Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA tónlistarmanninum Michael Jackson hefur verið gert að mæta fyrir rétt 9. janúar næst- komandi en saksóknarar segja, að innan skamms verði honum birt ákæra í mörgum liðum um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er fjölmiðlafárið í kringum þetta mál óskaplegt og alveg stjórnlaust að margra mati. Jackson kom til Santa Barbara í Kaliforníu í fyrradag með einka- þotu frá Las Vegas en þar var hann við upptökur. Var hann strax fluttur í járnum á lögreglustöðina þar sem tekin voru af honum fing- arför og mynd og lagt hald á vega- bréfið. Var honum síðan sleppt er hann hafði greitt rúmlega 220 milljónir ísl. kr. í tryggingu. „Ein stór lygi“ Lögfræðingur Jacksons sagði, að ásakanirnar á hann væru „ein stór lygi“ og sjálfur gaf Jackson sig- urmerki með fingrunum er hann hélt út af lögreglustöðinni. Stuart Backerman, talsmaður Jacksons, sagði, að um væri að ræða „úthugsaðan lygavef“ og hafði eftir umbjóðanda sínum, að „lygin fer í stökkum en sannleikurinn hef- ur úthald í maraþonhlaup. Hann mun fara með sigur af hólmi“. Ákæran á Jackson er um „ósæmilega hegðun“ gagnvart barni yngra en 14 ára en sagt er, að hún snúist um 12 ára gamlan, krabbameinssjúkan dreng, sem dvaldist á heimili Jacksons, Never- land-búgarðinum. Er þetta raunar ekki í fyrsta sinn, sem kvittur af þessu tagi kemst á kreik. 1993 bar annar drengur Jackson svipuðum sökum en þá var sæst á málið án afskipta dómstóla. Talið er, að Jackson hafi greitt honum milljónir dollara fyrir að láta það niður falla. Vinir og kunningjar Jacksons í skemmtanalífinu vilja sem minnst um ásakanirnar segja en margir aðdáenda hans lýstu í gær yfir stuðningi við hann með því að safn- ast saman fyrir utan heimili hans, Neverland-búgarðinn í Santa Bar- bara. Ýjað að kynþáttaofsóknum Catherine, móðir Jacksons, gaf í gær í skyn í viðtali við þýska tíma- ritið Bunte, að ákærurnar á son sinn væru kynþáttaofsóknir. Sagði hún, að í Bandaríkjunum giltu „ein lög fyrir hvíta og önnur fyrir svarta“. Um 300 blaðamenn voru sam- ankomnir við lögreglustöðina í Santa Barbara í fyrradag þegar Jackson var fluttur þangað og fjöldi þyrlna með sjónvarps- fréttamenn elti bílalest lögregl- unnar frá flugvellinum. Síðan hafa herskarar fréttamanna elt Jackson á röndum en hann er nú aftur kom- inn til Las Vegas. AP Myndin, sem tekin var af Michael Jackson á lögreglustöðinni, til vinstri eru ýmsar upplýsingar um fangann. Fer fyrir rétt í janúar vegna ofbeldisákæru Talsmenn Jacksons segja ásakanir vera „úthugsað- an lygavef“ Santa Barbara. AFP, AP. NOKKRIR menn hafa verið handteknir í Tyrklandi vegna tengsla við hryðjuverkin í Istan- búl í fyrradag en talið er, að tyrk- nesk samtök, Íslamska fram- varðafylkingin, hafi staðið fyrir þeim í samvinnu við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þykir það sýna vel þá þróun, að það er ekki lengur al- Qaeda, sem kemur beint að skipulagningu ódæðisverkanna, heldur ýmis smærri samtök í ýmsum löndum. Eru sérfræðing- ar sammála um, að það geri bar- áttuna gegn hryðjuverkum enn erfiðari en ella. Al-Qaeda-samtökin, sem í gær lýstu sig ábyrg fyrir tilræðunum í Istanbúl, eru sjálf sögð hafa orðið fyrir miklu áfalli á undanliðnum mánuðum. Margir helstu leiðtoga þeirra hafa verið drepnir eða ver- ið handteknir, og verulega hefur verið þrengt að þeim fjárupp- sprettum, sem þau jusu af áður. Vegna þess standa þau nú sjaldn- ast sjálf fyrir hryðjuverkunum, heldur kynda þau undir þeim og eru sú fyrirmynd, sem smáir hóp- ar öfgamanna víða um lönd líta til. „Disneyland hryðjuverkamanna“ Eru nýlegar hryðjuverkaárásir í Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Tétsníu og Írak hafðar til marks um þetta en það, sem flestir leiðtogar þess- ara hópa eiga sameiginlegt, er, að þeir fengu sína þjálfun í Afganist- an, í „Disneylandi hryðjuverka- manna“ eins og al-Qaeda-búðirn- ar þar voru kallaðar. Áætlað er, að um 20.000 manns frá 47 löndum hafi fengið þjálfun þar frá því um miðjan síðasta ára- tug og þar til Bandaríkjamenn réðust inn í landið í október 2001 og veltu stjórn talibana. Al-Qaeda-samtökin eru nú einkum í hlutverki leiðbeinand- ans, kenna hópunum meðal ann- ars að senda dulmálsskeyti á net- inu og dreifa meðal þeirra upplýsingum um sprengjugerð. Sem dæmi um það má nefna, að sams konar kveikjubúnaður hefur verið notaður í hryðjuverkum í ýmsum löndum að undanförnu. Fjármögnun hryðjuverkastarf- seminnar hefur líka breyst. „Það er ekki lengur um að ræða neinn sjóð, sem hægt er að sækja í,“ segir bandarískur sérfræðingur. „Engir ákveðnir menn eða hópar, sem leggja fram fé. Nú verða hóparnir að verða sér úti um fjár- magn á staðnum, í Indónesíu, Malasíu og víðar, og aðferðirnar eru margbrotnar og þess vegna erfitt að fylgjast með þeim.“ Algengt er, að hóparnir fjár- magni sig með glæpum, til dæmis eiturlyfjasölu og fjárkúgun, og þar sem hryðjuverkin að undan- förnu hafa beinst að tiltölulega auðveldum skotmörkum hafa pen- ingamálin ekki verið nein hindr- un. Al-Qaeda verða goðsögn og andleg fyrirmynd „Margir þessara hópa virðast ekki hafa úr miklu fé að spila en það, sem er mikilvægara en pen- ingar, er framboðið á fólki, sem er tilbúið til að fórna lífinu í hryðjuverkaárásum. Á því virðist enginn skortur,“ segir bandarísk- ur embættismaður. Þessi þróun hefur vakið mikla umræðu meðal leyniþjónustu- manna og eru ýmsar leiðir í bar- áttunni ræddar. Sumir vilja ein- beita sér að því að uppræta al-Qaeda, steypa af stalli sjálfu goðinu, en aðrir vilja leggja ekki minni áherslu á litlu, staðbundnu hópana. Það krefst hins vegar miklu meiri samvinnu meðal leyni- þjónustustofnana og er stjórn- málalega mjög viðkvæmt. „Ef al-Qaeda geta starfað áfram í gegnum staðbundna hópa, þá vegur það upp á móti áföllunum, sem samtökin hafa orðið fyrir,“ sagði Margret Johannsen, stjórnmálafræðingur, sem er sérstaklega að kynna sér hryðjuverkastarfsemi við há- skólann í Hamborg. „Þá þurfa þau ekki á alþjóðlegri fjármögnun að halda og ekki á neinum búðum í Afganistan. Al-Qaeda eru þá orðin að goðsögn og andlegri fyr- irmynd hryðjuverkamanna og það er mjög hættulegt.“ Reuters Talibanar og al-Qaeda-menn sem handteknir voru eftir harða bardaga í október í fjallahéruðum á landamærum Afganistan og Pakistan. Hryðjuverk í umboði al-Qaeda Margt bendir til, að al-Qaeda hafi tekist að bæta sér upp áföllin síðustu árin með því að „framselja hryðjuverkaleyfið“ ef svo má segja til smárra hópa í ýmsum löndum. Það gerir baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari en ella. Washington. AFP, Los Angeles Times. ’ Nú verða hóp-arnir að verða sér úti um fjármagn á staðnum. ‘ PHIL Spector, einn þekktasti upptökustjóri poppsögunnar, var á fimmtudag ákærður fyrir morð, sem framið var á heimili hans fyrr í ár. Í ákærunni segir að Spect- or hafi myrt leikkonuna Lönu Clarkson 3. febrúar síð- astliðinn. Hún var fertug að aldri. Spector, sem hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að morðið var framið, neitaði að tjá sig um ákæruna. Lögfræð- ingur hans, Robert Shapiro, lýsti hins vegar yfir því að Spector væri saklaus og að unnið væri að því að afla gagna sem sanna myndu það. Shapiro er í hópi þekktustu lögmanna Bandaríkjanna en hann varði m.a. íþróttahetjuna O.J. Simp- son í frægu morðmáli. Starfaði meðal annars fyrir Presley og Bítlana Lana Clarkson fannst látin á glæsilegu heimili Spectors nærri Los Angeles í Bandaríkj- unum. Hún hafði verið skotin. Hermt er að Phil Spector sé langt leiddur áfengis- og fíkni- efnasjúklingur. Phils Spectors er einkum minnst sem eins áhrifamesta upptökustjóra sjöunda áratug- arins. Hann stjórnaði upptök- um á hljómplötum listamanna á borð við Tinu Turner og Elvis Presley. Þá starfaði hann einn- ig með Bítlunum bresku. Ákærð- ur fyrir morð Los Angeles. AFP. Phil Spector
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.