Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 9 Hátíðarfatnaðurinn kominn Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 15% afsláttur af öllum drögtum í dag Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Í tilefni 18 ára afmælis okkar verður heitt á könnunni í dag! Opið í dag kl. 10-15 Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Nú er tími kertaljósanna Sérstök kynning 18.11.-22.11. stærðir 40-52 Hverfisgötu 6 sími 562 2862 ný sending enn meira úrval Fyrsta sending uppseld! CHANGE • Smáralind • Sími 517 7007 Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst þriðjudaginn 25. nóvember - þri. og fim. kl. 20.00 Ásmundur býður einnig upp á einkatíma og ráðgjöf. með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Jólagjöfin í ár - ekta pelsar á ótrúlegu verði Borgartúni 29, sími 897 2943, opið þri. og fim. kl. 20-22 og lau. kl. 11-14 Til að sjá meira: www.misty.is Litir: Svartur og hvítur. Stærðir 32-40 D, DD, E, F. Stærðir 32-38 FF, G. Verð kr. 3.570. Buxur með léttu aðhaldi - einnig fást tangabuxur í stíl. Stærðir S, M, L, XL. Verð kr. 1.850,- Við höfum áralanga reynslu og aðstoðum þig gjarnan við valið. Minimizer - rosa góður Minimizer • rosa góður Afmælisvika Seymu Full búð af nýjum vörum 25% afsláttur til 29. nóv.                       Laugavegi 71, sími 551 0424Seyma VÍNHEILDSALAR greiða fyrir umfjöllun um léttvín í þættinum Ís- land í bítið á Stöð 2 á hverjum föstudegi. Ekki er tekið fram að svo sé eins og útvarpslög kveða á um. Upphaflega komu nokkrir inn- flytjendur að þessari umfjöllun en nú greiðir aðeins eitt fyrirtæki, Austurbakki, fyrir dagskrárgerðina. Sérfræðingar þáttarins, þeir Einar Thoroddsen og Haraldur Halldórs- son, fjalla því einungis um vín sem kostunaraðilinn velur og flytur inn. Oft fer saman umfjöllun um vínin í Ísland í bítið og skrif um sömu vín í Fréttablaðinu á föstudögum, sem ekki eru auðkennd frá öðru efni blaðsins þótt greitt sé fyrir. Guðmundur Ólafsson, sölustjóri auglýsinga á Stöð 2, segir umfjöll- unina sem slíka ekki selda heldur kosti innflytjendur þennan dag- skrárlið. Stöð 2 verði að afla tekna með auglýsingum og kostun og þetta sé liður í því. Íhuga að tilkynna um kostun Aðspurður segir hann til skoð- unar hjá fyrirtækinu að tilkynna að þessi liður sé kostaður af viðkom- andi fyrirtæki. Hvernig það verði gert sé ekki ljóst ennþá en það komi til greina að tilkynna það með borðum frá fyrirtækinu eða á annan hátt í upphafi og endi dagskrárlið- arins. Hann segir útvarpsréttar- nefnd hafa ítrekað bréflega nauðsyn þess að auðkenna efni sem sé kost- að af fyrirtækjum og sagt fyrir- komulagið í kringum veðurfréttir Stöðvar 2 þar til fyrirmyndar. Þórmundur Bergsson, auglýs- ingastjóri Fréttablaðsins, vildi ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum. „Ég greiði þessum mönnum sem koma til að fjalla um vínin. Þetta er dagskrárefni sem ég hef áhuga á að fjalla um,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. „Ég hugsa fyrst og fremst um að hafa skemmtilegt efni á skjánum.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Kostuðu utanlandsferð Arnar Haukur Ottesen, deildar- stjóri víndeildar Auturbakka, segir þetta umfjöllun um vín en ekki gagnrýni. „Ef þetta væri gagnrýni værum við ekki að borga fyrir þetta.“ Stöð 2 hafi boðið fyrirtækinu að sitja eitt að þessari umfjöllun sem hafi verið þegið. Hann segir þetta ekki dýra um- fjöllun. Auk þess að greiða fyrir efnið hafi Austurbakki kostað ferð Haraldar Halldórssonar á alþjóð- lega vínhátíð sem kallist Vinexpo. Sýnt var frá þessari ferð síðasta föstudag á Stöð 2 og kynnt vín á sýningunni sem Austurbakki flytur inn. Aðspurður segir Arnar einnig greitt fyrir kynningu og umfjöllun um vín í Fréttablaðinu á föstudög- um. Arnar segir þetta hliðstæð vinnubrögð og viðhöfð séu á öðrum fjölmiðlum eins og Gestgjafanum, Vikunni, Mannlífi og í ritunum M og Lifun sem dreift sé með Morg- unblaðinu. Tekið skal fram að M og Lifun eru ekki unnin af ritstjórn Morgunblaðsins. Arnar segir að ekki komi fram að greitt sé fyrir þessa umfjöllun frekar en gert sé í morgunsjónvarpi Stöðvar 2. Einnig bendir hann á að í þættinum Heima er bezt, sem sýndur sé í Ríkissjón- varpinu, komi öll vínin frá sama inn- flytjandanum. Kostun skal auðkennd Í 21. grein útvarpslaga segir heimilt að afla kostunar við gerð einstakra dagskrárliða svo lengi sem kostandi hafi ekki áhrif á inni- hald eða efnistök við gerð dagskrár- liðarins. „Kostaðar útvarpsdagskrár skulu vera ljóslega auðkenndar sem slíkar með kynningu, nafni og/eða vörumerki kostanda í upphafi og/ eða lok dagskrár,“ segir jafnframt í lögunum. Kostaður dagskrárliður megi ekki fela í sér efni sem hvetji til kaupa eða leigu á vörum eða þjónustu kostanda eða annars aðila. Ekki er tekið fram þegar fjallað er um léttvín í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 að um kostaðan dag- skrárlið sé að ræða og kostunaraðil- inn sé Austurbakki sem velji og flytji vínin inn til landsins. Innflytjendur greiða fyrir vínumfjöllun í fjölmiðlum mbl.is VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.