Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 33 ÚTHLUTAÐ var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega at- höfn í Listasafni Íslands í gær. Styrkþeginn að þessu sinni er Olga Bergmann myndlistarkona, en alls bárust 34 umsóknir. Styrktarsjóð- urinn var stofnaður árið 1993 og er honum ætlað að styrkja „unga og efnilega myndlistarmenn“. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og nemur styrkupphæðin 300.000 kr. „Þessi styrkveiting kemur mér skemmtilega á óvart og er mér mikill heiður. Þetta er náttúrlega líka ákveðin viðurkenning á því sem maður er að fást við,“ sagði Olga Bergmann í samtali við Morg- unblaðið. „Ég er þegar byrjuð að undirbúa næstu verkefni, þar á meðal sýningar á næsta ári, og þessi styrkur mun auðvitað koma sér mjög vel í þeirri vinnu.“ Dómnefndin var skipuð þeim dr. Ólafi Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands, Björgu Atla fyrir hönd Sambands íslenskra myndlist- armanna (SÍM) og Halldóri Birni Runólfssyni fyrir hönd Listahá- skóla Íslands. Í ávarpi sínu við styrkveitinguna sagði dr. Ólafur Kvaran, formaður dómnefndar, m.a.: „List Olgu Bergmann má vissulega tengja við raunsæi og veruleika og hún vinnur með skýr- ar merkingar eða merkingarsvið og jafnvel má orða það svo, að hún reki beinskeytt hugmynda- fræðilegt erindi í list sinni. Vísanir í verkum hennar eru margvíslegar, náttúran, tæknivæðingin, erfðavís- indin – allt stórar spurningar í nú- tíðinni, sem eru sviðsettar á áhrifa- mikinn hátt. Hún velur sér þann miðil sem hentar hugmyndinni og verk hennar búa yfir margræðum formrænum eiginleikum, húmor og ádeilum, þar sem áhorfandinn get- ur valið um ólíkar inngönguleiðir. Sviðsetningar veruleikans og forn- leifafræði hlutanna bera með sér í verkum Olgu Bergmann sterkar tilvistarlegar skírskotanir og fag- urfræðilega reynslu og spyrja jafn- framt áleitinna spurninga um sam- band náttúru og menningar.“ Olga Bergmann fæddist árið 1967. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og útskrifaðist þaðan 1991. Árið 1993 hóf hún framhaldsnám við California College of Arts and Crafts og lauk þaðan MFA-gráðu tveimur árum síðar. Fyrir þremur árum hlaut Olga viðurkenningu úr Listasjóði Pennans ásamt tveimur öðrum myndlistarmönnum. Olga hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér á landi og erlendis auk þess að taka þátt í mörgum sam- sýningum. Nýverið hélt Olga einka- sýningu í Listasafni Kópavogs og hlaut mikið lof fyrir þá sýningu. Olga Bergmann fær styrk úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur „Þetta er mér mikill heiður“ Morgunblaðið/ÞÖK Ólafur Kvaran afhendir Olgu Bergmann styrkinn í Listasafni Íslands. Kæfusögur er smásagnahefti með gamansömum frásögnum af konum á öllum stigum þjóðfélagsins. Rit- stjórar eru Nils K. Narby og E. P. Smith. Um er að ræða 25 sögur þar sem konur eru í aðalhlutverki og í formála segir m.a. að sögurnar í bókinni séu allar dagsannar. „Höfundur hefur einstaka heims- sýn og konurnar virðast sitja um hann við hvert fótmál. Höfundur dregur fram allt það skrýtna og skemmtilega í samskiptum kynjanna,“ segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Niðurfold. Bókin er 44 bls., Verð:1.000 kr. Gamansögur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 ÍNA Salóme opnar sýningu í List- húsi Ófeigs á Skólavörðustíg kl. 16 í dag. Ína útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og var í framhaldsnámi í Svíþjóð og Danmörku. Hennar helsta svið hefur verið innan textíls og hefur hún haldið fjölda einka- og sam- sýninga í gegnum árin. Meðal helstu verka Ínu eru klæði Hásala í Safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Að þessu sinni leitar Ína fanga í íslenskri náttúru og leitast við að beisla birtu og form sem þar eru og koma þeim í mynd. Ína hand- málar verk sín á bómullarklæði. Sýningin stendur til 30. desember og er opin á verslunartíma. Textíll í List- húsi Ófeigs ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.