á Egilsstöðum og Ak- ureyri. Verkefnisstjórnin mun svo gera tillögur að loknu samráðs- og kynningarferlinu um hvernig breyta þarf skipan sveitarfélaga og hvaða verkefni þau geti tekið að sér. Atkvæðagreiðsla um þessar til- lögur á svo að fara fram vorið 2005. Í landinu eru nú 105 sveitarfélög, þar af 55 sem eru með færri en 500 íbúa. Fyrir sextán árum voru sveitarfélögin 222 talsins en flest voru þau 229 árið 1950. VERSLUNIN Veiðihornið í Hafn- arstræti 5 var útnefnd Ferða- mannaverslun ársins 2003 í gær og hlaut að launum Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavík- urborgar og Íslenskrar verslunar. Viðurkenninguna fær Veiðihornið fyrir góðan árangur í sölustarfi meðal erlendra ferðamanna, frum- kvæði og frumleika og góða þjón- ustu, að ógleymdu góðu af- greiðslufólki. Veiðihornið hefur þrátt fyrir nokkuð einsleitt umhverfi veit- ingastaða og öldurhúsa í nágrenn- inu. Verslunin var opnuð 1998 og hefur sérhæft sig í veiðivörum og tilheyrandi klæðnaði. Njarðarskjöldurinn var veittur í áttunda skiptið í gær, en Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við, var upphaflega frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur fyrri tíðar stund- uðu gjarnan kaupskap og var því við hæfi að kenna árleg hvatning- arverðlaun til ferðamannaversl- unar við guð siglinga og viðskipta. Veiðihornið Ferðamanna- verslun ársins 2003 Morgunblaðið/Eggert Þórólfur Árnason borgarstjóri ásamt verðlaunahöfunum, hjónunum og eigendum Veiðihornsins, Ólafi Vigfússyni og Önnu Maríu Clausen. JÓN Hilmar Alfreðsson, sérfræð- ingur í kvenlækningum á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, hefur verið settur landlæknir vegna eins tiltek- ins máls, sem tengist fæðingu barns, og tekur til starfa í næstu viku. Tildrög málsins eru þau að land- læknir óskaði eftir því við Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, að fengnu lögfræðiáliti, að sérstakur land- læknir yrði skipaður til að fjalla um kvartana- og kærumál sem beinast að starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem framkvæmda- stjóri stofnunarinnar er maki land- læknis. Heilbrigðismálaráðherra féllst á óskir landlæknis og hefur sett Jón Hilmar til að gegna emb- ættinu í málinu. Settur land- læknir vegna eins máls Ný verkefni sveitarfélaga spennandi en kostnaðarsöm Fjörugur full- trúaráðsfundur hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga í gær Morgunblaðið/Golli Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í ræðustól á fulltrúaráðsfundinum á Hótel Nordica í gær. TENGLAR ..................................................... www.samband.is Hugur sveitarstjórna kannaður MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins sér ekki ástæðu til að úrskurða aðal- fund Heimdallar 1. október sl. ólög- legan eða heldur að draga í efa heim- ild þáverandi stjórnar Heimdallar til að fresta því að afgreiða þær inntöku- beiðnir sem borist höfðu síðustu tvo sólarhringana fyrir aðalfund félags- ins. Miðstjórn fjallaði í gær um erindi 12 félagsmanna Heimdallar vegna aðalfundar Heimdallar þar sem ósk- að var eftir því að miðstjórnin beitti sér fyrir því að boðað yrði til nýs aðal- fundar í Heimdalli þar sem óeðlilega og ólöglega hefði verið staðið að framkvæmd og skipulagi fundarins. Þá var þess óskað að miðstjórnin beitti sér fyrir því að hópur manna, sem sóttu um inngöngu í Heimdall síðustu tvo dagana fyrir aðalfund fé- lagsins, yrði tekinn inn í félagið. Að lokum var þess óskað að miðstjórn tæki afstöðu til meintrar misnotkun- ar flokksmanna á eignum flokksins í kosningabaráttu vegna aðalfundar Heimdallar. Í yfirlýsingu frá miðstjórn segir ennfremur: „Miðstjórnin telur hins vegar óheppilegt hve dregist hefur að afgreiða þessar inntökubeiðnir end- anlega en fagnar þeim upplýsingum sem borist hafa nú um að stjórn Heimdallar hafi ákveðið að sam- þykkja umræddar inntökubeiðnir.“ Aðalfundur Heimdallar ekki ólöglegur ♦ ♦ ♦ NÚ liggur fyrir að 102 íslenskir starfsmenn flotastöðvar varnarliðs- ins fá send uppsagnarbréf strax eftir helgi. Samráð við stéttarfélögin leiddi til þess að starfsfólkið fær ráð- gjöf og þarf ekki að vinna allan upp- sagnarfrestinn. Uppsagnir 90 starfsmanna voru sem kunnugt er dregnar til baka fyrir mánuði vegna athugasemda stéttar- félaganna og tekið upp samráð við stéttarfélögin sem nú er lokið. Yfir- menn flotastöðvarinnar eru ánægðir með niðurstöður viðræðnanna og meta mikils framlag stéttarfélag- anna, segir í fréttatilkynningu frá varnarliðinu. „Flotastöðin hefur, að teknu tilliti til hugmynda stéttarfélaganna og trúnaðarmanna starfsmanna og eftir endurskoðun áætlana um sparnað á öðrum sviðum, komist að þeirri nið- urstöðu að segja verði upp 102 ís- lenskum starfsmönnum stöðvarinn- ar. Að höfðu samráði við stéttarfélögin hyggst Flotastöð varn- arliðsins veita þeim sem sagt verður upp störfum aðstoð við aðlögun og at- vinnuleit,“ segir í tilkynningunni. Lögð er á það áhersla að uppsagn- irnar séu nauðsynlegar vegna lækk- unar fjárveitinga til reksturs stöðv- arinnar. Komið til móts við óskir Starfsmönnum Flotastöðvarinnar sem sagt er upp störfum og leita vilja annarra starfa hjá varnarliðinu mun veitt aðstoð og ráðgjöf. Þá býðst þeim að leita ráðgjafar vinnusálfræðings og aðstoðar ráðningarþjónustu í leit að starfi á almennum vinnumarkaði sér að kostnaðarlausu. Til að auð- velda starfsmönnum leit að nýju starfi býðst þeim að fá leyfi án launa- skerðingar í allt að einum starfsdegi á hverju tveggja vikna launatímabili. Þá verða starfsmenn undanþegnir mætingarskyldu síðasta mánuðinn miðað við þriggja mánaða uppsagn- arfrest og hlutfallslega miðað við styttri uppsagnarfrest. Er þeim þá frjálst að ráða sig í vinnu annars stað- ar án launaskerðingar, segir enn- fremur í tilkynningunni. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að samráðið sem varnarliðið átti við stéttarfélögin hafi skilað viss- um árangri. Komið hafi verið til móts við óskir um að að fólkið þyrfti aðstoð og tíma til að leita að nýrri vinnu. Hins vegar hafi legið fyrir að upp- sögnunum yrði ekki hnikað og menn hafi gert sér grein fyrir því. Áfallið væri enn jafnslæmt þótt það hefði tafist um einn mánuð að uppsagnirn- ar kæmu til framkvæmda. Í hópi þeirra sem sagt verður upp eru 23 félagsmenn í Verslunar- mannafélagi Suðurnesja, auk eins sem hætti á uppsagnartímanum, og segir Guðbrandur að þetta séu um 15% þess verslunarfólks sem starfi hjá varnarliðinu. Í hópi þeirra sem missa vinnuna er fólk sem starfað hefur upp undir fjóra áratugi hjá varnarliðinu. Varnarliðið segir upp 102 starfsmönnum Fá ráðgjöf og tíma til að leita að vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.